Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 26
lífshlaup 26 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Þ að er glampandi sól og blíða þegar Víkingurinn lætur úr höfn í Vest- mannaeyjum þennan júlímorgun. Um borð er á fimmta tug breskra ungmenna í skólaferðalagi og eftirvæntingin leynir sér ekki þegar þau horfa upp Heimaklett. Ævintýraeyjan skal skoðuð í krók og kima. Simmi skipstjóri er við stjórnvöl- inn og spurningarnar dynja á hon- um. „Langar ykkur að sjá hvali? Þá eruð þið ekki á réttum stað. Ég legg til að þið farið til New York, þar eru hvalir á hverju strái – á röltinu upp og niður Broadway,“ segir kafteinninn sposkur á svip. Ungmennin hlæja. Simmi upplýsir að Bretar séu góðir ferðafélagar enda hafi þeir svipaðan húmor og Íslendingar. „Það þýðir ekkert að segja Norðmönnum svona brand- ara.“ Áfram heldur skipstjórinn, sem jafnframt er leiðsögumaður í sigl- ingunni, með hvalina. „Þið vitið að við Íslendingar borðum hval. Ekki nóg með það, við borðum líka há- karl. Skerum hann niður í bita og gröfum hann í jörð þar sem við lát- um hann úldna í þrjá mánuði áður en við leggjum okkur hann til munns. Lyktin er eins og úr sokka- tösku fótboltaliðs. Svo skolum við hnossgætinu niður með rótsterkum miði sem við köllum brennivín.“ Bresku ungmennin stara op- inmynnt á Simma. „Er manninum alvara?“ má lesa úr svipnum. Ekki er þó ofsögum sagt af kurteisi þegna Elísabetar annarrar. Ein stúlkan lætur sér orðið „lovely“ um munn fara með hábreskum hreim í kjölfarið – og grettir sig. Fæddur skipstjóri Simmi er í essinu sínu á meðan á siglingunni stendur en hún tekur hálfan annan tíma. Hann lætur móðan mása um sögu, jarðfræði og fuglalíf. Hann er fæddur skipstjóri, rám röddin rímar við skeggið og sítt hárið sem flaksar í vindinum. Hann er líka prýðilegt ígildi kenn- ara en það er ekki heiglum hent að halda athygli yfir fjörutíu fimmtán ára unglinga, þar sem hormónin bulla og sulla undir kumpánlegu yfirborðinu. Bretarnir eru heillaðir af lund- anum og færast í aukana þegar þeir sjá hann fleyta kerlingar á yf- irborði sjávar. „Lundinn er með ákaflega litla vængi og þess vegna er hann svona klunnalegur þegar hann reynir að fljúga. Hann verður að hreyfa vængina tíu sinnum á sekúndu til þess eins að lyfta sér,“ segir Simmi. Það eru um sex millj- ónir lunda í Eyjum, um þriðjungur stofnsins. Síðasti áningarstaðurinn á sigl- ingunni er Klettshellir sem Simmi hælir fyrir hljómburð. „Það er við hæfi að strákarnir í hópnum taki lagið fyrir okkur hérna inni,“ segir hann og í því byrja þeir að blístra af miklu kappi. Ekki svo að skilja að Roger Whittaker roðni af öfund. „Þetta er prófsteinn á það hvort liðið er að hlusta á mig,“ segir Simmi og glottir. Í því dregur hann fram saxófón og skundar aft- ur á dekkið. Blæs með tilþrifum. Blístrendur bíta í vörina á meðan, enda leikurinn tapaður, og skip- stjórinn uppsker mikið lófaklapp að launum. Honum er greinilega margt til lista lagt. Tóku áskorun Simmi skipstjóri heitir fullu nafni Sigurmundur Gísli Einarsson og rekur ferðaþjónustuna Viking Tours í Vestmannaeyjum ásamt eiginkonu sinni, Unni Ólafsdóttur. Hún tekur glaðbeitt á móti okkur á bakkanum. Viking Tours var sett á lagg- irnar árið 2000. Víkingurinn var upphaflega smíðaður fyrir Vest- mannaeyjar, að frumkvæði Páls Helgasonar, en var ekki í notkun á þessum tíma. „Mönnum þótti það synd og skoruðu á Simma að taka bátinn að sér, þar sem hæfileikar hans liggja á ýmsum sviðum,“ upp- lýsir Unnur. „Við hugsuðum málið vel og vandlega og ákváðum svo að slá til. Við keyptum bátinn og gerðum hann fyrst út sumarið 2001.