Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 13.07.2007, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ AKUREYRI Eftir Gunnar Pál Baldvinsson gunnarpall@mbl.is FJÖLBREYTT fuglalíf er í Viðey en æðarfugl er þar algengastur fugla en varptíma hans lýkur venjulega í upp- hafi júlímánaðar. Aðrar algengar fuglategundir í eyjunni eru fýll, grá- gæs, hrossagaukur, sendlingur, og tjaldur en alls verpa þar um 30 fugla- tegundir. Þessir og aðrir íbúar eyj- unnar úr dýraríkinu hafa hins vegar fengið sjaldséða nágranna: Steypubíl, skotbómulyftarara, skurðgröfu og dráttarvél en framkvæmdir eru nú í fullum gangi við friðarsúlu Yoko Ono. Þótt Viðey sé ekki langt undan höf- uðborginni gerir hafið sem á milli er það að verkum að flutningur á efnum og tækjum er háður ýmsum vand- kvæðum. Ber þar helst að nefna að sigla þarf með efni,verkfæri og vinnu- vélar yfir sundið. Jafnframt kann að reynast torvelt að skreppa út í næstu verslun ef eitthvað gleymist. Í stað þess að steypubílnum sé ekið heim til steypustöðvar í hvert skipti til að sækja steypu hefur nokkru magni hráefnis verið landað í Viðey en því hefur síðan verið blandað sam- an í steypubílnum. Þótt umfangsmiklar framkvæmdir hafi verið gerðar á eyjunni er nú orðið þó nokkuð síðan að þurft hefur slíkan tækjakost. Helst má nefna að þegar Reykjavíkurborg tók við eyjunni árið 1986 voru gerðar miklar endurbætur á Viðeyjarkirkju og Viðeyjarstofu en stórt jarðhýsi var þá steypt við Við- eyjarstofu. Geislarnir munu hríslast upp Stefnt er að því að friðarsúlan verði vígð þann 9. október næstkomandi eða á afmælisdegi Johns Lennons. Ekki hefur verið upplýst að fullu hvernig endanleg mynd listaverksins verður en Svanhildur Konráðsdóttir, sviðsstjóri menningar- og ferðama- álsviðs Reykjavíkurborgar segir að „súlan“ verði í raun margir ljós- geislar sem muni hríslast upp frá jörðinni og sjást úr nokkurri fjar- lægð. Hönnun verksins er ekki ein- föld og segir Svanhildur að áskorun verkefnsinsins hafi verið að finna leið til að koma sýn listamannsins í fram- kvæmd þannig að verkið falli að um- hverfinu. „Það hefur tekið töluvert langan tíma og mikla leit að finna réttu ljósin, sem bæði eru af réttum lit og styrkleika og búa yfir þeim eig- inleikum að ná fram þessum mark- miðum sem Yoko Ono og við höfum sett.“ Verkið er hringur sem er um 18 metrar í þvermál en í miðju hans verður síðan brunnur þaðan sem ljós- ið mun berast. Svanhildur segir ís- lenskt berg verða notað í verkið og það muni því falla mjög vel að um- hverfinu þegar ekki verði kveikt á ljósgeislunum. Ekki er gert ráð fyrir að kveikt verði á súlunni allt árið um kring en í ár munu geislar berast frá verkinu frá og með 9. október til 8. desember, en sú dagsetning er tákn- ræn fyrir að þann dag árið 1980 lést John Lennon . Einnig mun loga á súl- unni á gamlársdag og því næst eina viku á vorjafndægrum á næsta ári sem og við sérstök tækifæri. Vinnusvæði í Viðey Eftir mikla hönnunarvinnu eru framkvæmdir nú hafnar við listaverk Yoko Ono, friðarsúluna sem varpa mun upp ljósgeislum í vetur, en verkið er tileinkað friði í heiminum. Morgunblaðið/RAX Nýir Viðeyjarbúar Ýmsar vinnuvélar hafa sést í Viðey upp á síðkastið og ráku sumir upp stór augu þegar sást til steypubíls þar í vikunni enda umferð slíkra bíla ekki algeng þar. Morgunblaðið/ÞÖK Friðarsúla Yoko Ono rís í Viðey KAUPVANGSSTRÆTI 6 var að miklu leyti tekið í notkun í gær eftir endurbætur og mun nú hýsa veit- ingastaðinn Friðrik V. Húsið er breytt að innan jafnt sem utan, en ytra heldur það að stórum hluta af upprunalegu útliti sínu. Á efri hæð hússins, sem búið er að taka í notkun, er veitingasalur, veislusalur, bar, eldhús, starfs- mannaaðstaða, móttaka og salerni. Á neðri hæðinni verður sælkera- verslun og hádegisverðarstaður, en lokið verður við að innrétta þá hæð í mánaðarlok, að sögn Arnrúnar Magnúsdóttur, annars eiganda veit- ingastaðarins Friðriks V. Framkvæmdir við húsið hófust í byrjun mars en í febrúar undirrit- uðu staðurinn og KEA samning um verkefnið og leigu hússins til 10 ára. Verkið var því fljótunnið og klárað þegar háannatími ferðamennsk- unnar á Akureyri er ríkjandi. Fyrstu tvo dagana eru væntanlegir á fjórða hundrað gestir á veitingastaðinn. „Aðstaðan verður betri og þjón- ustan enn fjölbreyttari. Kjarninn í ímynd okkar verður þó sem fyrr að byggja á hráefni úr heimahéraði. Það gerum við á veitingastaðnum og í nýju sælkeraversluninni þar sem ímynd eyfirskra matvæla verður haldið á lofti með ferskum mat- vörum og spennandi nýjungum. Við viljum vera veitingahús í fremstu röð, staðsett í hjarta Eyjafjarðar, og það að vera komin inn í þetta hús er gleðiefni fyrir okkur,“ segir Friðrik V. Karlsson, aðaleigandi staðarins. Friðrik V tekur til starfa í Grófargili Uppgert Nýja húsnæðið er samtals 460 fm, sem rúma veitingahús, sælkeraverslun og hádegisverðarstað. Ánægður Friðrik V. Karlsson tekur við heillaóskum og blóma- gjöf úr hendi Halldórs Jóhannssonar, framkvæmdastjóra KEA. Opið Sigrún Björk bæjarstjóri afhjúpaði merkið og opnaði staðinn formlega. Aldargamalt hús öðlast líf á nýjan leik Morgunblaðið/Hjálmar S. Brynjólfsson Lúxus Húsið er hið glæsilegasta að innan og að hluta til á tveimur hæðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.