Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 62
62 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
Elsku hetjan hún
Systa er dáin. Þegar ég
sit nú og rita þessi orð
á ég erfitt með að finna
nógu góð orð til að lýsa
þessari stórkostlegu
manneskju sem Systa föðursystir mín
var. Ég á sem betur fer fjölmargar
góðar minningar sem ég bý að og
tengjast þær flestar samverustund-
um okkar á Þingvöllum. Þegar ég og
dætur mínar komum að bústöðunum
okkar þá var það okkar fyrsta verk að
fara og knúsa Systu og Magga. Í mín-
um huga voru þau í raun eitt því ég
hef aldrei á lífsleiðinni hitt jafn sam-
heldin og ástrík hjón. Þau voru mikið í
bústaðnum sínum og ávallt hlúðu þau
jafn vel að honum og umhverfi hans
eins og sambandi sínu.
Systa var einstaklega drífandi og
dugleg manneskja og var í raun sú
sem hélt fjölskyldunni saman. Nú
verðum við sem eftir erum að varð-
veita þessi tengsl því fjölskyldan er
kletturinn í lífi okkar og ég er þess
fullviss að Systa og pabbi minn fylgja
okkur og vernda þó svo að við sjáum
þau ekki.
Ég votta Magga, Valla, Völu, Silju,
Óla, Hildi Evu, Gunnari Inga og
systkinum Systu mína innilegustu
samúð og bið Guð að styrkja þau og
styðja á þessari erfiðu stundu.
Guðrún (Gunna Vala).
Elsku Systa.
Mikið hef ég hugsað til þín frá því
ég heyrði af andláti þínu hinn 27. maí
síðastliðinn.
Við hittumst fyrst þegar þú og
Maggi komuð til mín í þjálfun árið
2002. Ég hafði alltaf svo gaman af því
að fá ykkur til mín í tíma. Þú varst ein
af þessum góðu. Vildir allt fyrir alla
gera, hafðir alltaf gott um alla að
segja og vildir öllum vel. Þið voruð hjá
mér í þjálfun í um fjögur ár og er ég
þakklátur fyrir hverja mínútu sem við
höfðum. Sama hversu veik þú varst,
alltaf varstu jafn jákvæð. Þú ert
hetja.
Ég veit að þú munt ávallt vera við
hlið hans Magga þíns.
Maggi og fjölskylda, megi Guð
færa ykkur styrk og stuðning á erf-
iðum tímum. Systa var einstök og ég
þakka fyrir yndisleg kynni.
Birgir þjálfari.
Ég mun aldrei gleyma brosinu, út-
geisluninni og kærleikanum sem
fylgdi Þórhildi Mörtu mömmu hennar
Völu. Þegar ég kynntist Völu á
menntaskólaárunum leið ekki á löngu
þar til ég var boðin heim í Kvista-
landið. Fossvogsheimilið var rekið
með miklum myndarskap. Þar var
ekki bara fallega innréttað, hreint og
fínt heldur voru eldhússkáparnir allt-
af fullir af gúmmelaði. Húsmóðirin
hlúði að heimilinu jafnvel þótt hún
væri uppi í bústað eða í Völusteini.
Handbragð hennar leyndi sér ekki.
Ég fann það strax að í Kvistalandinu
vildi ég eyða meiri tíma.
Saumaherbergið hennar Þórhildar
Mörtu er mér mjög minnisstætt. Í því
var risastórt sníðaborð, nokkrar
saumavélar, aragrúi af efnum, tölum,
tvinnakeflum og allskonar dóti. Sann-
kallað gósenland skapandi fagurkera.
Ef mig vantaði rennilás eða tölur gat
hún alltaf bjargað málunum. Þegar
ég kynntist Völu tók ég eftir því hvað
þær mæðgurnar áttu fallegt sam-
band. Fljótlega varð Þórhildur Marta
líka hluti af tilveru okkar vinkvenn-
anna. Hún fylgdist vel með og vissi
alltaf hvað klukkan sló.
