Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 59 var hins vegar 1.450 millj.kr., sem segir að aðeins voru nýttar um 79% af samningsupphæðinni. Þetta var fyrst og fremst vegna þess að Flugmálastjórn gætti ýtr- asta aðhalds í rekstri og lagði ekki meiri vinnu og fjármuni í verk- efnið en nauðsyn krafði. Varla telst þetta vísbending um misbeit- ingu á samningnum. Eins og einn- ig kom fram í umræddri Morg- unblaðsfrétt er afkoman af starfseminni á þessum tíma um eitt hundrað milljónir króna, sem er um 9% af heildarumfangi verk- efnisins, sem getur varla talist mikill gróði við slíkar kring- umstæður. Verkefninu er engan veginn lokið og því ekki ljóst hver fjárhagsleg niðurstaða þess verður þegar upp er staðið. Hvernig hefur tekist til? Athyglisvert er að í umfjöllun fjölmiðla um Kosovó-verkefni hef- ur lítill áhugi verið á því að spyrj- ast fyrir um hvernig til hefur tek- ist í þessu umfangsmikla verkefni á framandi slóðum. Eins og áður er fram komið hafa um 70 úr hópi starfsmanna Flugmálastjórnar og Flugstoða tekið beinan þátt í þessu verkefni auk fjölmargra starfsmanna ráðgjafarfyrirtækja, bæði innlendra og erlendra. Stað- reyndin er sú, að umbreyting flug- vallarins úr því að vera herflug- völlur í að verða alþjóðlegur borgaralegur flugvöllur, sem upp- fylli staðla Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar, hefur að flestu leyti tekist mjög vel þótt mörg verkefni hafi gengið hægar en æskilegt hefði verið. Komið hefur verið upp öflugri flugumferðarstjórn heima- manna, slökkviliðið eflt, rekstur vélaverkstæðis og tæknideildar endurskipulagður, flugupplýsinga- málum flugvallarins komið í gott horf, þróuð gæða- og öryggiskerfi fyrir rekstur flugvallarins, stutt við uppbyggingu almenns tölvu- kerfis og svo mætti lengi telja. Þá hefur verið verið veitt ráðgjöf og stutt með öflugum hætti við stór framkvæmdaverkefni. Sum þeirra hafa orðið fyrir töfum af ástæðum, sem verða á engan hátt raktar til Flugmálastjórnar eða Flugstoða. Rétt er að benda á þá staðreynd, að Pristina-flugvöllur í Kosovó hlaut sérstaka viðurkenningu Al- þjóðasamtaka flugvalla (Airports Council International) á síðasta ári sem besti flugvöllur Evrópu í sínum stærðarflokki. Talar við- urkenningin sínu máli um þann mikla árangur sem náðst hefur í uppbyggingu flugvallarins og rekstri hans á mjög skömmum tíma. Það er líka til vitnis um ár- angurinn að virt flugfélög á borð við British Airways, Austrian Air- ways, Swiss, Malev og fleiri fljúga reglubundið áætlunarflug til Pristina flugvallar en á árinu 2006 fór rúmlega ein milljón farþegar um hann. Lokaorð Þegar lagt var í þetta viðamikla verkefni var ljóst að um margt væri við ramman reip að draga vegna ástandsins í landinu. Starfs- menn Flugmálastjórnar og Flug- stoða hafa náð miklum árangri í að þjálfa heimamenn og flytja stjórnun rekstrarins í auknum mæli í þeirra hendur, sem var og er hið endanlega markmið verk- efnisins ásamt því að flugvöllurinn fái fulla alþjóðlega vottun á starf- semi sinni. Ekki er hægt að full- yrða um hvenær þessum mark- miðum verður náð að fullu en fyrir liggur að heimamenn eru í aukn- um mæli að taka við stjórn mála á flugvellinum. Flugstoðir hafa á sama tíma dregið saman seglin í samræmi við breyttar þarfir flug- vallarins. Það er bjargföst skoðun mín að starfsmenn Flugmálastjórnar Ís- lands og Flugstoða geti borið höf- uðið hátt vegna þess mikla árang- urs sem náðst hefur í uppbyggingu flugvallarins í Ko- sovó, árangurs, sem vakið hefur mikla athygli í flugheiminum og hefur átt þátt í því að setja Ísland á kortið sem flugþjóð á heims- mælikvarða. “ HJALTABAKKI 3ja herbergja, 98,3 fm, íbúð á 2. hæð. Hol, tvö svefnherbergi, eldhús, stofa og borðstofa, geymsla og baðherbergi. Mjög góð 14,1 fm sérgeymsla fylgir eigninni í kjallara og er hún inn í fm fjölda eignarinnar. Tengt er fyrir þvottavél á baðherbergi. V. 17,5 m. 6822 GLAÐHEIMAR - FALLEG SÉRHÆÐ Falleg og björt neðri sérhæð, 134 fm, ásamt 37 fm bílskúrsplötu. Hæðin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu (nú geymslu), hol, tvær stofur, eldhús, búr og þvottahús, hjónaherbergi, tvö herbergi og baðherber- gi. Í kjallara er sérgeymsla. V. 37 millj. 