Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Laugavegur 182 • 4. hæð • 105 Rvík Fax 533 4811 • midborg@midborg.is Björn Þorri hdl., lögg. fastsali, Karl Georg hrl., lögg. fastsali. Sími 533 4800 100 fm góð 3ja herbergja íbúð á 3. hæð (tvær og hálf hæð frá götu) við Hverafold í Graf- arvogi. Íbúðin skiptist í hol, þvottahús, eldhús með borðkrók, tvö svefnherbergi, baðher- bergi, stofu og sólstofu. Glæsilegt útsýni yfir borgina. Laus fljótlega. Verð 24 millj. Hverafold 108,9 fm 3-4ra herbergja íbúð við Klappar- stíg í Reykjavík. Íbúðin skiptist í hol, hjóna- herbergi, barnaherbergi, baðherbergi, stofu, borðstofu, eldhús, sérgeymslu í sam- eign ásamt sérstæði í sameiginlegri bíla- geymslu. Verð 34,9 millj. Klapparstígur 236,1 fm endaraðhús ásamt u.þ.b. 85 fm ósamþykktri 3ja herbergja íbúð í kjallara. Eignin skiptist í, á neðri hæð, forstofu, gestasalerni, þvottahús, eldhús, herbergi, borðstofu og stofu. Á efri hæð eru þrjú herbergi, baðherbergi, sauna, sjónvarpshol og rúmgóð sólstofa. Í kjallara er góð geymsla og ósamþykkt 3ja herbergja íbúð sem skiptist í baðherbergi, eldhús, stofu og tvö herbergi. Bílskúr er fullbúinn með rafmagni og hita. Verð 45,5 millj. Norðufell 98,7 fm efri hæð auk 20 fm bílskúrs, alls 118,7 fm, við Garðastræti í Reykjavík. Hæðin skipt- ist í hol, stofu, eldhús með borðkrók, tvö svefnherbergi, baðherbergi og geymslu. Eign sem vert er að skoða. Verð 35,9 millj. Garðastræti – Ö r u g g f a s t e i g n a v i ð s k i p t i ! – www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Sumarbústaður í Landi Miðdals Nýkomin í einkasölu mjög fallegt 1,75 ha, sérstætt sumarbúst.land, sem stendur eitt og sér ca 7 km frá suðurlandsvegi inn á Hafravatnsleið. Engin sumarbúst. er í nágr. Á lóðinni standa tvö 42 fm hús með rafmagni, annað er svefnhús en hitt stofur, eldhús og snyrting. 3ja holu fallegur golfvöllur er á landinu og fallegur gróður umhverfis ásamt fallegu útsýni yfir á Bláfjöll. Verð 20,9 m. Uppl. á Valhöll eða hjá Ingólfi sölum.S. 896-5222. Sími 588 4477 www.valholl.is www.nybyggingar.is Opið virka daga frá kl. 9.00-17.00. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. ÁSGARÐUR GLÆSILEG HÚS Höfum í sölu tvö hús ásamt þrem samliggjandi lóðum á góðum stað í Ásgarðslandi. Annað húsið er fullbúið að utan og tilbúið undir tréverk að innan, hitt húsið er fokhelt. Húsin eru 125 fm + 25 fm bílskúr/gestahús. Lóðirnar eru allar um 0,8 ha. Húsin eru á sökkli með steyptri plötu og hiti í gólfi. Húsin eru hönnuð þan- nig að tengingin við náttúruna njóti sín sem best með stórum út- sýnisgluggum. Húsin eru í alla staði mjög vönduð og byggð á staðnum. Nánari upplýsingar veita sölumenn Valhallar eða Steinar í síma 893 3733. Sími 588 4477 Gott atvinnuhúsnæði til leigu við. Húsnæðið er alls um 135 fm að gólffleti, sem skiptist í 105 fm á 1. hæð og 30 fm milliloft. Á milliloftinu er sér salerni með sturtu. Húsnæðið gefur mikla möguleika, bæði sem lagerhúsnæði eða verkstæði af ýmsum toga, s.s. fyrir léttan iðnað. Húsnæði gæti einnig hentað listamanni. Flatahraun - 220 Hafnarfjörður Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari Sími 440 6020 GSM 664 6020 barbara@rentus.is Barbara Wdowiak Löggiltur leigumiðlari Sími 440 6020 GSM 664 6020 barbara@rentus.is Þinghólsbraut - 200 Kópavogur Til leigu stórglæsilegt einbýlishús rétt við sjávarsíðuna í Kópavogi. Eignin er alls 330 fm. á 4 pöllum, sem skiptast í 3-4 svefnherbergi, 3 stofur, stórt eldhús og borðkrókur, 2 baðherbergi, 30 fm. bílskúr og gullfallegur garður á móti suðri. Um