Eina verslunarmannahelgina fór-
um við vinkonurnar út úr bænum.
Vala sagðist geta fengið bíl foreldra
Þórhildur Marta
Gunnarsdóttir
✝ Þórhildur MartaGunnarsdóttir
fæddist í Reykjavík
30. júlí 1943. Hún
lést á heimili sínu
27. maí síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Grafar-
vogskirkju 7. júní.
sinna lánaðan ásamt
tjaldi og því allra nauð-
synlegasta. Þegar Vala
kom og sótti mig á
græna ameríska lúx-
usjeppanum versnaði
þó í því. Það var varla
pláss fyrir mig því ,,það
allra nauðsynlegasta“
reyndist vera heil úti-
legubúslóð. Þórhildur
vildi ekki að okkur
skorti neitt. En svona
var hún, gjafmild og
hlý og vildi allt fyrir
alla gera.
Ég er heppin að hafa fengið að
kynnast Þórhildi Mörtu. Hún gerði
lífið auðugra. Elsku Vala mín, ég
sendi þér og fjölskyldu þinni hlýja
strauma á erfiðri stund.
Marta María Jónasdóttir.
Við hjónin viljum setja niður á blað
nokkur fátækleg orð til að þakka fyrir
þá gæfu að hafa átt Þórhildi Gunn-
arsdóttur og Magnús S. Jónsson að
vinum í gegnum blómaskeið lífs okk-
ar. Við kynntumst þeim hjónum þeg-
ar Magnús gerðist félagi í Lions-
klúbbnum Tý. Okkur varð fljótlega
vel til vina. Við vorum saman í mat-
arklúbbi og fórum óteljandi ferðir
saman, bæði innanlands og utan.
Þórhildur var af mörgum kölluð
Systa, sem er gælunafn sem okkur
fannst aldrei passa svo virðulegri
konu og í raun „fínni dömu“. Þórhild-
ur var einstaklega kurteis og fáguð í
framkomu á sama tíma og hún var
með afbrigðum einlæg og góð. Það
var unun að sjá hvað hún hugsaði vel
um eiginmann sinn í hans veikindum
og á það mjög líklega mikinn þátt í því
hve honum hefur farnast vel þrátt
fyrir veikindi sín. Þau hjón voru
auðsjáanlega mjög samrýmd og elsk-
uðu og báru mikla virðingu hvort fyrir
öðru. Hið létta skap þeirra og elsku-
legheit yljuðu okkur oft um hjarta-
rætur.
Það hlýtur að vera erfitt, Magnús
okkar, að sjá á bak þinni frábæru eig-
inkonu og vini. Við vonum að minn-
ingarnar hjálpi þér á þessum erfiðu
tímum. Guð blessi þig og fólkið ykkar.
Þess óska þínir vinir,
Þorbjörg og
Þórarinn Þ. Jónsson.
Þórhildur, þessi kraftmikli braut-
ryðjandi, er látin. Það kom mér ekki á
óvart því ég vissi að hverju stefndi.
Þórhildi eða Systu, eins og hún var
kölluð af vinum og vandamönnum,
þekkti ég í rúmlega 30 ár. Kynnin hóf-
ust þegar makar okkar störfuðu báðir
í JC Reykjavík. Mér er minnisstæð
ferð sem við fórum með þeim á lands-
þing á Ísafirði. Þar var rædd við okk-
ur sú hugmynd að stofna JC-félag
eingöngu skipað konum. Þetta þótti
okkur ekki fýsilegt þar sem við viss-
um hve mikið starf lá að baki til að ná
þeim markmiðum sem við mundum
sækjast eftir. Við sögðum báðar „þá
mundi ég heldur fara í kór mér til
skemmtunar“. Ári seinna sóttum við
landsþing JC-hreyfingarinnar sem
fulltrúar fyrir JC Vík, félag skipað
rúmlega 60 konum. Þórhildur var
fyrsti forseti félagsins og eina konan
hér sem hafði gegnt því embætti inn-
an JC.
