Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 26

Morgunblaðið - 17.06.2007, Side 26
M eð vaxandi ágangi ljós- myndara í Hollywood hefur það auk- ist að leikkonur og smástirni sæki námskeið í því hvernig eigi að bera sig að fyrir fram- an ljósmyndara. Það skilar sér í því að margar af sömu stellingunum sjást endurtekið í ljósmyndum. Ein algengasta staðan er að skáskjóta öxlinni fram og líta yfir hana. Þetta virðist gera örmjóar stjörnurnar enn grannvaxnari og brothættari. Önnur er að krossleggja fæt- ur, og þá ekki pent við ökkla eins og tíðkaðist um miðja síð- ustu öld heldur allt að því við hné. Kannski er skýringin sú að margar af þessum stelpum hafa lent í því að ljósmynd- arar hafi náð myndum af þeim langt uppundir pils, svo ekki sé meira sagt. Þó er stellingin á einhvern hátt viðkvæmn- isleg, jafnvel barnaleg, en erf- itt er að halda jafnvægi ef við manni er ýtt í svona stöðu. Þetta er einhvers konar and- stæða karlmannlegu stelling- arinnar með skrefbili milli fót- leggjanna og hendur á mjöðmum. Önnur og í raun sígildari stelling hefur skotið upp koll- inum að undanförnu en það er að stilla hendi á hnakka og setja olnbogann upp í loft. Bloggarinn öflugi Perez Hil- ton hefur margoft gagnrýnt Beyoncé fyrir að sitja svona fyrir. Honum finnst ekki nógu kvenlegt að sýna handarkrik- ann á þennan hátt. Þrátt fyrir það hefur bæst í aðdáendahóp stöðunnar, sem er, sama hvað Perez segir, bæði kvenleg og öllu kraftmeiri en fyrrnefndar tvær stellingar. Marilyn Monroe hefur oft verið mynd- uð á þennan hátt og fleiri gamlar stjörnur. Kannski eru ungstirnin almennt of holdlítil til að sýna beinabera hand- leggina á þennan hátt? ingarun@mbl.is Fætur í kross Ashley Olsen, Paris Hilton og Lindsay Lohan krossleggja fætur við hné og passa uppá stuttu pilsin. Ákveðin vörn felst í þessari stöðu því margar leikkonur hafa verið myndaðar langt uppundir pils. Reuters Reuters Höfuð til hliðar Góð stelling fyrir Paris og Mary-Kate til að skerpa andlitsdrætti og sýna hvað þær eru mjóar séð frá hlið. Líkamstjáning leikkvenna Reuters Í hvaða stellingum finnst leikkonum þægilegt að vera? Hvernig bera þær sig fyrir framan mynda- vélina? Inga Rún Sigurðardóttir rýndi í líkamstjáningu nokkurra smærri og stærri stjarna. Með hönd á hnakka Skemmtileg og gamaldags stell- ing sem hefur lengi tíðkast eins og hér má sjá hjá Beyoncé, Marilyn Monroe og Jordan Ladd. |sunnudagur|17. 6. 2007| mbl.is Feðgarnir Björn Ingi Hilm- arsson og Arnmundur Ernst Björnsson segja lítið eitt frá hvor öðrum. » 32 tengsl Rosie Whitehouse bjó í Rúmen- íu og Serbíu á ólgutímum. Hún segir frá hvernig er að búa með stríðsfréttaritara. » 38 í eldlínunni Hljómsveitin Doors varð ein- hvern veginn aldrei hallærisleg, svo sterk er ára hins fallna Jims Morrisons. » 44 tónlist Umhverfismálin eiga nú orðið allan hug Ellýjar Katrínar Guð- mundsdóttur, nýs forstjóra Umhverfisstofnunar. » 28 lífshlaup daglegtlíf

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.