Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 60
60 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
E
itt sinn var auðugt
hús og hamingju-
samt. Þar var gleði-
bragur á öllu; allir
voru kátir, hús-
bændur, hjú og vinir, því að nú var
fjölgað: sveinbarn var í heiminn
borið. Móðurinni og barninu leið
vel.
Lampi logaði í svefnherberginu,
og var breitt yfir hann til hálfs.
Dýrindis silkiblæjur voru dregnar
fyrir gluggana. Á gólfinu var þykk
og mjúk ábreiða: það var eins og
allt væri lagað til blunds og værð-
ar. Vökukonan svaf líka, og það
mátti hún, því að hjer var ham-
ingja og blessun yfir öllu. Verndar-
andi hússins stóð við höfðalagið;
barnið blundaði við brjóst móður
sinnar, og var breitt yfir það eins
og net úr blikandi stjörnum; það
voru dýrmætar perlur, allt auðnu-
perlur. Allar góðar vættir höfðu
fært hinu nýfædda barni gjafir.
Hjer mátti sjá heilsu, auðsæld, ást
og hamingju; ekki að orðlengja
það, hjer var allt sem óska má í
þessum heimi.
„Hjer er allt gott saman komið,
hjer er einskis áfátt,“ sagði vernd-
arandinn.
„Nei,“ sagði önnur rödd; það var
verndarengill barnsins. „Ein vætt-
ur á enn ókomið með sína gjöf, en
hún kemur með gjöfina, þótt síðar
verði; það getur ef til vill dregizt
mörg ár. Síðustu perluna vantar
enn.“
„Vantar hana! Hjer má ekkert
vanta; sje svo, þá skulum við fara
og sækja perluna til hinnar máttku
vættar; við skulum fara til henn-
ar.“
„Hún mun koma, hún mun koma
á sínum tíma. Við verðum að fá
perlu hennar, svo við getum bund-
ið saman kerfi úr perlunum.“
„Hvar býr hún? Hvar eru híbýli
hennar? Seg mjer það. Jeg fer og
sæki perluna.“
„Þú vilt það,“ sagði verndareng-
ill barnsins. „Jeg skal fara með
þjer til hennar, hvar sem hana er
að finna. Hún er hvergi að stað-
aldri. Hún heimsækir hallir keisar-
anna, og kofa kotunganna; hún fer
hvergi svo framhjá, að hún gjöri
eigi vart við sig; hún gefur öllum
mönnum gjafir, sumum heilan
heim, sumum ekki nema eitthvert
glingur. Þú munt segja, að oss sje
eigi til setunnar boðið. Hana nú!
Það er þá bezt að við förum að
sækja perluna, sem vantar í þessi
auðæfi.“
Verndarandinn og engillinn tók-
ust nú í hendur og liðu á einu vet-
fangi til staðarins, sem í þann svip-
inn var heimkynni vættarinnar.
Það var hús eitt mikið, með
dimmum göngum og tómum stof-
um. Þar var einhver kynleg kyrrð.
Raðir af gluggum voru opnar, svo
að nöpur vindstroka stóð inn í hús-
ið. Fyrir gluggunum voru hvítar
blæjur, sem blöktu til í andavar-
anum.
Á miðju gólfinu stóð opin lík-
kista, og í henni lá örend kona, sem
dáið hafði kornung. Fagrar og
blómlegar rósir voru breiddar yfir
líkið, svo eigi sást annað en kross-
lagðar hendurnar og andlitið, sem
dýrðlegt hafði orðið í dauðanum;
himneskur ljómi ljek um það; það
var með fögru yfirbragði, en þó al-
varlegu. Við kistuna stóð maður
hennar og börn í einum hóp. Faðir-
inn hafði yngsta barnið á handlegg
sjer, og kvöddu þau nú í síðasta
sinn hina framliðnu. Maðurinn
kyssti hönd konu sinnar, höndina,
sem nú var eins og visið lauf, en áð-
ur hafði með ást og orku hlíft þeim
við öllu grandi. Höfug tár hrundu í
stórum dropum niður á gólfið, en
enginn mælti orð. Sár söknuður
bjó í huga þeirra, þótt þau þegðu;
þau gengu með grátekka hægt og
stillt á brott.
