Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 13.07.2007, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. JÚLÍ 2007 39 Stærsta kvikmyndahús landsins Sýnd kl. 4 og 5:45 Með íslensku tali SHREK, FÍÓNA,ASNINN OG STÍGVÉLAÐI KÖTTURINN ERU MÆTT AFTUR Í SKEMMTILEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI eee S.V. - MBL. www.laugarasbio.is "LÍFLEG SUMARSKEMMTUN" eee L.I.B. TOPP5.IS Miðasala á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Kauptu bíómiða í Háskólabíó á Guð hefur stór áform ... en Evan þarf að framkvæma þau Evan hjálpi okkur “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL STÆRSTA GRÍNMYND SUMARSINS “2 vikur á toppnum!” Taxi 4 kl. 6 - 8 - 10 1408 kl. 5.50 - 8 - 10.10 B.i. 16 ára Die Hard 4.0 kl. 5.15 - 8 - 10.45 B.i. 14 ára Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum Byggð á sögu Stephen King FRÁ LEIKSTJÓRA BRUCE ALMIGHTY Sýnd kl. 6, 8, og 10 Sýnd kl. 4, 6, 8, og 10 450 k r. Sýnd kl. 4 Ísl. tal - 450 kr. “Besta sumarmyndin til þessa” eeee S.V. - MBL T.S.K. – Blaðið “Pottþéttur hasar” “... vandaður sumarsmellur með hátt skemmtanagildi fyrir fleiri en hasarunnendur” eee Ó.H.T. - Rás 2 eeee V.J.V. – Topp5.is eee F.G.G. – FBL Yippee Ki Yay Mo....!! Sýnd kl. 7:30 og 10 Byggð á sögu Stephen King “2 vikur á toppnum!” NÚ VERÐUR ALLT GEFIÐ Í BOTN HÖRKUSPENNANDI GRÍNMYND FRÁ LUC BESSON Yippee Ki Yay Mo....!! -bara lúxus Sími 553 2075 Magnaður spennutryllir sem sló óvænt í gegn í Bandaríkjunum KVENNASVEITIN Heimilistónar hefur sent frá sér plötuna Herra ég get tjúttað. Auk geisladisksins fylgir útgáfunni DVD-diskur með heimild- armyndinni Heimilistónar í Am- eríku. Myndin segir frá ferð hljóm- sveitarinnar til Bandaríkjanna, tónleikahaldi hennar og ýmsum æv- intýrum þar í landi. Tónlist Heim- ilistóna er létt popp frá sjöunda áratugn- um sem hefur verið snarað yfir á ís- lensku. Textarnir eru oft þýddir beint yfir á íslensku og eru afskaplega skemmtilega sam- settir. Beinu þýðingarnar gera þá oft skemmtilegri en ella, þeir verða fyndnari og hrárri fyrir vikið. Myndin er skemmtileg viðbót enda flestar liðskonur Heimilistóna vandaðar leikkonur. Ekki fer mikið fyrir raunsæi en til þess var leik- urinn ekki gerður. Herra ég get tjúttað var nú líklega ekki tekin upp í þeim tilgangi að breyta tónlistar- sögunni en engu að síður er hún mjög skemmtileg. Mér þótt best að hlusta á hana við heimilisstörfin og legg til að aðdáendur sveitarinnar geri slíkt hið sama. Tónlist á borð við þessa á að gleðja – og ná dömurnar í Heimilstónum svo sannarlega að koma því verki til skila. Gleðitónar Heimilistóna TÓNLIST Geisladiskur + Mynddiskur Heimilistónar – Herra ég get tjúttað  Helga Þórey Jónsdóttir HLJÓMSVEITIN Lada Sport hefur verið starfandi um alllangt skeið. Hún tók þátt í Músíktilraunum árið 2004 og varð þar í öðru sæti. Síðan þá hafa orðið talsverðar manna- breytingar í sveitinni sem hún hefur staðið af sér með prýði. Time and Time Again