Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 53 BJART er framundan. Sigur Salaskóla á HM grunnskóla í flokki 14 ára og yngri í Pardubice í Tékklandi eru stórtíðindi sumars- ins. Eins og sjá má á samantekt hér að neðan er margt jákvætt að gerast í skákinni þessa dagana. Frammistaða Salaskóla beinir sjónum að því sem vel er gert inn- an skákhreyfingarinnar. Nokkrir skólar hafa vakið mikla athygli fyrir frábært skákstarf á undan- förnum árum: Rimaskóli, Lauga- lækjarskóli og Barnaskólinn í Vestmannaeyjum auk Salaskóla. Heimsmeistaramót grunnskóla- sveita í Tékklandi var hluti af stórri leikjahátíð sem þar fer fram ár hvert. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að 10 skáksveitir; þrjár frá Tékklandi, tvær frá Suður-Afr- íku og tvær frá Katar, auk sveitar Salaskóla, brasilískrar sveitar og grískrar, tefldu, allar við allar, en keppt var um sigur í flokki 16 ára og yngri og um sigur í flokki 14 ára og yngri. Tvö ár eru mikil ald- ursmunur á unglingsárunum og því í reynd við ramman reip að draga fyrir yngri sveitirnar. Grísk sveit bar höfuð og herðar yfir aðr- ar og hlaut 31 vinning af 36 mögu- legum. Salaskóli var allan tímann í farabroddi í sínum aldursflokki þó mjótt hafi verið á munum í lokin. Lokaniðurstaðan í 14 ára flokkn- um varð þessi: 1. Salaskóli 17 v. (af 36 mögulegum) 2. Suður-Afríka (a-sveit) 3. Suður-Afríka (b-sveit) Bestum árangri í sveit Salaskóla náði Patrekur Magnússon, 6 v. af 9 mögulegum. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hafði það erfiða hlutverk að tefla á 1. borði. Hún er reynslunni ríkari og verður vel undirbúin þegar hún teflir á heimsmeistaramóti stúlkna síðar á þessu ári. Þeir Hrannar Baldursson og Tómas Rasmus hafa haldið vel ut- an um skákstarfið í Salaskóla. Hrannar var fararstjóri og þjálfari sveitarinnar ytra og virðist hafa náð upp frábærri stemningu. Tóm- as Rasmus hefur um langt árabil unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeim grunnskólum þar sem hann hefur starfað. Oft þarf ekki nema einn svona mann til að hreyfa við hlutunum og fordæmi Tómasar ætti að verða skólayfirvöldum ann- arra grunnskóla umhugsunarefni. Guðni Stefán sigraði á First Saturday Guðni Stefán Pétursson gerði jafntefli í elleftu og síðustu umferð í flokki FIDE-meistara á First Saturday-mótinu sem lauk í Búda- pest á dögunum. Guðni vann glæstan sigur í flokknum, hlaut 7½ vinning af 10 mögulegum. Hann hækkar um tæplega 40 Elo- stig fyrir frammistöðuna. Þetta er langbesti árangur sem Guðni hef- ur náð og bendir til þess að hann sé í mikilli framför. Með í för var Guðmundur Kjartansson sem tefldi í stór- meistaraflokki mótsins. Guðmund- ur var einn stigalægsti keppandi mótsins og hlaut 3½ v. af 9 mögu- legum og varð í 8.–9. sæti. Frammistaða hans er nokkurn veginn í samræmi við stigatöluna en mótið var í sjöunda styrkleika- flokki FIDE. Davíð og Dagur á fljúgandi siglingu í Kecskemét Davíð Kjartansson og Dagur Arngrímsson eru á fljúgandi sigl- ingu á alþjóðlega mótinu sem nú stendur yfir í Kecskemét í Ung- verjalandi. Að loknum sjö skákum hefur Davíð hlotið 6 vinninga en Dagur var með 5 vinninga af sex mögulegum og sat að tafli þegar þetta var ritað. Staðan var jafn- teflisleg. Sex skákmenn taka þátt í þessu móti og tefla tvöfalda umferð: Zoltan Sarosi, Ungverjalandi, Dav- íð Kjartansson, Tibor Farkas, Serbíu, Dagur Arngrímsson, Tamas Erdelyi, Ungverjalandi, og Zoltan Kovacs, Ungverjalandi. Til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 7½ vinning þannig að möguleikar þeirra hljóta að teljast góðir. Dagur hefur þeg- ar tvo áfanga en þarf auk þess að ná stigalágmörkum sem eru við 2400 Elo-stig. Fjöldi íslenskra skákmanna á Politiken cup Hið þekkta opna skákmót Politi- ken cup hófst í gær í Helsingör. Fjölmargir íslenskir skákmenn eru skráðir til leiks, þ. á m. Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson, Halldór Brynjar Halldórsson, Gylfi Þór- hallsson, Hjörvar Steinn Grétars- son, Svanberg Már Pálsson, Páll Sigurðsson og Vigfús Ó. Vigfús- son. Búast má við að fleiri Íslend- ingar verði með á þessu sterka móti en a.m.k. 18 stórmeistarar verða meðal þátttakenda. Salaskóli heims- meistari grunn- skóla í flokki 14 ára og yngri Heimsmeistarar Sigurlið Salaskóla að tafli f.v.: Guðmundur Kristinn Lee sem tefldi á 4. borði og hlaut 3 ½ v. af 7, Páll Andrason með 5 v. af 9, Pat- rekur Maron Magnússon 6 v. af 9, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2 v. af 9 og Birkir Karl Sigurðsson sem hlaut ½ v. af 2 fylgist með. Skák Helgi Ólafsson. helol@simnet.is FRÉTTIR KIRKJUR þurfa viðhald eins og önnur mannvirki og starfsmenn hífa hér upp kross sem settur var upp á Neskirkju við Hagatorg. Að sögn dr. Sigurðar Árna Þórð- arsonar, prests Neskirkju, var gert við krossinn sem hafði látið á sjá og var það liður í hefðbundnu viðhaldi. Neskirkja var vígð 1957 og arki- tekt hennar var Ágúst Pálsson húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra. Morgunblaðið/G.Rúnar Svo bregðast krosstré sem önnur tré
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.