Ljós logaði í stofunni; það lagði
fyrir vindsúgnum, og stóð eldrautt
skarið hátt upp. Nú komu ókunn-
ugir menn inn, og lögðu lokið yfir
kistuna; þeir ráku naglana, og tók
hátt undir í herbergjunum við
hvert hamarshögg; hljóðið barst til
hjartnanna harmþrungnu.
„Hvert ætlarðu að fara með
mig?“ mælti verndarandinn. „Hjer
er engin vættur, sem á svo dýr-
mætar perlur, að telja megi með
beztu gjöfum lífsins.“
„Á þessum stað býr hún, hjerna,
á þessari helgu stund,“ mælti
verndarengillinn, og benti um leið í
stofuhornið. Þar hafði móðirin set-
ið í lifanda lífi innan um blóm og
myndir; þaðan hafði hún eins og
bjargvættur litið blíðlega til bónda
síns, til barna sinna og vina; þaðan
hafði hún dreift út yndi og gleði
eins og sólin geislum sínum; hún,
sem verið hafði lífið og sálin í öllu á
heimilinu. Nú sat þar ókunn kona í
síðum möttli; það var „Sorgin“,
sem nú var orðin húsfreyja og
móðir í stað hinnar látnu. Brenn-
heitt tár hrundi niður í skaut henn-
ar, og varð að skínandi perlu, og
sló á hana öllum litum regnbogans.
Engillinn þreif perluna, og lagði af
henni sjölitan ljóma eins og
stjörnu.
Síðustu perluna, sorgarperluna,
má eigi vanta; hún eykur öðrum
perlum fegurð og ljóma. Líttu á
þessa perlu; í henni ljómar allt lita-
skraut friðarbogans, friðarbogans,
sem sameinar jörðina og himininn.
Í hvert skipti sem vjer missum ein-
hvern af ástvinum vorum, fáum
vjer einum vininum fleira á himn-
um sem vjer þráum. Lítum í nátt-
myrkrinu upp til stjarnanna, upp
til fullkomnunarinnar. Virðum fyr-
ir oss sorgarperluna; í henni eru
fólgnir vængir sálarinnar, sem
flytja oss burtu hjeðan.
Síðasta perlan
Sumir textar þarfnast ekki skýringa. Þeir tala
sjálfir, óstuddir. Einn þeirra er lítil saga eftir
H. C. Andersen, sem út kom á prenti árið 1903.
Sigurður Ægisson ákvað að birta hana sem
pistil dagsins, enda þar fjallað um innstu
leyndardóma tilverunnar.
sigurdur.aegisson@kirkjan.is
HUGVEKJA
Örfá kveðjuorð til
góðs vinar, Kolbeins
Pálssonar. Báðir erum
við fæddir og aldir upp í Skagafirði.
Eftir að hann flutti hingað suður til
Keflavíkur fór hann að vinna ýmis
störf, en lengst vann hann hjá Kaup-
félagi Suðurnesja og hin síðari ár hjá
Byko.
Hann vann öll sín störf vel og sam-
viskusamlega. Margir sóttust eftir að
fá afgreiðslu hjá Kolla, en undir því
nafni gekk hann ætíð meðal fólks hér
og segir það sína sögu.
Kolbeinn var mikill félagshyggju-
maður, um það get ég vel dæmt. Mik-
ill samvinnu- og framsóknarmaður. Í
kringum kosningar kom vel fram
hans pólitíski áhugi.
Ég fullyrði að fáir hafa meira lagt
af mörkum en hann, m.a. nú í síðustu
alþingiskosningum.
Á þeim mörgu árum sem ég var
bæjarfulltrúi í Keflavík var hann einn
af duglegustu og traustustu stuðn-
ingsmönnum mínum og fyrir það vil
ég þakka af heilum hug. Fráfall þitt,
Kolli minn, bar of fljótt að. Við áttum
svo margt órætt, gömlu vinirnir, um
Skagafjörðinn, pólitíkina, vísnagerð
o.fl.
