Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 68

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 68
68 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Miklar bóðs-úthellingar hafa verið á svæðum Palestínu-manna og minnst 108 manns hafa beðið bana í átökunum á einni viku. Mahmoud Abbas, for-seti Palestínu-manna, ákvað á fimmtu-daginn að leysa upp palestínsku þjóð-stjórnina og lýsa yfir neyðar-ástandi á Gaza-svæðinu og Vestur-bakkanum. Mikil spenna hefur verið milli palestínsku fylk-inganna síðan Hamas sigraði Fatah í þing-kosningum Palestínu-manna í janúar 2006. Hamas sakar Fatah um að þjóna Ísraelum, en Fatah segir íslömsku hreyf-inguna starfa fyrir klerka-stjórnina í Íran. Á fimmtu-daginn náðu liðs-menn Hamas mestum hluta Gaza-svæðisins á sitt vald og lögðu undir sig höfuð-vígi öryggis-sveita Fatah-hreyfingarinnar eftir harða skot-bardaga. Abbas ákvað að verða við áskorun Frelsis-samtaka Palestínu-manna (PLO) um að víkja þjóð-stjórninni frá. Abbas leysir upp þjóð-stjórnina REUTERS Við út-för með-lims Hamas-sam-takanna sem drepinn var af Fata-sam-tökunum. Ógnar-alda ofsa-aksturs bifhjóla-manna virðist vera skollin á þetta sumarið og er ástandið þegar orðið það alvar-legt að bifhjóla-samtökin Sniglarnir hafa sent frá sér yfir-lýsingu þar sem hrað-akstur er harmaður og slys af völdum hans. Um seinstu helgi háls-brotnaði bifhjóla-maður eftir ofsa-akstur og árekstur á Suðurlands-vegi og félagi hans féll af sínu hjóli. Sýslu-maðurinn á Selfossi ætlar að gera allt til þess að mótor-hjól mannanna verði tekin af þeim fyrir fullt og allt. Ógnar-alda ofsa-hraða bif-hjóla Af-hending Grímunnar, Ís-lensku leiklistar-verðlaunanna, fór fram í Ís-lensku óperunni á föstu-daginn og var líka í beinni út-sendingu í Sjón-varpinu. Sýning ársins var Dagur vonar eftir Birgi Sigurðs-son í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur og leikstjórn Hilmis Snæs Guðna-sonar. Óhætt er að segja að Benedikt Erlings-son hafi komið, séð og sigrað á verð-launa-af-hendingunni, því hann var valinn leik-skáld ársins fyrir ein-leikin Mr. Skalla-gríms-son í sviðs-setningu Sögu-leik-húss Land-náms-seturs. Benedikt var einnig valinn leik-stjóri ársins fyrir leik-stjórn í leik-sýningunni Ófögru veröld í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur. Auk þess var Benedikt valinn leikari ársins í aðal-hlutverki fyrir hlut-verk sitt í leik-sýningunni Mr. Skalla-gríms-son. Leik-kona ársins í aðal-hlutverki var valin Sigrún Edda Björns-dóttir fyrir hlut-verk sitt í leik-sýningunni Dagur Vonar í sviðs-setningu Leik-félags Reykja-víkur. Gríman af-hent Á mánu-daginn var birt skýrsla um kín-verskar verk-smiðjur sem fram-leiða minja-gripi um Ólympíu-leikana sem verða haldnir í Kína á næsta ári. Þar kom fram að börn, allt niður í 12 ára gömul, ynnu í verk-smiðjunum við hræði-legar að-stæður. Vara-forseti skipulags-nefndarinnar segir að öll fyrir-tækin sem voru fengin til að fram-leiða minja-gripana hafi verið rann-sökuð vand-lega. Í skýrslunni var krafist þess alþjóða-ólympíu-nefndin beitti sér gegn svona mis-notkun. Hún væri í algjörri and-stöðu við ólympíu-hugsjónina. Ólympíu- þrælar? Þorsteinn Ingi Sigfússon, prófessor við Há-skóla Íslands, tók fyrir viku við Alheims-orku-verð-laununum í Péturs-borg í Rúss-landi. Verð-launin hlaut Þorsteinn fyrir rann-sóknir sínar í orku-málum. Þau eru ein mesta viður-kenning rúss-neska lýð-veldisins fyrir vísinda-rannsóknir og eiga að styðja alþjóð-lega sam-vinnu við lausn á stærstu orku-vanda-málum sam-tímans. Verð-launin hafa verið nefnd rúss-nesku Nóbels-verðlaunin í orku-verkfræði. Þorsteinn var valinn úr 146 manna hópi, en bara Nóbels-verðlauna-hafar og með-limir í rúss-nesku vísinda-akademíunni mega til-nefna menn til verð-launanna. 30 manna alþjóð-leg dóm-nefnd sá svo um valið. Þorsteinn hlaut verð-launin í ár á móti Breta og Rússa sem rann-saka varma-skipta-fræði. „Þetta er geysi-mikill heiður og hvatning, ekki síst fyrir þá sem stunda orku-rannsóknir á Íslandi,“ segir Þorsteinn. Fékk Alheims-orku-verðlaunin Pútín af-hendir Þorsteini verð-launin. Marta Guðmundsdóttir náði um seinustu helgi tak-marki sínu um að ganga á skíðum þvert yfir Grænlands-jökul til styrktar krabbameins-rannsóknum. Marta greindist sjálf með brjósta-krabba-mein fyrir 2 árum og lauk með-ferðinni fyrir ári síðan. Á meðan á henni stóð, setti Marta sér ýmis mark-mið til að styrkja sig í bar-áttunni við sjúk-dóminn og eitt þeirra var að ganga yfir Grænlands-jökul. Leið-angurinn hófst 20. maí og var leiðin 600 km. Með leið-angrinum vildi Marta líka sýna fram á að ýmis-legt er hægt að gera þrátt fyrir að greinast með krabba-mein. Gekk yfir Grænlands-jökul Marta Guðmundsdóttir Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðs-fyrirliði í knatt-spyrnu, meiddist í vikunni á hné á æfingu hjá liði sínu á Spáni, Barcelona. Hann getur því ekki verið með liðinu í loka-umferð 1. deildar á í dag. Sam-kvæmt föður hans og umboðs-manni, Arnóri Guðjohnsen, eru meiðslin líklega ekki mikil. Miklar vanga-veltur eru yfir fram-tíð Eiðs Smára. Spænskt blað sagði 1 af 8 leik-mönnum Barcelona sem yrðu seldir í sumar. Net-miðlar segja að Barcelona og Manchester United séu að ræða um að skipta á honum og Gerard Piqué hjá United. „Ég veit í sjálfu sér ekkert um fram-haldið. Það eru enda-lausar sögur í gangi,“ segir Eiður Smári. Eiður Smári meiddur Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eiður Smári Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.