Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 27 dagskvöldum ef veður leyfir. „Það hafa verið ýmsar uppá- komur hjá okkur, svo sem afmæli og brúðkaup, enda tökum við að okkur að skipuleggja ferðir frá upphafi til enda leiti fólk eftir því,“ segir Unnur. Café Kró er opið frá kl. 9 til 21 daglega yfir sumartímann. „Við höfum verið með fjölbreyttan mat- seðil og viðbrögðin hafa verið mjög góð. Annars er staðurinn svo nýr af nálinni að fólk sem býr hérna er ennþá að uppgötva hann. Við höf- um verið með súpu og brauð í há- deginu og ætlum að halda því áfram í vetur. Veitingahúsið verður þungamiðja starfseminnar yfir vetrartímann í framtíðinni en það er mikilvægt að svona fyrirtæki sé rekið á ársgrundvelli,“ segir Unn- ur. Unnur og Simmi segja minnst að gera frá desember fram í febrúar en samt þori þau aldrei að fara af staðnum án þess að hafa einhvern fyrir sig. Lengi er nefnilega von á gestum. „Þetta er bindandi en al- gjörlega þess virði. Við erum alltaf að gera eitthvað nýtt,“ segir Unn- ur. Markaðssetning í Bretlandi Breskir skólahópar byrja að stinga við stafni í febrúar og koma hver af öðrum með hléum fram í október. „Við höfum markaðssett okkur með skipulögðum hætti í Bretlandi undanfarin ár og það hefur skilað sér. Eldfjallið er helsta aðdráttaraflið en líka jarð- fræðin, sagan og fuglalífið,“ segir Simmi. Íslenskir skólahópar eru fyr- irferðarmiklir í maí, og frá júní til ágúst er hinn almenni ferðamaður á hverju strái. Þá eru skemmti- ferðaskipin drjúg. „Það koma dag- ar þar sem hvorki við né starfs- fólkið getum sest niður, eins og í dag,“ segir Unnur og horfir afsak- andi á mig. Hún er á stöðugum hlaupum og Simmi meira og minna á sjó meðan ég dvelst hjá þeim. Ekkert að afsaka, viðskiptin ganga vitaskuld fyrir. „Aðra daga er ró- legra,“ heldur Unnur áfram, „en yfir háannatímann gerum við lítið annað en að vinna.“ Simmi er fyrst og fremst skip- stjórinn í hópnum en bregður sér einnig í líki rútubílstjóra og kokks þegar á þarf að halda. „Hann er listakokkur,“ segir Unnur. Sjálf hefur hún umsýslu af ýmsu tagi með höndum, auk þess að aka rút- unum ásamt öðrum. Alls vinna tólf manns hjá Viking Tours í sumar. Það er ekki öllum hjónum gefið að vinna saman en Unnur og Simmi segja það lítið mál. „Auðvit- að hriktir stundum í stoðunum,“ segir Unnur hlæjandi, „en þegar þær eru traustar skiptir það engu máli. Við erum ekki sammála um alla hluti enda ólík að upplagi en komumst alltaf að niðurstöðu sem bæði geta sætt sig við. Ég er mjög skipulögð og vil hafa yfirsýn yfir alla hluti. Simma gengur miklu betur að bregðast við óvæntum að- stæðum og er alveg ótrúlegur und- ir álagi. Ég undrast enn hvað hann er duglegur og ósérhlífinn.“ Missti móður sína sex ára Simmi er Eyjapeyi í húð og hár, fæddur 1957. Hann er sonur hjónanna Einars Gíslasonar, eða Einars í Betel eins og hann var jafnan kallaður, og Guðnýjar Sig- urmundsdóttur. Guðný, sem átti við nýrnasjúkdóm að stríða, lést af barnsförum þegar Simmi var að- eins sex ára. Drengurinn sem hún gekk með dó einnig. Simmi á tvö eldri alsystkini, Guðrúnu og Guðna, og eina hálfsystur, Guðnýju, sem Einar átti með seinni konu sinni, Sigurlínu Jóhannsdóttur. „Ég man sáralítið eftir móður minni, það er eins og allar minn- ingar fram að andláti hennar hafi þurrkast út. Sigurlína gekk okkur systkinunum í móðurstað og reyndist okkur ótrúlega vel,“ segir Simmi. Unnur segir Guðnýju, móður Simma, hafa verið Eyjamönnum mikill harmdauði. „Þrátt fyrir ung- an aldur, hún var bara 36 ára þeg- ar hún dó, var hún máttarstólpi í samfélaginu, elskuð og dáð. Það er enn talað um hana hérna.