Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 42
42 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Vorum að fá í sölu þrjú um 90 fm sumarhús í bygg- ingu. Húsin standa á um 0,6 ha eignarlóðum, 88 km frá Reykjavík. Húsin verða afhent tilbúin til inn- réttingar og fullbúin að utan. Bústaðirnir eru í bygg- ingu en á myndinni má sjá mynd af svipuðu húsi frá EBK í Danmörku. Mjög fallegt útsýni. Heitt og kalt vatn og rafmagn verður til staðar á svæðinu. Steyptir sökklar og botnplata. Gólfhiti verður í gólfi. Teikningar og allar nánari upplýsingar á skrifstofu Eignamiðlunar. Verð 17,7 m. Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali. Fossatún – á bökkum Grímsár Stuttárbotnar 26 í landi Húsafells Afarglæsilegt finnskt bjálkahús frá Vulkatti með einstöku útsýni á besta stað við Stuttárbotna 26 í landi Húsafells. Eignin sem er 120 fm og þar af gestahús. Allt í húsinu er sérstaklega vandað og mikið í lagt. Stór og mikil verönd u.þ.b. 150 fm. Heitur pottur. Lóðin er 0,5 hektara leigulóð, skógivaxin og er bústaðurinn vel varinn umferð. Einstakt útsýni er úr bústaðnum. Verð 37,9 millj. Allar nánari upplýsingar um bústaðinn veitir sölustjóri Fasteignakaupa, Pál Höskuldsson, í síma 864 0500. Sjón er sögu ríkari. Erna Valsdóttir lögg. fast.-, skipa- og fyrirtækjasali. Sími 515 0500 www.fasteignakaup.is Fannafold fallegt parhús Í einkasölu vel staðsett, 145 fm, parhús á frábærum stað með fallegu útsýni yfir Fjöln- isvöllinn, innbyggður bílskúr (innréttaður sem herbergi í dag). Möguleiki að byggja við húsið u.þ.b. 30 fm í viðbót. Nýstandsett flísalagt baðher- bergi með nuddbaðkeri. Aukalofthæð. Parket, stór og góð lóð. Frábær staðsetning á fallegu húsi. Verð 39,9 millj. Ingólfur G. Gissurarson, lögg. fast. Fjöldi barnshafandi kvenna hef- ur kynnst af eigin raun BeSafe- meðgöngubeltunum, norskum ör- yggisbúnaði sem VÍS hefur umboð fyrir hérlendis og hefur kynnt og selt frá árinu 2004 í örygg- isverslun sinni, í sam- vinnu við Öryggis- miðstöð Íslands. Við hjá VÍS höfum oft heyrt konur láta vel af meðgöngubeltinu og sérstaklega gladdi það okkur að fá þakk- arbréf frá konu ásamt mynd af illa förnum fjölskyldubílnum eftir bílveltu. Hún var gengin fimm mánuði með barn sitt og er sannfærð um að BeSafe- meðgöngubeltið hafi komið í veg fyrir að ófætt barn hennar skadd- aðist. Um það vitnaði einnig læknir hennar. Það er því í senn óvænt og sér- kennilegt innlegg í umræðu um umferðaröryggismál að ráðamenn Forvarnarhúss Sjóvár sendi nú fjölmiðlum landsins sérstaka til- kynningu og reyni að gera BeSafe- meðgöngubeltið tortryggilegt á þeim forsendum að réttara sé að kalla beltið frekar „þægindabúnað“ en öryggisbúnað! Þá hefur því ver- ið fram haldið að meðgöngubeltið hafi hvorki hlotið vottun né við- urkenningu „viðurkenndra aðila“. Reynslan af meðgöngubeltinu talar sínu máli en að gefnu tilefni er rétt að eftirfarandi komi hér fram: BeSafe-með- göngubeltið er sér- staklega hannað til að verja börn í móð- urkviði fyrir hnjaski af völdum bílbelta. Venjuleg bílbelti strekkjast yfir kvið og barn í móðurkviði get- ur orðið fyrir veruleg- um þrýstingi við harkalega hemlun eða árekstur. Slíkt