Kolbeinn var hamingjumaður í
einkalífi, eignaðist hana Kolbrúnu,
mikla sómakonu, og góð börn.
Við hjónin sendum henni og öðrum
aðstandendum hugheilar samúðar-
kveðjur.
Hilmar Pétursson.
Í hópi fjölmargra Skagfirðinga, er
fluttust til Suðurnesja á síðustu öld,
var Kolbeinn Pálsson. Hann, sem
margur annar, flutti sig suður um
heiðar úr þeim Skagafirði sem ávallt
var honum samt svo kær. Og líklega
má segja um Kolla að hann hafi verið
hinn dæmigerði Skagfirðingur – dug-
mikill, félagslyndur, glaðvær, hjarta-
hlýr og engin tæpitunga. Er löngu
orðið tímabært að rannsaka hvað or-
saki hina rómuðu skagfirsku gleði
sem smitar, bætir og kætir.
Hinn skagfirski hópur frá síðustu
öld hefur sannarlega markað sín spor
á Suðurnesjum í mannlífi öllu, at-
vinnulífi, menningu og listum. Verð-
ugur fulltrúi þeirra er nú fallinn svo
snöggt og óvænt. Þá er líka missirinn
mestur og söknuður sárastur. Við
minnumst góðs vinar og þótt sökn-
uður sé þungur er skylda okkar að
vinna á honum bug – annað væri svo
andstætt vilja og hugarþeli Kolbeins.
Hinn trausti vinur, sem ávallt var
boðinn og búinn, hvetjandi og örv-
andi.
Hann var líka hugsjónamaður sem
drakk skagfirskar hugsjónir Fram-
sóknarflokksins í sig ungur og hélt
ávallt tryggð við þær hugsjónir þótt
aðrir kynnu að bera af leið. Kolli átti
létt með að ná upp líflegum um-
ræðum með flugbeittum athuga-
semdum þar sem hvöss gagnrýni
vakti margan til umhugsunar. Hann
var í raun einn þeirra mætu einstak-
linga sem héldu pólitískum samherj-
um við réttan kúrs. Hinir fengu það
óþvegið. Hvar sem Kolli fór þá talaði
hann sem liðsmaður, studdur ein-
lægri réttlætiskennd og samvinnu-
hugsjón. Flokksbræður og -systur
voru reglulega minnt á grunngildin
en fyrstur til varnar flokki sínum út á
við var hinn sami Kolli. Enda var
hann vinmargur og vinsæll hvar sem
fór. Í mínum huga sagði hinn góðlegi
og brosmilldi augnsvipur allt sem
segja þurfti um manneskjuna Kolla.
Fyrir hans tilstilli eru margir ein-
staklingar betri en þeir væru ella. Ég
Kolbeinn Skagfjörð
Pálsson
✝ Kolbeinn Skag-fjörð Pálsson
fæddist á Sauðár-
króki 11. ágúst 1934.
Hann lést á gjör-
gæsludeild Land-
spítalans við Hring-
braut 2. júní sl.
Útför Kolbeins fór
fram frá Keflavík-
urkirkju föstudag-
inn 8. júní.
sendi stórfjölskyldunni
mína dýpstu hluttekn-
ingu og kveð kæran
vin.
Hjálmar Árnason.
Í aðdraganda þing-
kosninganna í vor
hringdi síminn minn.
Kolbeinn Pálsson
kynnti sig og erindið
var að bjóða aðstoð
sína á kosningaskrif-
stofu framsóknar-
manna í Keflavík og
eins og hans var von og vísa af mikilli
hógværð. Sagði mér að karlar eins og
hann hefðu ekkert betra að gera enda
væri hann hættur að vinna. Hið góða
boð var þegið með þökkum og ég vissi
að meira bjó undir. Þar var á ferðinni
traustur framsóknarmaður sem
marga fjöruna hafði sopið þegar
stjórnmál voru annars vegar enda bjó
Kolli yfir áratuga reynslu af stjórn-
málastarfi. Símtölin urðu fleiri og
Kolli var boðinn og búinn að gefa góð
ráð og leggja hönd á plóg í kosninga-
baráttunni. Þar fylgdu alltaf góðar
kveðjur, hvatning og ekki síst stuðn-
ingur. Fyrir það er ég þakklát en ekki
síður fyrir þann góða vin sem ég eign-
aðist í Kolla sem lét það verða eitt af
sínum síðustu verkum að hitta félaga
sína í framsókn yfir kaffibolla að af-
loknum kosningum. Þar náði ég að
þakka honum fyrir frumkvæðið og
hans vinnu en grunaði ekki að það
yrði okkar síðasti fundur.
