Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 21 -hágæðaheimilistæki Íslenskt stjórnborð Íslenskar leiðbeiningar Stórt hurðarop 20 ára ending Eirvík kynnir sportlínuna frá Miele vi lb or ga @ ce nt ru m .is Baldursnes 6, Akureyri | Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 | www.eirvik.is AFSLÁTTUR 30% Miele gæði ÞVOTTAVÉL frá kr. 99.900 Verið velkomin í glæsilegar verslanir Eirvíkur á Akureyri og í Reykjavík og kynnið ykkur Miele þvottavélar. Gerð Listaverð TILBOÐ Þvottavél W1514 142.714 99.900 1400sn/mín/5 kg Þurrkari T7644C 135.571 94.900 rakaþéttir/6 kg »Vopnavald mun ekki leiða afsér neina lausn. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanrík- isráðherra um deilu Ísraela og Palest- ínumanna. Utanríkisráðherra var á ferð í Ísrael og Palestínu í liðinni viku og upp- lýsti að ísraelskir þingmenn teldu Íslend- inga geta haft hlutverki að gegna á vett- vangi friðarumleitana. » Það er miklu betra að fá hólen spark í rassinn. Ólafur Jóhann Ólafsson rithöfundur sem tilnefndur var í liðinni viku til írsku Frank O’Connor-smásagnaverðlaunanna fyrir bókina Aldingarðurinn. »Við greindum ástandið ánokkrum sekúndubrotum. Sigurður Heiðar Wiiium , flugstjóri Sifjar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem nauðlenda þurfti á sjó er áhöfnin var við æfingar skammt undan Straumsvík á mánudag. Þyrlunni hvolfdi og er hún trú- lega ónýt. » Það er gott að sjá ykkur alla. Björn Bjarnason , dóms- og kirkju- málaráðherra, er hann ræddi við fjögurra manna áhöfn þyrlunnar á mánudagskvöld. »Við þökkum guði fyrir aðáhöfnin skuli hafa sloppið heil á húfi. Georg Lárusson , forstjóri Landhelg- isgæslunnar, við sama tækifæri. » Það er ekki hægt að lýsa þvímeð orðum hvernig mér líð- ur núna. Helgi Rafn Brynjarsson , sem sakaður hafði verið um að hafa drepið hundinn Lúkas á Akureyri. Borist hafa fregnir af því að Lúkas sé á lífi. »Rótin að vandanum er miklustærri en tímabundin há- vaxtapólitík Seðlabankans, hún felst í veikri mynt í fjár- málaheimi án landamæra. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráð- herra um íslensku krónuna og vaxtastefnu Seðlabankans. » Það sem við erum að benda áog þykir ankannalegt er að þessari ríkisstofnun skuli vera búnar þær aðstæður að þurfa að knékrjúpa fyrir sínum við- skiptavinum, ganga á milli þeirra og reyna að semja drátt- arvexti niður. Andrés Magnússon , framkvæmdastjóri Félags íslenskra stórkaupmanna, um van- skil Landspítala – háskólasjúkrahúss. Ummæli vikunnar Morgunblaðið/Ásdís Vextir Viðskiptaráðherra segir íslensku krónuna vera veika mynt. muni reynast tilbúnir til að kjósa hörundsdökkan, 47 ára nýliða í póli- tíkinni næsta forseta Bandaríkj- anna. Í þessu efni vísa margir til sig- urs John F. Kennedys í forsetakosningunum 1960 og telja Obama sambærilegan fulltrúa „nýrra tíma“ og „félagslegra sátta“. Samanburður við Kennedy stenst ekki fyllilega en þessi nálgun styðst við þá almennu skoðun að George W. Bush hafi reynst hörmulegur forseti og flokkur hans sé trausti rúinn. Vart er það ofmælt; staða forsetans veikist með degi hverjum og upp- reisn nokkurra öflugustu þing- manna repúblíkana gegn Íraks- stefnu Bush er til marks um vaxandi örvæntingu innan flokksins. Samkvæmt könnunum á fylgi frambjóðenda á landsvísu hefur Hillary Clinton traust forskot á Bar- ack Obama. Athygli vekur að mennt- aðir kjósendur og í góðum efnum kveðast frekar styðja Obama en for- setafrúna fyrrverandi. Hið sama á við um óháða kjósendur. Fylgi við Hillary Clinton reynist á hinn bóg- inn meira innan lágstétta í Banda- ríkjunum og lítt menntaðar konur eru líklegri til að styðja hana en þær sem meiri menntun hafa hlotið. Forusta á þessu stigi ekki ávísun á árangur Talsmenn Obama segja stjórn- málaskýrendur upphefja um of mik- ilvægi fylgiskannana á landsvísu. Kannanir í þeim ríkjum þar sem fyrstu forkosningarnar fara fram í byrjun næsta árs gefi til kynna að staða frambjóðandans þar sé mjög viðunandi. Reynslan sýni og að upp- lýsingar um fylgi á landsvísu á þessu stigi segi ekkert um hvernig kosn- ingabaráttan eigi eftir að þróast. Víst er að í þessu efni hafa und- irsátar Obama nokkuð til síns máls; í síðustu átta forkosningum Demó- krataflokksins hefur það einungis tvívegis gerst að sá frambjóðandi, sem náð hefur forustu á þessu stigi baráttunnar, hafi hlotið útnefningu flokksins. Nefna má að í júnímánuði árið 2003 var John Kerry, sem hafði