Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 35 13 HÓTEL ALLAN HRINGINN 1 ML Laugarvatn • 2 ÍKÍ Laugarvatn • 3 Skógar • 4 Vík í M‡rdal 5 Nesjaskóli • 6 Neskaupsta›ur • 7 Egilssta›ir • 8 Ei›ar • 9 Stórutjarnir 10 Akureyri • 11 Laugarbakki • 12 Ísafjör›ur • 13 Laugar segja nákvæmlega því einhverfa er mjög flókin og ólík í tilfelli hvers og eins. En þegar við töluðum sam- an fannst mér við geta skilið hvor annan og það var mjög gaman.“ – Í bókinni segir frá því þegar þú ákveður að halda einn þíns liðs til Litháens til að kenna ensku. Það hlýtur að hafa þurft mikið hugrekki til þess fyrir mann sem var svo háður því að allt í umhverfi hans væri stöðugt? „Já, ég var 19 ára og hafði ný- lokið skóla. Ég var ekki handviss um hvað ég gæti gert í lífinu. Og þá hugsaði ég að það væri spenn- andi að reyna að hjálpa fólki að læra ensku. Ég var ekki viss um hvort ég gæti þetta en ég vildi reyna.“ – Varstu ekkert hræddur við að fara að búa einn í Litháen? „Ég hugsaði að það yrði kannski erfitt fyrir mig og fjölskylduna, sem var ekki viss um að þetta væri svo gott. Móðir mín var mjög hrædd við þetta og faðir minn líka. Og systkinin líka, bætir Tammet við og hlær. Ég var hræddur sjálf- ur en mig langaði svo mikið að eignast líf sem væri venjulegt og vera hamingjusamur. Það var mér mikilvægt að reyna þetta, í stað þess að vera alltaf hræddur. Svo ég fór til Litháens og bjó í Kaunas í níu mánuði. Þar lærði ég lithásku fljótt. Ég var kominn með nógu mikið sjálfstraust til að læra hana.“ – Sjálfstraust, já. Skiptir það kannski öllu máli við að læra tungumál? „Já, það gerir það. Ég held að allir geti lært tungumál ef þeir hafa sjálfstraust. Jafnvel íslensku. Svo er líka gott að hafa góðan kennara eins og ég hafði á Íslandi.“ – Varstu þá ekki fljótur að læra tungumál sem barn í skóla? Hvað fannst kennurum þínum? „Jú, þeir sáu að ég var fljótur að því. Ég lærði frönsku þegar ég var 11 ára og þýsku þegar ég var 12 ára. Þegar ég fór í skóla var ég mjög fátækur og skólinn átti ekki peninga til að hjálpa fólki eins og mér sem var – hvað segir maður – „ljóngáfaður“?“ spyr Daníel og hlær. – Við tölum reyndar um sérgáfu. „Já. En nú er þetta betra á Eng- landi. Það er meiri peningur í skólakerfinu fyrir sérkennslu.“ Á íslensku vaxa orðin upp úr jörðinni Í bókinni þinni segirðu um ís- lenskunámið: „Tungumál hefur mótandi áhrif á sjálfsmynd ein- staklingsins. Enskan, móðurmál mitt, hafði hjálpað mér að móta mína sjálfsmynd. Að læra íslensku myndi fela í sér að leyfa henni að móta mig upp á nýtt.“ Finnst þér þá íslenskan hafa bætt einhverju við þína persónu? „Já, það er kannski erfitt að út- skýra þetta. En þeim sem er með Asperger finnst oft að hann sé er- lendis af því að hann er dálítið skrýtinn og allt er skrýtið fyrir honum. En þegar ég læri tungumál þá finnst mér ég tengjast öðrum á nýjan hátt. Ef ég tala íslensku er til dæmis auðveldara fyrir mig að kynnast Íslendingum.“ Tammet lærði m.a. íslensku með hjálp barnabóka og orðabóka. Og Dagbók Bridget Jones sem hann bar þá saman við enska textann. – Þér finnst betra að lesa tungu- mál í gegnum skáldsögur en til dæmis málfræði? „Já, einmitt. Því Íslendingar tala ekki málfræði, þeir tala íslensku. Auðvitað er málfræði góð líka en það er erfitt að læra tungumál í gegnum málfræði. Maður lærir með því að tala við fólk og lesa bækur, það er auðveldara og gam- an líka. Og það er lykilatriði þegar maður lærir tungumál að það sé gaman. Þá gengur námið vel.