Á kosningaskrifstofunni gafst
stundum tími til að setjast niður og
spjalla yfir kaffibolla. Þegar talið
barst að börnunum hans eða barna-
börnum ljómaði Kolli einatt eins og
sól í heiði. Það var greinilegt hvað
skipti hann mestu máli í lífinu og
Kolli mátti svo sannarlega vera stolt-
ur af börnunum sínum og Kolbrúnar
og fríðum hópi barnabarna.
Fjölskyldu Kolla sendi ég mínar
innilegustu samúðarkveðjur. Minn-
ing um góðan vin lifir.
Helga Sigrún Harðardóttir.
Við samstarfsmenn Kolbeins urð-
um slegin þegar okkur barst til eyrna
að hann væri látinn eftir stutta dvöl á
sjúkrahúsi.
Þegar samferðafólk kveður lítur
maður yfir farinn veg og upp koma
minningamyndir. Kolbeinn Pálsson
eða Kolli Páls var okkur samstarfs-
fólki hans í BYKO í Keflavík nokkurs
konar lærifaðir. Það má segja að allir
starfsmenn Járns og skips sem var í
eigu Kaupfélags Suðurnesja og síðar
BYKO hafi fengið þessa tilfinningu
að þarna færi maður sem var tilbúinn
hvenær sem var í erli dagsins að
segja okkur til enda maður með ára-
tuga reynslu af verslunarstörfum að
baki.
Kolli var hnyttinn í tilsvörum og
fylginn sjálfum sér í rökræðum bæði
við kúnna og samstarfsmenn. Hann
átti það til að spyrja menn sem voru
að versla (með undrunartón í rödd-
inni) „og hvað ætlar þú að gera við
þetta?“ Sumum brá og tóku þessu
ekki vel en aðrir, sem þekktu Kolla,
vissu af húmornum sem í orðunum
fólst. Kolli átti sín helgu vé, þau voru
Framsóknarflokkurinn, Arsenal og
Skagafjörður, og var tilbúinn hvenær
sem var af sinni rökfestu að ræða
þessi hugðarefni sín og máttu margir
láta í minni pokann eftir að hafa reynt
að finna að ráðherrum flokksins, tapi
í síðasta leik eða hvort Skagafjörður
væri fegurstur allra sveita.
Kolli var mikill sögumaður, reglu-
lega voru haldnar sögustundir þar
sem hann var í aðalhlutverki og sagði
gamansögur með miklum tilfæring-
um. Eru þessar stundir ógleymanleg-
ar og lifa í minningunni.
Seinni ár áttu Kanaríeyjar hug
hans allan. Það fór ekki framhjá okk-
ur þegar ferð var í vændum, því þá
hófst niðurtalning. Hann lét okkur
samviskusamlega vita daglega hvað
væru margir dagar til brottfarar.
Þegar hann síðan kom heim brúnn og
sællegur átti hann alltaf einhverjar
skemmtilegar sögur handa okkur.
Við samstarfsmenn Kolla þökkum
honum vegferðina og vitum að hann
mun uppskera eins og hann sáði til í
huga okkar.
Við sendum Kollu, börnum þeirra
og öllum ástvinum innilegar samúð-
arkveðjur. Guð styrki ykkur í sorg
ykkar.
Samstarfsfólk BYKO
Suðurnesjum.
Kveðjustundin er komin og leiðir
skilur. Mig langar í fáum orðum að
minnast fyrrverandi vinnufélaga
míns Kolbeins Skagfjörðs Pálssonar.
Við Kolli unnum saman í Járn og skip
í 16 ár undir stjórn tengdaföður hans,
Sigurðar Sturlusonar.
