Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Smáfólk Kalvin & Hobbes Hrólfur hræðilegi Gæsamamma og Grímur Úthverfið Kóngulóarmaðurinn Ferdinand ÉG ER BÚINN AÐ PRÓFA ÞETTA OG ÉG SKIL HANN SAMT EKKI SJÁÐU, KALLI... MITT EIGIÐ BÓKA- SAFNSKORT! ÞAÐ VÆRI KANNSKI SNIÐUGRA, ER ÞAÐ EKKI? NÚ? SNIÐUGRA EN HVAÐ? EN AÐ LÁTA RAMMA ÞAÐ INN! ÉG VONA AÐ ÞÚ SÉRT AÐ NOTA ÞAÐ... ÉG VONA AÐ ÞÚ LESIR MIKIÐ AF BÓKUM... HVAÐA EINKUNN FÉKKST ÞÚ? „ÁGÆTT“, EN ÞÚ? MÍN ER MIKLU BETRI! ÉG FÉKK „SÆMILEGT“ AF HVERJU SEGIR ÞÚ AÐ „SÆMILEGT“ SÉ BETRA EN „ÁGÆTT“? ÉG HELD AÐ LÍF MITT VERÐI AUÐVELDARA EF ÉG HELD VÆNTINGUM FÓLKS Í ALGJÖRU LÁGMARKI TIL ÞESS AÐ VERA VISS UM AÐ HJÓNABANDIÐ GANGI UPP... VERÐUR ÞÚ AÐ SPYRJA ÁSTINA ÞÍNA EINNAR MIKILVÆGRAR SPURNINGAR HVER ER HÚN?!? „HVORT LANGAR ÞIG Í HUND EÐA KÖTT?“ ÉG SKIL EKKI AF HVERJU HUNDAR GERA ÞETTA HÚN VERÐUR AÐ HÆTTA AÐ HLUSTA Á VILLAGE PEOPLE Í BÍLNUM HVERS VIRÐI HÉLSTU AÐ HANN VÆRI? ÉG BJÓST EKKI VIÐ MIKLU ÉG HEF ALDREI SÉÐ SVONA STÓL Í JAFN GÓÐU ÁSTANDI. ÞÚ ÆTTIR AÐ GETA FENGIÐ 4 MILLJÓNIR HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞAÐ? ADDA! SEGÐU EITTHVAÐ! ÞÚ NOTAÐIR HANN SEM TRÖPPU! HÆ PETER! GOTT AÐ ÞÚ ERT KOMINN AFTUR HVAÐA RUSLAPOKI ER ÞETTA? ÞAÐ ER LÖNG SAGA... dagbók|velvakandi Skömm fréttamanns Stöðvar 2 ALDREI áður hef ég fundið hjá mér þörf til þess að skrifa í blöð og lýsa vanþóknun á mannanna verkum, en eftir Ísland í dag á Stöð 2 hinn 10. júlí get ég ekki orða bundist. Mikil er skömm Sölva Tryggvason- ar, fréttamanns Stöðvar 2, þar sem honum tókst að græta litla rússneska stúlku og móður hennar. Ástæðan var starf móðurinnar, en hún vinnur fyrir sér sem erótískur dansari (sem Sölva virðist finnast annars flokks starf) til þess að kosta píanónám dóttur sinn- ar. Var nú ástæða til þess að koma svona niðurlægjandi fram við stúlk- una? Er e.t.v. næst von á að Sölvi hafi uppi á börnum íslenskra glæpamanna og/eða eiturlyfjafíkla og spyrji þau út í gerðir foreldranna? Rétt fyndist mér að umræddur fréttamaður bæðist afsökunar á framkomu sinni og best væri að hann hefði með sér rússneskan túlk svo af- sökunin komist nú örugglega til skila. Sigrún Aðalsteinsdóttir. Til íslenskra bænda RJÓMINN ykkar er lapþunnur. Get- ið þið ekki reynt að hafa á boðstólum „tvöfaldan rjóma“ svokallaðan (double cream)? Þetta lekur út af tertunum hjá manni, maður eyði- leggur erlendar uppskriftir, t.d. frá Nigellu Lawson, af því að rjóminn ykkar stenst ekki gæðakröfur. Það er ekki nóg að hann sé góður á bragðið, það verður að vera hægt að kaupa þykkan rjóma. Til þess að geta státað af vörum ykkar þurfið þið að hafa þær góðar og samkeppnishæfar. Ágústa Aðalheiður. Njálsgötumálið ÉG, undirrituð, lýsi vanþóknun minni á mótmælum margra íbúa við Njáls- götu vegna fyrirhugaðs heimilis á Njálsgötu 74. Ég get ekki ímyndað mér að nokkur hætta stafi af þessum vesalings mönnum sem þarna koma til með að búa þó svo að leikskóli sé nálægur. Af hverju á að fækka mönn- unum úr tíu í átta? Ekki er hægt að segja að náunga- kærleikur ríki