Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 28
heilbrigðismál 28 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ M arie Manthey er hjúkrunarfræðingur og prófessor í fræð- um sínum og hefur kennt við Yale- háskólann í Bandaríkjunum, Con- necticut-háskóla og háskólann í Minnesota. Hún er frumkvöðull í sinni grein og „hálfgerður gúrú“, eins og Anna S. Einarsdóttir, fulltrúi hjúkrunarforstjóra Landspítalans, orðaði það. Marie, sem er kona á bezta aldri, er komin á eftirlaun við Minnesota-háskóla, heldur fyr- irlestra og er vinsæll fyrirlesari úti um allan heim. Hún er heiðursdoktor við hjúkrunarfræðideild Minnesota- háskóla og raunar eina manneskjan, sem notið hefur þess heiðurs. Marie Manthey stóð stutt við á Ís- landi, en henni tókst að heilla 96 stjórnendur á hjúkrunarsviði upp úr skónum með fyrirlestri, sem hún hélt á fræðsludegi hjúkrunardeilda- forstjóra á Landspítalanum. Sem frumkvöðull í Bandaríkjunum hefur hún á starfsferli sínum sinnt flestum þáttum hjúkrunarstarfsins auk þess að hafa verið aðjúnkt og dósent, prófessor í klínískri hjúkr- unarfræði og dósent. Marie Manthey hefur hlotið ýmsar viðurkenningar og er heiðursfélagi í hjúkrunarsam- tökum Bretlands og Bandaríkjanna o.fl. Íslenskir biðlistar og nýjar aðferðir Marie Manthey er einna þekktust sem frumkvöðull í einstaklingshæfðri hjúkrun og er höfundur bókarinnar The Practice of Primary Nursing auk þess sem eftir hana liggur fjöldi greina um hjúkrun. Hún hefur stjórnað yfir 500 námskeiðum um stjórnunar- og leiðtogahlutverk hjúkrunarfræðinga. Í ljósi íslenskrar biðlistaumræðu er áhugavert að Marie hefur hannað skipulag í hjúkrun með það fyrir aug- um hvernig skipa megi hjúkrun með nýjum aðferðum bæði til þess að bæta hjúkrun og gera störf hjúkr- unarfræðinga skilvirkari. Hún er spurð hvort hún kunni ein- hverjar lausnir til að skera niður bið- lista með betra skipulagi á sjúkra- húsum. „Innan hjúkrunarstéttarinnar höf- um við alltaf unnið samkvæmt þeirri hyggju að við ættum að geta gert alla hluti fyrir alla sjúklinga, það sem er kallað heildarhjúkrun sjúklinga (total patient care). Þetta var hugmynd, sem flestir hjúkrunarfræðingar höfðu í skóla, að allt sem sjúkling- urinn þarfnaðist félli í verkahring hjúkrunarfræðingsins, ekki það sem hann þarfnaðist ekki, heldur allt sem hann þyrfti. En nú þegar skortur er á hjúkrunarfræðingum, og í framtíð- inni, þegar kostnaður vegna heil- brigðismála er orðinn svona mikið vandamál um víða veröld, tel ég ríka þörf á því fyrir okkur að fara að for- gangsraða í ríkari mæli og líta á það í starfi hjúkrunarfræðinga, sem skipt- ir mestu máli.“ Ekki að forgangsraða sjúklingum? „Nei, nei, þetta snýst ekki um læknisfræði eða um meðferð sjúk- linga sem slíkra. Við fylgjum alltaf eftir fyrirmælum lækna um meðferð og sjúkdómsgreiningu. Þar eru ekki valkostir.“ En hvernig geta hjúkrunarfræð- ingar þá forgangsraðað í störfum sín- um? „Sum verkefni okkar eru mik- ilvægari en önnur og eitt af því, sem skiptir verulegu máli, er að spyrja sjúklinginn: Hvað er að þínu mati mikilvægast af öllu því sem þú átt eft- ir að ganga í gegnum? Þetta getur gilt um hversdagslega hluti eins og hvort sjúklingurinn vilji sitja þegar hann er að borða og hvort það skipti meira máli en að fá sjampó eða eitt- hvað annað hversdagslegt, sem gæti tekið jafnlangan tíma. Við eigum að líta til þess sem sjúklingurinn vill og setja það í forgang.