“ – Þú segir í bókinni þinni að það hafi komið þér á óvart hvað ís- lenskan var myndrænt mál? „Já, orð á íslensku eru mjög, mjög falleg og líka gegnsæ. Til dæmis orð eins og „hugmynd“, „hvítlaukur“, „orðabók“ og svo framvegis. Mér finnst orðin yfir þessa hluti betri á íslensku en ensku. Svo eru mjög skemmtileg orð eins og „ljósmóðir“. Það er mjög fallegt.“ – Heldurðu að íslenskan sé kannski sérlega hentugt tungumál fyrir þig af því hvað þú hugsar myndrænt? „Já, einmitt. Af því að ég hugsa myndrænt og íslensk orð eru gegnsæ og falleg þá hugsa ég að ís- lenska sé auðveldari fyrir mig en til dæmis litháska. Ég get líka ímyndað mér að íslenskan sé skemmtileg fyrir einhverfa að læra af því að orðin eru ekki flókin og heldur ekki málfræðin. Íslenska málfræðin er erfið en hún er líka rökrétt. Og einhverft fólk hugsar mjög rökrétt.“ – Og þú skynjar liti og form í ís- lenskunni? Einstök orð í henni hafa sinn lit? „Já, til dæmis orðið „hnugginn“. Ég held ég hafi fundið það í orða- bókinni. Mér skilst að það sé ekki mjög algengt orð lengur. Mér finnst það mjög fallegt. Það er blátt og líka hvítt. Svo þegar ég hugsa um þetta orð sé ég blátt og ég man að þetta orð þýðir að vera ekki hamingjusamur. Því að blátt tengist oftast slíkri tilfinningu. Og líka orðið rökkur. Það er mjög rautt fyrir mér.“ – Er það þá dökkrautt? „Já, dökkrautt, það er eins og glóð og mjög fallegt. Vegna þess að rökkur snýst um sól er mjög gam- an að sjá það orð í rauðu því að sólin er stundum rauð. Svo ég sé tenginguna.“ – Þegar þú komst í sjónvarp hér sagðirðu að þú værir orðabóndi. Manstu eftir því? „Ég sagði já, maður var orða- bóndi af því að á íslensku vaxa orð- in upp úr jörðinni. Til dæmis eld- snemma. Þetta er orð sem er ekki skapað af fræðingum heldur af því að þegar menn komu á fætur þurfti að byrja á að kveikja eld. Þetta er mjög skemmtilegt.“ en það. Þá flokkarðu áreitið, velur og hafnar. Ef við viljum til dæmis nota efni eins og skáldskap og goð- sögur til þess að auðga líf okkar og ná auknum þroska þá tel ég mig vera með aðferð til þess að breyta þeirri reynslu í eitthvert varð- veisluform, á myndrænan hátt. Ég ætla í sjálfu sér ekki að fara að skjóta á skólakerfið. Ég tel bara að forgangsröðin í því sé röng. Starfið þar miðist við að gera nem- endur sem færasta til að falla inn í ákveðið hjól þjóðfélagsins svo það snúist og hagvöxturinn sé réttur. En þetta hefur oft í för með sér að einstaklingurinn vaknar kannski upp um þrítugt og fer þá að rækta sjálfan sig. Ég vil hins vegar byrja á því. Ég vil rækta hann til tvítugs, vinna með tilfinningalega greind, húmanískar greinar og tengja þær verkvitinu. Síðan þegar menn eru búnir að finna sjálfa sig þá hafi þeir nægan tíma, þá séu þeir búnir að læra að læra og geti farið að taka hlutina inn á réttum for- sendum. Og þar hjálpar til dæmis að vera búinn að þroska skilning- arvitin og dýpka. Þá er maður kominn með miklu fleiri akkeri til að hengja hluti á, getur lifað dýpra og skemmtilegra lífi. Sem er nátt- úrlega hinn endanlegi tilgangur. Eða ætti að vera.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.