Minningar frá þessum tíma hrann-
ast upp enda margs að minnast. Kolli
var góður vinnufélagi og vinur, hann
gat verið beinskeyttur í orðum, lá
ekki á skoðunum sínum, en var alltaf
tilbúinn að hjálpa ef til hans var leit-
að. Stutt var í grínið og var hann allt-
af tilbúinn að taka þátt í ýmsum
uppákomum okkar vinnufélaganna
hvað sem öllum aldursmun leið. Ég
minnist þess þegar hann á einni
árshátíð KSK vildi endilega syngja
fyrir okkur Gunnhildi heitna Ólafs,
vinnufélaga okkar til fjölda ára,
„Vindlingar og viskí og villtar meyj-
ar“, svo ég tali nú ekki um „Skál’ og
syngja Skagfirðingar“, þá var hann í
essinu sínu. Kolli var mikill Skagfirð-
ingur og stoltur af sinni sveit og hafði
gaman af að segja okkur sögur af
Króknum. Eftir að Svenni bættist í
hóp vinnufélaganna töluðu þeir mikið
um saumaklúbbinn og þorrablótin
sem árlega voru haldin í klúbbnum.
Eitt árið fengu Kolli og Svenni okkur
Gunnhildi til að hjálpa til við þorra-
blótsundirbúninginn og var það okk-
ur ógleymanlegt ævintýri. Við Haddi
hittum Kolla síðast 12. maí sl. og átt-
um við góða stund saman yfir kaffi-
bolla og erum þakklát fyrir það.
Elsku Kolla, við Haddi sendum þér
og fjölskyldunni innilegar samúðar-
kveðjur. Megi algóður Guð styrkja
ykkur í sorginni. Minning um góðan
vin og félaga lífir áfram.
Sigurbjörg Gísladóttir (Sirrý).
Við kveðjum í dag hinstu kveðju
góðan félaga og vin, Kolbein Skag-
fjörð Pálsson Það er erfitt að sætta
sig við að Kolli skuli hafa verið kall-
aður á brott svo snögglega. Við sitj-
um hér saman restin af „sauma-
klúbbnum“, en svo kölluðum við
okkur, því það hefur verið vani hjá
okkur mönnunum að þegar sauma-
klúbbur var hjá konunum þá komum
við saman annars staðar og sátum og
spjölluðum þar til klukkan ellefu, þá
mættum við í saumaklúbbinn og
fengum okkur kaffi með konunum, en
þær stofnuðu saumaklúbbinn í kring-
um 1960 og hefur hann gengið óslitið
síðan eða í 46 ár. Það hefur fækkað
óðum í saumaklúbbnum og er mikill
missir að Kolla, því hann var ávallt
mjög skemmtilegur og oft spunnust
miklar umræður um alla mögulega
hluti og aldrei sinnaðist okkur, þótt
oft yrðu mjög snarpar umræður.
Kolli var mikill hagyrðingur, þótt
honum fyndist lítið til þess koma, og
mörg voru þau þorrablót er hann stóð
upp og flutti mjög smellnar vísur og
þá oftast um alla meðlimi klúbbsins.
Við eigum eftir að sakna þessa alls og
einkum og sérílagi þegar Kolli var
kominn í söngstuð, þá söng hann af
innlifun „Bonasera“ og fleiri gömul,
góð lög.
Þegar maður staldrar við á þessari
stund og lítur yfir farinn veg, þá rifj-
ast upp fyrir manni allar skemmti-
legu samverustundirnar. Þorrablótin
voru hvað skemmtilegust og þar lá
Kolli ekki á liði sínu í að velja uppá-
tæki til að skemmta sér með. Kolli
var mikill veiðimaður og hafði mjög
gaman af að renna í góða á og ófáar
voru ferðirnar til Hólmavíkur í Stað-
ará.
Við í saumaklúbbnum eigum eftir
að sakna Kolla mikið og skarð hans
verður ekki fyllt. Við færum Kollu og
fjölskyldunni allri okkar innilegustu
samúðarkveðjur og megi góður Guð
styrkja þau öll á þessum erfiða tíma í
lífi þeirra.
Kveðja frá „saumaklúbbnum“.