2786 KRISTNIBRAUT - ÚTSÝNI VIÐ GOLFVÖLLINN Stórglæsileg 118 fm, 3ja herb., íbúð á 3. hæð í fallegu lyftuhúsi með glæsilegu útsýni. Íbúðir í húsinu hafa verið eftirsóttar af eldra fólki, m.a. vegna golfvallarins, útivistarsv. og útsýnisins, sem er einstakt. Hægt er að sjá til Bláfjalla, yfir borgina, Snæfellsjökul, Esjuna og Úlfarsfellið. Mikið af gönguleiðum nálægt og fékk húsið m.a. verðlaun frá Rvk.borg. V. 34,3 m. 6607 STÓRAGERÐI 4 3ja herbergja endaíbúð er skiptist í forsto- fu, hol, stofu, 2 svefnherb. baðherbergi og eldhús svo og aukaherbergi í kjallaraum 15 fm. Tvennar svalir. Laus strax. V. 22,9 m. 6812 SÓLVALLAGATA 2ja herbergja mjög rúmgóð íbúð sem skipt- ist í hol, stóra stofu, stórt svefnherbergi, eldhús, baðherbergi (þarf að standsetja) og sérgeymslu. Laus strax. V. 14,5 m. 6818 ÁLFTAHÓLAR - FRÁBÆRT ÚTSÝNI 2ja herb., 64 fm, mjög góð íbúð á 7. hæð í lyftuhúsi með frábæru útsýni. Íbúðin snýr til suðurs og er útsýni til Hengils, Bláfjalla, Reykjaness, Suðurnesja, Hafnarfjarðar, Álftaness og víðar. Blokkin er nýlega stand- sett. V. 16,2 m. 6831 BAUGAKÓR - 3JA HERB. M. BÍLAGEYMSLU 3ja herbergja, 87,5 fm, glæsileg íbúð á 2. hæð ásamt stæði í bílageymslu. Sérþvotta- hús. Suðvestursvalir með fallegu útsýni. Sérinngangur af svölum. Ákveðin sala. V. 24,9 m. 6826 SÓLEYJARGATA - HEIL HÚSEIGN Vorum að fá í einkasölu heila húseign. Eignin er samtals 337 fm að stærð og stendur á 614,3 fm lóð. Í húsinu eru í dag þrjár íbúðir (þrír eignarhlutar), þar af eru tvær í kjallara. Stór og falleg lóð er til suðurs. Húsið er í góðu ástandi að utan en að innan þarfnast það standsetningar í takt við nýja tíma. V. 79 m. 6824 HLÍÐARHJALLI - FALLEGT ÚTSÝNI 4ra herb. mjög falleg og vel meðfarin, 107,4 fm, íbúð á 2. hæð. Skiptist í gang, 3 herbergi, eldhús, rúmgóða stofu og baðherbergi. Glæsilegt útsýni. V. 25,3 m. 6789 SÓLHEIMAR - ÞARFNAST STANDST. Góð og björt 2ja herbergja, 72 fm, íbúð á 4. hæð með stórum svölum og miklu útsýni. Íbúðin skiptist í gott hol, eldhús, baðherbergi, stóra stofu, og svefnherbergi. V. 18,0 m. 6821 BARÐASTAÐIR-GLÆSILEG ÍBÚÐ Á EFSTU HÆÐ Einstaklega rúmgóð og glæsileg 162 fm íbúð á tveimur hæðum ( efstu ). Á neðri hæð er forstofa, tvö herbergi, dagstofa, borðstofa, svalir, eldhús, baðherbergi og þvottaherbergi. Á efri hæð er sjónv.stofa, svalir, vinnukrókur, fataherbergi, geymsla og snyrting. Eign í sérflokki með stórglæsi- legu útsýni. V. 45,0 m. 6796 SKUGGAHVERFI - 4 ÍBÚÐIR Höfum fengið í einkasölu 291,1 fm steinhús við Veghúsastíg. Húsið er með fjórum íbúðum, 3ja og 2ja herbergja. Um er að ræða eign sem bíður upp á mikla mögu- leika. V. 67,0 m. 6434 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Björn Daníelsson, lögg. fasteignasali Fífurimi Þverholti 14 | 101 Reykjavík | Sími 595 9000 | Fax 595 9001 | www.holl.is | holl@holl.is Glæsilegt og vel skipulagt 5. herbergja endaraðhús í botnlanga á tveimur hæðum og risi alls 130 fm á barnvænumstað í Grafarvogi. Stór og fallega ræktaður garður og góð ver- önd. Stutt í leik- og grunnskóla, Borgarholtskóla, verslanir og sundlaug Grafarvogs. Verð 38.9 millj. Nánari upplýsingar gefur fasteignasalan Hóll tákn um traust Upplýsingar gefur Ástrós Hjálmtýsdóttirs. 595-9000 eða 865-1124 Björn Daníelssons. 595-9000 eða 849-4477 Um er að ræða bjarta og fallega, 98,9 fm, 3ja herbergja endaíbúð á 2. hæð við Hringbraut. Eignin skiptist í forstofuhol, eldhús, svefnherbergi, tvær stofur og baðherbergi. Einnig er gott herbergi í risi. Mjög góð eign í göngufæri við Háskóla Íslands, Borgarbókasafnið, o.fl. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Hringbraut - Góð staðsetning
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.