Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 24
A lls kynntu 48 hönnuðir vor- og sum- artískuna 2008 fyrir herra á tísku- vikunni í Mílanó. Þeirra á meðal var ítalski glyskóngurinn Roberto Cavalli. Ekki má búast við því að bankamenn hafi verið margir á sýningunni, allavega finna þeir ekki vinnuföt hjá Cavalli. Það sem þeir finna heldur er töff og skraut- legur fatnaður fyrir ófeimna, föt sem banka- menn geta verið í á kvöldin en rokkstjörnur all- an daginn. Á blaði sem útdeilt var fyrir sýninguna stóð að Cavalli-maðurinn væri „óheftur í hugsun“ og „óhræddur við að rann- saka mismunandi stílbrögð“, sem „eiga ekki alltaf við helstu strauma“. Enginn grámi er yfir Cavalli heldur ráða ríkjum leður, litir, gull og glæsileiki. Sýningin fór fram í stóru flugskýli sem hafði verið breytt í næturklúbbinn „Club Cavalli“. Gólfin voru speglalögð og gestir á borð við kvik- myndagerðar- og listamanninn Julian Schnabel sátu á sófum með sebraáklæði. Cavalli er eng- inn naumhyggjumaður heldur hugsar hann frekar „meira er betra“. Meðfylgjandi myndir voru allar teknar á herratískusýningu Cavalli á klæðnaði fyrir næsta vor og sumar. Tilkynnt hefur verið að Roberto Cavalli sé næstur í röðinni í hingað til vel heppnuðu sam- starfi sænsku verslanakeðjunnar H&Mvið þekkta starfandi hönnuði. Áður hafa Karl Lag- erfeld, Stella McCartney og Viktor & Rolf gert sambærilegar línur fyrir keðjuna. AP Ný samsetning Skemmtilegt tilbrigði við jakkaföt.Glyskóngur- inn Cavalli Við sundlaugina Kvenfyrirsætur tóku líka þátt í sýningunni. Flottur Leðurbux- urnar eru sumar- legri í ljósum lit en svörtum og fara vel við léttan jakka. Hressandi Rauð jakkföt eru skemmtileg tilbreyting. AP Flott lita- samsetning Glansandi og glamúrlegur jakkinn tekur sig mjög vel út við dökkbláa skyrtu og buxur. AP Hjónin Cavalli þakkar fyrir sig með sam- starfsmanninn og eiginkonu sína, Evu Duringer, sér við hlið. Klæðnaður ítalska hönnuðarins Robertos Cavalli er frekar fyrir rokkara en bankamenn. Inga Rún Sigurðardóttir skoðaði glæný föt frá kappanum, sem verður með nýja línu í verslunum H&M í haust. Cavalli hannar 25 kvenflíkur, að mestu kvöld- klæðnað, og 20 fyrir herra, auk fylgihluta og undirfatnaðar. Fötin koma í um 200 verslanir hinn 8. nóvember og verður spennandi að sjá hvernig þau koma út. „Ég vona að 8. desember verði ekkert eftir í búðunum! Ég er mjög ánægður með að vera fyrsti Ítalinn sem H&M velur til samstarfs,“ er haft eftir Cavalli á fréttavef AFP. Cavalli segist hafa viljað gleðja allt unga fólkið sem getur nú klæðst fötum hans og verður línan tileinkuð því. Að sögn yfirhönnuðar H&M, Margaretu Van Den Bosch, verða dýrustu flíkurnar seldar á um 150 evrur eða tæplega 13.000 krónur. H&M, sem stofnað var árið 1947, er með 1.345 verslanir í 24 löndum, þó ekki á Íslandi. ingarun@mbl.is 24 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ |sunnudagur|22. 7. 2007| mbl.is daglegtlíf Gary Hart? Lítið hefur farið fyrir banda- ríska stjórnmálamanninum Gary Hart eftir að sögusagnir um meint framhjáhald hans komust á kreik á níunda áratugnum. » 31 hvað varð um . . . Bjarney Friðriksdóttir hefur starfað að jafnréttismáluḿ í hálft þriðja ár í Kosovo og heldur senn til friðargæslustarfa í Sir Lanka. » 30 Friðargæsla Athafnahjónin Sigmundur Einarsson og Unnur Ólafsdóttir, eigendur Viking Tours, segja Vestmannaeyjar eitt best varðveitta leyndarmál Íslands. » 26 lífshlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.