Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 37 Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Íbúðir fyrir fólk 50 ára og eldri, við Sóleyjarima 19-23, Grafarvogi. Frábært útsýni. Glæsilegar íbúðir fyrir 50 ára og eldri • Gróið hverfi. • Frábært útsýni. • Ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Innangengt úr bílageymslu í lyftur. Söluaðili: Sóleyjarimi 3ja og 4ra herbergja íbúðir á besta stað í Grafarvogi til afhendingar í október 2007. Sóleyjarimi Grafarvogur > Yfir 20 ára reynsla > Traustur byggingaraðili > Gerðu samanburð www.motas.is Sími 533 4040 | www.kjoreign.is ÍS L E N S K A S IA .I S M O T 37 91 9 06 /0 7 Jörðin Litlu-Hámundarstaðir á Árskógsströnd er til sölu. Jörðin er utar- lega á Árskógsströnd. Land jarðarinnar nær frá sjó gengt Hrísey og til fjalls. Afgirt land neðan þjóðvegar og til sjávar er um 28 hektarar, að stærstum hluta ræktað land. Landstærð ofan þjóðvegar er talin vera um 151 ha þar af um 66 ha afgirt land í gróinni fjallshlíð. Heildarlandstærð þannig talin vera um 179 ha. Húsakostur jarðarinnar er fremur lélegur; íbúðarhús byggt árið 1950, að grunnfleti 89,1 fm auk útihúsa. Hitaveita er á jörðinni frá samveitu. Jörðin selst án framleiðsluréttar, bústofns og véla. Hér er um að ræða áhugaverða eign á góðum stað. Frá jörðinni er fagurt útsýn yfir Hrísey og Eyjafjörð. Sólarlag getur hér orðið einstaklega fagurt. Jörðin býður upp á margvíslega möguleika til fastrar búsetu með frístundabúskap s.s. skógrækt. Aðgengi að sjónum gefur jörðinn talsvert gildi. Óskað er tilboða í eignina. Upplýsingar um þessa eign eru eingöngu gefnar af fasteignasala á skrifstofu fasteignasölunnar í síma 896-4761. Einkasala. Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali Litlu-Hámundarstaðir 152168, Árskógsströnd www.gljufurfasteign.is Jón Hólm Stefánsson Lögg. fasteigna-, fyr- irtækja- og skipasali Glæsileg eign rétt austan Selfoss www.gljufurfasteign.is Til sölu er jörðin Bitra í Flóahreppi, Árnessýslu. Jörðin er talin vera um 150 hektarar að stærð. Land jarðarinnar liggur að þjóðvegi 1 og Skeiðavegi, er fjölbreytt að landslagi og gróðri. Tjarnir eru í landinu, sem gefa því ákveðið aðdráttarafl varðandi fuglalíf og ásýnd. Víðsýnt er frá bæjarhól. Skógræktarsamningur við Suður- landsskóga. Á jörðinni er íbúðarhús að stærð um 585 fermetrar, á þremur hæðum, sem gefur ýmsa nýtingarmöguleika. Frekari upplýsingar eingöngu gefnar hjá fasteignasala í síma 896-4761. Ásett verð kr. 150 milljónir. Einkasala. Upplýsingar um framangreinda eign eru veittar á skrifstofu Gljúfur fasteignasölu í síma 896-4761. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞRÍR Íslendingar voru skotnir til bana af svissneskum varðmönnum. Mennirnir höfðu farið inn á landsvæði auðkýfingsins sem á allar jarðir, vötn og ár í Dal á Norðurlandi. Dalurinn er bannsvæði fyrir innfædda og afgirtur með rafeindabúnaði sem mennirnir komust framhjá. Líklegt er talið að mennirnir hafi ætlað sér að stelast í gott veiðivatn í dalnum þar sem öll sportveiði er komin í hendur innlendra og erlendra auðmanna og hvergi mögulegt að fá veiðileyfi, jafnvel þótt háar fjárhæðir séu í boði. Þegar líkum mannanna var skilað til sérsveita BB fylgdu með þrjár ódýrar veiðistangir. Þetta er fréttaskot af stöð landeig- enda, eigenda Íslands árið 2032. Þul- urinn bætir við fréttina að svona lög- brjótar verði skotnir, hvar sem þeir voga sér að trufla lögmæta eigendur landsins. Ef fólk heldur að þetta sé óraun- hæft þá ætti það að líta á nokkrar staðreyndir, t.d. frétt í nýjasta tbl. fréttablaðs SVFR, en þar segir að ís- lenskir stangaveiðimenn hafi verið gerðir brottrækir úr Heiðarvatni í Mýrdal, þar sem þeim var bannað að veiða vegna nýlegra kaupa erlends auðkýfings á öllum jörðum kringum vatnið. Menn svífast einskis í fjáröflun og yfirgangi gagnvart náunganum. Má nefna þrælahald, fíkniefnasölu, mansal og hér á landi yfirtöku ein- staklinga á arðbærum fyrirtækjum landsmanna. Í tuttugu ár hafa örfáir selt aðgang að óveiddum fiski lands- manna og stungið afrakstrinum í vas- ann, þ.e. þeir hafa skapað sér rétt til þess að leggja sjávarþorp og byggð í auðn með allri þeirri hörmung sem eigna- og atvinnumissir veldur tug- þúsundum landsmanna. Stærsti stjórnmálaflokkur Íslands hefur á stefnuskrá sinni að koma allri starf- semi landsins til einkaaðila, sem þýðir að silkihúfur og milliliðir fá þjóðartekj- urnar, landið og miðin og geta þá skipt afrakstrinum milli sín. Það er sorglegt að sjá forkólf stjórnarinnar halda því fram að einkavæðing einu sameignar landsmanna sem eftir er, þ.e. Lands- virkjun, skuli færð í hendur mengandi þotuliði sem ekkert hefur með meiri gróða að gera og að Landsvirkjun sem er eign landsmanna allra skuli nú færð forríkum einstaklingum. Símakerfi landsmanna eftir einkavæðingu þarf ekki útskýringa við, þar finna menn fyrir breytingunni. Hið einkavædda bankakerfi er tryggt gegn áföllum og reikningurinn þegar það hrynur verð- ur sendur landsmönnum. Raunar greiða þeir nú þegar tilbúinn kostnað kerfisins sem felst í verðtryggingu fjármagns sem virkar þannig að bank- arnir gera ekkert annað en græða á tilbúinni verðbólgu og stjórna henni eftir eigin þörfum. Heilbrigðiskerfið og menntakerfið skal færa í form einkaaðila svo menntun og veikindi verði peningaspursmál. Þetta virðist í hnotskurn vilji þeirra sem stjórna landinu í dag. Allt sem virðir og viðurkennir þá staðreynd að öll lifum við í samfélagi virðist fyrir bí og engu líkara en for- réttindi vaxi sjálfstætt, án þátttöku minnar og þinnar. Aftur að fréttinni í upphafi. Íslensk- ir þingmenn gera ekkert til þess að vernda okkar litla land og koma í veg fyrir svona framtíðarfrétt. Þeir virðast ekki skynja smæð landsins, þeirra vit er allt í óraunhæfum draumum um að verða stórir. Orku og land skal selja á útsölu. Þetta getur ekki endað með öðru en að landið allt kaupir einhver millinn, girðir það af og skýtur inn- fædda ef þeir voga sér að nálgast. Takið ykkur á þingmenn og bannið sölu á landinu mínu! HJÁLMAR JÓNSSON, rafeindavirki, Garðabæ. Framtíðin Frá Hjálmari Jónssyni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.