Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Vilhelmína Sig-ríður Böðv- arsdóttir fæddist í Reykjavík 13. júní 1932. Hún lést 29. júní síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Böðvar St. Bjarnason og Ragnhildur D. Jónsdóttir. Systk- ini hennar eru Jón, Bjarni, Valborg Soffía, Böðvar og Sigmundur. Vilhelmína gift- ist 13. nóvember 1954 Ingólfi S. Ingólfssyni vélstjóra, f. 31.12. 1928, d. 26.2. 2005. Börn þeirra eru: 1) Ragnhildur, f. 1954, í sambúð með Peter Walter Pet- ersen. Dóttir hennar er Sædís, f. 1975, í sambúð með Jesper Mikkelsen. Dóttir hennar er Martina, f. 1998. 2) Ingólfur, f. 1955, kvæntur Ragnheiði Björgu Björnsdóttur, börn þeirra eru inni skólagöngu, gekk í Miðbæj- arbarnaskólann, gagnfræðaskóla og var einn vetur í Reykjaskóla í Hrútafriði, lauk gagnfræða- prófi. Hún fór síðan í húsmæðra- skólann á Laugarvatni og lauk húsmæðrakennaraskóla. Hún kenndi skamma hríð í Hús- mæðraskólanum á Laugarvatni, en eftir að börnin fæddust eitt af öðru var hún að mestu heima- vinnandi. Þegar börnin stálp- uðust fór hún að vinna utan heimilis, m.a. í greiðasölunni á BSÍ og sá um þvotta fyrir veit- ingasöluna þar í nokkur ár. Einnig starfaði hún við vöruþró- un í Mjólkursamsölunni og við afgreiðslu í verslun. Vilhelmína og Ingólfur hófu búskap á Lang- holtsvegi og bjuggu um hríð á Laugarnesvegi en byggðu ásamt foreldrum hennar í Safamýri. Síðar fluttu þau á Miklubraut 42 en fluttu þaðan í íbúðir fyrir aldraða við Hraunvang í Hafn- arfirði fyrir þremur árum. Eftir að Ingólfur dó dvaldi hún um tíma á hjúkrunarheimilinu Víð- inesi en hefur síðasta tæpa ár haldið heimili með Héðni Elent- ínussyni vélstjóra. Útför Vilhelmínu var gerð í kyrrþey. Ingólfur, f. 1979, í sambúð með Fjólu Jóhannsdóttur, son- ur þeirra er Kjart- an, f. 2005, Berg- lind, f. 1981, og Arnar, f. 1988. 3) Ásdís, f. 1958, gift Haraldi Jónssyni, börn þeirra eru Steindór, f. 1986, og Laufey, f. 1992. 4) Bergþóra, f. 1962, í sambúð með Bene- dikt Ólafssyni. Börn hennar eru Kor- mákur Garðarsson, f. 1983, og Iðunn Garðarsdóttir, f. 1989. 5) Stefán, f. 1965. Börn hans eru Matthías, f. 1986, Stefán Laur- ence, f. 1988, og Vaka, f. 2000. Fyrir átti Ingólfur dótturina Ingu Stefaníu, f. 1951, hún á fjögur börn og sjö barnabörn. Vilhelmína ólst upp í Mið- strætinu og Efstasundinu í Reykjavík. Hún lauk hefðbund- Elskuleg systir mín, Villa, eins og hún var alltaf kölluð í daglegu tali, lést á lungnadeild Landspít- alans hinn 29. júní sl. Hún var búin að vera mikið veik, hafði litla sjálfsstjórn og vissi ekki í raun og veru hvað hún vildi. Hún talaði oft um að hún væri ekki búin að jafna sig eftir að mað- urinn hennar, hann Ingólfur, dó. Hún missti mann sem var stöð- ugur og sem hún treysti á í sífellu. Það er erfitt fyrir svona konur og fólk almennt að treysta alltaf á aðra. Hann vann mikið og var að heiman lengi dags, heimilishald og barnauppeldi var því að mestu í hennar höndum. Við systkinin sex erum fædd á sjö árum og er Jón elstur og Villa önnur í röðinni, það mæðir oft ým- islegt á elstu börnunum. Okkar fyrstu minningar eru úr Skerja- firðinum, en við áttum heima á Þvervegi 38, sem var næsta hús við Berg, húsið á horni Þvervegar og Shellvegar. Okkar hús hét Helgastaðir. Við undum okkur vel í kyrrðinni í Skerjafirðinum. En svo kom herinn árið 1940 og tók sér m.a. aðsetur á flugvellinum, sem var beint á móti okkar húsi, við þurftum ekki annað en ganga yfir götuna til þess að vera komin á flugvöllinn. Einn bróðir okkar sótti mikið til hermannanna, því að þeir gáfu honum og okkur ým- islegt sem ekki fékkst í búðum á þessum tíma, t.d. appelsínur og sælgæti sem ég man eftir. Mamma var hrædd um okkur börnin, enda vorum við lítil og hermennirnir voru góðir við okkur. Árið eftir fluttum við í Miðstræti 5, alveg í miðbænum, og þar var fátt um leiksvæði fyrir börn, bara gatan, smágarður á bakvið og svo auðvit- að Tjörnin, sem við sóttum á vet- urna og fórum þar á skauta. Svo var auðvitað Hljómskálagarðurinn rétt fyrir neðan okkur. Þetta voru auðvitað mikil viðbrigði fyrir okk- ur yngri börnin a.m.k., en ég held að Jón og Villa hafi unað sér þar og við gengum þá í Miðbæjar- barnaskólann sem var í næstu götu fyrir