Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 32
tengsl | Feðgarnir Björn Ingi Hilmarsson og Arnmundur Ernst Björnsson Arnmundur Ernst „Við pabbi fórum mjög oft saman til Dalvíkur og þessar ferðir standa upp úr í æsku- minningunum. Mamma og pabbi skildu þegar ég var um fjögurra ára. Ég man ekk- ert eftir skilnaðinum en allt í einu varð hann var pabbinn sem ég fór til eina viku í mánuði og við gerðum alltaf eitthvað skemmtilegt saman. Hann hélt mörg afmæli fyrir mig. Hann var alltaf ráðagóður og við gerðum marga skemmtilega hluti saman. Ég var vægast sagt stoltur af honum þegar ég var yngri og er enn. Hann var alltaf svo fyndinn þegar vinir mínir komu í heimsókn og alltaf svo hress. Ég tek eftir því núna að ég er farinn að segja sömu brandara og hann og ég held við verðum alltaf líkari og líkari. Hann var alltaf mjög strangur á mataræði og það að ég stundaði einhverjar íþróttir. Þegar pabbi var í hlutverki Rocky Horror í samnefndum söng- leik byrjaði hann að lyfta og fræð- ast um mataræði en týpan sem hann lék er mjög mössuð. Pabbi er lærður bakari. Hann er mjög mikill sælkeri og kann að elda mjög góðan mat og gerir fiskrétti reglulega. Svo er hefð fyrir því að við gerum ákveðið sjávarréttapasta saman þegar ég er hjá honum. Hann gerði líka alltaf pitsur handa mér þegar ég var lítill. Hann kann að meta gott kaffi og gott vín. Hann kann virkilega að meta það góða sem lífið hefur upp á að bjóða. Hann hefur alltaf sýnt það og sannað að hann kunni að leika. Mér hefur alltaf fundist hann góður á sviði. Þó að leikritið sé ekki gott hefur hann alltaf lagt sitt af mörk- um. Leikhúsið var mín barnapía. Ég fór oft upp í hljóðmannastúkuna til að horfa. Enginn hefur væntanlega séð leikritið Sex í sveit oftar en ég. Mamma og pabbi sýktu mig af þess- um leikaravírusi. Maður hefur svo- lítið alist upp með þeim í leikhúsinu og á varla afturkvæmt. Leikarar hafa oft vissar týpur sem þeir eru bestir í og það á eftir að koma í ljós hvaðan ég sæki mín- ar týpur, hvort ég sæki þær frá þeim. Mér finnst við pabbi mjög lík- ir og margir segja að við séum alltaf að líkjast meira og meira. Pabbi er góður í að leika heimska gæjann sem er alltaf að láta koma sér á óvart. Svo hefur hann staðið sig frá- bærlega í alvarlegri rullum. Líka var hann að sanna það um daginn í Gretti að hann gæti sungið. Hann er mjög góður í að koma manni til að hlæja. Pabbi er búinn að finna sér alveg yndislega konu, loksins! Hún heitir Hlín Helga en þau kynntust í kring- um skipulagningu V-dagsins. Hún er núna ófrísk, en þau eiga von á sér í ágúst. Ég er dálítið feginn. Hann vantaði nýjan krakka, ég er ekki lengur fjögurra ára og brand- ararnir virka ekki lengur alveg eins vel! Ég er að vonast eftir litlum Adda jr. Ég er mjög stoltur af pabba mín- um að taka þátt í V-deginum og styð hann í þessu. Kannski tekur maður þessa baráttu upp? Það segir ýmislegt að hann var eini karlmað- urinn á alþjóðlegum V-dagsfundi, sem haldinn var í Brussel um dag- inn. Pabbi býr yfir miklu frumkvæði og er mjög duglegur. Fyrir nokkr- um árum keypti hann íbúð við Freyjugötu og gerði hana upp sjálf- ur. Hann bjó til húsgögn, var frum- legur og hannaði þetta allt mikið sjálfur. Hann hefur verið að spá í feng shui-fræðum en konan hans er menntaður jógakennari. Hann hef- ur alltaf verið mjög virkur og tilbú- inn að gera eitthvað nýtt. Pabbi hefur alltaf verið unglegur. Ég montaði mig af því þegar ég var í grunnskóla að eiga fertugan pabba með „six pack“. Hann hefur alltaf verið mjög strangur á reykingar og unglingadrykkju og fór stundum yf- ir strikið. Hann vaktaði mig fullvel því ég hef ekkert verið að prófa þetta. Einu sinni ásakaði hann mig um að vera byrjaður að reykja því ég var búinn að vera með kvef í viku! En ég held hann hafi bara viljað að ég lenti ekki í sömu gryfju og hann. Hann reykti og byrjaði snemma að smakka áfengi. Núna erum við komnir á það stig sem er nauðsynlegt að börn og for- eldrar nái. Ég er ekki lengur bara sonur hans sem er að læra af hon- um heldur getum við talað meira saman sem jafningjar. Við höfum átt ofboðslega góða samleið. Ég held að okkar komandi framtíð sé bara skemmtileg og björt og að það verði áfram gott samband á milli okkar. Það er bara eitt, hann er alltaf að spyrja hvort það sé ekki einhver tengdadóttir væntanleg, það er full- mikil pressa á manni þar!“ Björn Ingi Hilmarsson er fæddur árið 1962 á Dalvík þar sem hann er uppalinn. Hann útskrifaðist sem bakari árið 1983 og vann sem slíkur í þrjú ár í heimabænum áður en hann ákvað að fara í leiklistarnám. Hann lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands 1990 og lék hjá Leikfélagi Akureyrar veturinn eftir útskrift. Fyrsta hlutverk Björns Inga hjá Leikfélagi Reykjavíkur var í Dúfnaveislunni eftir Halldór Laxness haustið 1991 en síðan hefur hann leikið í yf- ir 20 sýningum Leikfélagsins. Kona hans heitir Hlín Helga Guðlaugsdóttir og er hönnunarnemi við Listaháskóla Íslands. Þau eiga von á sínu fyrsta barni í ágúst. Fyndinn sælkeri 32 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Fermingarstrákur Björn Ingi ljóshærður og sakleysislegur við fermingu. Eftir Ingu Rún Sigurðardóttur | ingarun@mbl.is Feðgar Gott sam- band er á milli Arnmundar Ernst og Björns Inga og voru þeir tilbúnir til þess að ræða hvor annan í við- tali og hafa ým- islegt skemmti- legt að segja. Öflugasta dísilvél í heimi í flokki lúxusjeppa V8 4,2 TDI • 326 hestöfl • 760 Nm tog • Hröðun 0-100 km/klst. 6,4 sek.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.