Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 69

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 69
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. JÚNÍ 2007 69 Nýbýlavegi 12, Kóp. Sími 554 4433. Opið virka daga kl. 10-18, lau. kl. 10-16. Buxnadagar árnað heilla ritstjorn@mbl.is Félagsstarf Aflagrandi 40 | Jónsmessukaffi að Básum í Ölf- ussi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóðfæraleik- ara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Brottför frá Aflagranda 40 kl. 12.30. Verð kr. 2.500. Skráning í afgreiðslu og í síma 411 2700. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan Gull- smára 9 er opin mánudaga og miðvikudaga kl. 10- 11.30. S. 554 1226. Skrifstofa FEBK í Gjábakka er opin á miðvikudögum kl. 13-14. Félagsvist er spiluð í Gullsmára á mánudögum kl. 20.30, en í Gjábakka á miðvikudögum kl. 13 og á föstudögum kl. 20.30. Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnu- dagskvöld kl. 20. Caprí tríó leikur fyrir dansi. Félagsheimilið Gjábakki | Þjóðhátíðardagskrá hefst kl. 15. Davíð Ólafsson og Valgerður Guðna- dóttir syngja revíulög við undirleik Helga Hannes- sonar og tónlistarhópur frá Skapandi sumarstörf- um flytja tónlistaratriði. Hátíðarhlaðborð í umsjón íþróttafélagsins Glóðar. Húsið opnað kl. 14.30. Allir velkomnir. Félagsstarf eldri borgara í Mosfellsbæ | Laugar- daginn 23. júní verður farið norður í V-Húnavatns- sýslu og farið í kringum Vatnsnes. Lagt af stað frá Hlaðhömrum kl. 10. Skráning stendur yfir til 20. júní í símum 586 8014 og 692 0814. Félagsstarf Gerðubergs | Þriðjud. 19. júní kl. 13. Púttvöllur við Breiðholtslaug formlega tekinn í notkun, með áherslu á þjónustu við eldri borgara, í samstarfi við Vinnuskóla Reykjavíkur. Miðvikud. 20. júní: Jónsmessufagnaður í Básnum, lagt af stað kl. 13.15. Skráning hafin s. 575 7720. Hraunbær 105 | 20. júní Jónsmessukaffi að Básn- um í Ölfusi undir stjórn Ólafs B. Ólafssonar hljóð- færaleikara. Á leiðinni austur verður ekið um nýju hverfin í Grafar- og Norðlingaholti. Verð kr. 2.500. Brottför kl. 13 frá Hraunbæ. Skráning á skrifstofu eða í síma 587 2888. Hæðargarður 31 | Gleðilegan þjóðhátíðardag. Opið er hjá okkur alla virka daga í sumar frá kl. 9-16. Kík- ið við og skoðið dagskrána. Upplýsingar í síma 568 3132. Norðurbrún 1 | Grillveisla verður haldin fimmtu- daginn 21. júní og hefst kl. 18.30. Allir velkomnir. Upplýsingar í síma 568 6960. Vesturgata 7 | Miðvikudaginn 20. júní kl. 13 verður farið í Básinn í Ölfusi. Feðginin Ólafur B. Ólafsson og Ingibjörg A. Ólafsdóttir sópransöngkona skemmta með söng, harmonikkuleik og dansi. Glæsilegt kaffihlaðborð. Ekið um Stokkseyri og Eyrarbakka á heimleiðinni. Skráning og uppl. í síma 535 2740. Allir velkomnir. Kirkjustarf Fríkirkjan Kefas | Gleðilega þjóðhátíð. Samkoma fellur niður vegna hátíðarinnar. Háteigskirkja – starf eldri borgara | Alla mánu- dagaverður spiluð félagsvist í Setrinu. Púttvöllur og krokket er spilað alla góðviðrisdaga. Hafa samb. við kirkjuvörð. Heitt kaffi á könnunni. 