Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 1
STOFNAÐ 1913 189. TBL. 95. ÁRG. FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
KVEIKIR NEISTANN
BJÖRT Í GESTGJAFAHLUTVERKI Á LISTA-
HÁTÍÐ UNGS FÓLKS Á SEYÐISFIRÐI >> 18
BALTASAR: ÉG ER
MÁRI Í LOPAPEYSU
SMEKKMAÐUR
ÍSLENSKUR AÐALL >> 40
FRÉTTASKÝRING
Eftir Gunnhildi Finnsdóttur
gunnhildur@mbl.is
ÞEGAR starfsemi leggst af í rækju-
vinnslu Ramma hf. á Siglufirði í október
missir 31 starfsmaður vinnuna og tapast
þar með um 7% starfa í bænum. Allt
starfsfólkið er íslenskt utan einn Rúmeni,
margt er komið á miðjan aldur og á að
baki langan starfsaldur hjá fyrirtækinu.
Í framhaldinu er óvíst hvernig líftækni-
fyrirtækinu Primex reiðir af, en það
stundar úrvinnslu á rækjuskel. Þegar síð-
asta rækjuvinnslan í bænum hættir er
óljóst hvaðan hráefnið kemur.
Rammi hf. hefur rekið rækjuvinnsluna
síðan 1986 og lengi vel störfuðu þar um
130 manns, á vöktum allan sólarhringinn.
Síðustu ár hefur aðeins verið unnið á dag-
inn og í vetur stöðvaðist starfsemin um
nokkurra vikna skeið vegna hráefnis-
skorts. Þessi samdráttur er ekkert eins-
dæmi, störfum í sjávarútvegi hefur snar-
fækkað á Siglufirði eins og víðast hvar á
landinu. Rammi hf. skilaði iðgjöldum til
verkalýðsfélagsins Vöku fyrir 351 starfs-
mann fyrir tíu árum, en í ár hafa einungis
borist iðgjöld vegna 56, auk sex starfs-
manna Egilssíldar. Sá rekstur tilheyrði
áður fyrirtækinu, en er nú rekinn sjálf-
stætt. Verkamenn, sjómenn, iðnaðarmenn
og verslunarfólk á Siglufirði er flest í
Vöku, en ríkisstarfsmenn og bankamenn
standa að mestu þar fyrir utan. Þeir sem
greiddu iðgjöld til félagsins voru 816 fyrir
tíu árum en eru 295 í ár.
Menntunarmöguleikar lykilatriði
Þrátt fyrir allt ríkir talsverð bjartsýni á
Siglufirði. Fólki fjölgaði í bænum á milli
2005 og 2006 eftir stöðuga fækkun árin á
undan og ýmis starfsemi hefur byggst
upp eða er í bígerð. Sparisjóðurinn er
með 30 manns í vinnu við fjarvinnslu fyrir
lífeyrissjóðina, stækkun sjúkrahússins er
fyrirhuguð og vinna stendur yfir við gerð
Héðinsfjarðarganga. Þegar þau verða
komin í gagnið er fyrirhugað að fram-
haldsskóli taki til starfa á Ólafsfirði.
Signý Jóhannesdóttir, formaður Vöku,
telur bætta menntunarmöguleika í heima-
byggð lykilatriðið í aðgerðum vegna vænt-
anlegra uppsagna og minnir á að lög um
vinnumarkaðsaðgerðir kveði á um að
greiða megi fólki atvinnuleysisbætur á
meðan það sækir sér menntun til nýrra
starfa.
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Frá Siglufirði Störfum í sjávarútvegi
hefur fækkað stöðugt síðustu ár.
Leita nýrra
atvinnu-
tækifæra
Rækjuvinnsla á Siglu-
firði leggst af í október
Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson
orsi@mbl.is
SEXTÍU brot, sem varða akstur undir áhrifum
ávana- og fíkniefna, voru skráð hjá lögreglu í
júnímánuði eingöngu. Jafngildir þetta tveimur
brotum á dag í júní. Eru því skráð brot í þessum
málaflokki orðin 210 talsins á tímabilinu 1. jan-
úar til 30. júní. Í fjórtán banaslysum í fyrra voru
ofsaakstur, áfengi og fíkniefni meginorsök, en
þetta er helmingur allra slysa á árinu, skv. upp-
lýsingum frá Umferðarstofu. Ölvaðir ökumenn
urðu valdir að níu banaslysum og í tveimur slys-
um til viðbótar fóru verulega ölvaðir einstak-
lingar í veg fyrir umferð. Í einu slysi var öku-
maður undir áhrifum ólöglegra fíkniefna.
