Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 17.06.2007, Qupperneq 54
54 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN JARÐIR - LANDSPILDUR - SUMARHÚS YFIR 100 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 60 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM Sjá nánar á www.fmeignir.is www.fasteignamidstodin.is Sumarhús í landi Kára- staða, Bláskógabyggð, innan þjóðgarðs. Fallegt útsýni yfir Þingvallavatn og fjöllin. Landið er 6.200 fm kjarri vaxið og er þar eldri bústaður sem skiptist í anddyri, opið eldhús, stofu með kam- ínu, 3 herbergi og snyrt- ingu með sturtuklefa. Á nærliggjandi lóðum hafa verið byggð allt að 90 fm glæsileg heilsárshús. Verð: tilboð. Sumarhús við Þingvallavatn - innan þjóðgarðs FASTEIGNA- MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/. Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Guðmundur Th. Jónsson, lögg. fasteignasali. Vel skipulagt og fallegt 229,2 fm einbýlishús í Vesturbæ Reykja- víkur sem skiptist þannig: á 1. hæð er anddyri, hol, stofa, borð- stofa og eldhús. Á neðri palli (kjallari/jarðhæð) er þvottahús, geymslur, sjónvarpsherbergi og svefnherbergi með sérbaðher- bergi (þetta herbergi er bílskúr á teikningu). Á efri palli eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. 6594 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali FROSTASKJÓL - EINSTÖK EIGN Um er að ræða glæsilegt 275,4 fm einbýli á einni hæð við Stigahlíð í Reykjavík. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, fimm svefnherberbergi tvær stofur, tvö baðherbergi, gestanyrt- ingu, þvottaherbergi, innbyggðan bíl- skúr og geymslur. Eignin er staðsett innst í botlanga. Garður við húsið er geysilega fallegur. V. 75,0 m. 6778 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali STIGAHLÍÐ - GLÆSILEG EIGN Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Sævangur - Hf. Einbýli Nýkomið sérlega fallegt pallabyggt einbýli m. inn- byggðum bílskúr, samtals 265,1 fm. Á jarðhæð er 2ja herbergja aukaíbúð með sér inngangi. Frábær stað- setning og útsýni. Hraun- lóð. Verð tilboð. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞJÓÐLAGAHÁTÍÐIN á Siglufirði sumarið 2007 ber að þessu sinni yf- irskriftina Ríma. Kvæðamenn munu víða koma við sögu, bæði í aðal- hlutverki og sem gestir á tónleikum innlendra og erlendra listamanna. Von er á tónlistarfólki frá Bandaríkj- unum, Armeníu, Þýskalandi, Noregi og Svíþjóð auk íslenskra listamanna. Söngkonan Susanna Martirosyan og píanóleikarinn Armen Babakhanian flytja armensk sönglög og þjóðlög. Frá Noregi kemur Stein Villa, sér- fræðingur í fornum norrænum hljóð- færum, og tvíeykið Joachim Kjelsaas Kwetzinsky og þjóðlagasöngkonan Unni Lövlid flytur norsk þjóðlög, annars vegar í upprunanlegri gerð og hins vegar í útsetningu Edvards Grieg, en þess er nú minnst að 100 ár eru liðin frá andláti tónskáldsins. Hanne Juul er kunn vísnasöngkona á Norðurlöndum. Hún bjó um skeið hér á landi og var þá potturinn og pannan í starfi Vísnavina. Hún heldur tón- leika á hátíðinni ásamt tríói sínu og mun auk þess koma fram víðar um land. Þá flytur kammerkórinn Cap- pella nova frá Svartaskógi verk eftir Brahms ásamt sópransöngkonunni Angelu Baltes – að ógleymdum heimstónlistarhópnum Andromedu4 frá Boston með Ímu Þöll Jónsdóttur fiðluleikara í broddi fylkingar. Farðu vel með Vatnsdæling Af íslenskum tónlistarmönnum á há- tíðinni má nefna Kvintbræður, þá Örn og Sigursvein Magnússyni, sem kveða saman tvísöng. Þeim til full- tingis verður Marta G. Halldórsdóttir söngkona. Bára Grímsdóttir ólst upp í Vatnsdalnum og kynntist þar hinni fornu kvæðalagahefð. Á tónleikum þeirra Chris Fosters verða einmitt leikin og sungin lög sem Bára lærði ung í heimahögum sínum. Úr Svarf- aðardal kemur Kristjana Arngríms- dóttir ásamt hljómsveit og heldur tónleika til heiðurs Jónasi Hallgríms- syni. Hún syngur lög við ljóð lista- skáldsins góða, frumflytur meira að segja nokkra söngva sem ekki hafa heyrst áður. Þá leikur sænsk-íslenska tvíeykið Dúó Ríma verk fyrir selló og víólu, m.a. nýja tónsmíð eftir Hafdísi Bjarnadóttur, ungt og bráðefnilegt tónskáld. Dúóið skipa þær Erika Söd- ersten á víólu og Gunnhildur Halla Guðmundsdóttir á selló. Hátíðinni slítur Sinfóníuhljómsveit unga fólks- ins með píanókonsert eftir armenska tónskáldið John Sarkissian og svít- unum tveimur úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. Einleikari er Armen Babakhanian frá Armeníu en stjórn- andi og sögumaður Gunnsteinn Ólafsson. Langspilsþing og þjóðlagaakademía Í tengslum við Þjóðlagahátíðina verð- ur starfrækt Þjóðlagaakademía, en það er viðamikið námskeið um ís- lenskan tónlistararf, haldið