Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 1905 Ritsímamálið Fyrsti fjölmenni mótmælafundur 20. aldarinnar gegn innlendum stjórn- völdum var 1. ágúst 1905. Þá var skipu- lögð hópreið bænda til Reykjavíkur. Þar voru samþykktar ályktanir og hrópuð vígorð gegn stjórn- inni. M.a. mótmæltu bændur því að komið yrði á ritsíma- sambandi við Ísland, og hefur það verið haft til marks um íhaldssemi þeirra. Sá skilningur á þó ekki við rök að styðjast. Mótmælin voru að undirlagi andstæðinga Hannesar Hafsteins og voru bændur á móti samningi sem hann hafði gert við Stóra norræna ritsímafélagið sem þeir óttuðust að hefði mikinn kostnað í för með sér og yrði þung byrði á skattgreiðendum. Þá voru þeir á móti því að forsætisráðherra Dana undirritaði skipunarbréf Ís- landsráðherrans og töldu að slíkt stefndi sjálfsstjórn þjóðarinnar í „stjórnarfarslegan voða“. 1909 Landsbankafarganið Árið 1909 rak Björn Jónsson ráð- herra Tryggva Gunnarsson banka- stjóra Landsbankans ásamt tveimur starfsmönnum hans „sökum marg- víslegrar, megnrar og óafsak- anlegrar óreglu í starfsemi þeirra í stjórn bankans og frámunalega lé- legs eftirlits með honum“. Aðferðir Björns þóttu mjög harkalegar og talið er víst að þetta hafi dregið úr trausti til hans. Þann 28. nóvember var uppsögnunum mótmælt á úti- fundi á Lækjartorgi. Mjög margir sóttu fundinn, eða á bilinu 4.000- 7.000 manns, en alls voru íbúar í Reykjavík þá 11.000. 1921 Hvíta stríðið Ólafur Friðriksson, ritstjóri Alþýðu- blaðsins, hafði 14 ára rússneskan pilt, Nathan Friedman, með sér til Íslands og ætlaði að ala hann upp hér. Landlæknir greindi piltinn með hættulegan, smitandi augnsjúkdóm og lagði til að hann yrði fluttur úr landi. Ólafur taldi brottvísunina lið í pólitískum ofsóknum gegn sér. Hinn 18. nóvember fór lögreglustjóri með mikið lið, vopnað kylfum, heim til Ólafs að sækja piltinn. Hafn- arverkamenn og aðrir stuðnings- menn Ólafs réðust á lögregluna og sló í brýnu. Nokkrir slösuðust en drengurinn var frelsaður úr höndum lögreglu. Svo liðu nokkrir dagar og söfnuðu báðar fylkingar liði. Sjálf- boðaliðar lögreglunnar voru 400-500 talsins og kallaðir hvítliðar eftir sveitum sem börðust gegn stjórn bolsévika í Rússlandi. Þeir höfðu að- setur í Iðnó og voru allmargir þeirra vopnaðir byssum. Hinn 22. nóv- ember réðust þeir inn í hús Ólafs, handtóku 22 fylgismenn hans og sendu Friedman nauðugan úr landi. Þessi átök eru til marks um hve hörð átök vinstri og hægri manna voru á þessum tíma. 1931 Þingrof Tryggvi Þórhallsson forsætisráð- herra og framsóknarmaður rauf þing áður en hægt var að bera fram vantrauststillögu á stjórn hans og mynda nýja stjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Sú stjórn ætlaði að endurskoða kjördæmaskipan, en það hefði verið Framsókn- arflokknum mjög í óhag. Þetta vakti mjög hörð viðbrögð. Í nokkra daga var eins konar uppreisnarástand í Reykjavík og ólæti víða 1932 Gúttóslagurinn Á þessum tíma var kreppan í al- gleymingi og atvinnuleysi mikið. Í júlí gekk bæjarstjórn Reykjavíkur að kröfum verkamanna um atvinnu- bótavinnu eftir mikil mótmæli og átök. Þegar leið á veturinn fór að harðna á dalnum og í nóvember átti að lækka laun í atvinnubótavinnunni mikið. Eftir borgarstjórnarfund þar sem þetta var til umræðu brutust út allsherjarslagsmál milli lögreglu og verkamanna. Lögregla fór mjög halloka, enda miklu fámennari. Allt var brotið og bramlað í Góðtempl- arahúsinu, en um kvöldið var ákveð- ið að ríkið legði fram háa upphæð til Reykjavíkurborgar svo unnt væri að halda atvinnubótavinnunni gangandi með sömu launum og áður. Nokkuð var um átök og mótmæli í krepp- unni, en Gúttóslaginn bar þar hæst. 1946 Keflavíkursamningurinn Að stríðinu loknu var krafa íslensks almennings um að Bandaríkjaher færi úr landinu sterk, en Banda- ríkjamenn vildu vera áfram. Ólafur Thors, for- sætis- og utan- ríkisráðherra gekk til samn- inga við Bandaríkjamenn. Nið- urstaðan varð sú að Bandaríkja- menn flyttu burt her sinn