Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 19 sem er að mestu notað í óþarfa neyslu,“ fullyrðir hún. Springer segir stór álfyrirtæki beita svipuðum aðferðum um allan heim til að fá leyfi til að byggja ál- ver. Þau geri mjög hagstæða orku- samninga við yfirvöld og reyni að slá ryki í augu fólks með tali um at- vinnu, hagvöxt og þróun, en veiti ekki upplýsingar um áhrif starf- seminnar á umhverfi og náttúru. Springer ætlar að ferðast um Ís- land og ræða þessi mál á opnum fundum. Jaap Krater Þið saknið náttúrunnar þegar hún er horfin „Heima hjá mér er öll náttúra horfin. Hver einasti blettur er skipulagður og einu grænu svæðin eru garðar. Þið megið ekki láta það sama gerast hér. Þið munuð sakna náttúrunnar þegar hún er horfin,“ segir Hollendingurinn Jaap Krater. Hann er meðlimur í samtökunum Saving Iceland og verður í mót- mælabúðum á Mosfellsheiði í sum- ar. Síðasta sumar var hann í hópi mótmælenda við Kárahnjúka. Krater rekur svokallað ferða- eldhús, sem er hreyfanleg eldunar- aðstaða. Hann mun kenna Íslend- ingum grundvallaratriði í rekstri slíkrar aðstöðu, en hún er nauðsyn- leg til að geta haldið úti mótmælum sem standa í lengri tíma. Venjulega kennir hann námskeið í heilsusamlegri eldamennsku og líf- rænni garðyrkju. Krater segir að þeir útlendingar sem hingað eru komnir til að mót- mæla séu ekki atvinnumótmæl- endur heldur hugsjónafólk sem noti frítíma sinn og laun til að koma hingað því það geti ekki hugsað sér annað. „Miklar virkjanaframkvæmdir á borð við þær sem verið er að fram- kvæma hér eru ekki framfarir. Þær eru ekki til hagsbóta fyrir almenn- ing. Við erum hérna til að hjálpa fólki að endurheimta svæði sín, bæði í bókstaflegum skilningi, sál- fræðilegum og vitsmunalegum. Ef við viljum eiga lífvænlega framtíð á jörðinni verðum við að gera þetta,“ segir Krater. Lerato Margele Íslendingar hafa ekki rænu á að spyrna við fótunum Lerato Maregele vinnur fyrir fé- lagasamtökin Earthlife Africa í Suður-Afríku. Markmið samtak- anna er að verja félagsleg réttindi og vernda náttúruna. Maregele er hér á landi á vegum Saving Iceland og ætlar að sinna mótmælaaðgerð- um gegn stóriðju og virkj- unarframkvæmdum. Eitt helsta verkefni hennar í Suð- ur-Afríku er að berjast gegn upp- byggingu álvers Alcan þar í landi. „Almenningur í Suður-Afríku hagnast ekki af því að þar verði byggt álver. Fólk þar er mjög fá- tækt og um 30% hafa ekki aðgang að rafmagni. Nú verður Alcan selt rafmagn á verði sem er aðeins brot af því sem venjulegt fólk þarf að borga, en fátæka fólkið fær ekkert rafmagn,“ segir hún. Maregele segist hafa áhyggjur af Íslandi og þróun umhverfismála hér. Hún segir að Íslendingar séu svo rólegir og hæglátir að þeir átti sig ekki á því hvað er að gerast hér og hafi ekki rænu á að spyrna við fótunum. „Þess vegna fann ég mig knúna til að koma hingað,“ segir hún. „Það getur vel verið að fólk haldi að ég sé brjáluð, en ég veit þá a.m.k. sjálf að ég breytti rétt.“ Áhyggjur Lerato Maregele telur Ís- lendinga andvaralausa. ÓRFYRIRTÆKJUM horf skýrt fram. Þeir líta ekki á það sem einkamál Íslendinga hvernig náttúruvernd eða nýtingu auðlinda er hagað hér á landi. Þeir úr hópnum sem rætt var við lögðu allir ríka áherslu á að þeir væru ekki atvinnumótmælendur, heldur áhugafólk um náttúruvernd sem tæki tíma frá daglegum skyld- um sínum til að koma hingað. Þeim var öllum ofarlega í huga neikvæð reynsla af stórfyrirtækjum eða náttúruspjöllum í heimalandinu, og það var hvatinn að komu þeirra. Starfsemi Saving Iceland er í samræmi við kenningar Gunnars Helga Kristinssonar um breytta þátttöku í stjórnmálum. Samtökin leita nýrra leiða til að hafa áhrif á gang mála og meðlimir þeirra hafa ekki trú á hefðbundnum stjórn- málum. Þannig er Saving Iceland ekki bara afsprengi hnattvæðingar, heldur eru þau dæmi um tegund þátttöku í stjórnmálum sem virðist eignast æ fleiri áhangendur. Allir mótmælendurnir sem rætt var við lögðu mikla áherslu á að þeir vildu