Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 38
í eldlínunni
38 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Þ
etta getur verið mjög
flókið. Hvernig á mað-
ur að útskýra fyrir
börnunum sínum að
pabbi komist ekki heim
af því að hann er fastur í umsátri?
Að í vinnunni hans rigni sprengj-
um og þar séu leyniskyttur á
hverju strái? Leiðbeiningar um
hvernig á að bera sig að í svona
aðstæðum er ekki að finna í nokk-
urri bók um barnauppeldi,“ segir
breski blaðamaðurinn Rosie
Whitehouse. Hún á fimm börn
með stríðsfréttaritaranum Tim Ju-
dah. Fyrir hálfum mánuði kom
bók hennar Are we There Yet?
Travels with my Frontline Family
út í London. Í henni lýsir hún
reynslunni af að ala upp börn í
stríðshrjáðu landi með manni sem
starfar í eldlínunni.
Slysabarn og erfið ákvörðun
„Þegar ég var hálfþrítug var ég
fréttamaður BBC World Service
og eins metnaðarfull og hugsast
getur. Ég skildi ekki hvaðan stóð
á mig veðrið þegar ég fór allt í
einu að finna fyrir slappleika og
mikilli þreytu. Ég ætlaði alls ekki
að verða ólétt, og það var mikið
áfall þegar ég komst að því að sú
var raunin.“ Whitehouse afréð að
eiga barnið, en ætlaði hvergi að
slá af í vinnu. Erfitt reyndist að
standa við það.
„Þegar Ben fæddist var hann
það fallegasta sem ég hafði séð.
Ég átti í sálarstríði á hverjum
morgni þegar ég skildi hann eftir
hjá barnfóstrunni. Ákvörðunin um
að hætta í vinnunni, skemmtilegu
vinnunni minni, var skelfilega erf-
ið. Ég grét og grét og leið eins og
það væri verið að slíta mig í sund-
ur,“ segir hún.
„Seinna, þegar ég var orðin
heimavinnandi húsmóðir í Austur-
Evrópu og þurfti skrúbba gólfin á
fjórum fótum því ryksugur voru
ófáanlegar, grét ég enn meira.
Hafði ég lagt hart að mér í fimm
ára háskólanámi til þess að gera
þetta?“ spyr hún og liggur auð-
heyranlega mikið á hjarta.
„Það var að hluta til vegna
þessa sem ég skrifaði bókina. Fólk
talar ekki um hversu tættar nú-
tímakonur eru. Það er ætlast til
þess að við séum umhyggjusamar
mæður, góðar eiginkonur, lítum
vel út og einbeitum okkur sam-
hliða því að ferlinum. Ég fann hjá
mér þörf til að fjalla um þetta.“
Blettur á kortinu
Whitehouse var, áður en hún
sagði upp störfum, fyrirvinna fjöl-
skyldunnar. „Tim hafði verið í
lausamennsku, en eftir að ég hætti
þurfti hann fasta stöðu til þess að
við næðum endum saman,“ út-
skýrir hún.
Hann fór til ritstjóra The Tim-
es, sem benti á blett á heimskort-
inu og sagði að þar vantaði frétta-
ritara. Bletturinn sem hann benti
á var Rúmenía, og þangað fór fjöl-
skyldan.
Þetta var að vori árið 1990, að-
eins nokkrum mánuðum eftir að
rúmensku byltingunni lauk og
Ceausescu var sviptur völdum og
tekinn af lífi. Mikil ólga var í
Austur-Evrópu eftir fall komm-
únismans.
„Það er auðvelt að gleyma því
núna hversu mikil spenna var í
loftinu þessum tíma. Enginn vissi
hvernig mál myndu þróast. Í
Rúmeníu óttaðist fólk það mjög að
mótmæli í miðborg Búkarest end-
uðu í blóðbaði eins og á Tian-
anmen-torgi.“
Fljótlega eftir fjölskyldan sett-
ist að í Rúmeníu kom í ljós að
Whitehouse gekk með annað barn.
Þau héldu eftir sem áður sínu
striki.
„Ég hafði engar áhyggjur af því
að flytja til Rúmeníu,“ segir hún.
„Ég var vön að ferðast til landa
sem aðrir hættu sér ekki til. Pabbi
kenndi læknisfræði og hélt nám-
skeið og fyrirlestra um allan heim.
