Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 53 Sími 575 8500 - Fax 575 8505 Síðumúla 11 • 2. hæð • 108 Reykjavík Pálmi Almarsson og Sverrir Kristjánsson, lögg. fasteignasalar VESTURGATA - AUKAÍBÚÐ Fallegt og mikið endurnýjað 150,5 fm einbýlishús við Vesturgötuna í Reykjavík. Húsið er kjallari, hæð og ris og er stúdíóíbúð með sérinn- gangi í kjallara. Aðalíbúðin skiptist í rúmgott eldhús með nýlegri innrétt- ingu, tvær parketlagðar stofur, þrjú rúmgóð svefnherbergi og baðher- bergi með baðkeri og glugga. Raf- og vatnslagnir eru nýlegar. Þetta er eitt af sætustu húsunum í bænum. Sérbílastæði. Verð 39,5 millj. BIRKITEIGUR - MOSF. 160,90 fm efri sérhæð með glæsi- legu útsýni í tvíbýlishúsi ásamt inn- byggðum 46,80 fm bílskúr eða samtals 207,70 fm. Íbúðin skiptist m.a. í stofu, borðstofu, fjögur svefn- herbergi, flísalagt baðherbergi, eld- hús, þvottaherbergi o.fl. Úr stofu er fallegt útsýni til norðurs, að Esjunni og Helgafelli. Hæðin er öll parket- lögð utan bað- og þvottaherbergis sem er flísalagt. Verð 49,0 millj. LEIFSGATA Falleg nýuppgerð 2ja herb. 55,1 fm. íbúð á 1.h. við Leifsgötuna í Reykja- vík. Íbúðin skiptist í parketlagt svefnherb., bjarta parketlagða stofu, eldhús með fallegri nýrri inn- réttingu og tækjum og baðherbergi með flísum á gólfi og veggjum ásamt baðkari. Þetta er falleg eign á vinsælum stað. V. 16,9 m. KLEPPSVEGUR Falleg 4ra herb. 106 fm. endaíbúð á 3.h. (efstu) í bakhúsi við Kleppsveg- inn í Reykjavík. Íbúðin skiptist í 3 rúmgóð herbergi, eldhús með flís- um á gólfi og fallegri innréttingu, flísalagt baðherbergi með baðkeri og glugga og rúmgóða parketlagða stofu með útsýni. Í kjallara er sér- geymsla ásamt sameiginlegu þvottaherbergi. Verð 23,5 millj. ÖGURHVARF - KÓPAVOGI Vorum að fá til sölu eða leigu ca. 790 m² vel hannað atvinnuhúsnæði í góðu verslunar- og þjónustuhverfi (Bónus og Húsasmiðjan). Húsnæðið er á tveimur hæðum og auðvelt er að skipta því í smærri einingar. Húsið verður tilbúið til afhendingar í ágúst 2007 fullbúið að utan ein- angrað og klætt með álklæðningu. Að innan skilast húsið með rafmagns- töflu með vinnuljósalýsingu og hitalögn komin inn fyrir vegg. Lóðin er 4.697 m² og skilast malbikuð og tyrfð, á henni er annað sams konar hús sem gæti selst með ef um semst. Teikningar á skrifstofu. Nánari uppl. veitir Örn á skrifstofu Fasteignamiðlunar eða í síma 575 8509 og 696 7070. ÞARFTU AÐ SELJA? HÖFUM KAUPENDUR Á SKRÁ Erum með kaupendur að einb-, par- eða raðhúsi í hlíða- og höfð- ahverfi Mosfellsbæjar. Verð allt að kr. 45,0 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum með fjársterkan kaupanda að einbýlishúsi, helst með aukaí- búð. Verð 60-80 millj. Nánari uppl. gefur Sverrir. Aðili sem ég er með og er að leita að stórri fasteign með einum leigutaka sem þarf að vera nokkuð traustur t.d. ríki, borg eða öflugt fyrirtæki Verð +500 millj. Nánari uppl. gefur Pálmi. Aðili sem vantar 200 m² + í miðbænum, helst með byggingarrétti. Nánari uppl. gefur Pálmi. Ung kona á uppleið er að leita að 2ja til 3ja herbergja íbúð á Reykja- víkursvæðinu. Verð allt að kr. 17,5 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum að leita að einbýli-, rað- eða parhúsi á svæði 101, 105, 107 eða 