Starfið hjá JC Vík var kraftmikið
og skemmtilegt og við ákveðnar í að
fá þá þjálfun í félagsmálum sem hægt
var.
Við töluðum gjarnan um JC-skól-
ann sem var réttnefni þar sem skipt
var um embætti árlega og sókn í nám-
skeið var mikil enda þau undirstaða
fyrir annað starf félagsins. Kaffistof-
an hjá Gunnari Ásgeirssyni var at-
hvarf okkar fyrir fundi og námskeið í
upphafi. En það fyrirtæki stofnaði
faðir Þórhildar og hún vann þar á
þessum tíma. Sumir sögðu okkur
námskeiðssjúkar. Þetta voru
skemmtilegir og gefandi tímar. Eftir
nokkurra ára gróskumikið starf skildi
leiðir að hluta en vinskapur okkar
varði. Þórhildur hélt áfram að sinna
starfi í JC, fyrir landssamtökin, en ég
fór í nám.
Þórhildur lét til sín taka í fleiri fé-
lögum en JC enda starfið þar hugsað
sem undirbúningur fyrir virkni í lýð-
ræðisþjóðfélagi. Hún ruddi líka braut
fyrir konur innan Lions-hreyfingar-
innar en um það vita aðrir betur en
ég. Einnig rak hún eigið fyrirtæki í
áraraðir og var öflug í félagsstarfi
innan kaupmannasamtakanna. Fjöldi
fólks hefur sótt námskeið hjá henni í
félagsmálum en líka í hannyrðum og
lært á saumavélar hjá henni.
En Þórhildur gerði fleira en að
sinna félagsmálum og reka fyrirtæki.
Hún var umhyggjusöm eiginkona,
móðir, amma, systir, mágkona,
frænka og vinur. Samhentari hjón en
Magga og Systu hef ég ekki þekkt.
Auk þess sem virðing og umhyggja
þeirra hvort fyrir öðru var einstök.
Og maður fór ekki í grafgötur um um-
hyggjuna fyrir börnum, barnabörn-
um og öðrum sem á einhvern hátt
tengdust þeim. Gunnar bróðir Systu
átti góðan hauk í horni þar sem þau
voru. Alltaf var jafn gott að sækja þau
heim, jafnvel eftir að Systa veiktist.
Eftir áramót var ég í þrjá mánuði
hjá syni mínum í Bandaríkjunum, þá
byrjuðum við Systa að skrifa hvor
annarri tölvubréf. Hún var ákveðin í
að lifa lífinu lifandi og átti góðar
stundir með Magga sínum erlendis
fyrr á árinu. Maggi var henni sú stoð
sem vænta mátti í þessum veikindum.
Þegar vika var liðin af maí heim-
sótti Systa mig með Gullu mágkonu
sinni og vinkonu okkar. Þá sagði hún
mér að heilsan hefði versnað mikið
frá páskum. Og henni hrakaði hratt
eftir þetta. Hún lést við þær aðstæður
sem flestir óska sér – heima í faðmi
fjölskyldunnar.
Elsku Maggi, Vala, Valli og fjöl-
skyldur, mikill er missir ykkar. Guð
styrki ykkur á þessum erfiðu tilfinn-
ingatímum. Það er þó smáhuggun
harmi gegn að hún þarf ekki að kvelj-
ast lengur.
Valbjörg (Valla).
Það gerist ekki oft í viðskiptum að
þinn helsti keppinautur verður einn
þinn nánasti samstarfsaðili, en þannig
var því farið með okkur Þórhildi. Eft-
ir að Pfaff keypti saumavéladeild Völ-
usteins árið 2002 kom Þórhildur til
vinnu hjá okkur og var það einstakt
lán fyrir fyrirtækið. Þórhildur hafði
alveg yfirburðaþekkingu á öllu er
sneri að saumavélum og var fag-
manneskja fram í fingurgóma. En í
Þórhildi sameinaðist fagmaður og
manneskja með mikla þjónustulund
og hlýleika – sem ekki er sjálfgefið að
fari saman. Enda voru málin fljót að
þróast á þá vegu að viðskiptavinir
okkar spurðu nær eingöngu eftir Þór-
hildi og ef hún var ekki við mátti
heyra ákveðinn vonbrigðatón í rödd-
inni.
