Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 198. TBL. 95. ÁRG. SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
SUNNUDAGUR
HVAR ER
GARY?
AFDRIFARÍKT
FRAMHJÁHALD
HVAÐ VARÐ UM . . . >> 31
ENDALAUS
GRÓÐI
MILLARNIR GEFA ÚT
NÝJA PLÖTU
FÓLK >> 58
LEÐUR OG
LITAUÐGI
FYRIR ROKKARA,
EKKI BANKAMENN
GLYSKÓNGUR >> 24
„FÓLK hefur enn áhuga á sínu nánasta umhverfi
en heildarlausnir stjórnmálaflokkanna henta því
ekki lengur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, pró-
fessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Sam-
kvæmt könnun Félagsvísindastofnunar hefur
óhefðbundin þátttaka í stjórnmálum aukist á Ís-
landi undanfarin ár. Fleiri skrifa undir undir-
skriftalista, sniðganga vöru og þjónustu og mót-
mæla en áður. Svipuð þróun á sér stað víða erlendis
og eru alþjóðlegir mótmælahópar eins og þeir sem
hér eru um þessar mundir til marks um það.
Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn segir að
mótmæli þessara hópa séu með öðru sniði en tíðk-
ast hefur hér á landi. Hann bendir á að mótmæli
séu orðin hnattvædd. Koma alþjóðlegra mótmæla-
hópa hingað sýni að Ísland sé hluti af alþjóðasam-
félaginu og að fylgst sé með því sem hér fer fram.
Borgaraleg óhlýðni
Sumt af því sem alþjóðlegir mótmælahópar hafa
tekið sér fyrir hendur hér á landi telst til borg-
aralegrar óhlýðni. Mikael M. Karlsson, prófessor í
heimspeki við Háskóla Íslands og Háskólann á Ak-
ureyri, segir fólk grípa til hennar þegar það treysti
því ekki að fá réttláta niðurstöðu með því að fara í
gegnum kerfið.
Hann segir erfitt að alhæfa um áhrif borgara-
legrar óhlýðni en þó fari það mjög eftir almenn-
ingsáliti hvort hún hafi þau áhrif sem vonast er eft-
ir.
Ef almenningur snýst á sveif með þeim sem
brjóta af sér er líklegt að þeir hafi áhrif en annars
ekki.
Meðlimir mótmælahóps sem hér eru segjast
ætla að mótmæla friðsamlega og leggja áherslu á
að í þeirra röðum séu engir atvinnumótmælendur.
Þeir segjast finna fyrir miklum meðbyr.
Minni trú á stjórnmálaflokkum
Mótmæli og önnur óhefðbundin stjórnmálaþátttaka færist víða í aukana, á Íslandi sem annars staðar
Meirihluti Bandaríkjamanna gæti
hugsað sér að kjósa konu sem for-
seta og jafnvel fleiri væru tilbúnir
að greiða blökkumanni atkvæði sitt
í forsetakosningunum.
Viðhorfsbreyting
í Bandaríkjunum
Þótt margir hafi vonað að athyglin
sem fylgir því að halda Ólympíu-
leikana í Kína setti þrýsting á yf-
irvöld um að draga úr mannrétt-
indabrotum er sú ekki raunin.
Skuggahliðar
Ólympíuleikanna
Beinar útsendingar þar sem hlust-
endur voru hvattir til að hringja inn
svör við spurningum voru sviðsett-
ar hjá BBC. Þetta hefur dregið úr
trúverðugleika stofnunarinnar.
Orðstír BBC
bíður hnekki
HJÓNIN Sigurmundur Gísli Ein-
arsson og Unnur Ólafsdóttir, sem
reka ferðaþjónustuna Viking Tours
í Vestmannaeyjum, eru sannfærð
um að mikil framtíð sé í ferðaþjón-
ustu á landsbyggðinni.
„Sjávarútvegurinn hefur tækni-
væðst á síðustu árum með tilheyr-
andi fækkun starfa,“ segir Sigur-
mundur, betur þekktur sem Simmi
skipstjóri í Eyjum. „Á móti kemur
að ferðaþjónustan getur stuðlað að
aukinni atvinnu víða um land. Hér í
Eyjum bjuggu 500 manns gegnum
aldirnar sem sáu fyrir sér með
fiskveiðum. Ég er ekki í vafa um að
sami fjöldi getur unnið hér við
ferðaþjónustu í framtíðinni.“
Of fá spil á hendi?
Sigurmundur segir að Gullfoss
og Geysir séu falleg svæði og Bláa
lónið snjöll hugmynd en spyr hvort
íslensk ferðaþjónusta þurfi ekki að
hafa fleiri spil á hendi. „Það koma
um 300.000 ferðamenn til Íslands
árlega en hvað gerist þegar þeir
verða orðnir 600.000? Í dag lenda
menn í því að vera í áttundu rút-
unni að Gullfossi og Geysi. Vildir
þú vera í rútu númer sextán? Það
sem ég er að segja er að við verð-
um að fjölga áningarstöðum – og
Vestmannaeyjar eru augljós kost-
ur.“
Viking Tours býður bæði upp á
útsýnissiglingu og rútuferðir um
Eyjarnar, auk þess sem hjónin
reka veitingastaðinn Café Kró. |26
Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir reka ferðaþjónustuna Viking Tours
Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Flaggskipið Víkingur á siglingu umhverfis Vestmannaeyjar.
Framtíð í
ferðaþjónustu
Eru ekki í vafa um að 500 manns geta
unnið við ferðaþjónustu í Eyjum
Samstillt Hjónin Unnur Ólafsdóttir
og Sigurmundur Gísli Einarsson.
„HVAÐ varð eiginlega um fjarstýringuna?“ Nú geta
sjónvarpsfíklar bráðum andað léttar og hætt að leita.
Tveir verkfræðingar við Wollongong-háskóla í Ástralíu
hafa fundið upp stýritæki sem hægt er að setja í sjón-
varpstæki og er það fært um að „lesa“ handahreyfingar
letingjans í sófanum. Krepptur hnefi merkir „kveikja“,
útrétt hönd með fingur þétt saman „mynd“, þumalfing-
ur sem vísar upp „hækka hljóðið“ og sé búið til V-merki
með fingrunum er skipt um rás. Annar uppfinningamað-
urinn segist eitt sinn hafa misst af þætti af því að hann
fann ekki fjarstýringuna. „Þar sem ég er verkfræðingur
taldi ég að ég gæti gert eitthvað í þessu,“ segir hann.
Stýrt með handapati
VIKUSPEGILL
Áberandi mótmæli
VEFVARP mbl.is
Til gagns, gamans eða óþurftar | 10
Morgunblaðið/Júlíus