“ Gott skipulag og hagræðing sparar tíma Skera niður tíma …? „Já, skera niður tíma og hagræða, nota tímann betur þannig að við get- um sinnt mörgum verkefnum á sjúkrastofum samtímis, en séum ekki á sífelldum hlaupum fram og til baka, að fá viðbótarverkefni og fara svo aft- ur inn í sömu stofuna. Það er mjög mikilvægt að safna saman mörgum verkefnum, og sinna þeim í sömu ferð til þess að vinnan verði skilvirkari. Þetta snýst í raun um að gera sér grein fyrir því að við höfum ekki nægan tíma, gera sér grein fyrir að við getum ekki gert allt og við verð- um að beita faglegri dómgreind okk- ar, með óskir sjúklingsins í huga, til að meta hvað við getum gert og hvað ekki á þeim tíma sem við höfum til umráða, vitandi að hann dugir ekki til allra verka.“ Með forgangsröðun í starfi, eins og þú hefur lýst, væri hugsanlegt að stytta biðlista sjúklinga, sem eru mikið vandamál hérlendis? Gæti þetta verið lausnin eða hluti hennar? „Það eru margir þættir sem koma við sögu við lausn þessa mikla vanda, að stytta biðlista, og í flestum til- vikum hefur hjúkrun og hjúkr- unarstéttin lítil tök á þeim vanda. Að svo miklu leyti sem við getum dregið úr töfum, sem stafa af óskilvirkni, hægari skráningu og öðrum þvíum- líkum vandamálum, geta hjúkr- unarfræðingar stuðlað að því að bið- listar styttist. En þessi atriði eru í raun fremur lítilsverð í hinu stóra samhengi. Það sem styttir biðlista, samkvæmt minni reynslu í Bandaríkjunum sér- staklega, er að geta boðið upp á ýmsa aðra kosti, þar sem hægt er að vinna læknisverk sem krefjast ekki sjúkra- húsvistar. Þetta krefst end- urskipulagningar kerfisins, sem gerir kleift að nýta betur sjúkrarúm sjúkrahúsanna. Í þessu felst að nota þarf betur göngudeildir, heima- hjúkrun verði miklum mun virkari, og að hægt verði að sinna ýmsum að- gerðum á heimilum, sem áður var tal- ið að gera þyrfti á sjúkrahúsum, en er nú komið í ljós að hægt er að fram- kvæma heima við. Allar þessar breyt- ingar á kerfinu eru í raun utan við ramma hjúkrunar, en þetta eru leiðir til að stytta biðlistana. Annað atriði sem varðar hjúkrun er að verðum að vera miklu klókari í því hvernig við notum annað starfs- fólk, aðstoðarfólk, sjúkraliða og fólk með minni reynslu í hjúkrun. Raunar var þetta hluti af því sem ég kom til að ræða hér á landi, hvernig við get- um nýtt getu aðstoðarfólks til að styrkja heildarverkefni hjúkr- unarfræðinga með hæfileikum þess.“ Litið á hjúkrun sem annars flokks starf Hvernig er staða hjúkrunarfræð- inga á sjúkrahúsum? Er hjúkrun ekki eins konar annars flokks starf? „Jú, það er rétt. Hjúkrunarfræð- ingar hafa ekki þau áhrif sem þeir ættu að hafa.“ Hvernig myndir þú breyta því? „Ég myndi breyta því með því að koma því í kring að fólk í valdastöð- um hlýddi á vísdóm fjölmargra hjúkrunarfræðinga um ýmsa þá þætti, sem eru mikilvægir í heilsu- gæslunni.