Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 58
58 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ GREINARGERÐ MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð frá Þorgeiri Pálssyni, forstjóra Flug- stoða ohf., vegna greinar í Dagens Nyheter 11. júní 2007: „Nokkur umræða hefur orðið í fjölmiðlum undanfarið um starf- semi Flugmálastjórnar Íslands og Flugstoða í Kosovó. Einkum hefur grein, sem birtist í sænska dag- blaðinu Dagens Nyheter sl. mánu- dag orðið að umræðuefni. Í þess- ari grein DN ægir saman alls konar söguburði af spilling- armálum tengdum UNMIK (Unit- ed Nations Interim Admin- istration Mission in Kosovo), sem er stofnun Sameinuðu þjóðanna og hefur farið með æðstu stjórn mála á svæðinu um árabil. Markmið greinarinnar virðist einkum vera að ófrægja UNMIK og yfirmenn stofnunarinnar. Athyglisvert er að greinin byggist að mestu leyti á samtölum við aðila, sem eru að- eins að hluta nafngreindir en eiga það allir sameiginlegt að vera í því hlutverki að bera stofnunina sök- um. Hvergi er haft fyrir því að ræða við forsvarsmenn UNMIK eða aðra, sem í greininni eru ásak- aðir um hvers konar spillingu og óeðlilega viðskiptahætti. Um starfsemi Íslendinga í Ko- sovó er haft eftir ónefndum „hag- fræðingi SÞ“ að þeir hafi farið ránshendi um Pristina-flugvöll. Sérstaklega er Flugmálastjórn ásökuð um að hafa látið fram- kvæmdaverkefni dragast á langinn til þess að geta haldið áfram að hagnast sem mest á starfseminni á Pristina-flugvelli. Þá er talað um að í leynilegum samningi milli að- ila sé ekkert kveðið á um hvenær verklok séu og gefið í skyn að hin- ir íslensku aðilar geti haldið áfram að troða marvaðann eins lengi og þeim sýnist í þeim tilgangi að hagnast sem mest á verkefninu. Verkefni Íslands í Kosovó Áður en þessum alvarlegu að- dróttunum er svarað er nauðsyn- legt að gera stutta grein fyrir því hvernig starfsemi Flugmála- stjórnar og Flugstoða hefur þróast á þeim rúmu þremur árum sem liðin eru síðan stofnunin og síðar fyrirtækið tóku að sér það hlutverk að vera bakhjarl Pristina-flugvallar í nýjum bún- ingi. Í byrjun árs 2004 tók NATO þá ákvörðun að ekki væri lengur ástæða til að reka flugvöllinn sem herflugvöll heldur skyldi hann af- hentur UNMIK til umsjár. Var þá leitað til nokkurra ríkja um að taka að sé að vera bakhjarl í því að færa flugvöllinn í borgaralegan búning og tryggja rekstur hans sem alþjóðlegs flugvallar í sam- ræmi við staðla og reglur Alþjóða- flugmálastofnunarinnar (ICAO). Ísland varð fyrir valinu, ekki síst fyrir þá sök að íslenska frið- argæslan hafði þá um 18 mánaða skeið haft með höndum stjórn á rekstri flugvallarins undir merkj- um NATO og þótti vel hafa tekist til. Margir af starfsmönnnum frið- argæslunnar höfðu komið frá Flugmálastjórn auk þess sem stofnunin hafði lagt til marg- víslega aðstoð án endurgjalds. Allt þetta framlag var að fullu kostað af íslensku skattfé. Þegar komið var að því að breyta flugvellinum í borgarlegan flugvöll lá fyrir að rekstur hans yrði á viðskiptalegum grundvelli. Almenn flugumferð var mjög mikil um þetta mikilvæga flug- samgöngumannvirki og farþega- fjöldi yfir ein milljón á ári. Því var ekkert talið því til fyrirstöðu, að rekstur og uppbygging hans gæti staðið undir sér að mestu eða öllu leyti. Á þessum tíma höfðu þegar verið lögð drög að því að stofna hlutafélag um reksturinn og skip- uð stjórn í samræmi við þau áform. Þetta gekk eftir og hefur hlutafélagið Pristina International Airport, sem er að fullu í eigu Kosovo Trust Agency, borið alla ábyrgð á rekstri og uppbyggingu flugvallarins frá árinu 2005. Hlutverk Hlutverk Íslands í þróun flug- vallarins í Pristina hefur frá upp- hafi verið tvíþætt; annars vegar að gera