er fyrsta stóra plata sveitarinnar. Tónlistin er hresst rokk í anda Weezer og fleiri álíka hljómsveita – án þess þó að hún sé stónerrokksveit. Mér þótti ég einnig heyra áhrif frá Dinosaur Jr og fleiri síð- rokkssveitum. Engu að síður hefur Lada Sport sinn eigin hljóm, hún er ekki ein af þessum sveitum sem apa eftir eft- irlætistónlistarmönnunum sínum og gefa það út á plötu. Frekar fylgja meðlimir hennar þeim stíl sem þeim líkar og leika sér innan hans. Lögin eru afskaplega vönduð og vel samin. Útsetningarnar ganga upp og henta lögunum ágætlega. Textana myndi ég seint kalla tímamóta- verk en þeir eru skemmtilegir, oft fyndnir og jafnvel fullir af reiði. Lagið „Gene Pacman“ þótt mér sérstaklega skemmtilegt en auk þess má nefna „The World is a Place for Kids Going Far“ sem einnig er hressandi tónsmíð. Lada Sport má vel við plötu þessa una. Hún er vönduð og metnaðarfull auk þess sem hljóðfæraleikurinn er mjög fínn. Við að hlusta á plötuna varð mér þó ljóst að Lada Sport nýt- ir ekki fyllilega þá fjölbreytni sem sveitin býr greinilega yf- ir. Það sem skortir er bætt upp með virkilega góðu samspili og mjög sterkum lagasmíðum. Á heildina litið er þetta mjög eiguleg plata, stútfull af fallegu gleðirokki. Hrífandi gleðirokk TÓNLIST Geisladiskur Lada Sport – Time and Time Again  Helga Þórey Jónsdóttir Á DÖGUNUM kom út safndisk- urinn Gleðilegt sumar sem inni- heldur 17 lög sem eru að stærstum hluta ný frumsamin lög eða nýjar upptökur. Meðal flytjenda á plöt- unni má nefna Pál Óskar með „Allt fyrir ástina“, Silvíu Nótt, Todmo- bile, LÍZU, Ingó Idol, Hreim Örn Heimisson, Vini vors og blóma, Frummenn, Sigrúnu Völu, rokk- sveitina Mána, kántrísveitina Klaufa, Oxford, Tomma rótara, Jó- hönnu Wiklund og Raflost. Af þessari upptalningu má sjá að um skemmtilega blöndu af lista- mönnum er að ræða, allt frá stórk- anónum í íslenskri tónlist til ungra efnilegra listamanna, segir m.a. í fréttatilkynningu frá útgefendum. Hagnaður af útgáfunni rennur óskertur til góðgerðarmála. Sumar Hinir gamalkunnu Vinir vors og blóma eiga lag á plötunni. Gleðilegt sum- ar komin út FATAHÖNNUÐURINN Stella McCartney er ólétt. Þetta er þriðja barn Stellu og eiginmanns hennar Alasdha- ir Willis en að- eins eru sjö mánuðir síðan annað barn þeirra hjóna fæddist. Stella er dótt- ir Bítilsins Pauls McCart- ney og segir heimildarmaður Daily Mirror að Paul elski að hafa fjölskyld- una í kringum sig og það hafi komið honum í gegnum skiln- aðinn við Heather Mills. Stella, sem er 35 ára, fæddi dótturina Bailey Linda Olywn 8. desember á síðasta ári. Fyrsta barn hennar og James fæddist 25. febrúar 2005 og von er á þriðja barninu í lok þessa árs. Því hefur verið slegið fram að Stella muni biðja annaðhvort fyr- irsætuna Kate Moss eða fatahönn- uðinn Sadie Frost um að vera guðmóðir næsta barns, en þær stöllur þrjár eru miklar vinkonur. Von á þriðja barninu Stella McCartney

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.