“ En ef menn efast um vísdóm ykk- ar? „Ja, það gæti hent, en það væri heimskulegur efi vegna þess að við erum vel menntað fólk. Við höfum aflað okkur mikillar tæknilegrar og vísindalegrar þekkingar og að auki búum við yfir mikilli og góðri þekk- ingu á mannlegu eðli. Og við skiljum vel hvernig fólki líður þegar það veik- ist og kunnum að hjálpa því að ná bata. Og það að efla áhrif okkar hefði einfaldlega þau áhrif að það bætti heilbrigðiskerfið!“ Þannig að þú telur að hjúkr- unarfræðingar njóti ekki sannmælis? „Það er rétt. Fyrir fjölda ára var stéttin ekki vel menntuð. Ég hlaut menntun mína fyrir hálfri öld og ég var þá ekki nándar nærri því jafn vel menntuð eins og hjúkrunarfólk er í dag. Núna lærir fólk meira af vís- indalegum toga, fræðileg grundvall- aratriði, og það skilur mun betur líf- fræði, félagsfræði, tilfinningar og sálarfræði sjúklinga og margt fleira. Og með reynslunni öðlast það mikla visku. En þessi reynsla og vísdómur eru ekki metin sem skyldi.“ Ég hef eins og margir legið á sjúkrahúsi og tilfinning mín er sú, að heldur djúpt sé á vísindalegri og fræðilegri þekkingu hjúkrunarfræð- inga – þessi þekking komi að minnsta kosti ekki fram í störfum þeirra. „Þetta er rétt. Þekking þeirra kemur ekki fram og það er einmitt þetta sem mörg okkar eru að reyna að breyta. Við erum að reyna að kenna hjúkrunarfræðingum að tala um hvers vegna þeir geri það sem þeir geri fyrir sjúklinginn. Hjúkr- unarfræðingur gæti sagt: Ég gekk frá næringargjöf í æð samkvæmt fyr- irskipun læknis. Og látið þar við sitja. En hvað felst í þessari aðgerð? Hvers vegna var það nauðsynlegt fyrir sjúk- linginn að fá næringu í æð og í hverju var athöfnin fólgin? Hjúkrunarfræð- ingurinn getur skýrt frá því öllu. En við erum ekki vön að ræða um þekk- ingu okkar. Þetta er vandamálið.“ Tölum of lítið um hversu snjöll við erum „Við ræðum um hversu mikil sam- kennd okkar er og við ræðum við al- menning um hversu annt okkur er um sjúklinga okkar og að okkur standi aldeilis ekki á sama um þá. En við tölum ekki um hversu klár við er- um,“ segir Manthey og hlær. Er þetta ekki bara mont, spyr ég. „Nei, alls ekki,“ segir hún og bros- ið er horfið. Við höfum nóg af monti allt í kringum okkur í samfélaginu. Við þurfum að læra að segja sann- leikann, við þurfum að læra tungumál sannleikans, það er allt og sumt.“ En hvað heldur stéttinni niðri? „Ég held að það sé ýmislegt. Hjúkrun hefur aðallega verið kvennastarf og það er ekki fyrr en á síðustu árum, sem konur eru farnar að átta sig á því að þær þurfa að láta rödd sína hljóma, láta í sér heyra, og skipa sinn réttmæta sess í samfélag- inu, taka þátt í ákvörðunum sam- félagsins og þeirri ábyrgð sem því fylgir. Ég held líka að læknar fyrr á tíð hafi verið ákaflega óöruggir með sjálfa sig og fyrir fjöldamörgum var ástandið þannig að læknar kærðu sig ekki um að hjúkrunarfólk lærði um sjúkdóma, yki menntun sína, vegna þess að þeir óttuðust að hjúkr- unarfólk myndi setja spurning- armerki við yfirvald þeirra. Hér er ég að tala um upphaf hjúkrunar, fyrir u.þ.b. 130 árum síðan. En við erum að sigrast á þessu og við gerum okkur grein fyrir markmiðum okkar. Það var ein skýringin á því að ég kom hingað, að hvetja íslenska hjúkr- unarfræðinga og hjálpa þeim að tala með eigin rödd.