“ Simmi segir æskuárin hafa ein- kennst af peyjastemningu, gjör- ólíkri þeirri sem þekkist í dag. „Götur voru ómalbikaðar og and- rúmsloftið allt annað en í dag. Þá setti Surtseyjargosið sterkan svip á æskuár mín, það var látlaust gos frá því ég var sex ára og þangað til ég varð níu. Það var frábært að vaxa hér úr grasi,“ segir Simmi. Nauðungarflutningar upp á land Tólf ára var Simmi fluttur „nauðungarflutningum“ upp á land, þegar faðir hans var beðinn að taka við Hvítasunnusöfnuðinum í Reykjavík. Hann hét því að skila sér aftur og það gerði hann tíu ár- um síðar, 1979. Í millitíðinni hljóp þó aldeilis á snærið hjá Simma. Hann kynntist Unni. „Við kynntumst á samkomu hjá Hvítasunnusöfnuðinum árið 1976. Fyrst um sinn vorum við bara góð- ir vinir en svo fór ástin að blómstra og við giftum okkur tveimur árum síðar,“ rifjar Unnur upp en hún er ári eldri en bóndi hennar. Þau eiga fimm börn. Einar er 28 ára, Unnar Gísli 25 ára, Guðný tví- tug, Ólafur Rúnar 18 ára og Guð- mundur Óskar 15 ára. Tveir elstu synirnir eru fluttir upp á land en foreldrarnir gera sér vonir um að endurheimta þá. „Þeir vilja báðir koma aftur en eru í góð- um störfum í Reykjavík. Það er því miður alltof algengt að ungt fólk vilji búa hér en finni ekki atvinnu við hæfi. Strákarnir heimsækja okkur þó oft, þannig að þetta er í góðu lagi,“ segir Unnur. Yngri börnin þrjú búa öll í Eyj- um og starfa í sumar baki brotnu hjá Viking Tours. Guðný er í af- greiðslunni á Café Kró og strák- arnir í eldhúsinu. Þeir eru víst orðnir vel frambærilegir flatböku- gerðarmenn. „Sá yngsti er raunar í Reykjavík núna, stökk þangað um leið og hann fékk frí,“ segir móð- irin sposk. Afarnir voru mestu mátar Unnur er fædd og uppalin á Njálsgötunni í Reykjavík – í húsi sem mun vera spegilmynd af hús- inu sem Simmi ólst upp í úti í Eyj- um – en rekur ættir sínar til Eyja. „Móðir mín ólst hérna upp. Það er reyndar svo merkilegt að afar okk- ar Simma voru vinir og jafnaldrar, fæddir 1883. Gísli Jónsson og Sig- urður Hróbjartsson hétu þeir og stunduðu saman rollubúskap, auk þess sem þeir drukku alltaf saman morgunkaffi á sunnudögum meðan báðir lifðu. Það brást aldrei.“ Foreldrar Unnar voru Ólafur Þorsteinsson og Guðmunda Sigurð- ardóttir. Hún er næstyngst átta systkina. Sjö systur eru á lífi en eini bróðir hennar lést fyrr á árinu. Simmi var með annan fótinn í Eyjum á unglingsárunum. Hann lagði gjörva hönd á plóginn við uppbygginguna eftir gos og haustið 1974 fór hann á sjó með skipi frá Eyjum. Sjómennskuna stundaði hann í þrjú ár. Sumarið 1979 vörðu ungu hjónin hálfum mánuði í Eyjum og þar með voru örlög Unnar ráðin. „Veðrið var svo gott hérna þetta sumar að ég sló til um haustið, sagði Simma að ég væri til í að prófa þetta í eitt ár. Það ár er ekki enn liðið, 27 árum síðar,“ segir hún og hlær. „Ég sé ekki eitt augnablik eftir því að hafa flutt. Vest- mannaeyjar eru yndislegur staður og það eru forréttindi að búa hérna.“ Það er eins gott, því Simmi hefði aldrei snúið aftur upp á land. „Ég sagði á sínum tíma að henni væri frjálst að fara ef hún vildi. Ég yrði hér áfram,“ segir hann hlæjandi. Simmi er náttúrubarn af Guðs náð. Elskar sjóinn og fuglalífið. Og hvar er þá betra að vera en í Vest- mannaeyjum? Hann er sjálfmennt- aður fugla- og jarðfræðingur og hefur alla tíð verið sólginn í fróð- leik af ýmsu tagi, ekki síst efni sem viðkemur sögu eyjanna, nátt- úru og tónlist. „Svo eru Íslend- ingasögurnar alltaf í uppáhaldi.“ Hugmyndaríkt fé Fram hefur komið að lítill tími er fyrir tómstundir á sumrin en hjónin bæta sér það upp á veturna. Þau eiga litla jörð, Dali, skammt frá flugvelli bæjarins, þar sem þau eru með fjárbúskap ásamt Gísla Óskarssyni, frænda Simma, og eig- inkonu hans, Gíslínu Magn- úsdóttur. Þar eru um fjörutíu kind- ur á gjöf yfir vetrartímann. Og nokkrar hænur. Simmi ólst upp við fjárbúskap og kveðst hafa orðið að láta þennan draum rætast. Á sumrin ganga skjáturnar laus- ar í eynni og á siglingunni með Simma vakti það óskipta athygli mína og bresku ungmennanna að þær virtust bjóða þyngdarlögmál- inu birginn í hlíðunum. Svífa hrein- lega í lausu lofti við beitina – a.m.k. sumar hverjar. „Blessaður vertu, þær eru ótrúlegar,“ segir Simmi en viðurkennir þó að sumar hrapi í sjóinn, á bilinu 2-8% á hverju sumri. „Kindurnar eru allt annarrar gerðar hér, því komust menn að þegar þær voru fluttar upp á land í gosinu. Það héldu þeim engar girðingar og þegar rimlar voru settir í veg þeirra veltu þær vöngum stundarkorn og rúlluðu sér svo yfir rimlana. Menn voru fegnir þegar þær fóru aftur til síns heima.