1. ágúst hefst venjuleg dagskrá á ný. Gleðilegt sumar. Gullbrúðkaup | Í dag, 17. júní, eiga hjónin Kjartan Sölvi Einarsson og Brynja Stefánsdóttir, Hólavegi 39, Siglufirði, 50 ára brúðkaupsafmæli. Þau verða að heiman í tilefni dagsins. 85ára afmæli. Í dag, 17. júní, er áttatíu og fimm ára Guðjón Gunn-arsson, Tjarnarkoti, Bláskógarbyggð. Einnig eiga þau Guðjón og Erna Jensdóttir 60 ára hjúskaparafmæli. Þau verða að heiman í dag. 80ára. Alma A. J. Júlíus-dóttir Hansen er átt- ræð í dag. Hún nýtur dagsins ásamt vini í faðmi sonar, ömmubarna, langömmubarna og fjölskyldna þeirra í Struer á Jótlandi. Að venju verða snitt- ur og tertur boðnar vinum og vandamönnum hér á Fróni, en kallað verður til þess síðar. Árnaðaróskir er hægt að senda í Langagerði 9. Sjálf kemur frúin heim nk. miðvikudag. 70ára. Jóhannes Baldvinsson er sjötugur í dag. Eiginkona hans,Hulda Ellertsdóttir, varð 66 ára 9. júní sl. Þau eru stödd á Spáni ásamt dætrum sínum fimm, tengdasonum og barnabörnum. dagbók Í dag er sunnudagur 17. júní, 168. dagur ársins 2007 Orð dagsins: Því getum við öruggir sagt: Drottinn er minn hjálpari, eigi mun ég óttast. Hvað geta mennirnir gjört mér? (Hebr. 13, 6.) Við höldum nú ratleik annað ár-ið í röð í tengslum við hátíð-ina Sjóarann síkáta,“ segirÓskar Sævarsson for- stöðumaður Saltfiskseturs Íslands og umsjónarmaður Álagaratleiks Grinda- víkur 2007. „Leikurinn stendur að þessu sinni til Jónsmessu en þá gerum við okkur dagamun og göngum upp á Þorbjörn þar sem kveiktur verður varðeldur og boðið upp á spennandi tónlistaratriði, og í lok kvöldsins boðið í miðnæturbað í Bláa lóninu.“ Fyrir alla fjölskylduna Óskar segir ratleik síðasta árs hafa gert mikla lukku: „Þetta er skemmti- legur leikur sem öll fjölskyldan getur haft gaman af, en ratleikurinn leiðir þátttakendur allt frá Staðahverfi og al- veg austur fyrir Grindavík, og blandar þannig saman hressandi útivist og fræðslu um sögu hvers viðkomustaðar.“ Vegleg verðlaun eru í boði fyrir efstu þrjú sætin í Álagaratleiknum, helj- arinnar magn af sjávarfangi, kvöld- verður á einu af betri veitingahúsum bæjarins og fjölskyldudekur í Bláa lón- inu. „Til að hefja leikinn þarf að nálgast dagskrárrit Sjóarans síkáta í Salt- fisksetrinu við Grindavíkurhöfn. Þar er að finna kort og leiðbeiningar til að finna lausnarorð leiksins,“ segir Óskar. Álfar og galdrar „Eins og nafnið gefur til kynna er leikurinn helgaður álagastöðum í Grindavík og nágrenni, en fjöldi sagna er til um álög og álfafólk. Ein sagan er t.d. af gjánni Silfru, sem er viðkomu- staður í ratleiknum, þar sem sökkt var kistu með miklum fjársjóði. Þegar heimamenn af Járngerðarstöðum köf- uðu eftir kistunni og komu henni upp á gjábrún varð þeim litið heim að bænum sem þá stóð í ljósum logum. Þorðu þeir ekki annað en að varpa kistunni aftur í gjána, og slokknaði þá eldurinn.