álag getur leitt til fóst- urskaða og jafnvel fósturláts. BeSafe-meðgöngubeltið færir átak hefðbundinna bílbel- taóla frá kvið að mjöðmum kon- unnar. Um er að ræða púða sem lagður er í sætið og verðandi móðir sest á. Opnanleg lykkja er á púð- anum og gegnum hana smeygir notandinn mjaðmastreng þriggja punkta bílbeltis. Þar með skorðast mjaðmastrengurinn undir kvið not- andans. Meðgöngubeltið hefur sannað gildi sitt í Noregi og Sví- þjóð þar sem það hefur selst í miklu magni. Meðgöngubeltið hef- ur verið prófað af tæknisérfræð- ingum Swedish National Test and Research Institute samkvæmt ECEr16, sem er Evrópustaðall fyrir bílbelti. Sú stofnun hefur gef- ið út yfirlýsingu (vottun) þar sem fram kemur að BeSafe-beltið færi mjaðmahluta bílbeltisins niður fyr- ir maga konunnar og hafi að öðru leyti engin neikvæð áhrif á virkni bílbeltisins sjálfs. Í 2. tölublaði VÍS-frétta 2004 er haft eftir verkefnisstjóra slysa- varna barna hjá Lýðheilsustöð að meðgöngubeltið geti tvímælalaust gagnast þeim konum sem eigi í erf- iðleikum með að halda neðri hluta bílbeltisins kyrrum við mjöðm. Þetta sé einfaldur búnaður sem verji kviðinn fyrir átaki bílbelt- isins. Haft er ennfremur eftir verk- efnisstjóranum að borið hafi á því að ófrískar konur veigri sér við að spenna bílbeltin og dæmi séu jafn- vel um að læknir hafi beinlínis ráð- lagt þungaðri konu að nota ekki bílbelti! Slíkt sé hrein firra enda lífsnauðsynlegt bæði konum og ófæddum börnum að hafa beltin ætíð spennt. Meðgöngubeltið sé hins vegar kærkomin viðbót til að skorða bílbeltið rétt. Niðurstaðan er þessi: Ef Be- Safe-meðgöngubeltið, sem sannað er að hefur engin neikvæð áhrif á virkni bílbelta, stuðlar að því að þungaðar konur spenni beltin er tilganginum sannarlega náð. Sum- ar þungaðar konur undir stýri halda gjarnan annarri hendi undir kvið sér til að varna því að mjaðm- arhluti beltisins færist ofar á kvið- inn. BeSafe-búnaðurinn fær konur til að slaka betur á undir stýri og hafa báðar hendur á því, einfald- lega vegna þess að þeim líður bet- ur þegar tryggt er að bílbelti bíls- ins lendir undir kvið ef eitthvað kemur upp á. Það skal þó ítrekað að enginn búnaður, þar með talin bílbelti með eða án BeSafe, kemur í veg fyrir alvarleg slys. Þar ræðst alvara málsins aðallega af þeim hraða sem bíllinn/bílarnir eru á þegar högg verður. Það er því full ástæða til að hvetja alla vegfarendur til þess að nota allan þann örygg- isbúnað sem völ er á fyrir sig og fjölskyldu sína og nota hann rétt. Mest um vert er þó að aka á lög- legum hraða, án áfengis og ann- arra vímuefna. Stærstu ferðahelg- ar ársins eru framundan og því mikilvægt að einbeita sér að stóru áhættuþáttunum í umferðinni og varast þá. Þannig komumst við heil heim. Meðgöngubelti og öryggi þungaðra kvenna Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar um belti sem ver börn í móðurkviði við harða hemlun eða bílslys » BeSafe-búnaðurinnfær konur til að slaka betur á undir stýri og hafa báðar hendur á því, einfaldlega vegna þess að þeim líður bet- ur. Ragnheiður Davíðsdóttir Höfundur er forvarnafulltrúi hjá VÍS.                      smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.