Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 24

Morgunblaðið - 13.07.2007, Page 24
24 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÚ umræða sem hefur þróast í kjölfar stórglæsilegs landsmóts UMFÍ er mér alger- lega óskiljanleg. Ég sé ekki fyrir mér hvernig íþrótta- viðburðir hér á landi geta orðið öllu glæsi- legri en nýliðið lands- mót. Ég verð að við- urkenna að ég er ekki vanur að sækja slíka viðburði og getur því verið að orð mín séu sögð af vanþekkingu og biðst ég þá vel- virðingar á því. Sem greinastjóri siglinga á landsmóti get ég ekki orða bundist um að mér hefði þótt tíma sjónvarps allra landsmanna betur varið í að sýna þó ekki væri nema örlítið brot af stórgóðri keppni í siglingum ásamt fjölda annarra keppnisgreina sem ekki voru gerð nein skil, heldur en að birta langt, neikvætt og órökstutt niðurrifstal „sérfræðings“ í lands- mótum. Minn skilningur hefur verið að markmið ungmennafélaganna sé að fá sem flesta með í íþróttir og uppbyggjandi félagsstarf, þar skipti ekki aðalmáli að vinna held- ur að vera með, sjálfum sér og öðrum til skemmtunar. Sé sá skilningur minn réttur get ég ekki komið auga á hvað gerir pönnukökubakstur göfugri en kappleik í knatt- spyrnu milli nörda, hvorutveggja er gert til gamans, og sama má segja um vatns- byssuslag. Það skyldi þó aldrei vera að vatnsbyssuslagur verði viðurkennd keppnisgrein á lands- mótum framtíðar. Mér er ljóst að íþróttamót af þessari stærðargráðu er ekki hægt að halda án þess að hafa mikinn fjölda starfsmanna, bæði launaða og sjálfboðaliða. Að mínu mati vann þetta fólk allt mjög gott starf, lagði sumt nótt við dag í margar vikur til að gera einn stærsta viðburð í íþróttasögu þjóðarinnar að veruleika. Það hvort margir eða fáir mæta á mótið eða hvaða fjöldi gistir tjald- stæði er frekar mál hreyfing- arinnar í heild enn mótshaldara. Mótshaldarar buðu upp á fyr- irmyndaraðstöðu, bæði á tjald- stæði og áhorfendasvæðum. Eftir því sem mér er frekast kunnugt var það allt frítt. Það hvarflar að- eins að manni að þrátt fyrir glæsi- lega aðstöðu hafi hún ekki verið samkeppnishæf við önnur gistiúr- ræði sem höfuðborgarsvæðið hef- ur upp á að bjóða. Einnig getur hugsast að önnur afþreying sem í boði er hér á höfuðborgarsvæðinu, svo sem Smáralind og Kringla, hafi haft meira aðdráttarafl fyrir hluta aðkomufólks en kappleikir, þar er ekki heldur við mótshald- ara að sakast. Ég hef trú á að stór hluti starfs- manna mótsins, jafnt launaðra sem og sjálfboðaliða, upplifi þetta sem blauta tusku í andlitið og lítið þakklæti hreyfingarinnar fyrir vel unnið starf. Því tel ég það verð- ugra viðfangsefni stórvesíra hreyf- ingarinnar að þakka vel unnin störf og vinna svo að því fram að næsta landsmóti að finna hvar skórinn kreppir og koma þeirri reynslu yfir til næstu mótshald- ara. Mér þykir allt þetta niðurrif einkennast af annarsvegar öfund yfir aðstöðu sem önnur sveit- arfélög hafa ekki upp á að bjóða og hinsvegar því að nauðsyn þyki að koma höggi á formann lands- mótsnefndar, en hvorugt þykir mér íþróttahreyfingunni til sóma. Sannur ungmennafélags- andi eða pólitískt vindhögg Kjartan Sigurgeirsson skrifar um Landsmót UMFÍ sem haldið var í Kópavogi » Væri ekki jákvætt endurmat á landsmóti UMFÍ eðlilegra en neikvætt