Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 69

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 69 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Buxnadagar árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jónsmessukaffi að Básum í Ölf- ussi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóðfæraleik- ara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Brottför frá Aflagranda 40 kl. 12.30. Verð kr. 2.500. Skráning í afgreiðslu og í síma 411 2700. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Þjóðhátíðardagskrá hefst kl. 15. Davíð Ólafsson og Valgerður Guðna- dóttir syngja revíulög við undirleik Helga Hannes- sonar og tónlistarhópur frá Skapandi sumarstörf- um flytja tónlistaratriði. Hátíðarhlaðborð í umsjón íþróttafélagsins Glóðar. Húsið opnað kl. 14.30. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Laugar- daginn 23. júní verður farið norður í V-Húnavatns- sýslu og farið í kringum Vatnsnes. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 10. Skráning stendur yfir til 20. júní í símum 586 8014 og 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 19. júní kl. 13. Púttvöllur við Breiðholtslaug formlega tekinn í notkun, með áherslu á þjónustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur. Miðvikud. 20. júní: Jónsmessufagnaður í Básnum, lagt af stað kl. 13.15. Skráning hafin s. 575 7720. Hraunbær 105 | 20. júní Jónsmessukaffi að Básn- um í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóð- færaleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Verð kr. 2.500. Brottför kl. 13 frá Hraunbæ. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hæðargarður 31 | Gleðilegan þjóðhátíðardag. Opið er hjá okkur alla virka daga í sumar frá kl. 9-16. Kík- ið við og skoðið dagskrána. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Grillveisla verður haldin fimmtu- daginn 21. júní og hefst kl. 18.30. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Miðvikudaginn 20. júní kl. 13 verður farið í Básinn í Ölfusi. Feðginin Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg A. Ólafsdóttir sópransöngkona skemmta með söng, harmonikkuleik og dansi. Glæsilegt kaffihlaðborð. Ekið um Stokkseyri og Eyrarbakka á heimleiðinni. Skráning og uppl. í síma 535 2740. Allir velkomnir. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Gleðilega þjóðhátíð. Samkoma fellur niður vegna hátíðarinnar. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Alla mánu- dagaverður spiluð félagsvist í Setrinu. Púttvöllur og krokket er spilað alla góðviðrisdaga. Hafa samb. við kirkjuvörð. Heitt kaffi á könnunni. 1. ágúst hefst venjuleg dagskrá á ný. Gleðilegt sumar. Gullbrúðkaup | Í dag, 17. júní, eiga hjónin Kjartan Sölvi Einarsson og Brynja Stefánsdóttir, Hólavegi 39, Siglufirði, 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau verða að heiman í tilefni dagsins. 85ára afmæli. Í dag, 17. júní, er áttatíu og fimm ára Guðjón Gunn-arsson, Tjarnarkoti, Bláskógarbyggð. Einnig eiga þau Guðjón og Erna Jensdóttir 60 ára hjúskaparafmæli. Þau verða að heiman í dag. 80ára. Alma A. J. Júlíus-dóttir Hansen er átt- ræð í dag. Hún nýtur dagsins ásamt vini í faðmi sonar, ömmubarna, langömmubarna og fjölskyldna þeirra í Struer á Jótlandi. Að venju verða snitt- ur og tertur boðnar vinum og vandamönnum hér á Fróni, en kallað verður til þess síðar. Árnaðaróskir er hægt að senda í Langagerði 9. Sjálf kemur frúin heim nk. miðvikudag. 70ára. Jóhannes Baldvinsson er sjötugur í dag. Eiginkona hans,Hulda Ellertsdóttir, varð 66 ára 9. júní sl. Þau eru stödd á Spáni ásamt dætrum sínum fimm, tengdasonum og barnabörnum. dagbók Í dag er sunnudagur 17. júní, 168. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Við höldum nú ratleik annað ár-ið í röð í tengslum við hátíð-ina Sjóarann síkáta,“ segirÓskar Sævarsson for- stöðumaður Saltfiskseturs Íslands og umsjónarmaður Álagaratleiks Grinda- víkur 2007. „Leikurinn stendur að þessu sinni til Jónsmessu en þá gerum við okkur dagamun og göngum upp á Þorbjörn þar sem kveiktur verður varðeldur og boðið upp á spennandi tónlistaratriði, og í lok kvöldsins boðið í miðnæturbað í Bláa lóninu.