Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 61
Að skrifa minning-
argrein um móður sína
er erfitt. Minningarnar
eru svo margar,
áhyggjuleysi bernskuáranna, kær-
leikur, ást og umhyggja. Það er ekki
hægt að segja annað en að maður hafi
farið að heiman með gott veganesti.
Mamma og pabbi voru einstök. Þau
unnu alltaf saman að því sem þurfti
að gera og við börnin vöndumst því að
samheldni og samvinna væri það sem
þyrfti til að hlutirnir gengju upp.
Mamma var 32 ára orðin 8 barna
móðir. Aldrei man maður eftir því að
ekki hafi verið tími til að sinna manni
og aldrei var maður einmana eða ut-
anveltu. Heimili okkar var nafli al-
heimsins og þar voru leyst öll heims-
ins vandamál, hvort sem um var að
ræða okkar persónulegu vandamál
eða vandamál heimsins. Heim til okk-
ar var hægt að koma með alla sem
vantaði stað til að vera á, fá að borða,
leika sér eða bara hlýja sér. Oft var
komið heim með dýr sem hvergi áttu
heima og alltaf voru þau tekin inn
tímabundið eða til frambúðar. Eitt
sinn hafði mamma komið kettlingi
fyrir hjá strák í nágrenninu og við
sáum hann vera vondan við dýrið.
Þegar mamma heyrði þetta fór hún
og náði í kettlinginn aftur.
Það er varla hægt að tala um
mömmu nema tala líka um pabba,
þau voru svo samhent og dugleg sam-
an. Það er ótrúlegt að hugsa til þess í
dag að þau hafi getað byggt húsið sitt
eins og aðstæður voru þá. Með haka
og skóflu var grunnurinn grafinn og
allt grjót úr lóðinni hreinsað með
handafli. Það var ekki skrítið að
Kópavogur frumbyggjanna skyldi
Guðrún Rósa
Sigurðardóttir
✝ Guðrún RósaSigurðardóttir
fæddist í Hælavík 9.
september 1930.
Hún lést í hjúkr-
unarheimilinu
Sunnuhlíð 31. maí
síðastliðinn og var
útför hennar gerð
frá Kópavogskirkju
11. júní.
vera kallaður „litla Ísr-
ael“, þvílíkur var þræl-
dómurinn. En upp-
skeran var góð og á
efri árum gátu þau
horft stolt yfir óðal sitt
og yfir hópinn sinn
stóra. Á móti horfum
við stolt á foreldra okk-
ar sem gerðu allt sem
hægt var til að við
hefðum það sem best,
gætum lært það sem
við vildum og notið af-
raksturs alls erfiðis
þeirra. Eftir að
mamma kom í Sunnuhlíð, lömuð og
með Alzheimer, gátum við börnin
hennar hjálpað pabba að endurgjalda
henni alla umhyggjuna. Pabbi kom
daglega til hennar meðan hann lifði
og við eins oft og við gátum. Eftir að
pabbi dó tókum við að okkur að veita
henni þann kærleika og umönnun
sem hún hafði veitt okkur. Við nutum
samvista við hana fram á síðasta dag.
Hún þekkti okkur alltaf sem „sitt
fólk“ og bauð upp á mat og kaffi.
Vinnan hafði verið svo stór þáttur í lífi
hennar að hún hélt áfram að vinna í
huganum löngu eftir að líkaminn
lasnaðist. Hún var nýkomin heim úr
vinnu eða nýbúin að þrífa, vaska upp
eða baka, þannig tók hún á móti
manni brosandi yfir góðu dagsverki.
Eftir því sem heilsan versnaði þurfti
hún meiri hjúkrun og umhyggju og
hana fékk hún svo sannalega frá
starfsfólki Sunnuhlíðar sem hefur
sýnt henni og okkur ótrúlega mann-
gæsku. Án þessara vina okkar hefð-
um við ekki getað það sem við ætl-
uðum okkur, að veita móður okkar
farsælt ævikvöld og þakka henni
þannig fyrir hennar góðmennsku og
óeigingjarna ást sem hún veitti okk-
ur.