neðan okkur og þaðan tók Villa fullnaðarpróf eins og Jón en við fluttum inn í Kleppsholt, nánar tiltekið Efstasund 54, og fórum í Laugarnesskólann, þar var yndislegt að vera og þaðan á ég mínar bestu æskuminningar. Eftir fullnaðarpróf, sem þá var tekið úr 13 ára bekk, fór Villa í Gagnfræðaskóla Austurbæjar einn vetur, en sá skóli var þá í Sjó- mannaskólanum. Þaðan fór hún í Reykjaskóla í Hrútafirði og síðan í Húsmæðraskólann á Laugarvatni. Eftir þann vetur kenndi hún einn vetur við þann sama skóla. Seinna hóf hún nám í Húsmæðrakenn- araskólanum og eftir það nám mátti hún kenna í barna- og grunnskólum. Hún fór svo að vinna hjá BSÍ og fleiri stöðum. Eftir að hún kynntist Ingólfi og þau giftust 13. nóv. 1954 vann hún lítið sem ekkert utan heimilis, enda eignuðust þau fimm börn og í þá daga tíðkaðist það lítið að kon- ur væru útivinnandi, enda fullt starf að vera með heimili og fimm börn. Ég kveð systur mína og sakna hennar mikið þótt við værum ólík- ar að mörgu leyti. Ég votta börn- um hennar, barnabörnum og allri fjölskyldunni samúð mína. Ég veit að margir sakna hennar, bæði vin- ir og vandamenn. Hvíl þú í friði, elsku systir mín. Þín systir Valborg Soffía Böðvarsdóttir. Vilhelmína Sigríður Böðvarsdóttir                          ✝ Kær sonur okkar og bróðir, JÓN BJARNI HILMARSSON, lést á Landspítalanum í Fossvogi aðfaranótt sunnudagins 15. júlí. Útför fer fram frá Keflavíkurkirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 14.00. Ásdís Jónsdóttir, Hilmar Pétursson, Pétur K. Hilmarsson og fjölskylda. ✝ Eiginmaður minn, BALDVIN HALLDÓRSSON leikari, verður jarðsunginn frá Neskirkju, mánudaginn 23. júlí kl. 13:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hins látna er bent á Minningarsjóð MND félagsins á Íslandi. Vigdís Pálsdóttir. ✝ Dóttir okkar, BERGLIND BALDURSDÓTTIR, Linda Leonard, lést á heimili sínu í Ameríku, miðvikudaginn 11. júlí. Kveðjuathöfn auglýst síðar. Baldur Karlsson, Halldóra Sigurjónsdóttir. ✝ Faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi og langalang- afi, DAGBJARTUR G. GUÐMUNDSSON fyrrv. skipstjórnarmaður, Nönnufelli 3, Reykjavík, lést mánudaginn 16. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 24. júlí kl. 13.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín og Inga Dagbjartsdætur. ✝ Ástkær móðir, tengdamóðir, amma og langamma, EDDA GUÐJÓNSDÓTTIR, Sléttuvegi 17, Reykjavík, verður jarðsungin frá Grensáskirkju, þriðjudaginn 24. júlí kl. 11:00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á minning- arkortasjóð Krabbameinsfélagsins. Guðjón Sigurðsson, Guðný Þ. Pálsdóttir, Jóhannes Sigurðsson, Heiðrún Jónsdóttir, Sigurður Logi Jóhannesson, Ólöf Edda Guðjónsdóttir, Daníel Sigrúnarson Hjörvar, Andrés Már Jóhannesson, Einar Orri Guðjónsson, Tómas Hrafn Jóhannesson, Jón Hallmar Stefánsson, Heiðveig Björg Jóhannesdóttir, Aþena Sif Daníelsdóttir Hjörvar, Steinarr Guðjónsson. ✝ Hjartkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ALDÍS PÁLA BENEDIKTSDÓTTIR, Raufarseli 11, Reykjavík, sem lézt á líknardeild Landspítalans í Kópavogi, fimmtudaginn 12. júlí, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Reykjavík, þriðjudaginn 24. júlí kl. 13:00. Sigurður E. Guðmundsson, Guðrún Helga Sigurðardóttir, Friðrik Friðriksson, Benedikt Sigurðsson, Kjartan Emil Sigurðsson, Aldís Eva Friðriksdóttir, Dagur Páll Friðriksson. ✝ Ástkær sambýliskona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ÓLAFÍA JÓNSDÓTTIR frá Björk, Maríubaugi 139, Reykjavík, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju, föstudaginn 27. júlí kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Bergmál, líknar- og vinafélag. Haukur Otterstedt, Kristín Hrönn Þráinsdóttir, Haraldur Þorbjörnsson, Ingibjörg Hrund Þráinsdóttir, Hinrik Hringsson, Björk, Rúnar, Brynjar og Ólafía. ✝ Maðurinn minn, stjúpi okkar og afi, PER KEY KRISTIANSEN, Sólvallagötu 6, Reykjavík, lést í Kaupmannahöfn, þriðjudaginn 17. júlí 2007. Útförin fer fram frá Vedsted Kirke, Birkelse, Norður-Jótlandi miðvikudaginn 25. júlí kl. 11:00 að íslenskum tíma. Minningarathöfn verður haldin í Reykjavík síðar. Guðrún Magnúsdóttir, börn og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.