Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 23 Eftir Arnþór Helgason arnthorh@mbl.is Breska ríkisútvarpið, BBC,hefur frá stofnun sinniárið 1922, verið þekktfyrir vandaða dagskrá og umfjöllun um þau mál sem hafa verið efst á baugi. Frétta- og dag- skrárgerðarmenn stofnunarinnar hafa sjaldan hikað við að taka af- stöðu án þess að velta fyrir sér hagsmunum stjórnvalda. Að vísu hefur stofnunin orðið að beygja sig undir ákveðinn aga á stríðstímum svo sem í Falklandseyjastríðinu ár- ið 1982. Samt sem áður voru fréttir BBC af átökunum rómaðar fyrir hlutlægni. Ýmsar brotalamir lagfærðar Að undanförnu hefur farið fram mikil naflaskoðun á stofnuninni. Fé hefur verið skorið niður til rekstr- arins, starfsmönnum fækkað og stjórnendur hinna ýmsu deilda BBC hafa orðið að laga sig að nýj- um kröfum. Forstjóri BBC, Mark Thompson, tók við af forvera sín- um, Greg Dyke, snemma árs 2004, eftir að skýrsla Huttons lávarðar hafði leitt í ljós ýmislegt misjafnt í starfi stofnunarinnar. Sú skýrsla var gerð í kjölfar þess að Andrew Gilligan, einn virtasti fréttaritari BBC, birti fréttir um aðdraganda innrásarinnar í Írak sem þóttu koma sér afar illa fyrir Tony Blair. Umræðan sem fylgdi í kjölfarið var talin hafa leitt til þess að helsti víg- búnaðarsérfræðingur bresku stjórnarinnar, David Kelly, fyrirfór sér. Thompson hefur einsett sér að auka gæði þjónustu BBC á öllum sviðum og koma til móts við óskir hlustenda. Hann hefur sagt að markmiðið sé að viðhalda þeirri for- ystu sem stofnunin hefur haft á sviði hvers konar menning- artengdrar dagskrárgerðar, frétta- öflunar, afþreyingar og fræðslu. Til þess verði beitt nýjustu tækni hinna ólíku miðla. Thompson hefur farið nýjar leiðir til að afla aukins rekstrarfjár handa BBC. Útboð hafa aukist og leitað hefur verið í auknum mæli til al- mennings og einkaaðila vegna kost- unar sjónvarps- og útvarpsþátta. Þetta er nokkuð sem Íslendingar kannast við. BBC er auk þess undir sama hatt sett og Ríkisútvarpið en báðar stofnanirnar byggja að hluta til á afnotagjöldum. BBC starfrækir fjölda útvarps- og sjónvarpsstöðva á Bretlands- eyjum, rekur umfangsmikið al- þjóðaútvarp og sjónvarp og stofn- unin hefur tekið netið í þjónustu sína betur en flestir fjölmiðlar. Öllu þessu stýrir Mark Thompson, margreyndur fjölmiðlamaður, og markmiðin eru metnaðarfull: aukin þjónusta við hlustendur og gagn- virk þátttaka þeirra. Gervivinningshafar Í nýlegri skýrslu um starfsemi á vegum BBC voru nokkrir útvarps- og sjónvarpsþættir, sem byggðust á beinum útsendingu, teknir til sér- stakrar skoðunar. Einkum var um að ræða spurningaþætti með þátt- töku útvarpshlustenda eða sjón- varpsáhorfenda, íþróttaþætti, tón- listarþætti og aðra afþreyingu. Þegar farið var ofan í saumana á dagskrárgerðinnni kom eftirfarandi í ljós: Í nokkur skipti hafði síma- sambandið brugðist í þáttum þar sem verðlaunum hafði verið heitið. Þáttarstjórnendur brugðust við með því að fá einhvern úr starfsliði þáttanna til þess að koma með rétt svar. Þá voru settar á svið beinar út- sendingar í þáttum sem höfðu þeg- ar verið hljóðritaðir og hlustendur hvattir til að hringja inn svör við spurningum. Svörin höfðu þegar verið hljóðrituð og því engin furða þótt raunverulegir hlustendur kæmust ekki að. Þrátt fyrir að þáttagerðarmenn hefðu verið var- aðir við að þetta gengi ekki upp höfðu þeir aðvaranirnar að engu. Kornið sem fyllti mælinn Þolinmæði Marks Thompsons þraut endanlega þegar í ljós kom að stjórnendur þáttarins Blue Pet- er höfðu falsað úrslit spurn- ingakeppni sem skellt var á í lok þáttarins. Barn, sem statt var í hljóðverinu, var fengið til þess að koma með rétt svar þegar síma- sambandið brást. Ekki bætti úr skák að í kjölfar þáttarins fylgdi kynning á heimildakvikmynd þar sem svo virtist sem drottningunni hefði orðið skapfátt. Um mistök í kvikmyndun var hins vegar að ræða. Breska sjónvarpseftirlitið, Off- com, hefur nú sektað BBC um 50.000 sterlingspund (6,1 millj. kr) fyrir að láta barn taka þátt í þessu tiltæki og endursýna þáttinn á barnarás sjónvarpsins. Er þetta í fyrsta sinn sem slíkum sektum hef- ur verið beitt. Stjórnendur BBC hafa beðist af- sökunar á þessum mistökum og tekið fram að sektin hafi verið greidd af afnotagjöldum hlustenda, ekki því fé sem safnast hefur í þátt- um