niðurrifstal? Kjartan Sigurgeirsson Höfundur er áhugamaður um siglingar. EFTIR niðurskurð þorskveiði- heimilda um einn þriðja, eða 60 þúsund tonn, er brýnna en nokkru sinni fyrr að stjórnvöld beiti sam- eiginlegu afli til að rétta við byggðahall- ann sem veldur því að landið er að sporðreis- ast og fólkið hrynur af landsbyggðinni til höf- uðborgarsvæðisins. Vestfirðir hafa mátt glíma við fólksfækkun allt frá því kvótakerfi var sett á í fiskveiðum og ekki sér fyrir end- ann á þeirri þróun. Síðustu tíðindi bæta þar gráu ofan á svart. Nú þarf samstillt átak stjórnvalda og heimamanna til að lina höggið og bægja burt þeim skugga sem hvílir yfir byggðunum. Hér eru sett fram tíu ráð, sem dug- að geta til að efla byggð og atvinnu á Vestfjörðum nú þegar. Ráð sem hægt er að fylgja strax, ef vilji er fyrir hendi: 1. Stofnun Háskóla Vestfjarða á Ísafirði. 2. Sjálfstæð rannsóknarstofnun í fiskifræðum verði stofnsett við Há- skóla Vestfjarða. 3. Heimahöfn rannsóknarskipa Hafrannsóknastofnunar verði flutt til Ísafjarðar og þau gerð út héðan. 4. Hornstrandastofa á Ísafirði og Látrabjargsstofa á Patreksfirði verði strax settar upp. 5. Alþjóðleg rannsóknarstofnun í jarðkerfisfræðum á norðurhveli verði stofnuð í tengslum við Há- skóla Vestfjarða. 6. Miðstöð fiskeldisrannsókna með áherslu á þorskeldi verði sett upp á Ísafirði. 7. Skýrsludeild ríkislög- reglustjóra verði strax stofnsett á Vestfjörðum. 8. Þjóðskjalasafn Íslands verði að hluta flutt til Vest- fjarða. 9. Jarðgöng milli Dýrafjarðar og Arn- arfjarðar verði boðin út strax og vegurinn um Barðastrand- arsýslu, frá Vatnsfirði til Kollafjarðar, klár- aður innan tveggja ára. 10. Orkubú Vest- fjarða og Rarik verði sameinuð í orkufyr- irtæki með höf- uðstöðvar á Vest- fjörðum. Allar þessar ráðstafanir eru á hendi framkvæmdavaldsins: rík- isstjórnar og ráðherra. Þær eru við- bót við þau verkefni sem þegar hafa verið samþykkt, svo sem Óshlíð- argöng, styrkingu fjarskipta og fjölgun opinberra starfa. Þær ráð- stafanir voru samþykktar áður en síðustu ótíðindi gerðust. Mótvæg- isaðgerðir hafa nú verið boðaðar með almennum orðum, en hér eru sett fram raunhæf, föst verkefni. Hér eru tillögur sem munar um. Ráðamenn góðir, nú er tími til að- gerða! Ef ekki verður strax tilkynnt um aðgerðir sem þessar, eða aðrar sambærilegar, verða Vestfirðingar að grípa til annarra og beittari ráða. Fari svo að stjórnvöld horfi áfram aðgerðalaus upp á hnignun byggða á Vestfjörðum verða íbú- arnir sjálfir að taka sér þann rétt sem þeim ber: Frumbyggjaréttur Vestfirðinga er bundinn nýtingu fiskimiðanna umhverfis fjórðung- inn. Ef íslensk stjórnvöld neita Vestfirðingum um að nýta sína helstu auðlind og sinna ekki skyldu sinni við landshlutann, þá er ekki um annað að ræða en að taka upp önnur ráð, annað hvort eða bæði: 1) Vestfirðingar neiti að lúta ranglátum og ósanngjörnum lögum um stjórn fiskveiða. Þess í stað setji Vestfirðingar upp sína eigin fisk- veiðistjórnun og stýri sókn á sínum heimamiðum. 