Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 22
daglegt líf 22 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Oddnýju Helgadóttur oddnyh@mbl.is Það er fágað að bíða í röð ogdýrlegt að vera kurteis,“er slagorð kurteisisher-ferðar sem nú er rekin í Beijing. Íbúar borgarinnar hafa í gegnum tíðina verið þekktir að öðru en kurt- eisi. Til að ráða bót á því er nú reynt að kenna þeim að brosa á götum úti og bíða í biðröðum. Hamrað er á því að hvorki megi hrækja né henda rusli á víðavangi. Þessi herferð er liður í aðgerðum sem kínversk stjórnvöld hafa ráðist í til að undirbúa Ólympíuleikana sem haldnir verða í Beijing á næsta ári. Kínverjar telja þá tækifæri til að gera borgina að sæmandi höf- uðborg 21. aldar stórveldis. Allt kapp er því lagt á að byggja upp, hreinsa og bæta ímynd borgarinnar. Vandræðaleg kínska Kínverska er tvírætt tungumál og erfitt að þýða hana á önnur tungu- mál með orðabók. Þó er nokkuð al- gengt að það sé gert og í Beijing eru víða skilti með hlægilegum áletrun- um á ensku. Yfir neyðarútgangi á Beijing-flugvelli segir „no entry on peacetime“ (aðgangur bannaður á friðartímum), og garður tileinkaður þjóðarbrotum er merktur „racist park“ (kynþáttahatursgarður). Þá skolast þýðingar á matseðlum oft til. T.d. má finna veitingastaði þar sem boðið upp á rétti á borð við „cor- rugated iron beef“ (bárujárns- nautakjöt), „government abuse chic- ken“ (stjórnvaldsmisnotkunar-kjúk- lingur), „sauteéd family“ (snöggsteikt fjölskylda) og „instant jew’s ear fungus“ (fljótlagaður gyð- ingaeyrnasveppur) og svo mætti lengi telja. Þetta þykir yfirvöldum ótækt og sérfræðingar hafa verið kallaðir til svo uppræta megi þessar ambögur, sem gjarnan eru kallaðar „Chinglish“ eða kínska. Átak og framkvæmdir Kínversk skólabörn eiga að vera þjóð sinni til sóma á meðan á leik- unum stendur og áhersla á ensku- kennslu er mikil um þessar mundir. Að sama skapi er börnum kennt um Ólympíuleikana og próf og ritgerðir um þá eru algeng. Þá hefur verið skorin upp herör gegn rusli og mengun. Loftmengun í Beijing er tvisvar til þrivar sinnum meiri en Alþjóðaheilbrigðismála- stofnunin telur ásættanlegt og eru íþróttamenn sem keppa á Ólympíu- leikunum ekki taldir líklegir til af- reka í borginni þar sem samverk- andi áhrif mengunar, hita og raka draga úr getu þeirra. Til þess að vinna gegn þessu ætla kínversk stjórnvöld að loka fyrir umferð bíla í miðborg Beijing á meðan á leikun- um stendur. Miðað við veðurfar í Beijing und- anfarin ár eru helmingslíkur á því að rigning verði á upphafs- og loka- degi leikanna. Kínverjar vilja allt til vinna að heiðskírt verði og því verð- ur sérstakt efni notað til að fram- kalla rigningu áður en leikarnir byrja. Ef þarf verður flugvélum og loftskeytum auk þess beitt til að dreifa skýjum. Á Ólympíuleikunum árið 2004 unnu Kínverjar aðeins fjórum gullmedalíum færra en Bandaríkja- menn og vonast þeir til að standa sig enn betur á næsta ári. Kínversk- ir íþróttamenn eru í strangri þjálfun og lagst er gegn því að þeir taki þátt í auglýsingaherferðum og öðru sem kynni að dreifa athygli þeirra. Ráðist hefur verið í miklar bygg- ingaframkvæmdir til að undirbúa leikana. Lestir, neðanjarðarlestir og vegir hafa verið lagðir og gríðar- stórar byggingar reistar til þess að hýsa íþróttaviðburði. Aðstaðan er hafi félagafrelsi og megi gera sam- eiginlega samninga. Einnig var sett bann við nauðungarvinnu, barna- þrælkun og mismunun á vinnustað. Öll þessi atriði eru fótumtroðin í Kína. Stéttarfélög eru bönnuð, vinnutími verkafólks er langur og oft eru litlar ráðstafanir gerðar til að tryggja öryggi starfsmanna. Nauðungarvinna og barnaþrælkun er algeng. Útlit er fyrir að Ólympíuleikarnir muni síst draga úr þessu. Nýlega flutti BBC fréttir af því að grunur leiki á að börn séu látin vinna