langtíma leigu er að ræða, 2 til 4 ár. Laus 1. ágúst. Tilboð óskast. fullri og óbrjálaðri meðvitund tel ég við hæfi að tala um umhverf- ishryðjuverk. Hafnarfjörður er fallegur bær og ekki síst af þeim sökum ákvað ég að gera mér og mínum þar hreiður fyrir margt löngu. Höfnin er hjarta bæjarins og lágreist húsin kúra í atlíðandi slakkanum upp af og allt um kring. Fyrir nokkrum árum var ÞEGAR ég ákvað að stinga niður penna um það sem er að gerast á Norðurbakkanum í Hafnarfirði hafði ég hugsað mér að nota orðið umhverfisslys en þar sem ætla verður að þetta hafi verið gert með illu heilli gerð atlaga að þessari fögru bæjarmynd og hún skemmd talsvert með byggingu versl- unarmiðstöðvarinnar Fjarðar. Nú ætla menn hins vegar að ganga mun lengra í eyðilegging- unni, reisa á fimm hæða vegg, blokk á öllum Norðurbakkanum þar sem græðgi og flekamót hafa algjörlega ráðið hönnun og arki- tektúr. Þarna er vegið að eðli Hafn- arfjarðar þar sem tengsl hafnar og Vesturbæjar eru rofin. Auk þessara gífurlegu skemmda á ásýnd bæj- arins öllum bæjarbúum til tjóns er miklum verðmætum og lífsgæðum rænt frá íbúum Vesturbæjar. Tekið er af þeim óviðjafnanlegt útsýni og það selt öðru fólki og ránsfeng- urinn rennur óskiptur til verktak- anna. Nú hlýtur þessi spurning að vakna: hverra erinda gangið þið sem kosin voruð til að gæta hags- muna okkar bæjarbúa? Því ekki er við verktakana að sakast, það liggur í hlutarins eðli að þeir hugsa aðeins um að hámarka gróða sinn. Svona í framhjáhlaupi vil ég spá því að sagan eigi eftir að skýra þetta þensluskeið græðg- isarkitektúrstímabilið því aldrei fyrr í sögu þjóðarinnar hefur verið byggt eins mikið af forljótum og andlausum blokkum, húsum og bæjarhverfum og nú. Er það virkilega svo að bæjaryf- irvöld séu viljalaus verkfæri í hönd- um verktaka? Ég hef viljað trúa því að það fólk sem gefur kost á sér til þess að vinna fyrir okkur og bæinn stjórn- ist af hugsjónum og hafi auk þess í veganesti betri yfirsýn og þekkingu á málefnum bæjarins en við hin. Ég trúi því ekki að það fyrirfinnist einn einasti bæjarfulltrúi í Hafn- arfirði sem telur að þarna hafi vel tekist til með skipulag eða að það örli á því að það sé í tengslum við byggðina fyrir ofan og þar með Hafnarfjörð. Að þessum fullyrðingum gefnum vil ég endurtaka spurningunna: Hverra erinda gangið þið bæj- arfulltrúar sem þetta samþykktuð? Gefum okkur það að bæjarbúar séu upp til hópa sofandi sauðir og skeytingarlausir um umhverfi sitt, uppteknir í sínu lífsgæðakapp- hlaupi og hafi þá það sem afsökun. En hvaða afsökun hafið þið sem eruð á fullum launum hjá okkur sauðunum? Ég er ekki að frýja ykkur vits en held því fram að gefnu tilefni að ykkur skorti hugsjónir og hugrekki því á Norðurbakkanum hefði verið hægt að gera stórkostlega hluti, okkur öllum til gleði og gagns. Ég er nokkuð viss um að þessi mistök verði í framtíðinni notuð sem kennsluefni fyrir þá sem hanna hús og lönd til að sýna fram á í hve djúpan skít bæjarfélög geti ratað ef þau láta augnabliks hags- muni verktakans og bæjarsjóðs bera ofurliði langtímahag bæj- arbúans. Ekki yrði ég hissa þegar fram líða stundir og við höfum náð jafnfætis nágrannalöndum okkar í umhverfismálum yrðu þessir kumb- aldar á Norðurbakka fjarlægðir, það er altént mín ósk til handa framtíðaríbúum Hafnarfjarðar. Hryðjuverk í Hafnarfirði Reynir Sigurðsson skrifar um byggingarframkvæmdir á Norðurbakkanum í Hafnarfirði » Atlaga að eðli Hafn-arfjarðar og völd verktaka. Reynir Sigurðsson Höfundur er sjómaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.