Morgunblaðið - 22.07.2007, Side 53

Morgunblaðið - 22.07.2007, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 53 BJART er framundan. Sigur Salaskóla á HM grunnskóla í flokki 14 ára og yngri í Pardubice í Tékklandi eru stórtíðindi sumars- ins. Eins og sjá má á samantekt hér að neðan er margt jákvætt að gerast í skákinni þessa dagana. Frammistaða Salaskóla beinir sjónum að því sem vel er gert inn- an skákhreyfingarinnar. Nokkrir skólar hafa vakið mikla athygli fyrir frábært skákstarf á undan- förnum árum: Rimaskóli, Lauga- lækjarskóli og Barnaskólinn í Vestmannaeyjum auk Salaskóla. Heimsmeistaramót grunnskóla- sveita í Tékklandi var hluti af stórri leikjahátíð sem þar fer fram ár hvert. Fyrirkomulag mótsins var með þeim hætti að 10 skáksveitir; þrjár frá Tékklandi, tvær frá Suður-Afr- íku og tvær frá Katar, auk sveitar Salaskóla, brasilískrar sveitar og grískrar, tefldu, allar við allar, en keppt var um sigur í flokki 16 ára og yngri og um sigur í flokki 14 ára og yngri. Tvö ár eru mikil ald- ursmunur á unglingsárunum og því í reynd við ramman reip að draga fyrir yngri sveitirnar. Grísk sveit bar höfuð og herðar yfir aðr- ar og hlaut 31 vinning af 36 mögu- legum. Salaskóli var allan tímann í farabroddi í sínum aldursflokki þó mjótt hafi verið á munum í lokin. Lokaniðurstaðan í 14 ára flokkn- um varð þessi: 1. Salaskóli 17 v. (af 36 mögulegum) 2. Suður-Afríka (a-sveit) 3. Suður-Afríka (b-sveit) Bestum árangri í sveit Salaskóla náði Patrekur Magnússon, 6 v. af 9 mögulegum. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir hafði það erfiða hlutverk að tefla á 1. borði. Hún er reynslunni ríkari og verður vel undirbúin þegar hún teflir á heimsmeistaramóti stúlkna síðar á þessu ári. Þeir Hrannar Baldursson og Tómas Rasmus hafa haldið vel ut- an um skákstarfið í Salaskóla. Hrannar var fararstjóri og þjálfari sveitarinnar ytra og virðist hafa náð upp frábærri stemningu. Tóm- as Rasmus hefur um langt árabil unnið mikið og óeigingjarnt starf í þeim grunnskólum þar sem hann hefur starfað. Oft þarf ekki nema einn svona mann til að hreyfa við hlutunum og fordæmi Tómasar ætti að verða skólayfirvöldum ann- arra grunnskóla umhugsunarefni. Guðni Stefán sigraði á First Saturday Guðni Stefán Pétursson gerði jafntefli í elleftu og síðustu umferð í flokki FIDE-meistara á First Saturday-mótinu sem lauk í Búda- pest á dögunum. Guðni vann glæstan sigur í flokknum, hlaut 7½ vinning af 10 mögulegum. Hann hækkar um tæplega 40 Elo- stig fyrir frammistöðuna. Þetta er langbesti árangur sem Guðni hef- ur náð og bendir til þess að hann sé í mikilli framför. Með í för var Guðmundur Kjartansson sem tefldi í stór- meistaraflokki mótsins. Guðmund- ur var einn stigalægsti keppandi mótsins og hlaut 3½ v. af 9 mögu- legum og varð í 8.–9. sæti. Frammistaða hans er nokkurn veginn í samræmi við stigatöluna en mótið var í sjöunda styrkleika- flokki FIDE. Davíð og Dagur á fljúgandi siglingu í Kecskemét Davíð Kjartansson og Dagur Arngrímsson eru á fljúgandi sigl- ingu á alþjóðlega mótinu sem nú stendur yfir í Kecskemét í Ung- verjalandi. Að loknum sjö skákum hefur Davíð hlotið 6 vinninga en Dagur var með 5 vinninga af sex mögulegum og sat að tafli þegar þetta var ritað. Staðan var jafn- teflisleg. Sex skákmenn taka þátt í þessu móti og tefla tvöfalda umferð: Zoltan Sarosi, Ungverjalandi, Dav- íð Kjartansson, Tibor Farkas, Serbíu, Dagur Arngrímsson, Tamas Erdelyi, Ungverjalandi, og Zoltan Kovacs, Ungverjalandi. Til að ná áfanga að alþjóðlegum meistaratitli þarf 7½ vinning þannig að möguleikar þeirra hljóta að teljast góðir. Dagur hefur þeg- ar tvo áfanga en þarf auk þess að ná stigalágmörkum sem eru við 2400 Elo-stig. Fjöldi íslenskra skákmanna á Politiken cup Hið þekkta opna skákmót Politi- ken cup hófst í gær í Helsingör. Fjölmargir íslenskir skákmenn eru skráðir til leiks, þ. á m. Þröstur Þórhallsson, Bragi Þorfinnsson, Guðmundur Kjartansson, Halldór Brynjar Halldórsson, Gylfi Þór- hallsson, Hjörvar Steinn Grétars- son, Svanberg Már Pálsson, Páll Sigurðsson og Vigfús Ó. Vigfús- son. Búast má við að fleiri Íslend- ingar verði með á þessu sterka móti en a.m.k. 18 stórmeistarar verða meðal þátttakenda. Salaskóli heims- meistari grunn- skóla í flokki 14 ára og yngri Heimsmeistarar Sigurlið Salaskóla að tafli f.v.: Guðmundur Kristinn Lee sem tefldi á 4. borði og hlaut 3 ½ v. af 7, Páll Andrason með 5 v. af 9, Pat- rekur Maron Magnússon 6 v. af 9, Jóhanna Björg Jóhannsdóttir 2 v. af 9 og Birkir Karl Sigurðsson sem hlaut ½ v. af 2 fylgist með. Skák Helgi Ólafsson. helol@simnet.is FRÉTTIR KIRKJUR þurfa viðhald eins og önnur mannvirki og starfsmenn hífa hér upp kross sem settur var upp á Neskirkju við Hagatorg. Að sögn dr. Sigurðar Árna Þórð- arsonar, prests Neskirkju, var gert við krossinn sem hafði látið á sjá og var það liður í hefðbundnu viðhaldi. Neskirkja var vígð 1957 og arki- tekt hennar var Ágúst Pálsson húsameistari. Fyrir nokkrum árum var kirkjan friðuð hið ytra. Morgunblaðið/G.Rúnar Svo bregðast krosstré sem önnur tré

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.