Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 30
lífshlaup 30 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ verður að vera tilbúinn að leggja eitthvað á sig. Og fylgja hlutunum fast eftir. Aðeins þannig miðar manni eitthvað.“ Starfinu hjá Alþjóðabankanum fylgdu mikil ferðalög. Hún nefnir Rúmeníu, Bosníu-Herzegóvínu, Lettland og Georgíu og segir mjög svo þroskandi að kynnast blöndu ólíkra menningarheima. Og vinna við bók hennar um fiskveiðistjórn- un, sem Alþjóðabankinn gaf síðar út, leiddi hana til Rómar, þar sem Alþjóðamatvæla- og landbún- aðarstofnunin er. „Róm er stórkostleg borg. Þessi forna saga höfðaði mjög sterkt til mín. En þegar ég kom síðar til Sa- rajevo í Bosníu-Herzegóvínu og sá kúlnagötin í veggjunum og hand- sprengjuskemmdirnar í götunum; þau voru fyllt upp með bleiku efni og kölluð Sarajevórósir, þá hafði það mun sterkari áhrif á mig. Ég var komin í sviðsmynd sem ég hafði fylgzt með í fréttunum. Þessi hughrif eru eiginlega ólýsanleg, þetta snertir mann á svo sérstakan hátt.“ Hún verður hugsi og lítur út um gluggann. Segir svo: „Hvað við Ís- lendingar eigum gott að búa við þetta góða umhverfi.“ Nálægðin kippti henni niður á jörðina En starfið hjá Alþjóðabankanum tók enda. – Af hverju? „Það voru börnin fyrst og fremst. Dóttirin var komin á þrett- ánda ár og við höfðum alltaf talað um að flytja heim. Sjálf kynntist ég ekki öfum mínum eða ömmum og við vildum ekki að börnin okkar misstu af því að þekkja og upplifa sig sem hluta af fjölskyldunni sinni á Íslandi. Sonur okkar var fimm ára, þegar við fluttum heim, og í hans huga var það engin spurning, að við áttum stærstu fjölskyldu á Íslandi. Ég kom heim í boði utanrík- isráðuneytisins haustið 2001 í sam- bandi við kynningu á bókinni um fiskveiðistjórnun, sem ég skrifaði með styrk ráðuneytisins, og þá notaði ég tækifærið og sótti um starf forstöðumanns nýrrar stofn- unar hjá Reykjavíkurborg; Um- hverfis- og heilbrigðisstofu. Mér var kippt í tvö eða þrjú viðtöl og bauðst að heilsa upp á borgarstjór- ann Ingibjörgu Sólrúnu Gísladótt- ur. Ég átti satt að segja alls ekki von á því að mér yrði boðin staðan en það varð. Þá var það alvaran, ekki bara vangaveltur um hugs- anlegan heimflutning. Við urðum að hrökkva eða stökkva. Og við stukkum.“ Nú var það hún sem var á grænni grein atvinnulega, en Magnús Karl kom heim í nokkra óvissu. Það rættist þó fljótt úr hjá honum og nú starfar hann sem læknir við rannsóknir í blóðmeina- fræði hjá Landspítalanum. – Hvernig var heimkoman? „Börnin lentu strax á fótunum á Íslandi en ætli við hjónin höfum ekki verið ár að melta breyt- inguna.“ – Viðbrigði að koma úr al- þjóðlegu starfi? „Eftir á að hyggja finnst mér erfitt að setja fingur á það af hverju heimflutningurinn var að ýmsu leyti erfiður. Almennt séð er það kannski af því að maður er að koma til baka. Ævintýrið er búið. Það fylgir því ákveðin friðsæld að búa erlendis, vera gestur í öðru landi og þurfa bara að sinna sinni kjarnafjölskyldu. Mér fannst mikið ævintýri að flytja út; selja íbúð og bíl, losa mig við sem mest og flytja úr landi, finna hreyfanleikann og frelsið. Eftir þessa búferlaflutn- inga vekja fullfermd gámaskip enn með mér rómantískar frels- istilfinningar. Svo er flutt heim aftur og það kemur eitthvað svo á óvart að þurfa að aðlagast. Heim- koman virkar dálítið endanleg og maður saknar þess góða úti og gleymir hinu. En þetta er bara tímabil sem þarf að ganga í gegn- um. Ég, eins og aðrir, áttaði mig á því, að það er svo ljómandi gott að búa á Íslandi.“ Ellý Katrín kom til starfa hjá Reykjavíkurborg í janúar 2002 og fékk það verkefni að sameina um- hverfismálin í eina stofu, sem hún segir hafa verið býsna krefjandi verkefni, sem þó leystist farsæl- lega. „Hjá Alþjóðabankanum vorum við 130 lögfræðingar í deildinni sem ég starfaði í og þar réð mikil atvinnumennska ríkjum. Starfs- metnaðurinn er ekkert síðri í Reykjavík, þótt samskiptin séu öðru vísi og allt minna í sniðum. Úti fékk ég mín verkefni, vann mína vinnu og skilaði minni skýrslu eða gekk frá mínum samn- ingi, en var á alþjóðastiginu fjarri öllum beinum framkvæmdum. Hér var bara hringt og sagt: Það vant- ar betri lýsingu á þessa styttu. Eða: Af hverju hirðið þið þessa baklóð ekki betur? Þessi nálægð er ákaflega holl og hún kippti mér niður á jörðina. Stjórnandastarfið var líka nýtt. Allt í einu fannst mér