einungis stunda friðsamleg mótmæli og alls ekki beita valdi. Þeir töldu það ekki til valdbeitingar að skemma eignir eða að trufla og tefja fólk og verkefni. Gunnar Helgi Kristinsson benti réttilega á að það væri full ástæða til þess að grafast fyrir um hvort hópar með sterkar skoðanir kynnu að hafa lög að mæla. „Besta leiðin til að breyta samfélagi er að vinna hug og hjörtu almennings,“ segir meðlimur Amnesty International í heim- ildamyndinni Sófakynslóðin. Hópar sem hingað koma til mótmæla þyrftu að hafa það hugfast vilji þeir hafa áhrif. Fulltrúar Saving Iceland töldu í viðtölum að þeir hefðu sterk- an meðbyr. Alls er óvíst að svo sé, og raunar ýmsar vísbendingar um hið öndverða, enda er þjóðerniskenndin líklega enn svo sterk í brjóstum Ís- lendinga að útlenskir mótmælendur þurfa að stíga varlega til jarðar. þegar það telur ómögulegt að fá réttláta niðurstöðu með því að fara í gegnum kerfið,“ segir hann. Þekkt dæmi um borgarlega óhlýðni eru þegar Rosa Parks settist í sæti sem var frátekið fyrir hvítt fólk í strætisvagni í Bandaríkjunum og mótmælagöngur Ghandi á Ind- landi. Mikael bendir á að það fari mjög eftir samhenginu hvort borgaraleg óhlýðni skili tilætluðum árangri. „Það er erfitt að alhæfa um hve- nær hún hefur áhrif og hvenær ekki, en oftast fer það eftir því hvort al- menningur er sammála þeim sem brýtur af sér. Borgaraleg óhlýðni getur verið mjög áhrifamikil þar sem kerfið bregst ekki við þörfum og kröfum almennings. Þá er hægt að vinna fólk á sitt band með því að ögra yfirvaldinu,“ útskýrir hann. Tímanna tákn Koma alþjóðlegra mótmælahópa til Íslands er tímanna tákn, eins og Geir Jón Þórisson benti á. Íslend- ingar hafa nú orðið nokkur áhrif í út- löndum. Þar eiga þeir stór fyrirtæki sem velta miklu og hafa margt fólk í vinnu. Einnig má greina áherslu- breytingu í utanríkisstefnu Íslands – fremur en að bregðast einungis við utanaðkomandi áreiti verði reynt að hafa áhrif á gang mála. Það er ekki við öðru að búast en að þetta virki á báða bóga og útlendingar fylgist líka betur með því sem fram fer hér á landi en áður var. Þeir reyni jafnvel að beita áhrifum og þrýstingi. Í mótmælum Saving Iceland um síðustu helgi var kyrjað „The whole world is watching,“ eða „allur heim- urinn fylgist með.“ Það er auðvitað orðum aukið, en staðreyndin er þó sú að hver sem vill getur fylgst með því sem gerist á Íslandi. Mikilvægt er að stjórnvöld hafi þessa ábyrgð í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Æ oftar heyrist sagt að heimurinn sé að minnka. Í samræðum við með- limi Saving Iceland kemur þetta við- » Stjórnmál snúast í vaxandi mæli um persónulega tjáningu Hefur þú mótmælt ein- hverju? Hvert er álit þitt á alþjóðlegum nátt- úruverndarhópum sem mótmæla á Íslandi? Kristján Þór Kristjánsson, námsmaður. Já, ég hef mótmælt, t.d. þegar Le Pen kom hingað. Ég er frekar jákvæður í þeirra garð. Mér finnst gott að ein- hver taki upp hanskann fyrir Ísland, þótt það séu útlend- ingar. Baldur Guðmundsson, veitingamaður. Nei, ég hef ekki mótmælt. Ég hef nú bara gaman að þessu. Ása Ottesen, stílisti. Nei, aldrei. Mér finnst allt í lagi að vekja athygli á mikilvægum mál- efnum, en ekki að fara út í öfg- ar. Karen Sif Róbertsdóttir, búð- arkona og verðandi móðir. Nei, aldrei. Ég veit það ekki alveg. Mér finnst það allt í lagi ef það er friðsamlegt en ekkert sniðugt ef það fer út í öfgar. Hallfríður María Höskulds- dóttir, búðarkona. Nei, ég hef aldrei mótmælt neinu. Mér finnst þetta bara bull. Ég vil alls ekki að það verði álver um allt land, en við verðum samt að lifa á einhverju. Við verðum að hafa eitthvað ann- að en fiskinn upp á að hlaupa, sérstaklega núna. Sigurður Magnússon, sjómaður á eftirlaunum. Nei, ég hef aldrei mótmælt. Það á ekki að hleypa þessu fólki inn í landið. Það er nóg af vandamálum heima hjá því sem það getur leyst. ins. Síðar urðu Keflavíkurgöngurnar fleiri, sem og aðrar aðgerðir her- stöðvarandstæðinga. 