hjá íbúunum við Njáls- götu eða kristilegur hugsunarháttur. Virðingarfyllst, Þuríður J. Árnadóttir, Háaleitisbraut 105. Gleraugu fundust GYLLT gleraugu fundust í undir- göngunum undir Suðurhóla í síðustu viku. Upplýsingar í síma 822-0899. Hjól í óskilum NÝLEGT krakkareiðhjól fannst í Hólahverfi í Breiðholti fyrir þremur vikum. Upplýsingar í síma 557-4166 og 899-2760. Kettlingar fást gefins FJÓRIR gullfallegir kettlingar fást gefins í Grindavík. Þeir fæddust 2. júní og eru svartir og hvítir að lit. Nánari upplýsingar í síma 867-2091. Morgunblaðið/G. Rúnar Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is AUSTURVÖLLUR er mekka bæjarlífsins á eftirmiðdögum. Reykvíkingar hópast á völlinn til að hvíla sig eftir daginn, fá sér drykk og spjalla. Þessar tvær ferðastúlkur gáfust upp á kortalestri og bættust í hópinn. Fjölbreytt mannlíf FRÉTTIR tvennir með Megasi og Píslarsveit hans, og einnig hafa verið settar upp tvær myndlistarsýningar. Sú fyrri bar yfirskriftina „Mynd mín af Hall- grími“ og áttu 27 listamenn hver sitt verk á þeirri sýningu. Nú stendur yf- ir í kirkjunni sýning 26 barna úr Heiðarskóla. „Þá má nefna að unnið hefur verið að því í sumar að fegra mjög um- hverfi kirkjunnar í Saurbæ en búið er að leggja malbik á bílaplanið fyrir framan kirkjuna og bætir það mjög alla aðkomu. Þá hafa verið lagðir göngustígar á milli helstu örnefna í landi Saurbæjar sem tengjast sr. Hallgrími og þannig má segja að á staðnum gefist kostur á að komast í nánari snertingu við arfleifð hans, sem kallaður hefur verið prestur allr- ar þjóðarinnar,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Í SAURBÆJARPRESTAKALLI er því fagnað um þessar mundir að 50 ár eru síðan Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd var vígð. Af því til- efni verður helgina 14. og 15. júlí dag- skrá, sem samanstendur af málþingi um Hallgrím Pétursson og hátíð- armessu. Yfirskrift málþingsins er „Hall- grímsstefna á heimaslóð“ og hefst það kl. 13.30 á laugardeginum á Hót- el Glymi. Þar munu 5 fyrirlesarar, þau Einar Sigurbjörnsson, Kristján Eiríksson, Margrét Eggertsdóttir, Steinunn Jóhannesdóttir og Þórunn Sigurðardóttir flytja erindi, en stjórn dagskrárinnar verður í höndum Sig- urbjargar Þrastardóttur. Aðgangs- eyrir er 1.500 krónur og eru veitingar innifaldar í verði. Þá verður kl. 14 á sunnudeginum hátíðarmessa, þar sem sr. Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, mun predika; sr. Kristinn Jens Sig- urþórsson, sóknarprestur í Saurbæ, þjónar fyrir altari og kór Saurbæj- arprestakalls syngur undir stjórn Viðars Guðmundssonar organista. Að messu lokinni verður öllum við- stöddum boðið að þiggja kirkjukaffi á Hótel Glymi. Í fréttatilkynningu segir að í tilefni vígsluafmælisins hefur á árinu þegar verið staðið fyrir ýmsum menningar- viðburðum, en þrennir tónleikar hafa verið haldnir í kirkjunni, þar af Afmælishá- tíð í Saurbæ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson 50 ára Hallgrímskirkja í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.