úttekt á flugöryggismálum á flugvellinum í samræmi við al- þjóðlega staðla, veita honum starfsheimild og hafa eftirlit með honum; hins vegar að ábyrgjast rekstur flugumferðarþjónustu, slökkviliðs og tæknideilda og þjálfa heimamenn á þessum svið- um auk þess að þróa gæða- og ör- yggiskerfi flugvallarins. Auk þess var á árinu 2005 óskað eftir tækni- legri aðstoð við að undirbúa og hafa eftirlit með framkvæmda- verkefnum, sem höfðu reynst stjórn flugvallarins og UNMIK erfiður hjalli í endurbótum á flug- vellinum. Í þessu skyni fékk Flug- málastjórn sænskt fyrirtæki í op- inberri eigu, Swedavia, til að annast mestan hluta þessa verk- efnis, sem hefur numið um 25% af heildinni. Á undanförnum þremur árum hafa um sjötíu starfsmenn Flugmálastjórnar og Flugstoða tekið beinan þátt í verkefninu og farið hátt á fimmta hundruð ferða milli Íslands og Kosovó. Þá hafa innlend og erlend ráðgjafarfyr- irtæki tekið þátt í verkefninu. Samningurinn við UNMIK Því er haldið fram í greininni í DN að Ísland hafi gert eins konar opinn samning við UNMIK og sé því í mun að draga að ná settum markmiðum, sem eru að koma flugvellinum og mannvirkjum hans og rekstri í viðunandi horf í sam- ræmi við alþjóðlega staðla og koma rekstri og stjórnun hans í hendur heimamanna. Þessi full- yrðing stenst engan veginn. Samn- ingur Íslands við UNMIK hefur aldrei verið gerður til meira en eins árs í senn. Þá hafa verið gerðar breytingar á honum innan ársins til að koma til mót við óskir verkkaupa um breytta vinnu- tilhögun m.a. vegna seinkunar á framkvæmdaverkefnum, sem voru ekki á ábyrgð Flugmálastjórnar. Samningurinn hefur í þrígang ver- ið endurnýjaður að ósk UNMIK og þá farið vandlega yfir alla verkþætti og ekki síst þær greiðslur, sem inntar eru af hendi af hálfu flugvallarins. Alltaf hefur legið fyrir að verkkaupi gæti leit- að annað til að fá þá þjónustu sem hann þyrfti, en hefur ítrekað ósk- að eftir að hún kæmi frá Íslandi. Samningurinn hefur verið reglu- lega endurskoðaður af endur- skoðun Sameinuðu þjóðanna í Kosovo (UNMIK). Ekkert hefur komið fram í þessum endurskoð- unum, sem styður þær órökstuddu dylgjur sem settar hafa verið fram af DN í þessu máli. Þá hafa aldrei verið bornar fram neinar ásakanir á hendur Flugmálastjórnar eða Flugstoða vegna þessa samnings, hvorki af hálfu UNMIK né stjórn- valda í Kosovó. Þvert á móti hefur yfirmaður UNMIK lýst yfir ánægju sinni með árangurinn af starfi Flugmálastjórnar. Seinkun ekki á ábyrgð Íslands Í umfjöllun blaðamanns Dagens Nyheter kemur fram sú aðdróttun að Íslendingar hafi valdið því að framkvæmdaverkefni við flugvöll- inn hafi dregist á langinn. Þetta hafi verið gert af ásettu ráði til að hægt væri að hagnast sem mest á samningnum. Ekkert er fjær sannleikanum. Þar sem hér er um flugöryggismál að ræða má færa rök fyrir því að þessar aðdróttanir geti flokkast undir ærumeiðingar, svo alvarlegar eru þær. Þær eru sérstaklega ómaklegar í ljósi þess mikla árangurs, sem starfsmenn Flugmálastjórnar og Flugstoða hafa náð í Kosovóverkefninu af miklum metnaði og undir miklu álagi. Hið rétta er að Íslendingar hafa ætíð lagt á það megináherslu að framkvæmdaverkefnum væri lokið án tafa, enda væri framhald samningsins í uppnámi ef sett markmið í endurbótum á flugvell- inum næðust ekki. Ábyrgð á fram- kvæmdunum hefur hins vegar frá upphafi verið í höndum stjórnar flugvallarins en ekki í höndum Flugmálastjórnar og Flugstoða. Innkaup á tölvum Blaðamaður DN gerir mikið úr því að í hvert sinn sem flugvöll- urinn panti tölvukerfi eða ráði ráðgjafa renni 15% af kostn- aðinum til Reykjavíkur eins og hann nefnir það í greininni. Þetta er alrangt. Staðreyndin er sú, að stjórn flugvallarins annast sín eig- in innkaup á