Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 8
8 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ Gunnar er að bjóða aðstoð, segist vanur að höggva á gráum svæðum. VEÐUR BBC er áreiðanlega þekktasta ogvirtasta útvarps- og sjónvarps- stöð í heimi. Sennilega náði fyr- irtækið þessari stöðu í heimsstyrj- öldinni síðari, þegar útvarpssendingar BBC voru stund- um eina vonarglætan, sem kúgað fólk gat bundið vonir við. „This is London calling,“ London kallar, varð setning, sem greyptist inn í hugarheim fólks.     Nú á BBC ívanda og ekki í fyrsta sinn á seinni árum. Komið hefur í ljós ómerkilegt svindl í kringum dag- skrárgerð stöðv- arinnar. Áður hafði fréttastarfsemi BBC orðið fyrir áfalli.     Nú er það svo, að það er nánastómögulegt að komast hjá því á hvaða fjölmiðli sem er að slík áföll verði stöku sinnum.     Hins vegar er staða fjölmiðla íþessu samhengi umhugsunar- efni. Þeirra hlutverk er m.a. að veita öðrum þjóðfélagsstofnunum aðhald. Hverjir veita fjölmiðlum aðhald?     Hverjir tryggja, að vinnubrögðfjölmiðla og einstakra starfs- manna þeirra séu í samræmi við þá staðla, sem þeir sjálfir telja sig starfa eftir?     Í almannaumræðum er stundumtalað um mikilvægi þess að tryggja sjálfstæði fjölmiðla og sjálf- stæði ritstjórna innan fjölmiðlafyr- irtækja og það er að sjálfsögðu af hinu góða.     En hverjir tryggja rétt hins al-menna borgara gagnvart fjöl- miðlum?     Það er verðugt umræðuefni. STAKSTEINAR Vandamál BBC SIGMUND                          ! "#    $%&  ' (                 ) '   *  +, - % .   /    * ,                   01      0  2    3 1, 1  ),  40 $ 5 '67 8 3# '                          9  )#:;<                                !"  "# )  ## : )    ! " # $  " $  % &$ '& =1  = =1  = =1  !%$#  (   )*+& ,   <<1>         =   ?76   -$& #& # ,.   +   "# " &$  /  0%"    +$ "  5  1  ?    -$& #& # ,.   +   "# " &$  /  0%"    +$ "  :  1#& # ,.   +   "# ' & "& 1     2.  &33   &$  4 & + &(   2&34@3 @)=4ABC )D-.C=4ABC +4E/D(-C  / /5   5                / /5 / /5 / /5 / / / / / / /                   Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Anna Ólafsdóttir Björnsson | 20. júlí 2007 Kærleikur tekur stórt stökk Kærleikur tekur stórt stökk upp á við og nálgast ljósmóður í keppninni um feg- ursta orð íslenskrar tungu. Dalalæðan hefur látið undan síga, kannski er það tíðarfarið. Gleym-mér-ei heldur áfram að síga upp á við líka og spurning hvort hún kemst upp að hlið and- varans í fjórða sætinu. Meira: annabjo.blog.is Hrafnhildur Ýr Benediktsdóttir | 21. júlí 2007 Skondin bilun Bilunin sem ég gekk fram á niðri í miðbæ í gærkvöldi var mér þá algerlega óskiljanleg. Ég rölti framhjá þrem- ur bókabúðum og bið- raðirnar sem safnast höfðu við þær allar voru ógurlegar! Mörg hundruð metra raðir fyrir framan allar þrjár búðirnar, 2 ör- yggisverðir sem stóðu við sitthvora hlið hurðarinnar hleyptu fólki inn í skömmtum. Meira: hrafnhilduryr.blog.is Björn Bjarnason | 20. júlí 2007 16 mánaða rannsókn án ákæru Hvaða uppnám ætli hefði orðið hér á landi, ef lögregla hefði í 16 mánuði rannsakað póli- tíska greiðasemi stjórnmálaflokks fyrir styrki eða lán til kosn- ingabaráttu, en saksóknari síðan ákveðið að ákæra ekki? Veðrið var svo vont í Bretlandi í dag, að kannski gáfu menn sér ekki tóm til að hrópa sig hása af hneykslan eða fárast yfir kostnaði við rannsóknina. Meira: bjorn.blog.is Baldur Kristjánsson | 20. júlí 2007 Góð ferð Ingibjargar Sólrúnar Mér líður vel með að sjá Ingibjörgu Sólrúnu í viðræðum við stjórn- völd í Ísrael og Palest- ínu. Maður einhvern veginn veit að hún er einhvers virði í orð- ræðunni sem á sér stað. Gagnsemi heimsóknarinnar er einkum tvíþætt. Í fyrsta lagi dregur hún athygli fjöl- miðla hérlendra að svæðinu og það er ekkert nema gott að Íslendingar verði betur upplýstir um ástand mála. Í öðru lagi er ekki að vita nema að við getum orðið að gagni í sáttaumleitunum eins og þegar hef- ur verið ýjað að. Í þeim efnum getur þessi heimsókn orðið góð byrjun. Einkum hljótum við að horfa til þess hvort við getum orðið að gagni í samstarfi við Norðmenn. Það ber að blása á þann heimóttarskap að við séum of fá, smá og lítilsmegnug til þess að gera nokkuð annað en að flækjast fyrir … Það er hins vegar varla ástæða til að búast við friði á svæðinu eða sátt. Saga átaka milli fólks á þessu svæði spannar meira en fimmtíu ár. Sú saga er árþúsunda saga og verður ekki undið ofan af henni á nokkrum árum eða áratugum. En viðunandi fyrirkomulag fyrir botni Miðjarð- arhafs verður að finna. Það er e.t.v. stærsta verkefni okkar samtíðar. Meira: baldurkr.blog.is BLOG.IS Pjetur Hafstein Lárusson | 20. júlí 2007 Dugar fagurt hjartalag? Í ferð sinni hefur Ingi- björg Sólrún látið að því liggja, að Íslend- ingar gætu hugsanlega komið að undirbúningi og/eða gerð frið- arsamninga fyrir botni Miðjarðarhafs. Vissulega er fagurt hjartalag alltaf svolítið heillandi, en hræddur er ég um, að það dugi skammt í deilum sem þessum. Það krefst ekki mikillar söguþekkingar að gera sér ljóst, að átök sem þessi verða ekki til lykta leidd, nema fyrir atbeina þeirra stórvelda, sem hlut eiga að máli. Meira: hafstein.blog.is MANNLÍFIÐ hefur verið einmuna fjölbreytilegt og fjörugt í miðborg Reykjavíkur í góðviðrinu síðustu vikur. Sólin hefur kynt undir róm- antíkinni og oft hefur sést til elsk- enda faðmast og kyssast í veð- urblíðunni. Rigningin er þó ekki síður rómantísk og þessir ferða- langar kyssast við verslun á Lauga- veginum og láta það ekki á sig fá þótt ský hafi dregið fyrir sólu. Reyndar urðu margir Reykvík- ingar guðsfegnir þegar hann fór loks að rigna eftir margra vikna þurrka. Spáð er lítils háttar rign- ingu og tólf stiga hita í Reykjavík á hádegi í dag, sunnudag. Útlit er hins vegar fyrir að léttskýjað verði á Kirkjubæjarklaustri og átján stiga hiti. Skýjað verður á Vest- fjörðum, Norðurlandi og Aust- fjörðum og 13–16 stiga hiti. Morgunblaðið/ÞÖK Kossar og rómantík á Laugaveginum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.