Sumarfrí fjölskyldunnar var
gjarnan í Bagdad eða austan-
tjaldsríkjum, þar sem pabbi
kenndi.“
Auk þess lærði Whitehouse sov-
éska stjórnmálafræði og rúss-
nesku í háskóla og fór oft til Sov-
étríkjanna. Þrátt fyrir það fannst
henni, þegar til kom, mjög erfitt
að flytja til Rúmeníu.
„Fátæktin var svo mikil að ég
varð fyrir algeru áfalli. Ég fór út í
búð og þar var búnt af vorlaukum
og ein skemmd gulrót. Það var
bókstaflega ekkert til.“
Raðir og ný tengdamóðir
Hún þurfti að bíða í röðum svo
klukkustundum skipti til þess að
kaupa brýnustu nauðsynjar.
„Í öðrum austantjaldslöndum
var það óskrifuð regla að gömlu
fólki og óléttum konum var hleypt
fram fyrir röðina, en í Rúmeníu
var neyðin svo mikil að því var
ekki skipta,“ segir hún.
Fjölskyldan bjó í pínulítilli og
óásjálegri íbúð í úthverfi Búk-
arest. Innifalin í leigunni var að-
stoð ráðskonu.
„Ég segi gjarnan að það hafi
fylgt tengdamamma með íbúð-
inni,“ segir Whitehouse hlæjandi.
„Elena kom klukkan sjö á morgn-
ana og fór oft ekki fyrr en um
miðnætti. Til að byrja með fannst
mér hún óþolandi. Hún talaði út í
eitt og ég skildi ekki orð af því
sem hún sagði. Þegar frá leið átt-
aði ég mig á því að aðstoð hennar
var ómetanleg. Ástandið í landinu
var svo slæmt að ég hefði ekki
getað rekið heimilið án hennar.
Hún var svo útsjónarsöm og barn-
góð.“
Daglegt líf Whitehouse snerist
að miklu leyti um að útvega fjöl-
skyldunni mat, þvo þvott og hita
eða kæla vatn eftir þörfum. Það
voru uppgrip að fá fersk egg, og
hátíð þá sjaldan ferskir ávextir
voru til.
„Tim einbeitti sér að fréttaflutn-
ingi og vissi allt um stjórnmálin í
landinu. Ég fylgdist ekki jafnvel
með þeim, en hugsaði oft með mér
að ég þekkti Rúmeníu samt betur
en hann. Tim þurfti ekki að
standa í röðum eftir mat eða sjóða
þvott í potti þegar þvottaefni var
ófáanlegt.“
Einræðisherrar og
vondir karlar
Ben var þriggja ára þegar fjöl-
skyldan flutti til Rúmeníu, og
Whitehouse varð að útskýra fyrir
honum hvers vegna Búkarest var
svona ólík London.
„Ben ólst upp við að ég sagði
honum sögur af kommúnisma, ein-
ræðisherrum, stríðum og bylt-
ingum. Ceausescu var honum eins
og vondir karlar í teiknimynda-
sögum voru börnum í London.
Eini munurinn var sá að vondu
karlarnir hans voru til í alvör-
unni,“ segir Whitehouse.
Hjónunum fannst rúmenskir
spítalar ekki mjög traustvekjandi
og Whitehouse flaug því til Lond-
on til að fæða annað barn þeirra.
Judah komst ekki heim fyrr en
daginn áður en dóttir þeirra, Esti,
fæddist.
Óðaverðbólga og byssuskot
Stuttu eftir að þau komu aftur
til Rúmeníu var Tim færður til í
starfi. Það horfði til ófriðar í Serb-
íu, Tim átti að fylgjast með því og
fjölskyldan flutti til Belgrad.
„Fólk sýpur hveljur þegar það
áttar sig á því að við fluttum til
Serbíu með tvö ung börn. Það veit
ekki að við vorum fjarri víglínunni
og ekki í hættu,“ útskýrir hún.
Ástandið í Belgrad var engu að
síður mjög óvenjulegt. „Verðbólga
var svo mikil að um leið og ég
hafði skipt peningum varð ég að
hlaupa til að eyða þeim áður en
þeir urðu verðlausir. Það fylgir
því undarleg spenna að rjúka af
stað með fulla vasa af seðlum sem
maður verður að eyða. Tilfinningin
er ávanabindandi.“
Einu sinni í viku fengu Ben og
Esti ís. Mörgum árum síðar komst
Ben að því að Whitehouse hefði,
vegna verðbólgunnar, hæglega
getað keypt allt í nammibúðinni.