Það hljóta að hafa verið mikil við-
brigði fyrir Þórhildi að hefja störf hjá
Pfaff eftir að hafa rekið sitt eigið fyr-
irtæki árum saman. En hún virtist
una hag sínum vel. Sagði iðulega við
mig að nú gæti hún einbeitt sér að því
sem henni þætti skemmtilegast – að
selja saumavélar – en þyrfti ekki að
hafa áhyggjur af ýmsu öðru sem við-
kæmi rekstri fyrirtækja, þær áhyggj-
ur þyrfti ég að bera. En þessi orð voru
sögð með hálfum huga því Þórhildur
átti eftir að reynast mér betur en eng-
inn á svo mörgum sviðum þau tæpu
fimm ár sem við unnum saman.
Hjá Pfaff er yfirbygging fyrirtæk-
isins ekki mikil og því reyndist það
ómetanlegt fyrir mig að setjast yfir
kaffibolla með Þórhildi og bera undir
hana hin ýmsu mál. Hún þekkti vel til
fyrirtækjarekstrar og var einstaklega
úrræðagóð og lagin við að taka tillit til
ólíkra sjónarmiða. En hún var ekki
síður lagin við að hvetja mig áfram og
fannst mér einatt eftir spjall okkar að
ég væri með lausnina í sjónmáli. Ég á
eftir að sakna mikið þessara stunda
okkar og í framtíðinni á ég eftir að
drekka ófáan kaffibollann, hugsa til
Þórhildar og sakna leiðsagnar henn-
ar.
En þótt Þórhildur hafi verið ein-
stakur starfsmaður – var Þórhildur
þó fyrst og fremst manneskja með
stóru „M-i“. Hún var mannleg og opin
– léttlynd og brosmild – hlý og tilbúin
til að gefa öllum gott faðmlag í tíma
og ótíma. Það er ekki að undra þótt
hennar verði sárt saknað í Pfaff. En
söknuður okkar verður lítill í saman-
burði við söknuð fjölskyldunnar –
enda Þórhildur sami kletturinn þar
og annars staðar. Eru fjölskyldunni
færðar innilegustu samúðarkveðjur
frá öllum samstarfsmönnum Þórhild-
ar í Pfaff.
Kæra vinkona – takk fyrir allt og
allt. Við vorum báðar sannfærðar um
að lífinu lyki ekki með þessu jarðlífi
þannig að við munum hittast á ný.
Fram að þeim tíma bið ég þig um að
fylgjast með saumavéladeildinni
„þinni“ og ýta við okkur ef við erum
ekki að gera hlutina eins og þér hefði
líkað.
Fyrir hönd allra í Pfaff
Margrét Kristmannsdóttir,
framkvæmdastjóri.
Kveðja frá Lionsklúbbnum Eiri
Sumarið er komið með sínum
björtu nóttum og yndislega fugla-
söng. Klúbburinn okkar Lionsklúbb-
urinn Eir var nýbúinn að kveðja vet-
urinn og við félagarnir tilbúnir að
hvíla okkur frá fundarati vetrarins
þegar okkur barst fréttin um að okk-
ar kæri félagi Þórhildur hefði beðið
lægri hlut fyrir sjúkdómnum sem er
búinn að hrjá hana í töluverðan tíma.
Hún var ein af stofnfélögum
klúbbsins okkar sem búinn er að
starfa í yfir 20 ár, fyrst sem Lionessu-
klúbbur frá 1984 síðan sem Lions-
klúbbur frá 1988.
Hún var fyrsti formaður Lions-
klúbbsins og fyrsta konan til að gegna
formennsku innan Lionshreyfingar-
innar, en fyrir þau störf sín var hún
gerð að Melvin Jones-félaga sem er
mesta virðing, heiður og þakklætis-
vottur sem klúbbur eða hreyfing get-
ur sýnt félaga sínum.