Minning þín lifir.
Þín dóttir,
Stefanía.
Ég kynntist Guðrúnu mömmu fyrir
rúmum þrjátíu árum þegar tengsl
komust á milli fjölskyldnanna. Hún
tók mér og minni fjölskyldu strax
eins og sinni eigin. Börnin mín köll-
uðu hana ömmu frá fyrstu tíð. Guð-
rún hafði góða sýn á tilveruna og var
óspör að láta álit sitt í ljós á málefnum
líðandi stundar. Eitt kenndi hún mér
og það var að virða skoðanir annarra.
Oft urðu skoðanaskipti hörð í Löngu-
brekkunni og hart var deilt á menn og
málefni en aldrei sárindi. Það var líka
oft fjör við eldhúsborðið því þar vildi
hún helst hafa okkur í kökunum hans
pabba eða smurða brauðinu sínu.
Guðrún fæddist í Hælavík á Horn-
ströndum og var stolt af uppruna sín-
um. Hún gerði heimahagana svo lif-
andi með frásögnum sínum að við lá
að maður þekkti þá sjálfur.
Lífsloginn hennar minnkaði þegar
Kjartan bróðir dó og þremur árum
seinna veiktist hún og flutti í Sunnu-
hlíð þar sem hún átti heima seinustu
fimm árin. Í Sunnuhlíð naut hún mjög
góðrar umönnunar og átti fjölskylda
hennar margar góðar stundir með
henni þar.
Karl Hjartarson.
Elsku mamma!
Nú ertu loksins laus við sjúkdóma
og kvöl og nú leiðist þið pabbi örugg-
lega um grænar grundir himnaríkis.
Í gegnum allt okkar líf hefur þú
alltaf verið tilbúin að hjálpa okkur ef
þörf hefur verið á. Það er svo margs
að minnast þessi tæpu 50 ár sem ég
hef lifað. Ég man smá eftir mér í
Barmahlíð og þar var svo gott veður
en örugglega hræðilega kalt á vet-
urna. Mikið breyttist þegar þið flutt-
ust á Hlíðarveginn í vesturendann hjá
Gústu og Lofti. Þar var gaman að
vera. En svo fenguð þið lóð í Löngu-
brekkunni og þar var húsið okkar
byggt, allt handmokað. Þegar eldri
krakkarnir voru búnir í skólanum fór-
um við öll í halarófu yfir Hálsinn til að
hjálpa við bygginguna. Þess vegna
var þetta líka okkar hús.
Þið voruð svo dugleg að hjálpa okk-
ur og koma í heimsóknir. Svo varstu
svo dugleg að passa barnabörnin, sér-
staklega Magnús Þór og Guðrúnu
Rósu, en öll hin áttu alltaf pláss hjá
þér og pabba.
Ég man ekki eftir þér öðruvísi en
vinnandi. Þegar við vorum krakkar
saumaðir þú allt á okkur, sama hvað
var, buxur, skyrtur, úlpur og kápur
og allt svo vel gert að fólk trúði varla
að fötin væru heimasaumuð.
Þið pabbi fóruð í tvær utanlands-
ferðir eftir að hann fór í hjartaaðgerð
í London 1984, en veikindi komu í veg
fyrir fleiri ferðir. Í staðinn byggðuð
þið sumarbústað í Hvalfirði ásamt
Kjartani og Guðmundi. Þið voruð svo
dugleg að fara þangað, alltaf saman
og það var svo frábært að sjá sam-
heldnina hjá ykkur pabba, við að
vinna og gróðursetja í bústaðnum, þó
að þú treystir þér sjaldan til að gista
þar.
Svo á 45 ára brúðkaupsafmælinu
20. september 1998 giftu Stefanía og
Helgi sig og fengu séra Björn Jóns-
son til að gifta sig. Hann gaf ykkur
saman á sínum tíma á stofugólfinu hjá
ömmu og afa í Keflavík og skírði Lilju
systur um leið.
