Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 33
Morgunblaðið/G.Rúnar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 33 Björn Ingi „Arnmundur var mjög skemmtilegt barn og gaman að umgangast hann. Hann var skapandi og fannst yf- irleitt gaman að öllu. Hann var tæpra fjögurra ára þegar við mamma hans skildum. Ég leigði um sum- arið í Hjónagörðunum og honum fannst mjög gaman að taka þátt í því að flytja. Hann var alltaf að leika sér og fannst gam- an að vera úti. Þegar hann fór í grímubúning í fyrsta skipti gerði hann ráð fyrir því að enginn þekkti hann. Hann var í Ninja Turtles- búningi og fór í næsta hús í heimsókn til Ingu, móðursystur sinnar. Hann byrjaði á því að tilkynna henni: „Þetta er bara ég, Arnmundur,“ svo hún ruglaðist örugglega ekki í ríminu. Addi fór alltaf mikið í leikhús. Ég gleymi því aldrei þegar hann fylgdist með mér í barnasýningu þegar hann var tveggja ára. Ég var á sviðinu að kalla á úlf á meðan Arnmundur fylgdist með frá efri svölunum á Litla sviðinu. Allt í einu heyri ég lítinn mann kalla líka, þá var hann að hjálpa pabba sínum. Ég kalla hann alltaf Adda eins og flestir. Nafnið Arnmundur Ernst kemur úr móð- urættinni en hann heitir eftir bræðrum Eddu og öfum. Nafnið var svolítið stórt fyrir lítinn strák svo gælunafnið kom snemma. Addi hefur alltaf haft gaman af því að tala við fullorðið fólk. Hann var alltaf svo- lítið að flýta sér að verða fullorðinn. Hann byrjaði snemma að leika. Fyrsta skiptið sem við unnum saman var í Borg- arleikhúsinu í Galdrakarlinum í Oz. Við mamma hans ákváðum að hann fengi til gamans að fara í prufu og honum fannst þetta alveg meiri háttar. Það var alveg ótrúlega fyndið að sjá hann í fyrsta skipti á sviðinu. Ég hafði aldrei séð hann leika áður. Hann var aðeins átta, níu ára en tók þetta svo alvarlega. Hann var svo mikill „performer“. Síðan er hann búinn að leika mikið. Hann var í Pétri Pan og Kalla á þakinu og svo lékum við aftur saman í Beðið eftir Godot. Ég er frá Dalvík en Adda fannst mjög gaman að fara norður með mér og voru ferðirnar fastur punktur hjá okkur. Þar hafði hann mikið frelsi og gat verið úti að leika sér allan daginn. Á veturna fórum við saman á skíði en við fórum alltaf norð- ur um páskana. Það hefur verið mjög gaman að fylgjast með Adda þroskast og vaxa. Við höfum átt gott feðgasamband en við höfum líka alltaf verið góðir vinir. Það er gott að tala við hann og hann hefur átt auðvelt með að segja hvað honum finnst og hvernig hon- um líður. Það er eitthvað mjög fallegt í honum og það sá maður snemma. Hann hefur metnað fyrir sína hönd og annarra. Hann er mjög ljúfur strákur og býr yfir miklu jafnaðargeði og ekki oft sem ég hef séð hann reiðast. Hann er bæði nærgæt- inn og tillitssamur. Hann er ábyrgð- arfullur, stundum einum of, sem er nú bara kostur, sérstaklega á unglingsárun- um. Hann er líka einbeittur, jákvæður og opinn. Mér hefur alltaf fundist hann góður leik- ari. Hann hefur mikinn metnað í að gera hlutina vel eins og til dæmis SPRON- auglýsingin sýnir. Í Strákunum okkar fannst mér hann vinna mjög vel en þar bjó hann til karakter sem var ekkert líkur honum sjálfum. Gaman væri að fá tækifæri til að vinna með honum aftur nú sem full- orðnum manni. Mér finnst Addi hafa þroskast mjög skemmtilega, bæði sem manneskja og leikari. Leiklistin var ekkert sem við foreldr- arnir ýttum honum í, boltinn fór bara ein- hvern veginn að rúlla. Núna er jafnvel hringt í mig til að fá númerið hjá Adda og hann hefur nóg að gera. Mér finnst skemmtilegt að hann skuli vera í þessu fagi því þetta er gefandi starf. Hann hefur sýnt mér að hann getur orð- ið mjög góður leikari. En ég held hann geti orðið það sem hann langar til. Ég held að hann gæti þess vegna látið til sín taka í viðskiptum. Hann veit að leikarastarfið er ekki sérstaklega vel launað. Hann langar að fara út í leiklist og vera með viðskipta- legan bakgrunn líka og ég hlakka til að sjá hvað verður úr því. Addi hefur alltaf farið vel með peninga en hann hefur líka meira eða minna unnið fyrir sér frá því að hann var barn. Sjálfur hef ég ekkert viðskiptavit svo þetta er ekki eiginleiki sem hann hefur frá mér. Hann hefur alltaf verið mjög duglegur að sjá fyr- ir sér. Ég hef heyrt fólk segja að við séum al- veg eins en það er misjafnt hvað fólk horf- ir á. Aðrir segja að hann sé bara líkur mömmu sinni. Mér hefur alltaf fundist hann bara líkur sjálfum sér. Mér finnst mikils virði að eiga svona gott samband við hann. Sjálfur var maður alveg upp á kant við foreldra sína. Ég get talað við hann um hluti sem ég talaði ekki um við foreldra mína. Það þykir mér vænt um. Honum fannst fyrst eitthvað skrýtið þegar ég spurði hann út í kærustumál en núna held ég að hann sé bara orðinn nokk- uð sáttur við það. Ég tilheyri V-dagssamtökunum og ég hef oft sest niður með honum og rætt þau málefni. Addi er strákur á þeim aldri sem samtökin vilja gjarnan höfða til. Hann hef- ur alltaf verið mjög hjálplegur. Addi hefur gefið okkur hjónum barna- jólagjafir undanfarin þrjú ár. Í fyrra voru það litlar hosur og á undan því ýmislegt annað barnadót en ég held hann hafi verið að gefa okkur vísbendingu! Ég held hann hlakki til að verða stóri bróðir. Hann von- ast eftir strák.“ Líkur sjálfum sér Arnmundur Ernst er sonur Eddu Heiðrúnar Backman og Björns Inga Hilmarssonar. Hann kom í heiminn haustið 1989 og er því á átjánda ári. Hann á eina hálfsystur, Unni Birnu átta ára, og aðra fóstursystur, Brynju, sem er sautján ára. Hann er þekktur úr ferming- arauglýsingum SPRON en til viðbótar hefur hann leikið á sviði og í kvikmyndum en ein- hverjir muna áreiðanlega eftir honum úr Strákunum okkar. Arnmundur er væntanlegur á hvíta tjaldið í kvikmyndinni Veðramót í ágúst. Hann stundar nám í Menntaskólanum við Hamrahlíð og er nýtekinn við embætti framkvæmdastjóra nemendafélagsins NFMH. Sum- arið fer í að afla fjár fyrir veturinn og skipuleggja næstu önn. Einnig vinnur hann fyrir sér með því að baka pitsur hjá Pizzahöllinni þar sem hann er vaktstjóri. Svipur Fermingarmynd Arnmundar sýnir vel svipinn á feðgunum. Q7 – náttúrulegir yfirburðir H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA - 8 5 1 2 HEKLA, Laugavegi 172-174, sími 590 5000, www.hekla.is, hekla@hekla.is Vorsprung durch Technik www.audi.com
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.