Frábær félagi og vinur sem alla tíð
hvatti okkur til góðra verka og með
metnaðarfullu starfi sínu bar hún
hróður okkar víða.
Þórhildur er annar félaginn sem
við kveðjum á þessu ári. Það eru ekki
nema rúmir 3 mánuðir síðan við
kvöddum Sigrúnu Steinsdóttur sem
hafði líka starfað í klúbbnum frá upp-
hafi. Við stöndum eftir og vitum að líf-
ið heldur áfram og að við verðum að
standa enn þéttar saman til að takast
á við góðra vina missi. Við höfum
dáðst að andlegum styrk hennar og
hetjuskap og notið þeirra stunda sem
hún hefur getað verið með okkur í
vetur oft meira af vilja en mætti.
Ef öndvert allt þér gengur
og undan halla fer,
skal sókn í huga hafin,
og hún mun bjarga þér.
Við getum eigin ævi
í óskafarveg leitt
og vaxið hverjum vanda,
sé vilja beitt.
(Kristján frá Djúpalæk.)
Við vottum Magnúsi, börnum
þeirra tengdabörnum og barnabörn-
um, einlæga samúð okkar.
Helga Lára Guðmundsdóttir,
Edda R. Imsland.
Þórhildur er ein af þeim sem skilja
eftir sig dýpri spor í minningunni en
flestir aðrir, einfaldlega vegna þess að
persónuleiki hennar, manngæska og
nærvera var dýpri en almennt gerist.
Því kynntist ég fyrst þegar ég gekk í
JC Vík, ung og óreynd en opin fyrir
nýjum tækifærum. Þar var Þórhildur
ein af reynsluboltunum, tók nýjum fé-
lögum opnum örmum og miðlaði
óspart af reynslu sinni. Á örstuttum
tíma voru konur undir hennar hand-
leiðslu farnar að flytja ræður og
stjórna fundum eins og ekkert væri.
Leiðtogahæfileikar Þórhildar
leyndust engum sem henni kynntust.
Á sinn yfirvegaða, þolinmóða og hæv-
erska hátt tókst henni að laða fram
það besta í einstaklingnum. Ósérhlífni
hennar og hvatning var ómetanleg og
á hún sinn þátt í því að í dag eru
margir hæfari til að takast á við krefj-
andi verkefni, jafnt í leik og starfi.
Fundarsköp og fundarstjórn, mark-
miðasetning og ræðumennska vafðist
ekki fyrir henni né heldur hið vanda-
samasta jólaföndur og útsaumur í
hinum flóknustu saumavélum. Þór-
hildur var mikil félagsvera og lagði
mikið af mörkum til félagsmála. Þar
má helst nefna JC-hreyfinguna,
Lions og FKA. Hún lét sig mjög
varða málefni er stuðluðu að auknum
framgangi kvenna á hinum ýmsu
sviðum og ruddi oft brautina sjálf.
Þórhildur var vel lesin og vel tengd
við menn og málefni og ávallt hrókur
alls fagnaðar. Það kom því eiginlega
af sjálfu sér að ég hringdi í hana fyrir
nokkrum árum þegar ég stóð frammi
fyrir því að bjóða heim í mat mikilli
áhrifakonu frá Indlandi, móður góðr-
ar indverskrar vinkonu minnar sem
þá bjó á Íslandi. Þórhildur tók erindi
mínu vel og kom og borðaði með okk-
ur og eins og ég vissi var hún hafsjór
af fróðleik á ýmsum sviðum er vörð-
uðu konur og góð málefni á Íslandi.
Síðar fékk ég ótal skilaboð frá þeirri
indversku um það hversu ánægjulegt
henni hefði fundist að hitta Þórhildi
og fyrir vikið hefði hún farið heim
fróðari um Ísland og íslenska menn-
ingu.
