Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 70

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 70
70 SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Kalvin & Hobbes ERTU Á LEIÐINNI Í VINNUNA PABBI ÉG GERI ÞETTA BARA SVO HANN LÆRI AÐ META HELGARNAR ÚFF! GANGI ÞÉR VEL AÐ PÚLA. ÉG OG MAMMA VERÐUM HÉR OG EYÐUM PENINGUNUM MIKIÐ FINNST MÉR GAMAN AÐ VERA Í SUMARFRÍI. ÞÁ GETUR MAÐUR GERT HVAÐ SEM MAÐUR VILL Kalvin & Hobbes MIKIÐ ER HEITT JÁ! EN ÉG Á ERFIÐAST MEÐ AÐ ÞOLA RAKANN JÁ!ER ÞÉR ILLA VIÐ RAKA? ÞÁ ÆTTIR ÞÚ AÐ STÖKKVA ÚT NÚNA! Kalvin & Hobbes HVAÐ ER Í MATINN? LAX! LAX! OJ BARA! ÞAÐ VÆRI SIGUR EF ÞÚ HELDUR SVONA ÁFRAM ÞÁ FESTIST ÞESSI SVIPUR Á ÞÉR Litli Svalur © DUPUIS dagbók|velvakandi Íslendingar eiga vinninginn Á DÖGUNUM voru tveir blaða- menn frá stórblaði í Bandaríkjunum hér í heimsókn. Þeim blöskraði svo matarverðið á veitingastöðum hér að þeir fengu sér snæðing fyrir rest á Hamborgarabúllunni. En hvernig er að reka ferðaþjónustu hér á landi við þessi skilyrði? Á vef Seðlabankans er yfirlit yfir eyðslu ferðamanna sem koma hingað (fargjöld og uppihald). Á síðasta ári var þessi upphæð rúm- ir 46 milljarðar og hafði aukist um 10% á ári á síðastliðnum 10 árum. Ef verðlagshækkanir á tímabilinu eru teknar með í dæmið er raunvöxtur teknanna rúm 7% á ári að meðaltali, sem er ekkert til að hrópa húrra fyr- ir. En Íslendingar geta flúið okrið. Á síðasta ári samkvæmt upplýsingum Seðlabankans eyddu þeir rúmum 72 milljörðum í utanlandsferðir eða um 26 milljörðum hærri upphæð en er- lendir ferðalangar eyða hér. Sigurður. Tilmæli til Ríkissjónvarpsins ÉG VIL beina þeim tilmælum til Ríkissjónvarpsins að taka nú til sýn- ingar fyrir okkur, sem heima sitjum, eitthvað af þessum frábæru leik- ritum sem hafa verið flutt í leikhús- unum. Við eigum svo mikið af frá- bærum leikurum og leikverkum sem gaman væri að horfa á í stað þess að sjá endalausar endurtekningar af amerískum framhaldsþáttum. Það eiga ekki allir heimangengt að fara í leikhús og auk þess er gaman að sjá svipbreytingar leikaranna í návígi. Enn fremur vil ég benda Ríkis- sjónvarpinu á að þegar við fáum greiðsluseðil fyrir afnotagjaldinu, sem við borgum alltaf fyrirfram, er- um við alltaf titluð „Skuldari“. Við skuldum ekki það sem við erum að borga fyrirfram, við erum greið- endur. Guðrún Jacobsen. Birta er týnd BEAGLE-tíkin Birta hvarf laugardags- kvöldið 9. júní á Geldinganesi í Grafarvogi. Hún er með brúna ól og er vel merkt. Þeir sem hafa orðið vitni að ferðum hennar eru vinsam- lega beðnir að hafa samband við Siggu í síma 6997813. Hennar er mjög sárt saknað. Hjól í óskilum BLEIKT lítið tvíhjól með hjálpar- dekkjum var skilið eftir í Hvassaleiti fyrir nokkrum dögum. Upplýsingar í síma 568-7238. Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is SUMIR nýta sér sumarið til að mennta sig. Þetta duglega námsfólk kíkti út í sólina milli kennslustunda í Háskóla Íslands. Morgunblaðið/G.Rúnar Mennt er máttur FRÉTTIR „HIMBAR eru mikið á faralds- fæti með naut- gripahjarðir að leita uppi vatn og beitilönd og vatnsbólin munu auka lífs- gæðin og gera hirðingjunum fært að hafa lengur fasta búsetu en nú er,“ segir Stef- án Jón Haf- stein verk- efnastjóri Þróunarsam- vinnustofnunar Íslands. Stjórn ÞSSÍ hefur samþykkt að ráðast í að bora fyrir 33 nýjum vatnsbólum í heimkynnum Himba í norðvest- urhluta Namibíu. Stefán Jón segir að í héraðinu sé byggð strjál og hún einkennist af dreifðum þyrpingum húsa þar sem sækja verði vatn um langan veg. Ennfremur sé margs konar þjón- usta af skornum skammti. ÞSSÍ er í samvinnu við ráðuneyti landbúnaðar- og vatnsmála í Nami- bíu um þetta verkefni. Ráðuneytið sér um að bjóða út verkið og gera forkönnun. Það skilar fullbúnum brunnum í hendur heimamanna, sem tóku þátt í staðarvali. Stefán Jón segir að heimamenn á hverjum stað fái þjálfun í viðhaldi brunna og tilsögn í því að reka fram- kvæmdanefnd fyrir hvert vatnsból. Vatnsbólin verða því í eign og umsjá heimamanna í framtíðinni og viðhald á þeirra ábyrgð. Ætlunin er að verkefninu ljúki á árinu 2010. Að sögn Stefáns Jóns verður samtímis leitast við að efla leikskólastarfið og bjóða upp á full- orðinsfræðslu, en eftir því hefur verið leitað. Vatn Þessar Himbastúlkur njóta væntanlega góðs af vatnsbólunum sem byggð verða fyrir íslenskt fé. Vatnsból fyrir hirðingja í Namibíu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.