Að missa frumburðinn úr krabba-
meini reyndist þér erfitt, en Kjartan
dó 1999 en dóttir hans, Guðrún Edda,
fæddist þremur vikum eftir andlát
hans. Þessir erfiðleikar flýttu fyrir
framvindu Alzeimer-sjúkdómsins.
Í mars 2002 fóruð þið til Akureyrar
til að vera við giftingu og skírn hjá
Guðmundi. Stuttu seinna fékkst þú
heilablæðingu og lamaðist vinstra
megin. Eftir að hafa verið um tíma á
Grensás, fékkst þú pláss í hjúkrunar-
heimilinu Sunnuhlíð sem einn af
frumbyggjum Kópavogs. Fyrstu 3
árin sat pabbi hjá þér á hverjum degi
og saumaði út um leið og þið hlust-
uðuð á tónlist og spjölluðuð. Hann
veiktist alvarlega og lést fyrir 2 árum.
Síðustu vikurnar sem hann lifði var
hann einnig í Sunnuhlíð og þar hittust
þið daglega og héldust í hendur eins
og ástfangnir unglingar. Þú spurðir
oft hvar pabbi væri, hvort honum
væri kalt og hvort hann fengi nóg að
borða.
Um síðustu páska varðstu veik og
náðir þér ekki. Við vorum hjá þér á
dauðastundinni og þú gast ekki farið
fyrr en Fríða systir þín kom og þú
fórst brosandi. Margir hafa tekið á
móti þér, pabbi, Kjartan, amma og
afi, Gummi bróðir þinn og fleiri.
Elsku mamma! Takk fyrir allt.
Þín elskandi dóttir,
Gunnhildur.
Guðrún Rósa Sigurðardóttir
mamma mín er látin. Núna er hún á
betri stað. Hlaupandi um á Horn-
ströndum, iðagrænt gras, hávaxin
hvönn og pabbi og Kjartan bróðir að
reyna að halda í við hana. Hún ólst
upp á Hornströndum í hópi 13 systk-
ina. Þrátt fyrir mikla fátækt lærði
hún að unna tónlist, menningu, list og
lærði að vinna. Hún var af þeirri kyn-
slóð sem flutti frá Hornströndum
þegar þær fóru í eyði. 15 ára með gott
veganesti í farteskinu þurfti hún að
sjá um sig sjálf og það gerði hún.
Eignaðist sitt fyrsta barn tvítug, hitti
pabba og eignaðist sjö í viðbót. Þetta
var ekki auðvelt líf, en því var lifað
með reisn og gleði. Hún var alla tíð að
reyna að bæta við þá litlu menntun
sem hún hafði, því menntun var í
hennar huga svo mikilvæg. Hún var
frumbyggi í Kópavogi og þar voru
húsin byggð með handafli og mikilli
vinnu. Ól okkur börnin sín upp og var
kletturinn okkar allra. Er nokkuð
hægt að óska sér betri mömmu? Eftir
að hún veiktist breyttist hlutverk
hennar, hún hætti að vera kletturinn
okkar og varð í staðinn miðpunktur-
inn okkar. Glettnisglampi í augum og
fölskvalaus gleði yfir að sjá okkur.
Hún var miðpunkturinn. Hún var
„mamma“. Mamma mín sem ég kveð
nú með söknuði.
Ingibjörg.
Nú er komið að kveðjustund, mér
hefur verið það heiður að eiga þig
sem ömmu því að eiga manneskju
eins og þig ættu allir að fá að upplifa.
Minning þín mun ætíð vera mér í
hjarta, hve yndisleg, hlý og góð þú
varst mér þegar ég kom í heimsókn
til þín í Löngubrekkuna. Þótt mér
hafi stundum fundist það ósanngjarnt
að mér eldri fengju peninginn sem við
áttum að skipta á milli okkar þá varst
þú alltaf að gera vel við okkur öll
barnabörnin þín.
Hve gaman var að sjá ykkur sam-
an, þig og afa heitinn, verður ætíð fast
í minningu minni. Þið voruð sem eitt,
svolítið ólík en bættuð hvort annað
upp; hann hrekkjóttur, en þú svo ynd-
isleg og góð. Þið voruð ætíð saman.