og fælu Íslendingum yfirráð yfir Keflavík- urflugvelli, en hefðu þó áfram að- stöðu á vellinum. Ólafur vonaðist til að sósíalistar sættu sig við þessa lausn mála og að stjórn Sjálfstæð- isflokksins og Sósíalistaflokksins héldi. Sú varð þó ekki raunin. Strax og samningsuppkastið lá fyrir hófust mikil mótmæli og vildu margir að efnt yrði til þjóðaratkvæðagreiðslu um samninginn. Sunnudaginn 22. september voru fjölmenn mótmæli á Austurvelli og fyrirhugað var að dreifa fólkinu með táragasi. Það var ekki gert en æsingur var svo mikill að Ólafur Thors og Bjarni Bene- diktsson urðu að flýja undan mann- fjöldanum. Samningurinn var engu að síður samþykktur. 1949 Atlantshafsbandalagið Ísland var stofnaðili að Atlantshafs- bandalaginu og var það afar umdeilt. Þann 30. mars var greitt atkvæði um málið á Alþingi og var aðild sam- þykkt og kröfum um þjóðaratkvæða- greiðslu hafnað. Þegar niðurstaða Alþingis varð ljós brutust út mikil átök á Austurvelli milli verkalýðsins, sem var andvígur aðild og lögreglu og hvítliða. Menn börðust með kylf- um og köstuðu grjóti. 1960 Fyrsta Keflavíkurgangan Á bilinu 100 til 200 herstöðvarand- stæðingar gengu frá Keflavík til Reykjavíkur 19. júní. Þeim hafði þá vaxið fiskur um hrygg, m.a. vegna þess að deilur við Breta um fiskveiði- lögsögu ólu á óvild í garð hers- MÓTMÆLI Í REYKJAVÍK FRÁ 1900 Björn Jónsson Tryggvi Gunnarsson Nathan Friedman Ólafur Friðriksson Morgunblaðið 31. mars 1931. ALÞJÓÐLEGIR HÓPAR UMHVERFISVERNDARSINNA MÓTMÆLA Á ÍSLANDI sem því líkaði ekki árið 1984, en fimmtán árum síðar gerðu 18% það. Árið 1984 mótmæltu 15% Íslendinga einhverju, en árið 1999 gerðu 21% það. „Þetta gerist vegna þess að fólki líkar ekki allt sem stjórnmálaflokk- arnir hafa fram að færa, en það vill samt leggja sitt af mörkum. Þetta bendir líka til þess að átakamynstrið í samfélaginu sé ekki eins einfalt og var. Á árum áður var skýrari stétta- skipting. Hver stétt hafði ákveðinna hagsmuna að gæta og þetta voru til- tölulega einfaldar fylkingar. Núna hefur þetta breyst og því verða ein- stök mál mikilvægari og umdeildari en áður,“ útskýrir Gunnar Helgi. Að hans mati má að miklu leyti rekja þessa breytingu til aukinnar almennrar velferðar. „Við erum mun öruggari en við vorum áður. Opinberi geirinn er stærri en hann var og núnings- punktarnir eru aðrir. Þau mál sem helst vekja athygli núna eru mál vel- ferðarsamfélagsins. Þetta eru mál þeirra sem búa við góð lífskjör. Í sumum tilvikum tengist þau frekar smekk og tísku en beinni þörf,“ seg- ir hann. „Stjórnmál snúast í vaxandi mæli um persónulega tjáningu. Á meðan fólk hafði ekki til hnífs og skeiðar var þetta allt öðruvísi. Þá fór fólk nauðbeygt út í pólitískar aðgerðir.“ Gunnar Helgi bendir á að lang- stærstur hluti almennings hafi eng- an áhuga á að taka þátt í aðgerðum á borð við mótmæli Saving Iceland og því megi ekki líta á þær sem meiri- hlutavilja. Hann bætir við: „Þó ber að hafa í huga að þessi hópur hefur mjög sterkar skoðanir og það er full ástæða til að grafast fyrir um hvers vegna svo er. Er þetta bara vitleysa eða hafa þau raunverulega eitthvað til síns máls?“ Borgaraleg óhlýðni Sumt af því sem alþjóðlegir nátt- úruverndarhópar hafa tekið sér fyr- ir hendur hér á landi telst til borg- aralegrar óhlýðni. Mikael M. Karlsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands og Háskólann á Ak- ureyri, skilgreinir það sem borg- aralega óhlýðni þegar fólk brýtur lög í pólitískum tilgangi, og tekur af- leiðingum þess. „Þetta er í rauninni ákveðin teg- und mótmæla sem fólk grípur til U ndanfarin ár hefur Rever- end Billy farið víða til að breiða út fagnaðarerindi sitt. Fyrir stuttu kom hann til Íslands, í boði samtakanna Sa- ving Iceland, og predikaði í Kringl- unni og í miðbænum. Í grein fréttastofunnar Associa- ted Press er honum lýst sem und- arlegri blöndu af götupredikara og Elvis-eftirhermu með aflitað hár. Lýsingin er ekki fjarri lagi. Reverend Billy, sem heitir í raun- inni Bill Talen