1968 Mikið um mótmæli Baráttan gegn veru Bandaríkja- hers tvinnaðist þegar á leið saman við andstöðu við Víetnamstríðið. Fastafloti Atlantshafsbandalagsins kom hingað 26. maí og urðu þá mikil mótmæli niðri á höfn. Mótmælaað- gerðirnar náðu hámarki þegar ein- hver úr hópi mótmælenda sprautaði rauðri málningu á herskipið Köln. Þetta var sama dag og hægri umferð var tekin upp hér á landi og því var ekkert lögreglulið tiltækt að fylgjast með mótmælunum. Minna en mán- uði síðar var fundur Atlantshafs- bandalagsins haldinn hér á landi og þá var einnig efnt til mótmæla. Þá mótmælti nokkur fjöldi innrás Sovétríkjanna í Tékkóslóvakíu þann 21. ágúst. Fjórum mánuðum síðar héldu rót- tækir stúdentar fund til að mótmæla Víetnamstríðinu, veru bandaríska hersins hér og aðild að Atlantshafs- bandalaginu. Lögreglan bannaði göngu sem átti að fara eftir fundinn og á Þorláksmessu kom til átaka á milli stúdenta og lögreglu vegna þessa. 1973 Þorskastríðið Bretar beittu fyrir sig herskipum í fiskveiðilögsögudeilu við Íslendinga. Til þess að mótmæla þessu söfn- uðust um 30.000 Íslendingar saman á Lækj- artorgi 24. maí og gengu fylktu liði að heimili breska sendi- herrans. Nærri allar rúður í húsi hans voru brotnar. 1975 Kvennafrídagurinn Konur lögðu niður störf 24. október til þess að mótmæli kynjamisrétti og sýna fram á mikilvægi starfa sinna. Baráttufundur var haldinn á Lækj- artorgi og talið er að um 25.000 manns hafi sótt hann. Þetta var fjöl- mennasti fundur Íslandssögunnar fram að því og hann vakti heims- athygli. 1980 Patrick Gervasoni Franski flóttamaðurinn Patrick Gervasoni leitaði hælis á Íslandi. Hann ólst upp á munaðarleys- ingjahælum og stofnunum í Frakklandi en var svo kvaddur í herinn. Af póli- tískum ástæðum gat hann ekki hugsað sér að vera í hernum og gerðist liðhlaupi og áberandi andstæðingur her- mennsku. Hann var handtekinn en komst undan og úr landi. Hann kom til Íslands undir fölsku nafni. Því átti að senda hann úr landi, en margir Íslendingar kröfðust þess að hann fengi landvist. Guðrún Helgadóttir, sem þá var þingmaður, var fremst í flokki stuðningsmanna hans. Rík- isstjórnin, með Gunnar Thoroddsen í forsæti, hafði svo nauman meiri- hluta að atkvæði Guðrúnar gat skipt sköpum. Þetta varð því stórpólitískt mál. Að lokum fór svo að Gervasoni var sendur til Danmerkur, þar sem hann fékk hæli. 1984 Verkfallsátök BSRB og ríkisins Í október boðaði Bandalag starfs- manna ríkis og bæja verkfall og mik- il mótmæli voru í tengslum við það. 1987 Gegn ráðhúsbyggingu Á þriðja þúsund manns sótti fund samtakanna „Tjörnin lifi“ til að mót- mæla byggingu ráðhússins. Samkvæmt skoðanakönnun DV var mikill meirihluti fólks andvígur því að húsið yrði byggt. 1993 EES Samþykkt var að Ísland gerðist aðili að EES 12. janúar. Mikill ágrein- ingur hafði verið um þetta mál og kröfðust margir þess að þjóð- aratkvæðagreiðsla yrði um það. Um 35.000 manns skrifuðu undir beiðni til Vigdísar Finnbogadóttur um að staðfesta ekki lögin. 1998 Stóriðju mótmælt Eftir að skriður komst á hugmyndir um uppbyggingu stóriðju á Reyð- arfirði, upphófust mótmælaraddir gegn fyrirhuguðum framkvæmdum. Mótmælahópur, með Kolbrúnu Hall- dórsdóttur í forystu, stóð fyrir ljóða- upplestrum á Austurvelli og hélt fjölmennan mótmælafund í Há- skólabíói, undir yfirskriftinni „Með hálendinu, gegn náttúruspjöllum.“ Annar hópur, umhverfisvinir, stóð fyrir undirskriftasöfnun og skrifuðu fjölmargir undir. 2000 til dagsins í dag Erfitt er að leggja mat á það hvaða málefni eru mikilvægust í samtím- anum, en víst er að mikill styr hef- ur staðið um ýmis málefni eftir alda- mótin 2000. Um- hverfis- og virkj- unarmál hefur þar borið hæst en önnur mál, t.d. koma Falun Gong, Íraks- stríðið, hvalveiðar, eftirlauna- frumvarp, fjölmiðlafrumvarp, klám- ráðstefna og fleira, hafa orðið tilefni aðgerða og mikilla skoðanaskipta. Patrick Gervasoni Heimild: Guðjón Friðriksson og Ísland í aldanna rás
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.