Hve sárt var að sjá ykkur skiljast, en
að vita að þið eruð aftur sameinuð er
mín huggun harmi gegn.
Þín minning mun ætíð lifa mér í
hjartastað.
Þinn dóttursonur,
Hjörtur Magnússon.
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Rósu Sigurðardóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu á
næstu dögum.
Félagi okkar,
Magnús Helgi Ólafs-
son, lést mánudaginn
28. maí sl. Andlát hans
bar brátt að og var
okkur samstarfsfólki hans óvænt.
Magnús hafði átt við veikindi að
stríða í nokkurn tíma en útlit virtist
vera fyrir bata, þegar reiðarslagið
kom.
Þegar góður félagi til margra ára,
jafnvel áratuga, kveður svo snöggt
leitar hugurinn til baka. Magnús
hafði unnið hjá Mjólkursamsölunni í
yfir 30 ár samfleytt, en hafði áður
unnið með föður sínum, Ólafi Sveins-
syni rafvirkjameistara, hjá fyrirtæk-
inu. Hafði hann verið ráðinn til að sjá
um viðhald á öllum áfyllingarvélum
fyrirtækisins ásamt Einari Sigur-
geirssyni.
Starf þetta hefur Magnús haft
með höndum í yfir 30 ár og þá bæði
hjá MS og öðrum mjólkursamlögum
í landinu. Má því með nokkrum sanni
segja að hann hafi verið starfsmaður
mjólkuriðnaðarins alls.
Magnús var vandvirkur og alla tíð
mjög umhugað um að allur þessi vél-
búnaður væri í sem bestu ástandi.
Var hann vakandi yfir þessu alla tíð
og ólatur við að sækja þjálfunarnám-
skeið bæði innanlands og utan.
Magnús Helgi Ólafsson
✝ Magnús HelgiÓlafsson fædd-
ist í Reykjavík 1. júlí
1947. Hann lést á
Landspítalanum í
Fossvogi 28. maí
síðastliðinn og var
útför hans gerð frá
Fossvogskirkju 7.
júní.
Í framhaldi af þessu
vil ég koma á framfæri
línum er við fengum
frá fyrirtækinu Tetra
Pak í Svíþjóð, er
fregnin um andlát
Magnúsar barst þang-
að. „Við erum mörg
hjá Tetra Pak, sem
urðum þeirrar ánægju
aðnjótandi að kynnast
vini, fagmanni og þeim
heiðursmanni sem í
Magnúsi H. Ólafssyni
bjó. Einn okkar var
mjög nákominn Magn-
úsi og voru þeir í sambandi nær dag-
lega, þetta er Thomas Nilsson og
mun hann koma og verða fulltrúi
okkar við útför þessa heiðurs-
manns.“ Svo mörg voru þau orð.
Magnús var mjög samviskusamur
maður, hann gat verið snöggur upp á
lagið, en hjálplegri maður var vand-
fundinn og drengur var hann góður.
Við vinnufélagarnir eigum eftir að
sakna hans, fyrirtækið á eftir að
sakna hans góðu krafta. Missir eig-
inkonu og fjölskyldu er mikill þegar
menn eru kallaðir svo snöggt.
Fyrir hönd starfsfólks Mjólkur-
samsölunnar eru öllum aðstandend-
um Magnúsar sendar innilegar sam-
úðarkveðjur.
Magnús Ólafsson.
Í dag kveðjum við góðan nágranna
og vin sem við höfum verið svo lán-
söm að þekkja síðustu 26 ár. Við vilj-
um senda fjölskyldu hans okkar
dýpstu samúðarkveðjur um leið og
við þökkum Magga fyrir samveruna
með þessum orðum:
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Höf. Valdimar Briem.)
Blessuð sé minning hans.
Anna, Ólafur, Aldís og
Ingibjörg.