og er leikari og rit- höfundur, vakti fyrst athygli fyrir framgang sinn í gervi predikara á götum New York-borgar. Í presta- klæðum messar hann, með sterkum suðurríkjahreim, yfir fólki í anda heittrúaðara klerka sem hóta eldi og brennisteini. Hljómsveit og gospelkór, skipaður konum í rauð- um kyrtlum, tekur undir með hon- um. Inntak predikanna hans er ekki hefðbundið. Hann er í krossferð gegn alþjóðlegum risafyrirtækjum og fordæmir neysluhyggju með há- værum gjörningum. Í eigin persónu er Talen bæði ró- legur og yfirvegaður, og mjög ólík- ur persónunni Reverend Billy. „Ég kom hingað til þess að mót- mæla einkavæðingu svæða sem eiga að tilheyra almenningi. Um allan heim er verið er að gefa stórfyr- irtækjum almenningseignir. Hér er- uð þið að virkja ár og sökkva landi til að geta selt álfyrirtækjum orku á hlægilegu verði,“ segir hann. Talen brá sér fyrst í gervi Rever- end Billy árið 1997 eftir að breyt- ingar, sem voru honum mjög á móti skapi, voru gerðar á hverfinu hans í New York. Talen bjó í hverfi í Man- hattan, nærri miðbænum, sem er oft kallað Hell’s Kitchen. Hann seg- ir að Rudolph Guiliani, fyrrum borgarstjóri New York, hafi ákveð- ið að hreinsa til í hverfinu, sem var þá ódýrara en önnur hverfi í Man- hattan. Innan skamms hafi alþjóð- legar keðjur og risafyrirtæki á borð við Starbuck’s og Victioria’s Secret komið í stað hverrar einustu hverf- isbúðar og veitingastaðar. „Verðlag breyttist þannig að fátækt fólk, skrítið fólk, götusalar og fólk sem ekki er hvítt varð að flytja. Í þeirra stað kom ríkt fólk,“ segir hann. „Og hver mótmælti? Hver spurði hvort þetta væri réttlátt? Götupredik- ararnir!“ Talen fór því að fylgjast með þeim. Innan skamms keypti hann sér púlt og fór að predika fyrir framan Disney-búðina. Smátt og smátt bættist honum liðsauki. Hann kemur nú fram með kór og hljómsveit, og í kringum hann hefur orðið til söfnuður. Kona Talens, Savitri Di, leikstýrir hópn- um. Starfsemin, sem er kölluð The Church of Stop Shopping, er rekin með ágóða af tónleikum, geisla- diskasölu og frjálsum framlögum. „Kirkjan“ hefur vakið talsvert mikla athygli. Morgan Spurlock, sem er þekktastur fyrir McDo- nald’s-ádeiluna Super Size Me vinn- ur nú að heimildarmynd um hópinn. Hún kemur út í haust. „Ég lít ekki á það sem ég geri sem skrumskælingu á trúar- brögðum,“ segir Talen. „Þeir sem predika í sama stíl og ég breiða margir hverjir út ótta og hatur. Ég færi kristilegan boðskap aftur í upprunalegt horf og boða kærleika. Ég brýni fyrir fólki að vera ábyrgir borgarar, ekki bara neytendur.“ Talen segist ekki kippa sér upp við að vera illa tekið. „Allir sem hafa barist gegn óréttlæti hafa orð- ið fyrir aðkasti. Ég læt mér það því í léttu rúmi liggja.“ Spurður hvers vegna hann hafi komið til Íslands svarar Talen: „Við erum að berjast gegn hnattrænum markaðsöflum sem svífast einskis. Andstaðan verður líka að vera hnattræn.“ Attilah Springer Það langar engan að vera hrópandinn í eyðimörkinni „Það langar engan að rugga bátnum. Það langar engan að vera hrópandinn í eyðimörkinni. En ein- hver verður að gera það. Einhver verður að berjast,“ segir Attilah Springer sem er hér á landi á veg- um samtakanna Saving Iceland. Springer er frá Trinidad, en þar er verið að byggja álver, líkt og hér. Hún er mjög mótfallin því og þaðan er áhugi hennar á svipuðum fram- kvæmdum um allan heim sprottinn. „Ég vildi gjarnan slaka á, gifta mig og eignast börn, en ég get ekki með sanni kallað mig Trinidad-búa ef ég sit aðgerðalaus hjá án þess að reyna að hafa áhrif á gang mála. Það er verið að byggja mengandi verksmiðjur til þess að framleiða ál Opnir fundir Attilah Springer ferðast um landið og tal- ar um áhrif álvinnslu á umhverfið. Kokkur Jaap Krater kennir Íslendingum á ferða- eldhús svo þeir geti haldið úti löngum mótmælum. Í KROSSFERÐ GEGN ALÞJÓÐLEGUM ST Morgunblaðið/Frikki Predikar Reverend Billy breiðir út fagnaðarerindið á Austurvelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.