Að sögn Páls E. Winkels aðstoðarríkislög-
reglustjóra breyttust ákvæði umferðarlaga í
fyrra sem höfðu í för með sér nákvæmari skil-
greiningu á brotum af þessu tagi. „Það eitt að
ávana- eða fíkniefni mælist í blóði ökumanns
merkir að hann er þar með orðinn óhæfur til að
stjórna ökutæki,“ bendir hann á. „Áður voru
þessi mál matskennd með því að sérfróðir aðilar
urðu að meta í hvert sinn hvort magn fíkniefna í
viðkomandi ökumanni væri nægjanlegt til að
gera hann algerlega óhæfan til aksturs.“
Ekkert umburðarlyndi
Ef ökumaður er grunaður um akstur undir
áhrifum ávana- eða fíkniefna er tekið sérstakt
próf á staðnum sem gefur vísbendingu um
neyslu og í framhaldi er tekið blóðsýni til stað-
festingar. Reynist það jákvætt missir ökumaður
réttindi sín þangað til dómur kveður nánar upp
úr með ökuleyfissviptingu á grundvelli ákæru.
„Lögreglan hefur nú mun öflugri tækjabúnað
til að mæla fíkniefni í ökumönnum og auk þess
hefur eftirlitið verið hert,“ segir Einar Magnús
Magnússon, upplýsingafulltrúi Umferðarstofu.
„Samkvæmt nýjum umferðarlögum er engu
umburðarlyndi gagnvart þessum brotum til að
dreifa. Ef ökumaður er staðinn að akstri undir
áhrifum einhverra ólöglegra fíkniefna missir
hann ökuréttindin og skiptir þá engu hversu lítil
eða mikil vímuáhrifin eru. Það hafa hlotist af
mjög alvarleg slys vegna þessara brota, jafnvel
banaslys, en sem betur fer er lögreglan í dag
betur í stakk búin til að uppræta þennan ófögn-
uð. Svo virðist sem þess misskilnings hafi gætt
hjá fólki að „auðveldara“ sé að komast upp með
akstur undir áhrifum fíkniefna í samanburði við
ölvunarakstur, en með nútímatækni er hægt að
afhjúpa neyslu þessara efna á staðnum.“
Tveir eru teknir dag hvern
undir áhrifum fíkniefna
Lögreglan getur greint fíkniefni í ökumönnum á staðnum
ÞEIM sem áttu leið fram hjá
flettiskilti við Kringluna í gær
hefur eflaust brugðið nokkuð í
brún þegar þeir sáu hitamælinn
sem trónir ofan á skiltinu. Víst er
að nokkrum hefur fundist heitt,
enda heiðskírt og samkvæmt töl-
um Veðurstofunnar um 15 stiga
hiti en vafalaust hefur fáum dott-
ið í hug að hitinn væri jafnhár og
mælirinn gaf til kynna.
Hefði sú verið raunin mættu Ís-
lendingar vera stoltir af því að slá
heimsmet, en hæsti hiti sem hing-
að til hefur mælst á jörðinni er
57,7 gráður en það var í Líbýu í
Afríku. Skýringuna er þó ekki að
finna í dularfullum kenningum
eða skyndilegri aukningu gróður-
húsaáhrifa heldur einfaldlega
góðri og gamaldags tæknibilun.Morgunblaðið/Frikki
Lygamæl-
ir slær met
Á einum stað í Reykjavík var heitara en víðast hvar í heiminum
HINN 1. ágúst næstkomandi hefst formlega starfsemi Nýsköp-
unarmiðstöðvar Íslands, sem verður til við sameiningu Iðntækni-
stofnunar og Rannsóknarstofnunar byggingariðnaðarins. Í auglýs-
ingu frá Iðntæknistofnun í Morgunblaðinu í gær segir þó að vegna
sumarleyfa verði stofnunin í raun lokuð til þriðjudagsins 7. ágúst, en
skiptiborð taki við skilaboðum þangað til.
Samkvæmt bráðabirgðaákvæðum laga um stofnun fyrirtækisins
sem sett voru í mars eiga starfsmenn þeirra stofnana sem nú leggjast
af rétt á starfi hjá Nýsköpunarmiðstöðinni með sömu ráðningarkjör-
um og áður giltu, en Þorsteinn Ingi Sigfússon, nýskipaður forstjóri
stofnunarinnar, segir að mjög erfitt hafi reynst að manna fyrirtækið
þessa fyrstu daga eftir formlega opnun, vegna sumarleyfa. Eiginleg
starfsemi hefst því ekki fyrr en viku eftir formlega opnun.
Nýskipunarmiðstöð Íslands er ætlað að styrkja samkeppnisstöðu
íslensks atvinnulífs og styðja við frumkvöðla og sprota- og nýsköp-
unarfyrirtæki, auk þess að stunda tæknirannsóknir og greiningar.
Starfsemi hefst
með sumarleyfum
26
79
/
IG
12
Þú færð
IG-veiðivörur
á næstu
þjónustustöð