Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 40
þjóðhátíð
40 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Ýmsar þjóðir eiga sér-
stakan þjóðhátíðardag.
Það er ærið misjafnt
hversu mikinn sess slíkir
dagar skipa í vitund fólks.
Norðmenn eru frægir fyrir
17. maí, Bandaríkjamenn
halda upp á 4. júlí og við Ís-
lendingar minnumst unn-
inna sigra á sautjándanum.
Aðrar Norðurlandaþjóðir
hafa hins vegar lítið við á
þeim dögum sem teljast op-
inberir þjóðhátíðardagar.
Flestum Íslendingum
finnst að sjálfstæðisbarátt-
unni hafi lokið þegar lýð-
veldið var stofnað árið
1944.
„Sautjándi júní er þjóðhátíðardagurinn. Þá fengum við sjálfstæði árið 1944,“
segir Birgitta Rós Skarphéðinsdóttir, sem verður 10 ára eftir þrjá mánuði. Hún býr
við Þrastarás í Hafnarfirði ásamt foreldrum sínum, Skarphéðni og Sigurpálu Mar-
íu. Birgitta á yngri bróður, Benedikt Elvar.
„Nú er forseti á Íslandi. Ég held að áður hafi verið kóngur yfir Íslandi, en hann
bjó einhvers staðar í Danmörku.“
– Hvað gerir þú nú á sautjándanum?
„Ég fer niður í bæ með vinkonum mínum eða með fjölskyldunni. Ég horfi á
skemmtiatriðin. Ég á heima í Hafnarfirði en við förum oftast til Reykjavíkur.
Kannski breytum við til núna og verðum í Hafnarfirði.
Mér finnst langskemmtilegast að ganga um í bænum og sjá hvað er um að vera.
Svo hittir maður oft heilmarga sem maður þekkir.
Ég stunda fimleika með Björk í Hafnarfirði og í dag ætlum við í skrúðgöngu í til-
efni dagsins. Ætli fjölskyldan mæti ekki öll.“
Fjölskyldan saman á 17. júní
Fjölskylduhátíð Birgitta Rós Skarphéðinsdóttir ætlar
að skemmta sér á sautjándanum með fjölskyldunni.
Kannski er 17. júní tengdari stofnun lýðveldisins
og afmæli Jóns Sigurðssonar í huga þeirra sem
eru í efstu bekkjum grunnskólans. Alexander Örn
Jóhannsson á afmæli 16. júní og Kristín amma
hans daginn eftir. Það er því full ástæða fyrir
hann að halda upp á daginn.
„Lýðveldið var stofnað árið 1944. Þá urðu Ís-
lendingar sjálfstæðir. Áður fyrr réð Danakon-
ungur yfir okkur en við fengum forseta í staðinn.
Við höfum lært heilmikið um Jón Sigurðsson í
skólanum. Ég veit t.d. að hann var fæddur 1811.
Hann bjó víst lengst af í Danmörku og var giftur
konu sem hét Ingibjörg. Þá var okkur sagt að 17.
júní væri afmælisdagurinn hans. Það er mynd af
Jóni á fimmhundruð króna seðlinum og ég kenndi
litlu systur minni að þekkja þessa mynd. Ég hef
margprófað hana en hún getur ekki gleymt því.
Mér finnst líka sjálfsagt að hún viti hver Jón Sig-
urðsson var.“
– Hvað finnst þér nú skemmtilegast við 17.
júní?
„Það eru alls konar skemmtanir út um allan
bæ. Það eru leikrit og alls konar sýningar og leiktæki sem eru mjög skemmtileg. Ég er að vísu
hættur að fara í leiktækin. Í fyrra fór ég í stóran hoppkastala með systur minni því að hún þorði
ekki að fara ein.
Ég fer oft í skrúðgöngu með yngri systkinum mínum. Þegar ég var lítill fékk ég blöðrur og ís-
lenska fánann. En ég er að mestu leyti hættur að kaupa þetta.“
Jörðin nötraði
– Manstu eftir einhverjum sérstökum 17. júní?
„Já, ég man eftir því þegar jarðskjálftinn kom árið 2000. Þá var ég í Kópavogi með uppáhalds-
frænku minni, sem heitir Saga Líf. Ég fann allt í einu að jörðin nötraði. Ég vissi fyrst ekki hvað var
að gerast. En svo fór jörðin að titra aftur og þá vissi ég að þetta var jarðskjálfti.“
Jón og fimmhundruðkallinn
Sautjándinn „Mér finnst að Íslendingar eigi að vita
hver Jón forseti var“, segir Alexander Jóhannsson,
nemandi í Álftamýrarskóla.