„Ég held að hann hafi enn ekki
fyrirgefið mér að hafa misst af
öllu sælgætinu,“ segir Whitehouse
og skellir upp úr. „Ég vildi bara
alls ekki ofdekra þau.“
Eftir að hafa kynnst afleið-
ingum óðaverðbólgu segist White-
house eiga mun auðveldara með
að skilja ástandið í Þýskalandi fyr-
ir heimsstyrjöldina seinni.
„Ef satt skal segja þá hef ég
mikla samúð með Serbum,“ segir
hún. „Fólk var að reyna að kom-
ast af við hryllilegar efnahags-
legar aðstæður. Sparifé og laun
urðu verðlaus. Skelfingu lostnir
ættingjar frá stríðshrjáðum svæð-
um þurftu húsaskjól og það þurfti
að annast aldrað fólk sem gat
enga björg sér veitt. Fólk þurfti
einfaldlega á öllu sínu að halda til
að lifa af. Það hafði ekki færi á að
hugleiða hvernig mætti steypa
Milosevic af stóli. Þetta var ekki
eins einfalt og það virtist utan frá
séð.“
Eitt sinn átti Judah að fara til
Sarajevo að taka viðtöl. Hann var
veikur, með háan hita og White-
house vildi ekki að hann keyrði
einn. Fjölskyldan fór því öll með
honum. Á meðan Tim vann gekk
Whitehouse um borgina með börn-
in. Skyndilega kváðu við byssu-
skot. Henni varð hverft við og
flýtti sér heim á hótel með börnin.
Stuttu síðar kom Tim hlaupandi
með flugmiða og sagði að þau
yrðu að fara eins og skot. Hann
varð eftir.
„Skotin sem við heyrðum
hleyptu átökunum í Sarajevo af
stað og flugið okkar var síðasta
ferðin þaðan,“ segir Rosie.
Töfraljómi og raunveruleiki
„Þetta var auðvitað oft mjög
taugatrekkjandi. Þegar ég lít til
baka sé ég samt ekki eftir neinu.
Oft slitnar upp úr hjónaböndum
blaðamanna sem taka að sér
hættuleg verkefni. Ég held að það
sé vegna þess að munurinn á því
sem þeir sjá og því sem makinn
getur skilið er svo mikill. Ég elska
Tim og þess vegna vildi ég vera
hjá honum.“
Hún segir að mörgum finnist
töfraljómi yfir starfi blaðamanns-
Stríðsfréttaritarinn Eiginmaður Whitehouse, lengst til hægri, hefur flutt
fréttir frá hættulegustu stöðum í heimi, en hættir sér ekki lengur til Írak.
Óvenjulegt leikfang Ben, elsti son-
ur Whitehouse, leikur sér í skot-
heldu vesti af pabba sínum.
Á faraldsfæti Rosie Whitehouse er gift stríðsfréttaritara og ól börnin sín upp í stríðshrjáðum löndum.
„Skotin sem við heyrðum
hleyptu átökunum í Saraj-
evo af stað og flugið okk-
ar var síðasta ferðin það-
an.“
Fjölskylda í víglínunni
Rosie Whitehouse bjó í
Rúmeníu og Serbíu á
ólgutímum. Hún sagði
Oddnýju Helgadóttur
hvernig það er að ala
upp börn með stríðs-
fréttaritara í landi þar
sem allar nauðsynjar
skortir.
Í HNOTSKURN
»Whitehouse telur að börn-in sín hafi lært mikið af því
að alast upp þar sem aðstæður
eru erfiðar.
» Í Rúmeníu bjó fjölskyldanvið mikinn skort en í
Serbíu við óðaverðbólgu.
»Fjölskyldan var öll í Sarajevo þegar átökin þar
brutust út.
»Þegar stríðið í Írak hófstfór eiginmaður White-
house þangað. Hún sá beina
útsendingu frá því þegar hót-
elið hans varð fyrir sprengju.
Hann slapp ómeiddur því hann
var í hinum enda húsins.
»Hann fer á hættulegustustaði í heimi, en ætlar ekki
aftur til Írak.