Það fór ekki framhjá neinum sem
kynntist Þórhildi hversu stolt hún var
af fjölskyldu sinni. Hlýjan og um-
hyggjan leyndi sér ekki og unaðsreit-
urinn þeirra við Þingvallavatn bar því
glöggt vitni. Þangað bauð hún einnig
góðum vinum og þar var oft glatt á
hjalla.
En skjótt skipast veður í lofti, erfið
veikindi gerðu vart við sig og ekki
varð aftur snúið. Á sorgarstundu vil
ég þakka fyrir samveruna í gegnum
árin. Ég er ríkari af því að hafa fengið
tækifæri til að kynnast Þórhildi og
minningin um hana mun lifa um
ókomin ár.
Af eilífðarljósi bjarma ber,
sem brautina þungu greiðir.
Vort líf, sem svo stutt og stopult er,
það stefnir á æðri leiðir.
Og upphiminn fegri en auga sér
mót öllum oss faðminn breiðir.
(Einar Benediktsson)
Við hjónin vottum fjölskyldu Þór-
hildar okkar innilegustu samúð.
Aðalheiður Karlsdóttir.
Foringi og fyrirmynd eru þau orð
sem koma upp í hugann þegar hugsað
er um Þórhildi Gunnarsdóttir sem nú
hefur kvatt þennan heim allt of fljótt.
Það var fyrir 29 árum að brotið var
blað í sögu Junior Chamber-hreyfing-
arinnar á Íslandi, ein kona hafði geng-
ið til liðs við JC Reykjavík. En 6. apríl
1978 var stofnað JC Vík, félag sem
eingöngu var skipað 60 konum. Það
kom engum á óvart að fyrsti forseti
félagsins var Þórhildur Gunnarsdótt-
ir.
Hún sýndi strax hvaða forystu-
hæfileika hún hafði til að bera til að
gera þetta nýja félag strax að einu af
öflugustu félögum innan hreyfingar-
innar. Hún hafði metnað og hvatti
konur áfram og var dugleg að hrósa.
Við félagarnir fórum á eins mörg
námskeið og við gátum, helst voru
það ræðunámskeiðin, námskeið í
skipulögðum vinnubrögðum, og hin
ýmsu námskeið í mannlegum sam-
skiptum og markmiðasetningu. Við
skyldum sanna að við ættum heima í
hreyfingunni og gerðum því allt með
trompi. Fengum við afnot af húsnæði
fjölskyldufyrirtækis Þórhildar. Einn-
ig tókum við strax fyrsta árið þátt í
ræðukeppnum og byggðarlagsverk-
efnum. Þórhildur var því lærimeistari
okkar sem tókum að okkur að stjórna
félaginu síðar. Þórhildur miðlaði einn-
ig af sinni þekkingu og reynslu og var
ein af vinsælustu leiðbeinendum
hreyfingarinnar. Einnig tók Þórhild-
ur sæti í landsstjórn hreyfingarinnar.
Þegar fólk vinnur mikið og náið
saman myndast vinátta, vinátta sem
fylgir okkur gegnum lífið. Þannig var
það með okkur í JC Vík, ,,Mozartkúl-
urnar“ urðu til, þrettán konur fóru að
hittast reglulega til að njóta þess að
vera saman. Sérstaklega þær sem
hættu vegna aldurs, þá vildu þær
halda tengslunum. En af hverju orðið
Mozart? Jú, við litum á okkur sem
ódauðlegar eins og verk Mozarts.
Þessi hópur hefur hist reglulega og
átt notalegar stundir saman, farið í
sumarbústaðarferðir, farið á kaffihús,
sótt námskeið í föndri hjá Þórhildi, og
haldið litlu jólin svo eitthvað sé nefnt.
Við höfum tekið þátt í gleði og sorg
hver annarrar og stutt hvor aðra þeg-
ar á hefur reynt. Ein félagskona úr
þessum hópi er látin og hittir Þórhild-
ur nú vinkonu sína hana Halldóru.
Við sem höfum fengið tækifæri til