Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 68
68 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Miklar bóðs-úthellingar hafa verið á svæðum Palestínu-manna og minnst 108 manns hafa beðið bana í átökunum á einni viku. Mahmoud Abbas, for-seti Palestínu-manna, ákvað á fimmtu-daginn að leysa upp palestínsku þjóð-stjórnina og lýsa yfir neyðar-ástandi á Gaza-svæðinu og Vestur-bakkanum. Mikil spenna hefur verið milli palestínsku fylk-inganna síðan Hamas sigraði Fatah í þing-kosningum Palestínu-manna í janúar 2006. Hamas sakar Fatah um að þjóna Ísraelum, en Fatah segir íslömsku hreyf-inguna starfa fyrir klerka-stjórnina í Íran. Á fimmtu-daginn náðu liðs-menn Hamas mestum hluta Gaza-svæðisins á sitt vald og lögðu undir sig höfuð-vígi öryggis-sveita Fatah-hreyfingarinnar eftir harða skot-bardaga. Abbas ákvað að verða við áskorun Frelsis-samtaka Palestínu-manna (PLO) um að víkja þjóð-stjórninni frá. Abbas leysir upp þjóð-stjórnina REUTERS Við út-för með-lims Hamas-sam-takanna sem drepinn var af Fata-sam-tökunum. Ógnar-alda ofsa-aksturs bifhjóla-manna virðist vera skollin á þetta sumarið og er ástandið þegar orðið það alvar-legt að bifhjóla-samtökin Sniglarnir hafa sent frá sér yfir-lýsingu þar sem hrað-akstur er harmaður og slys af völdum hans. Um seinstu helgi háls-brotnaði bifhjóla-maður eftir ofsa-akstur og árekstur á Suðurlands-vegi og félagi hans féll af sínu hjóli. Sýslu-maðurinn á Selfossi ætlar að gera allt til þess að mótor-hjól mannanna verði tekin af þeim fyrir fullt og allt. Ógnar-alda ofsa-hraða bif-hjóla Af-hending Grímunnar, Ís-lensku leiklistar-verðlaunanna, fór fram í Ís-lensku óperunni á föstu-daginn og var líka í beinni út-sendingu í Sjón-varpinu. Sýning ársins var Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs-son í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur og leikstjórn Hilmis Snæs Guðna-sonar. Óhætt er að segja að Benedikt Erlings-son hafi komið, séð og sigrað á verð-launa-af-hendingunni, því hann var valinn leik-skáld ársins fyrir ein-leikin Mr. Skalla-gríms-son í sviðs-setningu Sögu-leik-húss Land-náms-seturs. Benedikt var einnig valinn leik-stjóri ársins fyrir leik-stjórn í leik-sýningunni Ófögru veröld í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur. Auk þess var Benedikt valinn leikari ársins í aðal-hlutverki fyrir hlut-verk sitt í leik-sýningunni Mr. Skalla-gríms-son. Leik-kona ársins í aðal-hlutverki var valin Sigrún Edda Björns-dóttir fyrir hlut-verk sitt í leik-sýningunni Dagur Vonar í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur. Gríman af-hent Á mánu-daginn var birt skýrsla um kín-verskar verk-smiðjur sem fram-leiða minja-gripi um Ólympíu-leikana sem verða haldnir í Kína á næsta ári. Þar kom fram að börn, allt niður í 12 ára gömul, ynnu í verk-smiðjunum við hræði-legar að-stæður. Vara-forseti skipulags-nefndarinnar segir að öll fyrir-tækin sem voru fengin til að fram-leiða minja-gripana hafi verið rann-sökuð vand-lega. Í skýrslunni var krafist þess alþjóða-ólympíu-nefndin beitti sér gegn svona mis-notkun. Hún væri í algjörri and-stöðu við ólympíu-hugsjónina. Ólympíu- þrælar? Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Há-skóla Íslands, tók fyrir viku við Alheims-orku-verð-laununum í Péturs-borg í Rúss-landi. Verð-launin hlaut Þorsteinn fyrir rann-sóknir sínar í orku-málum. Þau eru ein mesta viður-kenning rúss-neska lýð-veldisins fyrir vísinda-rannsóknir og eiga að styðja alþjóð-lega sam-vinnu við lausn á stærstu orku-vanda-málum sam-tímans. Verð-launin hafa verið nefnd rúss-nesku Nóbels-verðlaunin í orku-verkfræði. Þorsteinn var valinn úr 146 manna hópi, en bara Nóbels-verðlauna-hafar og með-limir í rúss-nesku vísinda-akademíunni mega til-nefna menn til verð-launanna. 30 manna alþjóð-leg dóm-nefnd sá svo um valið. Þorsteinn hlaut verð-launin í ár á móti Breta og Rússa sem rann-saka varma-skipta-fræði. „Þetta er geysi-mikill heiður og hvatning, ekki síst fyrir þá sem stunda orku-rannsóknir á Íslandi,“ segir Þorsteinn. Fékk Alheims-orku-verðlaunin Pútín af-hendir Þorsteini verð-launin. Marta Guðmundsdóttir náði um seinustu helgi tak-marki sínu um að ganga á skíðum þvert yfir Grænlands-jökul til styrktar krabbameins-rannsóknum. Marta greindist sjálf með brjósta-krabba-mein fyrir 2 árum og lauk með-ferðinni fyrir ári síðan. Á meðan á henni stóð, setti Marta sér ýmis mark-mið til að styrkja sig í bar-áttunni við sjúk-dóminn og eitt þeirra var að ganga yfir Grænlands-jökul. Leið-angurinn hófst 20. maí og var leiðin 600 km. Með leið-angrinum vildi Marta líka sýna fram á að ýmis-legt er hægt að gera þrátt fyrir að greinast með krabba-mein. Gekk yfir Grænlands-jökul Marta Guðmundsdóttir Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðs-fyrirliði í knatt-spyrnu, meiddist í vikunni á hné á æfingu hjá liði sínu á Spáni, Barcelona. Hann getur því ekki verið með liðinu í loka-umferð 1. deildar á í dag. Sam-kvæmt föður hans og umboðs-manni, Arnóri Guðjohnsen, eru meiðslin líklega ekki mikil. Miklar vanga-veltur eru yfir fram-tíð Eiðs Smára. Spænskt blað sagði 1 af 8 leik-mönnum Barcelona sem yrðu seldir í sumar. Net-miðlar segja að Barcelona og Manchester United séu að ræða um að skipta á honum og Gerard Piqué hjá United. „Ég veit í sjálfu sér ekkert um fram-haldið. Það eru enda-lausar sögur í gangi,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári meiddur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.