200. Hámarksverð kr. 45,0 millj. Nánari uppl. gefur Þór. Erum með kaupanda að sérhæð 125-150 fm á Seltjarnarnesi, helst bílskúr en ekki skilyrði. Nánari uppl. gefur Brynjar. ÞETTA ER SÝNISHORN ÚR KAUPENDASKRÁ OKKAR. Bjarkarás 27A – Garðabæ - íbúð 0203 Opið hús í dag sunnudag frá kl. 16-17 Glæsileg ný útsýnisíbúð á efri hæð í nýju glæsilegu húsi ásamt stæði í bílskýli. Íbúðin er 150 fm ásamt bílskýli. Glæsilegar innréttingar, granít borðplötur. Glæsilega flísalagt baðherbergi. Einstakt útsýni. 2 stór svefnherbergi. Svalir. Íbúðin er til afhendingar við kaupsamning fullfrágengin án gólfefna en flísar eru þó á anddyri, baðherbergi og þvottahúsgólfi. Opið hús verður í dag sunnudag frá kl. 16-17. Kjartan tekur á móti áhugasömum. Einnig er möguleiki að skoða hjá eiganda glæsilega neðri hæð í húsi nr. 19 á sama stað sem er til afhendingar á sambærilegan hátt. Óskað er eftir tilboðum. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. SL. fimmtudag birtist í Morg- unblaðinu tilvísun í yfirlýsingar stjórna tveggja hagsmunaaðila í sjávarútvegi, þ.e. sambandsstjórn- ar Farmanna- og fiskimanna- sambands Íslands (FFSÍ) og stjórnar Landssambands smábáta- eigenda (LS), þar sem lýst er efa- semdum um mat Haf- rannsóknastofnunar- innar á ástandi þorsk- stofnsins og tillögum stofnunarinnar um niðurskurð afla í 130 þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Það er bagalegt að slík nið- urstaða skuli liggja fyrir af hálfu LS eftir fund fulltrúa Haf- rannsóknastofnunar- innar með stjórn samtakanna í síðustu viku. Því miður var ekki óskað eft- ir fundi með stofnuninni áður en sambandsstjórn FFSÍ fjallaði um málið. Í áliti FFSÍ koma fram áhyggj- ur um framkvæmd veiðanna ef farið yrði að tillögu um aflamark þorsks og að heimildir til ýsuveiða verði 95 þúsund tonn eins og stofnunin hefur lagt til. Í sjálfu sér er eðlilegt að skipstjórn- armenn velti þessu fyrir sér og mikilvægt að þeir komi að málum þegar og ef tillögum Hafrann- sóknastofnunarinnar verður hrint í framkvæmd. Enginn ágreiningur er um þetta atriði í sjálfu sér, þó mögulegt sé að grípa þurfi til hlið- arráðstafana til að ná markmiðum um uppbyggingu þorskstofnsins. LS telur að mikil fiskgengd og góð aflabrögð undanfarin misseri séu til marks um sterka stöðu þorskstofnsins, en það sé í and- stöðu við mat Hafrannsóknastofn- unarinnar. Á fundi með stjórn LS kom fram að enginn ágreiningur er um það milli sérfræðinga stofn- unarinnar og smábátasjómanna að vel hefur fiskast víða um land undanfarin ár. Það helgast af því að hinir meðalstóru þorsk- árgangar 1997-2000 hafa verið uppistaða í aflanum eins og spár Hafrannsóknastofnunarinnar gerðu ráð fyrir. Annað sem fram kom á fundi með LS var að sjó- menn þar voru sammála um að undanfarið hefði vantað stóra fisk- inn í aflann, þann fisk sem rann- sóknir hafa sýnt að sé langmik- ilvægastur m.t.t. árangurs hrygningar. Athuganir sýna að 10 ára og eldri fiskur er nú aðeins um 5% af þyngd hrygningarstofns þorsks, en var nálægt 20% fyrir um 20 árum þegar nýliðun var betri. Tillögur um samdrátt veiða eru ekki síst fram komnar til að stuðla að því að hlutfall stórfisks verði hærra. Af hálfu hvorra tveggja samtakanna rís hins vegar ágrein- ingur þegar