í verk- smiðjum við að framleiða söluvarn- ing fyrir leikana. Samkvæmt félagasamtökunum Human Rights Watch beinast hreinsunaraðgerðir í Beijing ekki einungis að rusli, úrgangi og meng- un. Þau segja fólk, sem ekki er talið auka hróður landsins, fjarlægt af götum borgarinnar. Þannig sé vasa- þjófum, eiturlyfjaneytendum og þeim sem stunda vændi stungið í fangelsi til að koma þeim úr augsýn erlendra gesta. Kínversk stjórnvöld hafa löngum verið gagnrýnd fyrir ritskoðun og höft á tjáningarfrelsi. M.a. eru viss- ar netsíður bannaðar og fylgst með netnotkun. Almennir borgarar eru hvattir til þess að tilkynna ólöglegt og ósiðlegt efni til lögreglunnar. Þá er fréttamönnum bannað að fjalla um ákveðin mál. T.d. vita þeir allir að ekki má minnast á afdrif fólks í fangelsisbúðum eða mótmæli í Tíbet. Á hverju ári eru kínverskir fréttamenn sem þykja hafa gengið of langt í fréttaflutningi sínum tekn- ir fastir. Í upplýsingum fyrir erlenda fréttamenn sem verða á Ólympíu- leikunum kemur fram að þeir hafi „hentugan“ aðgang að Neti, sem þeir þurfa þó að fá sérstaka heimild fyrir. Til þess að flytja fréttir af öðru en því sem snýr að leikunum þurfa þeir opinbert leyfi. Margt bendir til þess að eftirlit með kínverskum fréttamönnum verði enn meira en venjulega á með- an leikarnir eru. Auk alls þessa hafa Kínverjar undanfarið verið gagnrýndir fyrir að selja Súdönum vopn og kaupa af þeim olíu. Ánægðir samt Allt þetta hefur orðið til þess að ýmsir hafa mælst til þess að Ólymp- íuleikarnir í Beijing verði snið- gengnir. Þrátt fyrir alla gagnrýni segist Ólympíunefndin mjög ánægð með framkvæmd mála í Kína og stórfyr- irtæki á borð við McDonald’s, Gene- ral Electric, Samsung, Swatch, Visa, Volkswagen, Coca-Cola, Eastmann Kodak, Alos-Origin og Lenovo Gro- up styrkja leikana. Það er líka til mikils að vinna. Í Kína er mikill hagvöxtur og landið er fjölmennasta land í heimi. Alls eru íbúar um 1,3 milljarður talsins og aðgangur að kínverskum mark- aði því gulls ígildi. Andspænis gróðavoninni sem því fylgir mega raddir þeirra sem harma mannrétt- indabrot sín ekki mikils. Glæsileiki Undirbúningur fyrir leikana er mikill og ekkert er til sparað. Stjórnvöld vilja sýna að Kína sé rísandi stórveldi og sumir segja að leikarnir verði þeir glæsilegustu frá upphafi. Reuters Kurteisi og mannréttindi Kínversk yfirvöld undirbúa Ólympíuleika í Beijing af kappi, en eru gagnrýnd fyrir mannréttindabrot ÍÞRÓTTIR» Reuters Í HNOTSKURN »Í Beijing er nú mikil upp-bygging fyrir Ólympíu- leikana. »Bent hefur verið á mörgmannréttindabrot í tengslum við undirbúninginn: Heimili fólks eru rifin, börn í þrælkunarvinnu framleiða söluvarning og frelsi til fjöl- miðlunar er heft. »Slagorð leikanna er Dans-andi Beijing – Einn heim- ur, einn draumur. »Juan Antonio Samaranch,fyrrum forseti Ólympíu- nefndarinnar, segir að leik- arnir í Beijing verði þeir glæsilegustu fyrr og síðar. Óvenjuleg klipping Merki Ólympíuleikanna er dansandi maður á rauðum grunni. Engin rigning Flugvélar og loftskeyti verða notuð til að dreifa skýjum svo heiðskýrt verði á Ólympíuleikunum. fyrsta flokks og þykir bera vaxandi vegsemd Kína vitni. Skuggahlið leikanna Allt á þetta sér þó skuggahlið. Margir vonuðust til að athyglin sem fylgir því að halda Ólympíuleikana setti þrýsting á kínversk stjórnvöld að draga úr mannréttindabrotum. Sú virðist ekki vera raunin. Til þess að rýma fyrir uppbygg- ingu hefur þúsundum Kínverja ver- ið úthýst. Þess eru dæmi að hafist hafi verið handa að brjóta niður hús áður en þau voru rýmd. Mótmæli þeirra sem hafa misst heimili sín eru hundsuð eða kæfð. Þá neita dómstólar að taka ákærur þeirra til meðferðar. Kína er aðili að Alþjóðavinnu- málastofnun. Árið 1998 gerði hún samþykkt þess efnis að verkafólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.