sigur og fór fram gegn Bush forseta ári síðar, í þriðja sæti frambjóðenda Demókrataflokksins. Árangur Obama á sviði fjáröflun- ar hefur vakið verðskuldaða athygli og ljóst er að þingmaðurinn mun ráða yfir digrum sjóðum þegar bar- áttan hefst af fullum krafti með til- heyrandi sjónvarpsauglýsingum. Obama hefur á síðustu þremur mán- uðum náð að skjóta Hillary Clinton aftur fyrir sig þegar árangur er mældur í formi fjárhagslegs stuðn- ings. Öll met hafa verið slegin. Hið sama á við um hamslaus útgjöld frambjóðenda, sem eru lyginni lík- ust. Stuðningsmenn Obama þykja sér- lega ákafir og gott gengi á vettvangi fjármála gefur til kynna að fram- bjóðandinn hafi náð að skapa raun- verulega „grasrótarhreyfingu“ að baki sér. Á hinn bóginn hefur góður árangur á þessu lykilsviði banda- rískra stjórnmála enn ekki skilað Obama auknu fylgi í könnunum. Vestra velta margir innvígðir því nú fyrir sér hvort Obama bíði sömu örlög og þau er Howard Dean hlaut árið 2003. Dean, fyrrum ríkisstjóri Vermont, sem stefndi að því að verða útnefndur forsetaframbjóð- andi Demókrataflokksins, hafði náð framúrskarandi árangri á sviði fjár- öflunar í krafti „grasrótarhreyfing- ar“ og hugvitsamlegrar notkunar Netsins. Sýnt virtist að hann ætti sigur vísan. En á ögurstundu gerðist Dean sekur um hvatvísi og stuðn- ingur við hann gufaði upp. Slíkur samanburður er um margt hæpinn en því verður ekki á móti mælt að gott gengi Barack Obama á sviði fjáröflunar hefur enn engu skil- að hvað fylgi varðar. Er þingmað- urinn gerði opinbert í febrúarmán- uði að hann hygðist gefa kost á sér leiddi könnun dagblaðsins The Washington Post og fréttastofu ABC-sjónvarpsstöðvarinnar í ljós að Hillary Clinton hafði 16 prósentu- stiga forskot á hann. Nú, fimm mán- uðum síðar, mælist forskot hennar 15 prósentustig í sömu könnun og 19 prósentustig í könnun CBS/The New York Times, sem birt var á fimmtudag. Auglýsingastríð í sjón- varpi, sem kostar lygilegar fjárhæð- ir, er að vísu enn ekki hafið og ljóst er að í því efni mun forsetafrúin fyrrverandi þurfa á öllu sínu að halda. Staða hennar telst hins vegar afar sterk og skoðanakannanir leiða í ljós að kjósendur telja næsta víst að hún verði kjörin forseti Banda- ríkjanna hljóti hún útnefningu flokksins. Tveir af hverjum þremur kjósendum kváðust þessarar hyggju í könnun CBS/The New York Times, sem birt var á fimmtudag. Þessar upplýsingar munu án nokkurs vafa reynast Hillary Clinton mikilvægt tæki í áróðursstríðinu. Er nýliða treystandi á stríðstímum? Um frambjóðendurna gildir al- mennt að helsta verkefni þeirra er að leitast við að breikka sjálfan fylgisgrunninn. Þeir hópar, sem standa að baki Obama, eru nokkuð fyrirferðarmiklir en ráða sjaldnast úrslitum í forkosningunum. Árangur „grasrótarvinnu“ frambjóðandans mælist aðeins á vettvangi fjáröflun- ar; rúmlega 250.000 manns studdu hann fjárhagslega á öðrum fjórðungi ársins. Styrkur Obama er jafnframt helsti veikleiki hans. Hann er nýliði á vettvangi stjórnmálanna og telst því enn ekki fulltrúi valdastéttarinn- ar líkt og gildir um Hillary Clinton. Þessi staðreynd höfðar til margra en um leið verður reynsluleysi Obama ekki dulið. Kannanir sýna að al- menningur tekur alvarlega „hnatt- ræna stríðið gegn hryðjuverkaógn- inni“, sem Bush forseti lýsti yfir eftir árásir flugumanna Osama bin Laden á Bandaríkin 11. september 2001. Hvað Obama varðar sýnist lykilspurningin því þessi: Eru Bandaríkjamenn reiðubúnir að hefja nýliða til valda á stríðstímum? Aukin harka færist nú í keppni þeirra Hillary Clinton og Baracks Obama og er það að vonum; líkur á sigri Demókrataflokksins og sögu- legum umskiptum sýnast verulegar. Í HNOTSKURN »Á öðrum fjórðungi ársinsnáði Barak Obama að safna 38,2 milljónum Banda- ríkjadala. Framboðið eyddi um 16 milljónum dala á þessu tímabili og hefur nú tiltækar 34 millljónir dala. »Hillary Clinton aflaði 28milljóna dala, eyddi um 13 milljónum og ræður nú yfir 33 milljónum dala. Til viðbótar við þetta ræður forsetafrúin fyrrverandi yfir 12 milljónum dala, sem henni verður heimilt að nota verði hún útnefnd for- setaframbjóðandi Demókrata- flokksins. »Á þessum tíma árið 2003hafði John Kerry, sem fór með sigur af hólmi í forkosn- ingum Demókrataflokksins vegna forsetakosninganna 2004, náð að afla 13 milljóna dala. Og hann hafði aðeins eytt um fjórum milljónum þeirra. Fréttir á SMS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.