í sam- vinnu við KHÍ. Akademían hefst 3. júlí og stendur til 7. júlí. Henni lýkur með langspilsþingi þar sem þrjár frænkur verða kynntar til sögunnar: íslenska langspilið í höndum Arnar Magnússonar, langleik frá Noregi sem Marit Steinsrud kynnir og loks bandaríska fjallalangspilið eða mountain dulcimer sem Jerry Rock- well hefur hafið til vegs og virðingar í heimalandi sínu. Auk þess að tala á þinginu mun hann einnig halda sér- staka tónleika á hátíðinni þar sem eingöngu verður leikið á langspil. Þjóðlagaakademían er opin öllum al- menningi meðan húsrúm leyfir. Boðið verður upp á fjölmörg önnur námskeið á Þjóðlagahátíð fyrir börn og fullorðna, svo sem námskeið í klez- mer- eða gyðingatónlist, íslenskri glímu, rímnakveðskap, blómst- ursaumi við töskugerð, brúðuleikhúsi og margt fleira mætti nefna. Á uppskeruhátíð sýna nemendur af- raksturinn og íslensk-búlgarska gleðisveitin Narodna Musika leikur fyrir dansi. Nánari upplýsingar um Þjóðlaghátíðina á Siglufirði má finna á siglo.is/festival. GUNNSTEINN ÓLAFSSON, listrænn stjórnandi Þjóðlagahátíð- arinnar á Siglufirði Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 4.-8. júlí Frá Gunnsteini Ólafssyni Marit Steinsrud og Stein Villa frá Noregi leika á forn norræn hljóðfæri. UM daginn hitti ég nágrannakonu mína í Grettisgötunni sem hafði séð mynd af mér á borgarafundi vegna heimilis sem velferðarráð borg- arinnar vill koma á fót í Njálsgöt- unni. Sagðist þessi nágrannakona mín ekkert skilja í mér, svona líberal manneskju, að mótmæla heimili fyr- ir ógæfumenn sem væru nú komnir á réttan kjöl og farnir að vinna. Réttan kjöl! Farnir að vinna! sagði ég. Nei takk fyrir sælir, þetta eru 10 manns í neyslu. Rök velferðarráðs eru þau að fái þeir ekki heimili miðsvæðis fari þeir ekki heim og haldi áfram að vera til ama víðs vegar í bænum. Ég er ekki hissa á að unga barna- fólkið í hverfinu taki þessu ekki fagnandi, fullt af kærleika. Það er al- veg nægur vandi fyrir. Ein ung kona sem býr neðarlega í Grettisgötunni segir eitt dópgreni vera hjá sér og að dóttir hennar sem er í Austurbæj- arskóla þori ekki heim í hádeginu. Ég hef líka miklu meiri áhyggjur af skólakrökkunum sem eru ein á ferli en börnunum á barnaheimilinu. Þar er gæsla og tékkað á lóðinni á morgnana. Ég er búin að búa hér svo lengi að ég sé stórmun til hins verra eftir að Keisaranum var lokað. Rauð- arárstígurinn og hluti Norðurmýrar er orðinn alveg skelfilegur. Þar við bætist auðvitað að á þessum árum hefur hörð neysla aukist gríðarlega. Þegar ég settist inn á borg- arafundinn varð ég ekki lítið undr- andi þegar hver ræðumaðurinn á fætur öðrum frá borginni hélt ræður í gríð og erg og allir á einu máli. Einn þeirra sagði í sinni ræðu að það væri hús til sölu í sinni götu og hefði hún bent á það. Var það hús kannað sem möguleiki? Þegar fólk tók að þreyt- ast á síbyljunni og vildi fá að tjá sín sjónarmið, bera fram spurningar við ræðumenn og ræða málin brást fundarstjórinn og yfirlögregluþjónn- inn Geir Jón vægast sagt illa við. Hann talaði niður til fólksins, skipaði því að þegja og vera ekki með dóna- skap. Geir Jón, sem mér hefur alltaf fundist ræða vandamálin í borginni af skörungsskap. Borgarstjóri sá nú að þetta gekk ekki og sýndi þau lýð- ræðislegu viðbrögð að breyta til- högun fundarins, stoppa ræðuhöldin um stund og leyfa umræður, sem urðu nú æði heitar. Hann bauð líka upp á stofnun samráðshóps íbúa og borgarstarfsmanna. Þar kom að fundarstjórinn Geir Jón hélt sína ræðu. Dásamaði hann réttilega heimili Lilla Berents á Ránargötunni enda var reglan sú á þeim bæ að ef menn féllu, eins og kallað var, misstu þeir umsvifalaust húsnæðið. Einnig talaði hann um góða reynslu af heimilum á Miklu- braut en íbúi á Rauðarárstíg sagði renneríið bara fara þar í gegn sem hann væri orðinn ansi þreyttur á. Að lokum talaði Geir Jón um fyllibyttur í sínu nágrenni þegar hann var barn og að hann hefði aldrei verið hrædd- ur við þær. Sem barn í Reykjavík var ég heldur ekki hrædd við fyllibytt- urnar en þær einskorða sig ekki lengur við neyslu áfengis heldur eru harðari efni komin til sögunnar. Mesta skelfingin í minni barnæsku var hrekkjusvínin. Það var ólíkt meira öryggi að vera barn og ung- lingur þá en nú er. Okkur ber því að vernda börn okkar og unglinga og forða þeim frá óþarfa hættu eftir bestu getu. Nú eru íbúasamtökin búin að kjósa tvo menn í samráðshópinn og vona ég að farsæl lausn finnist á þessu máli og ég veit að það gerist ef vilji er fyrir hendi. GUÐRÚN MARGRÉT GUÐ- JÓNSDÓTTIR, Grettisgötu 64, Reykjavík. Bréf til borgarstjórnar Frá Guðrúnu Margréti Guðjónsdóttur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.