2) Vestfirðir verði sérstakt heimastjórnarsvæði þar sem Vest- firðingar sjálfir fái yfirráð fiskimið- anna á grundvelli þúsund ára hefð- ar. Auðlindir Vestfjarða munu auð- veldlega standa undir frjóu og skapandi samfélagi. Í samstarfi við Íslendinga búsetta í öðrum lands- hlutum gætum við byggt betra Ís- land. Nú er spurningin hvort aðrir Íslendingar vilja telja Vestfirðinga með eða ekki. Tíu ráð til varnar Vestfjörð- um … og tvö til vara Sigurður Pétursson telur að nú þurfi samstillt átak stjórnvalda og heimamanna til að lina höggið á Vestfjörðum » Fari svo að stjórn-völd horfi áfram aðgerðalaus upp á hnignun byggða á Vest- fjörðum verða íbúarnir sjálfir að taka sér þann rétt sem þeim ber Sigurður Pétursson Höfundur er bæjarfulltrúi Í-listans í Ísafjarðarbæ EINAR Kristinn Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra hefur tekið þá ákvörðun að fylgja algerlega ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og færa þorskkvóta landsmanna í 130 þús- und tonn. Bakland ríkisstjórn- arinnar sem er óvanalega sterkt um þessar mundir hefur lokið þar lofs- orði á og talað um kjarkmikla ákvörðun. En er það réttmæt ein- kunn? Lét Hafró hræða sig? Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú farið með stjórn sjávarútvegsmála í 16 ár og á sama tíma hefur þorsk- stofninn verið í stöð- ugri afturför. Skýring vísindamanna Haf- rannsóknastofnunar á þeirri þróun er að ekki hafi að fullu verið farið að þeirra ráðum. Veiði umfram ráðleggingar nemi milljón tonnum á nokkurra ára bili. Engu að síður er við- urkennt að veiði um- fram ráðleggingar sé miklum mun minni en var fyrir nokkrum áratugum og að veiðin í heild sé aðeins svipur hjá sjón miðað við það sem var. Ef sjáv- arútvegsráðherra hefði enn einu sinni skautað örlítið fram úr Hafrannsóknastofnun hefði hann kallað yfir sig þá hættu að fræði- menn þar hefðu getað sagt við þjóðina – þarna sjáið þið! Það er frammi fyrir þessari mynd sem sjávarútvegsráðherra stóð og ég get einhvern veginn ekki lýst ákvarð- anatöku hans sem kjarkmikilli. Menn geta auðvitað haft þá skoðun að hún hafi verið varfærin og jafnvel skynsamleg en það er erfitt að sæma hana sæmdarheitinu kjarkmikil. Getur rústað samstöðu útgerð- ar og stjórnvalda En hvers vegna hefði yfir höfuð átt að taka einhverja aðra ákvörðun? Var einhver skynsemi í því að fara fram yfir veitta ráðgjöf enn einu sinni og var einhver leið til að rétt- læta slíka ákvörðun? Svarið við báð- um þessum spurningum er já en það þurfti kjark til að fylgja þeim nið- urstöðum. Í fyrsta lagi þá skapar 130 þúsund tonna kvótasetning í þorski þá hættu að ekki takist að veiða aðrar teg- undir sem Hafrannsóknastofnun tel- ur samt óhætt að sækja í. Þetta á einkum við um ýsuna. Afleiðing af svo mikilli kvótaskerðingu getur því hæglega orðið til að auka brottkast og mótþróa sjómanna og útgerðar gagnvart kvótakerfinu. Hvað sem annars er sagt um íslenska kvóta- kerfið þá hefur náðst um það við- unandi sátt milli sjómanna og út- gerðar annarsvegar og stjórnvalda hinsvegar. Það hefur oft verið lag að fylgja ráðgjöf Hafrannsóknastofn- unar út í æsar án þess að stofna þeirri sátt í hættu og þá hefðu menn betur gert það. Í ár er það aftur á móti ekki staðan. Þær aðstæður gætu skapast að brottkast þorsks ykist til muna þegar útgerðir sem berjast fyrir lífi sínu reyna að ná á land kvóta annarra tegunda. Víða í Evrópu er ríkjandi mikil togstreita og allt að því stríðsástand milli út- gerða og fiskveiðistjórnunar. Það er óskandi að slíkar aðstæður skapist ekki hér á landi. Þar með