Fallinn er frá, langt fyrir aldur
fram, Magnús Ólafsson nágranni,
vinnufélagi og fjölskylduvinur til
þrjátíu ára. Við kynntumst Magga
þegar við fjölskyldan fluttum í Stíflu-
sel 1 í apríl 1977 og var þá Maggi að
koma sér fyrir ásamt Dissu og börn-
unum sínum fjórum á hæðinni fyrir
ofan okkur. Þar sem nálægðin var
fyrir hendi, og börnin úr báðum fjöl-
skyldum á svipuðum aldri, varð strax
mikill samgangur á milli sem hélst
sleitulaust þar til börnin fóru að
fljúga úr hreiðrinu. Vináttan er þó
enn til staðar og er jafn sterk í dag og
fyrir þrjátíu árum þrátt fyrir að sam-
verustundunum hafi fækkað í seinni
tíð og aldrei hefur á nokkurn hátt
skyggt á vinskapinn. Seljahverfið
var að byggjast upp og dýrmætt að
eignast strax góða og trausta vini
sem fylgt hafa okkur í gegnum árin.
Okkur er minnisstætt hversu
greiðvikinn og hjálpfús Maggi var
þegar á þurfti að halda. Hann var
alltaf boðinn og búinn að aðstoða
mislaghenta nágranna við hvers
kyns störf sem þurfti að sinna. Engu
skipti þá hvort vinnan tengdist raf-
magni sem var hans sérgrein eða
öðrum verkum, Maggi var með ein-
dæmum laghentur og vandvirkur og
báru verk hans þess merki.
Maggi tók okkur systkinunum
alltaf vel þegar við lékum okkur með
krökkunum hans og okkur leið alltaf
eins og heima hjá okkur hjá þeim
Dissu. Blíður og góður og einstak-
lega jarðbundinn var Maggi og hvers
manns hugljúfi. Þegar við sitjum
núna og rifjum upp gamla tíma kem-
ur í hugann eitt atvik sem gerðist
fyrir mörgum árum þegar óveður
skók borgina og mamma og pabbi
komust ekki heim vegna veðurofs-
ans. Það var ekki að spyrja að því,
óhugsandi var fyrir Magga að vita af
okkur einum, hann sótti okkur systk-
inin niður og við sváfum öll í einni
sæng á gólfinu hjá þeim á hæðinni
fyrir ofan. Margar aðrar stundir
koma upp í hugann og vekja sælar
minningar.
Samverustundir okkar með
Magga voru ekki bara á heimilinu
heldur var hann vinnufélagi pabba
og okkar bræðranna í mörg ár hjá
MS. Þar var hann annálaður fyrir vel
unnin og vönduð störf og sinnti þeim
ávallt af alúð. MS hefur misst góðan
starfsmann með mikla sérfræði-
þekkingu á sínu sviði. Við berum
kveðju frá félögum úr MS sem átt
hafa margar góðar stundir við morg-
unverðarborðið síðustu árin. Það er
ljóst að það skarð sem nú hefur
myndast í þann félagsskap verður
ekki fyllt.
Síðustu árin hefur það verið hluti
af áramótunum hjá okkur að kasta
kveðju á Magga, Dissu og krakkana
þegar við hittumst í Stífluselinu. Nú
höfum við kastað kveðju á Magga í
hinsta sinn og verður hans sárt sakn-
að í framtíðinni.
Elsku Dissa, Hanna Dóra, Óli,
Helgi, Skúli og fjölskyldur, við vott-
um ykkur okkar dýpstu samúð og
megi Guð styrkja ykkur og fylgja á
þessum erfiðu tímum.
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar viðkvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
(V. Briem.)
Helga, Jón Ingi, Lísa,
Ólöf, Haukur og Ómar.
Elsku Dóra, Dissa, Óli, Hanna
Dóra, Helgi, Skúli og fjölskyldur.
Hugur okkar dvelur hjá ykkur
eins og hann hefur gert síðastliðna
mánuði. Við vitum að missir ykkar og
sorg er meiri en orð fá lýst.
Um leið og við vottum ykkur okk-
ar dýpstu samúð viljum við kveðja
Magga með þökk fyrir þau forrétt-
indi að hafa fengið að njóta samveru
hans, vinarþels, hjálpsemi og hlýju.
Guðný, Ívar og börn.