kemur að stofnmælingu botn- fiska, togararalli, sem gegnir mikilvægu hlutverki við ákvörð- un árgangastærðar fisks sem ekki er kominn í veiðistofn og veiðar á næstu árum munu byggjast á. Til- lögur Hafrannsóknastofnunar- innar byggja á því að uppvaxandi árgangar séu lélegir eða afar lé- legir samkvæmt þessum mæl- ingum. Til að snúa þessari þróun við og auka líkur á góðri nýliðun þurfa annars vegar umhverfisskil- yrði að vera hagstæð. Hins vegar þarf að koma upp sterkari hrygn- ingarstofni með meiri aldurs- breidd. Því miður er það ekki á valdi okkar mannanna að breyta umhverfisskilyrðum okkur í hag, en aldursbreiddina og stækkun hrygningarstofns getum við haft áhrif á með skynsamlegri veiði- stjórnun. Í því sambandi skal áréttað að hrygningarstofn með góðri aldursbreidd er talinn betur í stakk búinn að takast á við breytileg umhverfisskilyrði. Það er hvorki svo að félagar í LS eða FFSÍ geti út frá eigin reynslu af veiðum metið árganga- stærðir uppvaxandi árganga, lyk- ilþætti í spá um þróun þorstofns, enda slíkur smáfiskur ekki undir eðlilegum kringumstæðum í afla þeirra. Stjórnir samtakanna kjósa engu að síður að gagnrýna að- ferðafræði togararalls sem oft hef- ur verið útskýrð í ræðu og riti. Þó sú aðferð sé ýmissi óvissu háð og engan veginn gallalaus, þá hefur það sýnt sig af 20 ára reynslu að spá megi með miklu öryggi fjölda fiska í árgangi á næsta ári ef fyrir liggur mæling úr togararalli sama ár. Jafnframt hefur það sýnt sig að árgangastærð ákvörðuð í tog- araralli er í góðu samræmi við aldursgreindan afla þegar viðkom- andi árgangur hefur skilað sér að fullu í veiðinni. Þeir uppvaxandi árgangar sem ákvarðaðir hafa ver- ið nú með togararalli mælast lé- legir eða frekar lélegir. Þeir eru því án vafa mun minni en þeir meðalsterku eldri árgangar sem verið hafa að gefa góð aflabrögð nú síðustu misserin. Það er því ávísun á minnkandi stofn næstu ár, ef ekkert verður að gert. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeirri óvissu sem við er að glíma við ákvörðun á stærð og af- rakstri fiskistofna, enda hafa sér- fræðingar Hafrannsóknastofn- unarinnar lagt á þetta þunga áherslu í greinargerðum sínum og tillögum. Í því sambandi ber að hafa í huga að ef spá Hafrann- sóknastofnunarinnar er of bjart- sýn, sem tilhneiging hefur verið til á s.l. árum, þá er í raun hægt að tala um nokkrar hrunlíkur í þorskstofninum, ef ekki er farið að tillögum stofnunarinnar. Ef staðan er hins vegar betri en spáð er og farið verður að tillögum, getum við átt von á hægfara bata á allra næstu árum og nokkrum líkum á auknum afrakstri til langs tíma litið. Það er umhugsunarefni ef hags- munaaðilar í sjávarútvegi taka ekki ráðleggingar fiskifræðinga al- varlega við þessar aðstæður, nú þegar öll gögn benda til að horfur í þorskveiðum séu slæmar og muni verða svo ef ekki verður á tekið. Á ögurstund er ekki skyn- samlegt að taka slíka áhættu. Áhætta á ögurstund Jóhann Sigurjónsson um mat Hafrannsóknastofnunarinnar á ástandi þorskstofnsins » Það er umhugsunar-efni ef hagsmuna- aðilar í sjávarútvegi taka ekki ráðleggingar fiskifræðinga alvarlega við þessar aðstæður... Jóhann Sigurjónsson Höfundur er forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.