tel ég mig hafa svarað fyrri hluta spurningarinnar. Það er að það eru ákveðin rök fyrir því að skerða þorskkvótann ekki eins mikið og Hafrannsóknastofnun lagði til. Það er ekki Hafrannsóknastofnunar að leggja pólitískt mat á það hversu langt er hægt að ganga í niðurskurði án þess að stefna fiskveiðistjórn- uninni í hættu. Það er stjórnmála- manna að meta þau áhrif og með til- liti til þeirra töldum við Framsóknarmenn rétt að halda þorskkvótanum í 150 þúsund tonn- um sem er nálægt þeirri tillögu sem Landssamtök útvegsmanna töldu ásættanlega. Mótvægisaðgerðir með hvaladrápi En þá að síðari lið spurning- arinnar. Hefði verið einhver leið til að réttlæta slíka ákvörðun gagnvart þeim umhverfisverndarsjón- armiðum sem Hafrannsóknastofnun talar fyrir? Hefði slík of- veiði ekki stefnt þorsk- stofninum í hættu? Að óbreyttu, jú. En ekki ef sjávarútvegsráðherra hefði sýnt þann kjark að heimila niðurskurð hvalastofnsins til mót- vægis við meinta ofveiði. Það er óumdeilt að hval- urinn einn og sér étur mun meira af þorski en sem nemur allri veiði þjóðarinnar, aðeins er spurning um það hversu margfalt meiri hans afli er. Því er það aðeins reikningsdæmi fiski- fræðinga hversu mörg stórhveli þyrfti að aflífa á móti hverju tonni sem veitt væri umfram ráð- gjöf. En til þessa hefði sjávarútvegsráðherra þurft kjark. Sjálfur er ég ekki í vafa um að slíkt hvala- dráp væri mörkuðum okkar og orðspori létt- vægt. Við erum hvort sem er að veiða hvali og hvort þeir eru fleiri eða færri breytir þá litlu. Vandræðalegast hefði ef til vill verið ef rétt er að ekki megi finna markaði fyrir hvalinn, en þá mætti vel ræða þá hugmynd að drepa skepnur þess- ar á afmörkuðum svæðum án þess að flytja skrokka þeirra í land. Við fyrstu sýn kann þetta að þykja nokk- uð róttæk hugmynd í þeirri fár- kenndu umræðu sem er á móti hval- veiðum. Það er samt margt sem bendir til að útilokað sé að byggja þorskstofninn upp nema með stór- auknum hvalveiðum enda voru bestu þorskveiðiár okkar Íslendinga ein- mitt þegar útlendingar höfðu nánast útrýmt hvalskepnum við landið. Svo langt skulum við þó aldrei ganga en hvalirnir eru falleg dýr og lífríkinu dýrmæt. Um mótvægisaðgerðir ríkisstjórn- arinnar og raunverulegar mótvæg- isaðgerðir mun ég skrifa í næstu grein og vonast þá til að hafa um sinn rekið slyðruorð það af stjórn- arandstöðunni sem Staksteinum Morgunblaðsins er annars tíðrætt um. Kjarkleysi í kvótamálum Bjarni Harðarson fjallar um kvótann og hvalveiðar Bjarni Harðarson » Það er samtmargt sem bendir til að úti- lokað sé að byggja þorsk- stofninn upp nema með stór- auknum hval- veiðum Höfundur situr á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn Konráð R. Friðfinnsson | 13. júlí 2007 Biblían í nýrri þýðingu FRÁ því að kristni var lögleidd á Ís- landi fyrir rúmum eitt þúsund árum hefur Biblían tíu sinnum ver- ið endurþýdd og end- urútgefin og ótal sinn- um endurprentuð. Á tímum hallæris inni í gömlum og lúnum torfbæjum til sjávar og sveita var það áreið- anlega gott að geta hallað sér að sinni kristnu trú og fundið styrkinn streyma til hjartans frá ósýnilegri og kærleiksríkri hönd Drottins sem var með fólkinu þá ekki síður en nú. Meira: konradrunar.blog.is ♦♦♦ Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.