Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Til sölu er jörðin Laxholt í Húnavatnshreppi. Á jörðinni er sumarhús og eldri útihús. Landstærð er um 130 ha. Jörðin á veiðirétt og land á löngum kafla meðfram Laxá í Ásum. Umtalsverð veiðihlunnindi. Tilboð óskast í jörðina að hluta eða öllu leyti. 101404 Nánari uppl á skrifst FM. Sjá einnig www.fasteignamidsodin.is. LAXHOLT - LAXVEIÐIHLUNNINDI Skrifstofur okkar í Reykjavík og Hafnarfirði eru opnar alla virka daga frá kl. 9-17 Runólfur Gunnlaugsson viðskiptafr., lögg. fast.- og skipasali Kristín Pétursdóttir, lögg. fasteignasali Sími: 533 6050 www.hofdi.is Fallegar eignarlóðir við Úlfljótsvatn. Á svæðinu í heild hafa verið skipulagðar 33 sumar- húsalóðir frá rúmlega 0,7-1,9 hektarar að stærð. Aðgangur verður að heitu og köldu vatni, rafmagni og háhraðainternettengingu. Vegir eru komnir að öllum lóðum. Verð 6,6 millj. Upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða fasteignasölu, s. 895-3000. Sumarbústaðalóðir - Úlfljótsvatn Vinalegur og kósí sumarbústaður í landi Stóra Fjalls í Borgarbyggð. Skjólsæl verönd er við húsið og víðsýni mikið til fjalla og jökla. Lóðin er 6.900 fm leigulóð. Talsvert birkikjarr er á landinu auk trjáa sem hafa verið gróðursett. Innan við 1 klst. akstur frá Reykjavík. Verð 9,0 millj. Upplýsingar veitir Runólfur á Höfða fasteignasölu, s. 892-7798. Stóra fjall - Borgarbyggð Í sölu 1.562 fm eignarlóð í landi Miðfells. Birkistekkur 2. 22,4 fm hús ásamt svefnlofti er á lóðinni. Hægt að byggja við eða reisa nýtt. Mikill gróður. Parket og flísar. Nýtt rafmagn og rennandi vatn. Verð 9,9 millj. Upplýsingar veitir Gústaf á Höfða fasteignasölu, s. 895-7205. Birkistekkur - Miðfell Vinalegur og vel byggður sumarbústaður í landi Dagverðarness í Skorradal. Bústaðurinn er 40,6 fm en svefnloft er yfir hluta hússins og er það ekki skráð í ferm.tölu. Stór verönd er umhverfis húsið með geysifögru útsýni inn Skorradal, yfir vatnið og út á Snæfellsjökul. Húsið stendur á 2.579 fm leigulóð og eru 9 ár eftir af leigusamningi. Útsýni er geysifagurt og veðursæld mikil í dalnum. Stutt á golfvöll og sundlaug. Verð 14,0 millj. Upplýsingar veitir Runólfur á Höfða fasteignasölu, s. 892-7798. Dagverðarnes - Skorradalur Í sölu fullbúið 60 fm sumarhús ásamt öllu innbúi á besta stað í Vaðnesinu. Eignarlóð. Eigin hitaveita á svæðinu. Heitur pottur, útigeymsla og stór verönd. Vandaður frágangur og gott viðhald í gegnum tíðina. Stutt í margvíslega þjónustu og afþreyingu. Einungis 45 mín. akstur frá Reykjavík. Verð 18,9 millj. Upplýsingar veitir Gústaf á Höfða fasteignasölu, s. 895-7205. Kjalbraut - Vaðnesi Landið er 42,8 hektarar mjög vel grasi gróið (gamlar engjar) og móar. Landið er vel þurrt og kjörið til búsetu, óvíða er betra útsýni á fjallahringinn með drottninguna Heklu í aðalhlutverki. Í suður liggur landið að Holtsvegi en veiðilækurinn Voli er á vesturmörkum. Þarna er kjörið tækifæri fyrir þá sem vilja vera út af fyrir sig en þó í nálægð við alla þjónustu þéttbýlisins. Gott tækifæri til að eignast frábæran samastað út af fyrir sig á þessu eftirsótta svæði fjarri skarkala og svifryki stórborgarinnar. Ásett verð 45 millj. Upplýsingar veitir Bjarni gsm. 660 6868 eða Runólfur á Höfða fasteignasölu, s. 892 7798. Land við Selfoss - Stórhólmi í Flóa Fallegt 59,5 fm sumarhús, ásamt eignarlóð á einu eftirsóttasta sumarhúsasvæði landsins. Góðar innréttingar og verönd með fallegu útsýni. Húsið stendur ofan við götu stutt frá Skorradalsvatni með útsýni yfir vatnið og til fjalla. Landið er skógi vaxið og útsýni geysif- agurt. Örstutt í sundlaug við Andakílsvirkjun. Þetta er einstök staðsetning. Verð 18,9 millj. Upplýsingar veitir Runólfur á Höfða fasteignasölu, s. 892-7798. Dagverðarnes - Skorradalur Laugavegi 170, 2. hæð. Opið virka daga kl. 8-17. Sími 552 1400 ● Fax 552 1405 www.fold.is ● fold@fold.is Þjónustusími eftir lokun er 694 1401. SUMARHÚS Í LANDI MIÐENGIS - GRÍMSNESI SÖLUSÝNIG SUNNUDAGINN 22. JÚLÍ KL 14-15 Fallegt og mjög vandað, 102 fm, sumarhús á 6.700 fm kjarri vax- inni eignarlóð. Rustik-eikarparket á gólfum. Tvö rúmgóð svefn- herbergi. Fallegt útsýni og stutt í Kerið. Vandaðar innréttingar og engu til sparað við byggingu og útlit bústaðar sem er m.a. með um 140 fm útsýnispall. Verð 26,9 millj. 