sem sendir hafa verið út til styrktar ýmsum málefnum. Mark Thompson, forstjóri BBC, lýsti því yfir 18. þessa mánaðar að önnur eins mistök yrðu ekki framar umborin. Hann hefur ákveðið að víkja nokkrum stjórnendum og dagskrárgerðarmönnum úr starfi á meðan rannsókn stendur yfir. Breska sjónvarpseftirlitið hefur gagnrýnt harðlega hvernig staðið var að útsendingu þáttarins Blue Peter. Framkvæmdastjóri þess segir að viðbrögð stjórnenda hafi einkennst af fumi og kæruleysi. Þá hafi allar siðareglur um handrits- gerð og þáttastjórnun verið brotnar og hlustendum verið sýnd megn- asta lítilsvirðing. Þá gagnrýnir eft- irlitið harðlega ofnotkun útvarps- stöðva á símasöfnunum og segir að gripið hafi um sig einhvers konar „gullæði“, enda skili slíkar safnanir oft gríðarlegum upphæðum og ein- ungis brot af þeim renni til þess málefnis sem safnað er fyirir. Félag útvarpsmanna og bresku blaðamannasamtökin hafa lýst því yfir að ekki sé eingöngu við dag- skrárgerðarmenn að sakast. Yf- irleitt sé þar um hæfileikaríkt og agað starfsfólk að ræða. Vandinn liggi ekki síst hjá stjórnendum BBC og annarra fjölmiðla sem svipað er ástatt um. Krafan um há- marksarð og afköst valdi streitu og þá sé oft gripið til óyndisúrræða eins og þeirra sem hér hefur verið lýst. Þá gagnrýna samtökin ásamt eft- irlitsstofnuninni stjórnendur BBC fyrir breytta stefnu við dag- skrárgerð. Útboð hafi farið í vöxt og dagskrárgerðarmenn séu nær eingöngu ráðnir til skamms tíma. Mark Thompson hefur sagt að á ýmsum sviðum þáttagerðar stofn- unarinnar ríki kæruleysi og að greinilegt sé að skortur á þjálfun sé ein af rótum vandans. Hann hyggst taka á þessum málum og hefur lýst því yfir að stjórnendur beinna út- sendinga þurfi að standast ákveðnar kröfur áður en þeir verða ráðnir til starfa. Þá hefur verið ákveðið að hætta um sinn að út- varpa eða sjónvarpa þáttum þar sem spurningakeppni eða fjár- söfnun sé aðalatriðið. Í grein í The Times, 19. þessa mánaðar, er bent á að aðrir ljós- vakamiðlar í Bretlandi glími við svipaðan vanda. Hvers konar síma- safnanir hafi farið í vöxt og sjái þáttastjórnendur sér yfirleitt leik á borði til að safna fé til ólíklegustu málefna. Tekur blaðið undir þá gagnrýni breska sjónvarpseftirlits- ins að setja verði sérstakar reglur um framkvæmd slíkra útsendinga. Greinarhöfundur heldur því fram að lokum að BBC verði að sýna hlustendum auðmýkt og hverfa frá hinni þóttafullu framkomu sem ein- kennt hafi stjórnendur þessa flagg- skips ljósvaka heimsins. Reuters BBC í vanda Mark Thompson var ráðinn forstjóri BBC til þess að hressa dálítið upp á „frænku gömlu“ eins og Bretar kalla útvarpið. » Félag útvarpsmannaog bresku blaða- mannasamtökin hafa lýst því yfir að ekki sé eingöngu við dag- skrárgerðarmenn að sakast. Vandinn liggi ekki síst hjá stjórn- endum BBC og annarra fjölmiðla sem svipað er ástatt um. FJÖLMIÐLAR» Agaleysi og streita ógna orðstír BBC Blekkingar og beinar útsendingar Í HNOTSKURN »1922 Útvarpsútsendingarhefjast á vegum BBC. »1932 Tilraunir hafnar tilsjónvarpsútsendinga. »BBC innheimtir afnotagjöldsamkvæmt fjarskiptalögum frá 1949. Breska utanríkisráðu- neytið og skrifstofa Breska sam- veldisins fjármagna alþjóða- útvarp BBC. »2004: Mark Thompson skip-aður framkvæmdastjóri eftir að komið höfðu í ljós ýmsir brest- ir í innviðum BBC. »2007 tók nýtt skipurit gildiþar sem útvarpsráð fer með eftirlit með starfsemi stofnunar- innar. Tækniþróunarsjóður Umsóknarfrestur er til 15. september Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Tækniþróunarsjóður er sjóður sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Tækniþróunarsjóður fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. Sjóðurinn veitir framlög til nýsköpunarverkefna sem eru til þess fallin að auka samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. Forsenda fyrir aðkomu sjóðsins er að fyrir liggi vel mótuð hugmynd um hagnýtt gildi og líklegan ávinning sem þróun viðkomandi verkefnis getur leitt til. Framlag til framúrskarandi verkefna getur numið allt að 30 milljónum króna, samanlagt á þrem árum. Umsóknarfrestur er til 15. september næstkomandi. Ný eyðublöð og nánari upplýsingar um Tækniþróunarsjóð verða á heimasíðu Rannís, www.rannis.is, um miðjan ágúst.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.