“ Árið eftir gekk starfsemin á land en þá festu hjónin kaup á tveimur rútufyrirtækjum og sameinuðu undir merkjum Viking Tours. Allar götur síðan hefur verið boðið upp á skoðunarferðir á láði og legi. Ekki nóg með það. „Okkur vantaði til- finnanlega höfuðstöðvar og árið 2003 keyptum við tangahúsið hérna við höfnina og opnuðum þar skrif- stofur og kaffihús. Þetta var áður fisksöltunarhús, eða kró, og þaðan er nafnið komið, Café Kró,“ segir Simmi. Í vor stigu hjónin svo skrefið til fulls og opnuðu veitinga- hús á Café Kró. Viðtalið fer fram á grasbalanum fyrir framan Café Kró og þar iðar allt af lífi þetta eftirmiðdegi. Simmi starfaði um árabil hjá Út- vegsbankanum og síðar Íslands- banka en síðustu árin áður en hann stofnaði Viking Tours var hann framkvæmdastjóri Útgerðarfélags Vestmannaeyja. „Ég held að menn hafi verið að leita að einhverjum mátulega kærulausum til að taka þetta að sér og mér fannst ég þurfa að svara kallinu,“ segir hann. „Vestmannaeyjar eru eitt best varðveitta leyndarmál Íslands og það stendur upp á okkur heima- menn að gera ferðamönnum kleift að sækja þær heim. Ef við gerum það ekki sjálfir gerir það enginn.“ Samgöngur mættu vera betri Simmi segir verk að vinna enda gætu samgöngumálin verið í betra horfi. „Á níunda áratugnum flugu tíu Fokker-vélar hingað á dag. Síð- an smádró úr þessu og loks hætti Flugfélag Íslands endanlega áætl- unarflugi hingað árið 2000. Við tók margra ára hörmung í flug- samgöngum milli lands og Eyja. Nú er Flugfélagið byrjað að fljúga hingað aftur og þessi mál smám saman að komast í samt lag á ný. Ætli það komi ekki upp undir 40.000 farþegar hingað með flugi frá Reykjavík á ári og um 30.000 frá Bakka. Það er dágóður hópur.“ Dagsferðamenn, fólk sem kemur að morgni og fer að kvöldi, eru stór hluti þeirra ferðamanna sem sækja Vestmannaeyjar heim og þeir stóla vitaskuld á flugið. „Það fer enginn í dagsferð og ver þar af sex tímum um borð í skipi. Eins og staðan er í dag hætta margir við að koma hingað í dagsferð vegna þess að þeim þykir það of mikið mál. Það þurfum við að laga,“ segir Simmi. Hann segir að skipasamgöngur mættu líka vera betri. „Herjólfur tekur alltof fáa bíla, þannig að við þurfum stærra skip. Um þetta hef- ur margoft verið spurt en svör hins opinbera hafa hingað til verið óvið- unandi.“ Afmæli og brúðkaup um borð Það er handagangur í öskjunni hjá Viking Tours þennan dag. Fyr- ir utan breska skólahópinn, sem í heild telur um áttatíu manns, er fjöldi ferðamanna í bænum, inn- lendra og erlendra. „Á þessum tíma eru þetta mest útlendingar sem koma til okkar en samt fullt af Íslendingum líka og þeim fer fjölg- andi,“ segir Simmi. Víkingurinn er kominn í gagnið upp úr miðjum apríl og Simmi tek- ur hann ekki upp fyrr en í október. Siglt er tvisvar á dag, kl. 10.30 og 15.30, en einnig er farið með hópa á öðrum tímum eftir samkomulagi. Boðið er upp á rútuferðirnar allt árið um kring. Siglingar umhverfis Eyjar og rútuferðir eru uppistaðan í starfi Viking Tours en fyrirtækið býður líka upp á ýmislegt annað, t.a.m. er siglt út í Surtsey á föstu- Þar sem draumaeyjan rís Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Fjölskyldan Hjónin Sigurmundur Gísli Einarsson og Unnur Ólafsdóttir, eigendur Viking Tours, ásamt yngri börnum sínum þremur, Guðnýju, Guðmundi Óskari og Ólafi Rúnari, sem starfa öll hjá þeim í sumar. Eldri synirnir tveir, Einar og Unnar Gísli, eru fluttir upp á land. „Vestmannaeyjar eru yndislegur staður og það eru forréttindi að búa hérna,“ segir Unnur. „Vestmannaeyjar eru eitt best varðveitta leyndarmál Íslands og það stendur upp á okkur heimamenn að gera ferðamönnum kleift að sækja þær heim. Ef við gerum það ekki sjálfir gerir það enginn,“ segja hjónin Sigurmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir sem reka ferðaþjónustuna Viking Tours í Vestmanna- eyjum. Orri Páll Ormarsson brá sér í siglingu með Simma skipstjóra á Víkingnum og ræddi við þessi eld- hressu hjón um ferðaþjónustu, lífið og tilveruna. Sigling Víkingurinn fer tvisvar á dag í útsýnisferð kringum Eyjarnar, þar sem Simmi skipstjóri fer á kostum enda fjölfróður um sögu og fuglalíf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.