7469 Nánari upplýsingar gefur Ólafur í síma 824 6703. Á DÖGUNUM birtist skemmtileg grein í Morg- unblaðinu eftir fornleifafræðing- inn Peter Vemming um brenni- stein frá Íslandi, sögu púðursins og Kólumbus á Ís- landi á 15. öld. Þá var íslensk skreið eftirsótt í Evrópu og Björn Þorsteinsson sagnfræðingur kall- aði hana ensku öld- ina. Það var ekki að ófyrirsynju enda bit- ust enskir og þýskir um skreiðina. Venn- ing fjallaði um afar áhugaverða forn- minjarannsókn á Gásum í Eyjafirði og útflutning á brenni- steini. Saga um útflutning brennisteins er minna þekkt og áhugavert að fylgjast með nið- urstöðum rannsókna norður í Eyjafirði. Brennisteinn var flutt- ur til útlanda víðar en frá Gás- um. Í orrustunni um Bosworth er talið að íslenskur brennisteinn hafi ráðið um úrslit Rósastríðsins á Englandi; borgarastyrjöld enskra. Sprengisandur kenndur við brennistein? Íslenskur brennisteinn varð ör- lagavaldur í enskri sögu þegar Hinrik Tudor, sem tók sér konungs- nafngiftina Hinrik VII., braust til valda eftir að hafa fellt Ríkharð III. í orrust- unni við Bosworth 1485. Það var örlaga- atburður á Englandi. Hinir hálfkeltnesku Tudorar komust til valda. Björn Þor- steinsson sagnfræð- ingur segir í Tíu þorskastríðum 1415- 1976 að Hinrik VII. hafi fengið íslenskan brennistein sem fluttur var frá Straumsvík til Bristol á suðvesturströnd Englands. Brennisteinninn var líklega fluttur úr Mývatnssveit suður Sprengisand „hvort sem sandurinn hefur þá hlotið nafn sitt eða áður“ ályktaði Björn. Hinrik VII. hafði því púður í fall- stykkin ólíkt Ríkharði III. en tek- ið hafði fyrir flutning á brenni- steini frá Sikiley. Hinrik VII. hafði færri hermenn undir vopn- um við Bosworth en vann frækinn sigur. Rósastríðið – borgarastríð enskra – var brátt til lykta leitt eftir áratuga skærur. Þannig kom íslenskur brennisteinn við sögu á örlagatímum í enskri sögu. Hinn nýi konungur, Hinrik VII., hélt til Bristol til þess að þakka borg- arbúum flutning á íslenska brennisteininum. Framundan voru glæstir tímar þegar Bretar réðu höfunum um aldir. Enskir sjómenn sjóuðust á úthafinu með siglingum á Íslandsmið. Fyrir stafni voru heimshöfin sjö. En það var fleira flutt út en brenni- steinn og skreið. Íslendingar gáfu börn sín en seldu hundana Í Bristol var allnokkur fjöldi Íslendinga svo sem fram kemur í samantekt Björns Þorsteinssonar. Árið 1484 voru 49 Íslendingar af 51 útlendingi í Bristol. Breskir duggarar voru ásakaðir um brott- nám á „fjölda fólks, börnum og unglingum“ á Íslandi. Í dómi Al- þingis 1533 segir að duggarar „ræni fé og fólki burt af þessu fá- tæka landi“. Mörg börn fóru um Straumsvík til vinnu í breskum borgum. Víst er að einhverjum var rænt. Sum stukku í skip í leit að betra lífi. Þá gáfu fátækir for- eldrar börn sín. Um Íslendinga var sagt að þeir hefðu þann sið að selja hunda en gefa börn sín. Á 15. öld var vinnuaflsskortur á Bretlandi og ekki ólíklegt að Bretar hafi sóst eftir íslensku vinnuafli að því er fram kemur í grein dr. Helga Þorlákssonar um útflutning íslenskra barna til Englands á miðöldum. Í Straums- vík var fátækum börnum safnað saman til farar yfir hafið. Evrópsk stórveldi sóttu í vax- andi mæli á Íslandsmið á 15. öld enda landið kalda útvörður hins þekkta heims. Með landafund- unum beindust augu Breta til Vesturheims en þeir höfðu lært að sigla úthafsölduna með sigl- ingum til Íslands. Þannig má segja að Ísland hafi ráðið miklu um breska heimsveldið. Hinrik VII. komst til valda í krafti íslensks brennisteins Hallur Hallsson skrifar um ís- lenskan brennistein og fátækt á 15. og 16. öld » Í orrustunni um Bos-worth er talið að ís- lenskur brennisteinn hafi ráðið um úrslit Ró- sastríðsins á Englandi; borgarastyrjöld enskra. Hallur Hallsson Höfundur er söguritari og framkvæmdastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.