“ Finna má nánari upplýsingar um Saltfisksetur Íslands á slóðinni www.saltfisksetur.is, og á heimasíðu Grindavíkurbæjar, www.grindavik.is, má finna upplýsingar um viðburði og mannlíf í bænum. Útivist | Saltfisksetrið og Grindavíkurbær standa fyrir skemmtilegum leik Álagaratleikur í Grindavík  Óskar Sæv- arsson fæddist 1961 og ólst upp í Grindavík. Hann stundaði nám við MÍ, lauk útgerð- artækninámi frá TÍ 1984 og lauk jafnframt stýri- mannanámi frá Stýrimannaskólanum. Óskar starfaði í hjá Gjögri hf um nokkurra ára skeið og hefur lengst af starfað við fisk- veiðar. Óskar hefur verið for- stöðumaður Saltfiskseturs Íslands frá ársbyrjun 2004 og er jafnframt ferða- og menningarm.fulltr. Grindavík- urbæjar. Óskar er kvæntur Guðbjörgu Eyjólfsdóttur skrifstm. og eiga þau Tónlist Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Á sunnudaginn mun Ólöf Arnalds flytja lög af nýútkominni hljóm- plötu sinni, Við og við. Tónleik- arnir hefjast kl. 16 og aðgangs- eyrir er 500 krónur. Hallgrímskirkja | Rússneski organistinn Daniel Zaretsky, frá Sankti Pétursborg, leikur á tón- leikum í dag, 17. júní kl. 20. Tón- list eftir Bach, Böhm, Buxtehude, Hallgrím Helgason, Alain, Kuschnarev, Muschel og Kohler. Tónlistarhátíð Babalú, Hljóma- lindar og S.L.Á.T.U.R. | Milli kl. 13-15 verður opið hús í S.L.Á.T- .U.R., Hverfisgötu 32. Á Hljóma- lind leika Ólöf Arnalds, Siobán og Joanne Kearney, Jón Tryggvi, Solla og Kristín Bergsdóttir kl. 14-18 og á Babalú leikur Sprengjuhöllin og Benni Hemm Hemm kl. 15-17. Ókeypis er á alla tónleikana. Leiklist Grand Rokk | Smiðjustígur 6, 17. júní kl. 17 og 20. Leikfélagið Peð- ið sýnir Kreperu, tvo einþáttunga eftir Jón Benjamín Einarsson. Ath. aðeins þessar tvær sýningar. Mannfagnaður Hjálpræðisherinn í Reykjavík | Kaffisala í dag kl. 14-18 á Hjálp- ræðishernum að Kirkjustræti 2, Reykjavík. Söngstund kl. 16.30 í umsjá Miriam Óskarsdóttur. Börn Lystigarðurinn Akureyri | Barnaleikritið Dýrin í Hálsaskógi í Lystigarðinum á Akureyri kl. 14 og 17. Þar sem sýnt er utandyra er um að gera að klæða sig eftir veðri og taka með sér teppi til að sitja á og hlýja sér. Miðapantanir og uppl. eru í síma 699 3993 eða á www.123.is/dyrinihalsaskogi. Söfn Krókur, Garðaholti | Krókur á Garðaholti í Garðabæ er lítill bárujárnsklæddur burstabær sem var endurbyggður úr torfbæ árið 1923. Bærinn er gott dæmi um húsakost og lifnaðarhætti al- þýðufólks í þessum landshluta á fyrri hluta 20. aldar. Krókur er ská á móti samkomuhúsinu á Garðaholti. Ókeypis aðgangur. Þjóðmenningarhúsið | Kl. 11-17. Spennandi margmiðlunarsýning sem rekur myndunar- og þróun- arsögu Surtseyjar frá því hún reis úr ægi 1963 fram til okkar daga og spáir fyrir um mótun eyjarinnar og þróun lífríkis henn- ar næstu 120 árin. Sýningin skýr- ir forsendur að baki tilnefningar Surtseyjar á heimsminjaskrá UNESCO. AFRÍSKI sirkúsinn Mama Africa hélt einkar skemmtilega sýningu í Dortmund, Þýska- landi, hinn 15. júní síðastliðinn. Fjöllistahópurinn leggur áherslu á lipuð og litadýrð. Óhugnanleg lipurð og marglitir búningar Reuters

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.