“ Trúin og tónlistin Eins og fyrr segir eru bæði Simmi og Unnur alin upp í Hvíta- sunnukirkjunni. Trúin er því snar þáttur í lífi þeirra. „Við erum mjög trúuð og samfélagið við Guð er okkur mikilvægt. Við störfum mik- ið í kirkjunni, einkum yfir vetr- artímann, en á sumrin höfum við því miður færri tækifæri til þess. Forstöðuhjónin í kirkjunni hafa sýnt þessu mikinn skilning og kunnum við þeim þakkir fyrir,“ segir Unnur. Simmi tekur í sama streng. „Trúin hefur fylgt mér alla tíð. Vestmannaeyjar eru, eins og svo mörg sjávarpláss, mikið trúar- samfélag. Við upplifum lífið á ann- an hátt hér. Betel var fastur punktur í tilveru okkar krakkanna meðan ég var að alast upp og það hefur ekkert breyst.“ Bæði eru hjónin músíkölsk, Simmi spilar á gítar og munn- hörpu, auk saxófónsins, og er kom- inn af miklu kór- og orgelfólki. Sig- urmundur afi hans var t.a.m. virtur kórstjóri. Unnur syngur. Þá eru börn þeirra öll viðriðin tónlist. „Strákarnir voru að telja hljóð- færin á heimilinu um daginn og fundu 32,“ segir Simmi. Hann leiðir oft sönginn í Hvíta- sunnukirkjunni en hjónin hafa líka margoft séð um tónlist og söng í útförum á vegum þjóðkirkjunnar. „Enda þótt við séum ekki í þjóð- kirkjunni erum við oft beðin að spila og syngja í athöfnum í Landakirkju. Það er virkilega gott að starfa með prestunum og fólk- inu þar,“ segir Unnur. Ætlar að halda bóndanum Þau segjast gera þetta með glöðu geði. „Það eru forréttindi að geta gefið af sér og maður á að rækta það sem maður fær í vöggu- gjöf,“ segir Unnur. „Við höfum yndi af því að flytja tónlist, alveg eins og við höfum yndi af því að þjóna ferðamönnum. Við fáum líka svo mikið til baka. Orð fá ekki lýst því hvað það gefur manni að kveðja ferðamann sem er yfir sig heillaður af Vestmannaeyjum og þakklátur fyrir það sem við höfum gert fyrir hann.“ Klukkan tifar á túninu fyrir framan Café Kró og senn líður að flugi. Unnur býður mér far með rútunni en hún er á leiðinni upp á flugvöll með nokkra ferðamenn. Ég kveð kafteininn með virktum og fæ mér sæti. Inn streymir fólk af ýmsu þjóðerni. Unnur setur upp hljóðnema og spjallar við fólkið á leiðinni. „Segðu mér, er skipstjórinn maðurinn þinn?“ spyr eldri kona frá Ástralíu. Unnur játar því. „Yndislegur mað- ur,“ heldur sú ástralska áfram dreymin. „Takk fyrir það. Ég hef allavega hugsað mér að halda hon- um,“ segir Unnur hlæjandi. Sú ástralska lýsir stuðningi við þau áform. Þegar leiðir skilja á flug- vellinum býður hún Unni velkomna í heimsókn til Ástralíu, hvenær sem er. Unnur þakkar boðið. „Þarna sérðu hvað ég er að tala um. Maður eignast marga vini í þessu starfi,“ segir hún við mig þegar konan er farin frá borði. Svo veltir hún vöngum: „Ástralía. Það skyldi aldrei vera …“ orri@mbl.is Tónelskur Simmi er mjög músíkalskur og hér blæs hann í saxófóninn í Klettshelli. Fjölhæfur Þegar Simmi er ekki að sigla á hann það til að bregða sér í eldhúsið á Café Kró og fullyrðir Unnur að hann sé listakokkur. Höfuðstöðvarnar Simmi og Unnur hafa rekið kaffihúsið Café Kró í nokk- ur ár og í vor stigu þau skrefið til fulls og opnuðu veitingastað í krónni. Rútubílstjórinn Unnur á leið með hóp í rútuferð um Eyjar. „Orð fá ekki lýst því hvað það gefur manni að kveðja ferðamann sem er yfir sig heillaður af Vestmannaeyjum og þakklátur fyrir það sem við höfum gert fyrir hann.“ » Veðrið var svo gott hérna þetta sumar að ég sló til um haustið, sagði Simma að ég væri til í að prófa þetta í eitt ár. Það ár er ekki enn liðið, 27 árum síðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.