“ Fyrir alla fjölskylduna Óskar segir ratleik síðasta árs hafa gert mikla lukku: „Þetta er skemmti- legur leikur sem öll fjölskyldan getur haft gaman af, en ratleikurinn leiðir þátttakendur allt frá Staðahverfi og al- veg austur fyrir Grindavík, og blandar þannig saman hressandi útivist og fræðslu um sögu hvers viðkomustaðar.“ Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin í Álagaratleiknum, helj- arinnar magn af sjávarfangi, kvöld- verður á einu af betri veitingahúsum bæjarins og fjölskyldudekur í Bláa lón- inu. „Til að hefja leikinn þarf að nálgast dagskrárrit Sjóarans síkáta í Salt- fisksetrinu við Grindavíkurhöfn. Þar er að finna kort og leiðbeiningar til að finna lausnarorð leiksins,“ segir Óskar. Álfar og galdrar „Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn helgaður álagastöðum í Grindavík og nágrenni, en fjöldi sagna er til um álög og álfafólk. Ein sagan er t.d. af gjánni Silfru, sem er viðkomu- staður í ratleiknum, þar sem sökkt var kistu með miklum fjársjóði. Þegar heimamenn af Járngerðarstöðum köf- uðu eftir kistunni og komu henni upp á gjábrún varð þeim litið heim að bænum sem þá stóð í ljósum logum. Þorðu þeir ekki annað en að varpa kistunni aftur í gjána, og slokknaði þá eldurinn.“ Finna má nánari upplýsingar um Saltfisksetur Íslands á slóðinni www.saltfisksetur.is, og á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, má finna upplýsingar um viðburði og mannlíf í bænum. Útivist | Saltfisksetrið og Grindavíkurbær standa fyrir skemmtilegum leik Álagaratleikur í Grindavík  Óskar Sæv- arsson fæddist 1961 og ólst upp í Grindavík. Hann stundaði nám við MÍ, lauk útgerð- artækninámi frá TÍ 1984 og lauk jafnframt stýri- mannanámi frá Stýrimannaskólanum. Óskar starfaði í hjá Gjögri hf um nokkurra ára skeið og hefur lengst af starfað við fisk- veiðar. Óskar hefur verið for- stöðumaður Saltfiskseturs Íslands frá ársbyrjun 2004 og er jafnframt ferða- og menningarm.fulltr. Grindavík- urbæjar. Óskar er kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur skrifstm. og eiga þau Tónlist Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Á sunnudaginn mun Ólöf Arnalds flytja lög af nýútkominni hljóm- plötu sinni, Við og við. Tónleik- arnir hefjast kl. 16 og aðgangs- eyrir er 500 krónur. Hallgrímskirkja | Rússneski organistinn Daniel Zaretsky, frá Sankti Pétursborg, leikur á tón- leikum í dag, 17. júní kl. 20. Tón- list eftir Bach, Böhm, Buxtehude, Hallgrím Helgason, Alain, Kuschnarev, Muschel og Kohler. Tónlistarhátíð Babalú, Hljóma- lindar og S.L.Á.T.U.R. | Milli kl. 13-15 verður opið hús í S.L.Á.T- .U.R., Hverfisgötu 32. Á Hljóma- lind leika Ólöf Arnalds, Siobán og Joanne Kearney, Jón Tryggvi, Solla og Kristín Bergsdóttir kl. 14-18 og á Babalú leikur Sprengjuhöllin og Benni Hemm Hemm kl. 15-17. Ókeypis er á alla tónleikana. Leiklist Grand Rokk | Smiðjustígur 6, 17. júní kl. 17 og 20. Leikfélagið Peð- ið sýnir Kreperu, tvo einþáttunga eftir Jón Benjamín Einarsson. Ath. aðeins þessar tvær sýningar. Mannfagnaður Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Kaffisala í dag kl. 14-18 á Hjálp- ræðishernum að Kirkjustræti 2, Reykjavík. Söngstund kl. 16.30 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Börn Lystigarðurinn Akureyri | Barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Lystigarðinum á Akureyri kl. 14 og 17. Þar sem sýnt er utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér. Miðapantanir og uppl. eru í síma 699 3993 eða á www.123.is/dyrinihalsaskogi. Söfn Krókur, Garðaholti | Krókur á Garðaholti í Garðabæ er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti al- þýðufólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Krókur er ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti. Ókeypis aðgangur. Þjóðmenningarhúsið | Kl. 11-17. Spennandi margmiðlunarsýning sem rekur myndunar- og þróun- arsögu Surtseyjar frá því hún reis úr ægi 1963 fram til okkar daga og spáir fyrir um mótun eyjarinnar og þróun lífríkis henn- ar næstu 120 árin. Sýningin skýr- ir forsendur að baki tilnefningar Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO. AFRÍSKI sirkúsinn Mama Africa hélt einkar skemmtilega sýningu í Dortmund, Þýska- landi, hinn 15. júní síðastliðinn. Fjöllistahópurinn leggur áherslu á lipuð og litadýrð. Óhugnanleg lipurð og marglitir búningar Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.