“ Íslenskir hjúkrunarfræðingar í hópi þeirra bestu í heimi Og hvernig gekk? „Ég held að það hafi gengið bæri- lega. Ég er bæði undrandi og hrifin af Íslandi í heild. Ég skammast mín nú fyrir að viðurkenna, að ég þekkti ekki mikið til landsins fyrirfram þótt ég hafi ferðast víða um Evrópu. Ég er orðlaus yfir náttúrufegurðinni. En ekki nóg með það. Hjúkrunarfræð- ingarnir eru mjög vel heima í grein sinni, byggja á öflugum fræðilegum grunni og eru tæknilega hæfir, eins og hjúkrunarfræðingar eru bestir, í Bandaríkjunum, Bretlandseyjum og annars staðar, þar sem þeir eru best- ir. Landspítalinn – háskólasjúkrahús er með eindæmum góð stofnun. Ég sá það bæði með eigin augum auk þess, sem hjúkrunarfræðingarnir greindu mér frá því sem í boði er.“ Hjúkrunarfræðingar á Íslandi eru ekki beinlínis ánægðir með kjör sín. Hefurðu kynnt þér þau mál í sam- anburði við Bandaríkin? „Nei, ég hef ekki gert það og við ræddum það ekki nægilega til þess að ég skynji stöðu mála hér á Íslandi. Hitt veit ég, að hjúkrun í Bandaríkj- unum er að verða eitt af best launuðu störfunum í heilbrigðisgeiranum mið- að við önnur lönd. Og yfirmenn og aðrir sem gegna ábyrgðarstöðum fá mjög sambærileg laun og í öðrum greinum.“ Þótt Marie væri smeyk við að nefna tölur taldi hún, að árslaun óbreyttra hjúkrunarfræðinga næmu um 40 þúsund bandaríkjadölum á ári, sem eru mjög þokkaleg laun á banda- rískan mælikvarða. „Það hefur vissu- lega orðið breyting frá því að hjúkr- unarfræðingar bjuggu við laun við fátæktarmörkin,“ sagði Manthey. Þetta er meira en Florence Nig- htingale fékk fyrir sinn snúð á stríðs- tímum! „Hún var bresk hefðarkona, sem átti nóg af peningum, og hafði ekkert með laun að gera. Hún var snillingur. Hún skrifaði og talaði fimm tungu- mál, þegar ekki var gert ráð fyrir að konur gætu gert annað en að spila á hljóðfæri og bera fram te. Hún kunni ýmislegt annað fyrir sér, var góður stærðfræðingur og frumkvöðull í nú- tímatölfræði og var fyrst manna til að nota kökurit til skýringar máli sínu. Með hjúkrunarstörfum sínum á vígvellinum dró hún úr dánartíðni en hún fór úr 80% í 40%. Þetta tókst henni m.a. með auknum þrifnaði og gerði hún þannig veikum hermönn- um kleift að ná fyrr bata og hverfa þannig aftur og fyrr á vígvöllinn. Er Florence Nightingale oft þakkaður sigur Breta í þessu stríði á 19. öld. Hún ber jafnframt ábyrgð á því að venjulegt fólk úr alþýðustétt gat lært og stundað hjúkrun,“ sagði Marie Manthey að lokum. Hjúkrun nýtur ekki sannmælis Morgunblaðið/Ásdís Vilji sjúklingsins í öndvegi Marie Manthey segir mikilvægt að hjúkrunarfræðingar spyrji sjúkling hvað þeim finnist mikilvægast af öllu því sem þeir eigi eftir að ganga í gegnum. Marie Manthey, hjúkrun- arsérfræðingur og frum- kvöðull á sínu sviði, var hér á dögunum og útskýrði meðal annars fyrir Hall- dóri Halldórssyni hvers vegna raunhæft er að auka skilvirkni hjúkrunar. » Við höfum aflað okk- ur mikillar tækni- legrar og vísindalegrar þekkingar og að auki búum við yfir mikilli og góðri þekkingu á mann- legu eðli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.