ég gera allt og ekki neitt. Ég var alltaf að tala við fólk og mér fannst ég ekki skila neinu áþreifanlegu frá mér. Það tók mig tíma að skilja hvernig í hlutunum lá. Þetta er eins og að vera með marga bolta á lofti í einu og málið er að láta þá alla ganga, hreyfa við málunum og þoka þeim áleiðis í rétta átt. Og svo er starfið ekki hvað sízt að skapa jarðveg fyrir umræðu. Tökum til dæmis svifrykið sem varð að miklu fjölmiðlamáli í vetur. Með upplýsingum og fræðslu var búið að undirbúa jarðveginn fyrir eins konar vitundarvakningu; svif- rykið varð á allra vörum. Þar með sköpuðust aðstæður og vilji til þess að forgangsraða fjármunum til aðgerða gegn svifryki. Á því hefði verið lítill skilningur, ef ekki hefði verið búið að kveikja í fólki.“ Ellý Katrín Guðmundsdóttir er nú komin á landsvísu, því hún tók við forstjórastarfi Umhverfisstofn- unar í byrjun apríl sl. „Það er góð reynsla fyrir þetta starf að hafa unnið bæði í alþjóðlegu umhverfi og á sveitarstjórnarstiginu. Mér finnst reynsla á sveitarstjórn- arstigi oft vanmetin, ég vil hampa þeirri reynslu sem þar fæst.“ Veiðar og vitundarvakning – Hefurðu skotið hreindýr? Hún horfir hissa á mig. „ Nei, ég hef aldrei skotið hreindýr. Satt að segja hef ég aldrei drepið stærra dýr en húsflugu og það hef ég ekki gert síðan ég var krakki. En mér finnst gott að borða hreindýrakjöt, líka rjúpu og svart- fugl. Ég er bara enginn veiðimað- ur í mér.“ Segir yfirveiðistjóri landsins! Ég söðla um; fer frá veiðunum yfir í vitundarvakningu þjóðarinnar í umhverfismálum. Það er ekkert hik á Ellý Katrínu Guðmunds- dóttur þar. „Stærsta vitundarvakning und- anfarið hefur með loftslagsbreyt- ingar að gera. Mér verður oft hugsað til þess að þegar ég var að alast upp, mátti ganga að einni fiskifrétt vísri í hverjum frétta- tíma. Nú eru færri fréttir um fisk en fleiri um umhverfismál. Sá málaflokkur hefur stækkað. Og orðið víðfeðmari. Nú tölum við um samgöngur sem umhverfismál. Hjá Reykjavíkurborg notuðum við ákveðna umhverfisvísa til að taka púlsinn á þróun umhverf- ismála í borginni. Þeir gáfu skýrar vísbendingar um það, að umhverfi borgarinnar stafar helzt ógn af samgöngum; útblæstri frá bílum, ryki vegna nagladekkja, svo ekki sé talað um allt það land sem við þurfum að leggja undir samgöngu- mannvirki. Fólk verður stöðugt meðvitaðra um umhverfi sitt og samgöngur hafa í síauknum mæli færzt yfir til umhverfissviðsins.“ Er Ellý Katrín Guðmundsdóttir umhverfisvæn? „Við reynum að hafa umhverf- ismálin til hliðsjónar í okkar lífi. Við eigum einn umhverfisvænan bíl og við hjólum og göngum mik- ið. Við reynum að kaupa sem end- ingarbezta hluti, við flokkum úr- gang, notum sparperur og reynum að hafa umhverfismál að leiðarljósi við innkaup og neyzlu heimilisins. Ég tel mig geta sagt af eigin reynslu, að lífið verður heilsu- samlegra, skemmtilegra og ódýr- ara þegar umhverfismálin fá að hafa áhrif á það.“ – Erum við Íslendingar almennt á réttu róli í umhverfismálum? „Umhverfismál eru klárlega bú- in að stimpla sig inn sem alvöru- málaflokkur hér á landi og það finnst mér vera stór áfangi. Það er mikilvægt að menn nái í umhverf- ismálaumræðunni að horfa heild- rænt á málin. Sjálfbær þróun var kjarninn í skilaboðum Ríóráðstefn- unnar árið 1992. Því er oft haldið fram að það sé loðið og óskilj- anlegt hugtak. Ég tel að umræðan um umhverfismál hafi að vissu leyti liðið fyrir ógegnsæ og illskilj- anleg hugtök. Þetta á til dæmis við um hugtakið Staðardagskrá 21, sem stendur fyrir stefnumótun sveitarfélaga til sjálfbærs sam- félags. Sjálfbær þróun snýst um Ógleymanleg ferð Ellý Katrín Guðmundsdóttir og Magnús Karl Magnússon með soninn Guðmund við Kringilsá í júlí í fyrra. Á góðum degi 17. maí 1997 útskrifaðist Ellý Katrín Guðmundsdóttir frá University of Wisconsin með meistaragráðu í lögum. Börnin hennar; Ingi- björg (f. 1989) og Guðmundur (f. 1996) eru með á myndinni. „Ég man ennþá hvað ég var alsæl með þennan pakka.“ Í HNOTSKURN » Umhverfisstofnun varð til2003, þegar sameinuð voru Hollustuvernd ríkisins, Nátt- úruvernd ríkisins, Veiðistjóra- embætti, hreindýraráð, dýra- verndarráð og villidýranefnd. » Ellý Katrín Guðmunds-dóttir er annar forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún tók við af Davíð Egilsyni. » Umhverfisstofnun er tilhúsa á Suðurlandsbraut 24.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.