Í
tæpa þrjá áratugi söfnuðust
Reykvíkingar saman við
Arnarhól á sautjándanum
og héldu þjóðhátíð. For-
sæt-
isráðherra hélt
ræðu og flutt
voru skemmti-
atriði sem út-
varpað var um
allt land.
Á 8. áratug síð-
ustu aldar tóku
menn þá ákvörð-
un að dreifa há-
tíðarhöldunum
vítt og breitt um
borgina, en á síðustu árum hefur aft-
ur verið horfið til fyrri hátta. Nú
safnast fólk saman í miðbænum og
verður þröng á þingi enda hefur
Reykvíkingum fjölgað að mun frá
því að lýðveldið var stofnað, sællar
minningar, í rigningunni á Þingvöll-
um árið 1944.
Skilnaður við Dani
var óhjákvæmilegur
Víða um land er haldið upp á
sautjándann. Þar minnast menn lýð-
veldisisins og Jóns Sigurðssonar, en
hann lagði öðrum mönnum fremur
grunninn að þeim kröfum sem síðar
leiddu til fullveldis Íslendinga árið
1918 og stofnunar lýðveldis rúmum
25 árum síðar. Guðmundur Hálfdán-
arson, prófessor í sagnfræði við Há-
skóla Íslands, hefur lagt áherslu á í
skrifum sínum að saga landsins sé
óaðskiljanlegur hluti Evrópusög-
unnar.
„Stofnun lýðveldisins bar að á
mjög sérkennilegum tímum. Seinni
heimsstyrjöldin stóð sem hæst og
stórveldunum var hreint ekki sama
hvað gerðist á þessu svæði. Þá bætt-
ist það við að Íslendingar voru á
mörkum hins löglega í þessum efn-
um. Í sambandslagasáttmálanum
frá 1918 var kveðið á um að segja
mætti samningnum upp að 25 árum
liðnum, en fyrst yrðu menn að hitt-
ast á formlegum fundi til þess að til-
kynna þessa ákvörðun. Það gefur
auga leið að á þessum tímum var
slíkt ekki hægt.
Íslendingar gátu sagt samn-
ingnum upp með þriggja ára fyr-
irvara og Danir vissu að honum yrði
sagt upp. Hér á landi hófst und-
irbúningur sambandsslitanna fljót-
lega eftir að Danmörk var hernumin
í apríl 1940 og í raun hafði Ísland
verið sjálfstætt ríki án konungs-
sambands frá hernáminu. Þegar rík-
isstjóraembættið var stofnað árið
1941 tók Sveinn Björnsson í raun við
hluta af skyldum konungs. Svo verð-
ur einnig á það að líta að menn gerðu
sér ekki grein fyrir því hvernig
styrjöldin færi. Danmörk gat allt
eins lent á þýsku áhrifasvæði að
styrjöldinni lokinni og Íslendingar
vildu ekki hætta á slíkt. Þetta ýtti
enn frekar undir þennan hrað-
skilnað eins og hann var stundum
nefndur“.
Árið 1944 var ákveðið árið 1851
– Voru samskiptin við Dani þann-
ig að ástæða væri til þess að slíta
þeim?
„Ég segi stundum að árið 1941
hafi verið ákveðið þegar á þjóðfund-
inum 1851, en þar höfnuðu Íslend-
ingar tilboði Dana um að ganga inn í
danska þjóðríkið. Eftir þetta lá í
raun ljóst fyrir að Íslendingar hlytu
að stofna eigið ríki þegar þeir hefðu
burði til. Ég hef að vísu ekki rann-
sakað þetta, en mér sýnist flest
benda til að full sambandsslit frá
Dönum hafi í raun ekki verið á dag-
skrá á millistríðsárunum. Sem dæmi
má nefna að Íslendingar höfnuðu
inngöngu í Þjóðabandalagið þótt
þeim stæði hún til boða. Menn töldu
ákveðna tryggingu fólgna í sam-
bandi okkar við Dani.
17. júní þjóðhátíð allra
Morgunblaðið/ Jón Sen
Sveinn Björnsson Kristján tíundi hafði í skeyti mótmælt væntanlegri stofnun lýðveldis á Íslandi og bjuggust ýmsir því við hörðum viðbrögðum hans.
Þjóðinni létti þegar Björn Þórðarson las seinnihluta skeytis konungs.
Sautjándi júní hefur sér-
stakan sess í hugum
margra Íslendinga. Í
flestum byggðum lands-
ins eru farnar skrúð-
göngur og fjallkonan
kemur fram. Guðmundur
Hálfdánarson, prófessor,
veitir Arnþóri Helgasyni
innsýn í ýmislegt
sem tengist þjóðhátíð-
ardeginum og stofnun
lýðveldisins.
Guðmundur
Hálfdánarson