Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 17.06.2007, Blaðsíða 39
ins. Í rauninni sé það hins vegar skelfilegt. „Tim hefur séð meiri hrylling en hægt er að gera sér í hugarlund. Stundum skil ég ekki að hann fái það afborið. Stað- reyndin er samt sú að einhver verður að gera það sem hann ger- ir og ég dáist að honum fyrir það. Þess vegna styð ég hann í gegnum þykkt og þunnt.“ Whitehouse bendir á að margir stríðsfréttamenn verði fyrir sál- rænu áfalli. Hún telur ekki nóg gert til að undirbúa þá og aðstoða þegar þeir fást við erfið verkefni. Auk þess segir hún að sums stað- ar séu aðstæður nú þannig að eng- ir fréttamenn hætti sér þangað lengur. „Tim hefur flutt fréttir frá öll- um hættulegustu stöðum í heimi. Fyrir nokkru varð hann vitni að sprengingu á markaði í Írak, sem er nú orðið daglegt brauð. Ég hef aldrei vitað hann í jafn miklu upp- námi. Hann ætlar ekki aftur þang- að og það sama á við um sam- starfsmenn hans. Fréttir frá Írak berast nú aðeins frá fréttamönn- um sem hætta sér ekki út fyrir græna svæðið og þekkja ekki raunverulegar aðstæður.“ Þegar öllu er á botninn hvolft segist Whitehouse vera stolt af sér og fjölskyldunni sinni. „Við höfum lagt okkar af mörkum til þess að auka skilning á milli heimshluta. Börnin hafa sterka réttlætiskennd og meiri þekkingu en jafnaldrar þeirra. Hvað sem hverjum finnst er ekki hægt að halda öðru fram en að við höfum búið þau vel undir lífið,“ segir hún. Bók Whitehouse má nálgast á www.reportagepress.co.uk. Hún kostar £8,99 og hluti af ágóð- anum rennur í Rory Peck sjóðinn fyrir aðstandendur fréttamanna sem slasast við störf. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 39 Að loknu köldu og vindasömu vori birtist sumarið eins og himnasend- ing. Það minnti mig á fæðingu heil- brigðs barns þegar þungi meðgöng- unnar er að baki og sársaukafullar hríðir gleymdar með öllu. Löng og hlý maíkvöld með höfugri birkiang- an og endalausri birtu virtust bera svolítinn keim af eilífðinni þrátt fyrir þá undarlegu þversögn að íslenskra sumarið er bæði stutt og svipult. En er það ekki einmitt skýringin á því að við njótum þessara örfáu daga hér á norðurhjaranum með þakklæti og lotningu á svipaðan hátt og við fögnum fullburða barni sem kórónu sköpunarverksins? Eftir að umheimurinn fór að opn- ast okkur Íslendingum verða stöð- ugt fleiri kvartsárir um veðráttuna og þykjast hafa fæðst á skökkum stað á jarðarkringlunni. Undir þann grátkór tek ég ekki. Þótt ég fagni hlýjum dögum leiðist mér stöðug longmolla og hressilegir vindar blása mér kappi í kinn. Fræðimenn nútímans gefa víst lítið fyrir þá kenningu Montesque greifa frá 18. öld að norrænt loftslag efli og styrki helstu dyggðir mannsins. Samt finnst mér það varla vera tilviljun að jöfnuður og almenn velferð er al- mennt meiri hér norður frá en í suð- rænum gósenlöndum. Og í stað þess að kljást við barnadauða og amast við offjölgun mannkyns getum við haft í heiðri hið fallega orðtak að blessun fylgi barni hverju. Á sama hátt eigum við að hafa hjartarými fyrir þá sem hingað koma langt að til að hefja nýtt líf. Því fylgir hlý gola úr suðri og austri og það auðgar litróf okkar og menningu sem hefur verið býsna einsleit á stundum. Fátt finnst mér indælla en að sjá og heyra þeldökk börn sem tala lýtalausa íslensku og falla eðli- lega að samfélaginu okkar. Þótt maður eigi þar sjálfur engan hlut að máli, þá gætir þakklætis yfir því að hér sé hægt að bjóða þeim betri skil- yrði til vaxtar og þroska en þar sem rætur þeirra liggja. Vitaskuld ættum við öll að eiga sama rétt til lífsins gæða og ham- ingju enda hvert og eitt af sömu rót. Nú hafa vísindamenn jafnvel dustað rykið af honum Adam gamla úr Paradís og boða að við séum öll það- an komin. Samkvæmt almennum skilningi telst Ísland með eyðisanda sína og skammdegismyrkur varla spegilmynd þeirrar paradísar. Samt stenst fátt samjöfnuð við landið okk- ar á kyrru sumarkvöldi þegar iðja- græn birkiangan fyllir vitin og öll mannanna verk blikna fyrir ójarð- neskri birtu. Þá er sem bjarmi fyrir eilífðinni. Gleðilega þjóðhátíð. Himnasendingar HUGSAÐ UPPHÁTT Eftir Guðrúnu Egilson Fréttir í tölvupósti Sumaropnun: Opið virka daga frá kl. 10-18, laugardaga frá kl. 11-15. Frábært úrval af undirfötum Aubade - Lejaby - Lepel - Pastunette Playtex - Wonderbra Síðumúla 3, sími 553 7355 Frábært úrval af sundfötum Bikinísett - Tankinísett - Sundbolir Verð frá 6.400-8.200. Skálastærðir 32-38 A/B, C/D, DD/E, F/FF Buxur - boxer st. 38-44 Linnetsstíg 2, Hafnarfirði, sími 551 0424 Seyma Seyma Sumarútsalan hafin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.