tölvum og leitar þá væntanlega hagkvæmustu kjara til þeirra kaupa með eða án samráðs við Ísland, eftir því sem verk- kaupa hentar hverju sinni. Margir óvissuþættir Frá upphafi Kosovó-verkefn- isins var ljóst, að ekki yrði um að ræða fjárframlag frá íslenska rík- inu. Tekjur fyrir veitta þjónustu yrðu því að standa undir öllum gjöldum. Fyrir lá að veruleg óvissa og fjárhagsleg áhætta væri samfara verkefninu, þar sem gera þyrfti samninga við erlenda og innlenda verktaka um ýmsa þætti, laun mundu hækka og gengi krón- unnar gæti valdið verulegum erf- iðleikum. Þá er Kosovó óneit- anlega ekki öruggasti staður fyrir starfsfólk vegna viðvarandi ólgu í samfélaginu. Því gæti þurft að flytja fólk á brott í skyndi og truflanir orðið á starfseminni, sem ekki yrðu bættar af samningsað- ilanum, þ.e. UNMIK. Af þessari ástæðu var nauðsyn- legt að gera ráð fyrir því að rekst- urinn yrði með jákvæðri afkomu þannig að hægt yrði að mæta óvæntum kostnaði. Ábyrgðarlaust hefði verið að standa öðruvísi að verki. Ekki var raunhæfur kostur að kaupa tryggingar gegn öllum hugsanlegum áföllum, þar sem tryggingariðgjöld vegna starfsemi á svæðinu voru í besta falli him- inhá og í versta falli þær ekki fá- anlegar. Hinn mikli gróði Eins og fram kom í frétt, sem birtist í Morgunblaðinu mánudag- inn 11. júní var heildarvelta af verkefni Flugmálastjórnar í árslok 2006, þ.e. á tæplega þriggja ára tímabili, 1.150 millj. kr. eða um 367 milljónir kr. á ári að meðaltali. Samningsupphæðin á þessum tíma Aðdróttanir í garð ís- lenskra flugmálayfirvalda í Dagens Nyheter Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn Fallegur sumarbústaður á fallegu og mikið grónu landi. Bústaðurinn er 66 fm að stærð og við bústaðinn eru 150 fm sólpallar. Mikið og fallegt útsýni. (Bústaðurinn stendur milli 2ja gólfvalla í um 5-15 mín. akstursfjarlægð). Þessi sumarbústaður stendur á einu eftirsóttasta sumarbústaðasvæði sunnanlands. V. Tilboð. 5913 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Sumarbústaður í Snæfoksstaðalandi við Vaðnes glæsilegt útsýni - mikill gróður Glæsilegt nýtt heilsárshús í Svarfhólsskógi, Svínadal Til sölu og afhendingar strax nýtt glæsilegt 85 fm heilsárshús á einni hæð á frábærum veðursælum stað. Húsið selst í núverandi ástandi sem fullbúið að utan með frágenginni verönd (gert ráð fyrir sérrými fyrir heit- an pott). Að innan er húsið tilbúið til innréttinga, veggir og loft panil- klætt, allir ofnar komnir og uppsettir, raflagnir klárar og tilbúnar til ídráttar. Rotþró frágengin og tengd við hús, hitaveita og rafmagn er á lóðarmörkum (inntaksgjöld ógreidd), 3 góð svefnherbergi, stór stofa, borðstofa og eldhús, baðherbergi með sérinngangi, bakforstofa m. inn- gangi, geymsla og inntaks + þvottaherbergi. Glæsileg kjarrivaxin lóð með fallegu útsýni á Skarðsheiðina, Hafnarfjall og út Leirársveitina. Við hlið hússins og í gegnum lóðina rennur fallegur LÆKUR sem gefur ýmsa möguleika. Lóðin er 8.500 fm leigulóð en möguleiki er á kaupum á henni. Verð 14,6 millj. Áhvílandi 25 ára vtr. Lán 9,0 millj. Glæsilegt sumar/heilsárshús aðeins liðlega 50 km (40 mín.) frá Reykjavík. Í nágreninnu er sundlaug (Á Hlöðum) og gölfvöllur á Þórisstöðum. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Upplýsingar veita Þórarinn sími: 899 1882 og Heiðar sími: 693 3356 Um er að ræða fallega og vel skipulagða, 85 fm, 3ja herbergja íbúð á 3. hæð í góðu fjölbýli. Eignin skiptist í forstofuhol, eldhús, tvö svefnherbergi, bað- herbergi og stofu. Góðar svalir með góðu útsýni. Góð eign í grónu og fal- legu hverfi í Fossvogi. Verð 23,5 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Dalaland - Falleg íbúð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.