Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 47 ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, GARÐARS P. ÞORMAR, Maríubakka 28, Reykjavík. Guð blessi ykkur öll. Ingunn K. Þormar, Sigfús Þormar, Sigríður Þormar, Páll Þormar, Angela Ragnarsdóttir, Sigfríð Þormar, Jón Pétursson, Kristinn Þormar, Jónína Samúelsdóttir, afabörn og langafabörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför móður minnar, tengdamóður og ömmu, ÞÓRUNNAR JÓHANNSDÓTTUR, áður til heimilis á Gránufélagsgötu 7, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks dvalarheimilisins í Kjarnalundi og Asparhlíð, Akureyri, fyrir góða umönnun. Snjólaug Baldvinsdóttir, Guðlaugur Arason, Anna Steinlaug Ingólfsdóttir, barnabörn og fjölskyldur þeirra. ✝ Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og kveðjur við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður og ömmu, ESTHERAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Sérstakar þakkir viljum við senda starfsfólki á deild A-3 á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund fyrir ein- staka alúð og hlýhug í umönnun. Hrafn U. Björnsson, Guðrún Biering, Heba Helgadóttir, Kristján Ívar Ólafsson, Arnar Hrafnsson, Dagný Laxdal, Þröstur Hrafnsson, Stefnir Húni Kristjánsson, Dagur Fróði Kristjánsson, Franklín Máni Arnarson. ✝ Alúðarþakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hluttekningu við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, PÉTURS KRISTJÁNS BJARNASONAR skipstjóra frá Ísafirði, Búagrund 17, Kjalarnesi, sem lést 29. júní. Sérstakar þakkir færum við læknum og öðru starfsfólki heilsugæslu- stöðvarinnar í Mosfellsbæ fyrir þá miklu alúð og hlýju sem Pétur naut ætíð þar. Helga Ebenezersdóttir, Ebba G. Pétursdóttir, Herdís Pétursdóttir, Elín Þ. Pétursdóttir, tengdasynir, barnabörn og barnabarnabörn. Englasteinar Helluhrauni 10 Sími 565 2566 - www.englasteinar.is Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SVEINBJARGAR G. KRISTINSDÓTTUR, Barmahlíð 11, Reykjavík. Sigurður Guðlaugsson, Sigurður Kr. Jóhannsson, Lilja U. Óskarsdóttir, Gréta Jóhannsdóttir, Jón Hólm, barnabörn og barnabarnabörn. Guðmundur móður- bróðir minn og Elisa- bet eiginkona hans buðu mér til sín til Svíþjóðar þegar ég varð 16 ára. Sigling til útlanda var mikið ævintýri og ekki svo vanalegt fyrir ungan mann. Útvegaði Hansi mér vinnu sem léttadrengur við spítalann í Vaanersborg um mánaðarbil það sumarið. Ánægjuleg vist í alla staði. Kynntist ég þar indælum ungum sonum hans. Elisabet móðir þeirra var bæði elskuleg og gestrisin. Er ég þeim þakklátur fyrir að hafa fengið að vera inni á heimili þeirra. Mjög góð minning sem ég mun varðveita. Mínar innilegustu kveðjur til að- standenda. Guð varðveiti góðan mann. Einar Fr. Hjartarson. Móðurbróðir minn, Guðmundur Hans, er látinn. Hann fékk hjarta- stopp fyrir utan heimili sitt og leið of ✝ GuðmundurHans Einarsson læknir fæddist í Neðri-Hundadal í Miðdölum í Dala- sýslu 20. maí 1926. Hann lést á sjúkra- húsi í Gautaborg í Svíþjóð 21. júní síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Blåviks kyrka í Box- holm 5. júlí. langur tími til að hon- um væri bjargað. Hann kom mér fyrir sjónir sem myndarleg- ur og glaðlyndur mað- ur. Hann var kallaður Hansi af fjölskyldunni. Eftir læknisfræðipróf frá Háskóla Íslands fór hann til Svíþjóðar í framhaldsnám í lækn- isfræði (skurðlækn- ingar og kvensjúk- dómar). Hansi hafði „áru“ læknis; hægt væri að finna orsök og afleiðingu að flestöllu. Þó svo væri var ákveðin forlaga- hyggja í honum. Vildi jafnvel leita langt aftur í tímann að skýringum. Hann sóttist í fjársjóð Íslendinga- sagna og var vel að sér um íslenska sagnahefð. Hann reyndist sérlega farsæll læknir, afbragðsgóður skurðlæknir. Maður dáðist að þess- um fallegu höndum. Fram til hins síðasta sinnti hann sjúklingum. Hansi var í eðli sínu örlátur og gestrisinn. Atvikin höguðu þó því að færri komu en vilji og efni stóðu til. Það streymdi mikil hlýja frá honum og með tvíræðu brosi mátti greina glettni. Hann vildi sjá ungt fólk sækja sér menntun og hafa metnað í að gera vel eins og hann jafnan gerði. Oft voru íslensk málefni Hansa hugleikinn. Leit hann oft með augum samfélagsverkfræðings á hvernig hægt var að gera reisn þjóðarinnar meiri. Taugin til upprunans slitnaði aldrei. Synir hans, Gunnar og Thor- geir, sem eru búsettir erlendis, hafa umfaðmað landið á síðustu dögum og gladdi það hann að vita af þeim hjá ættgarðinum stóra. Logi, sonur Guð- mundar, býr á Íslandi og það var fyr- ir hvatningu Guðmundar sem við fórum saman í ferðalag til Svíþjóðar 1973 og fengum tækifæri til að öðlast reynslu á erlendri grund. Mér eins og fleirum þótti mikið til heimsókna hans og Elísabetar koma. Sá ég hann oft í laxveiðiferðum með föður mínum alltaf í góðu skapi. Hansi færði með sér andrúmsloft hins alþjóðlega og jók á löngun margra að sækja sér menntun er- lendis. Mér finnst við hæfi að kvæði syst- ur hans fylgi þessum fáu orðum því meiri kærleikur er vandfundinn milli systkina og ekki alltaf auðrataður óskertur þegar áhrif fjarlægðar ásamt mætti tímans gætir. Við þökkum samfylgd á lífsins leið þar lýsandi stjörnur skína og birtan himneska björt og heið hún boðar náðina sína en Alfaðir blessar hvert ævinnar skeið og að eilífu minningu þína. (Vigdís Einarsdóttir.) Með Hansa er farinn góðviljaður maður. Votta ég fjölskyldu hans samúð mína. Megi blessun fylgja honum í eilífðinni. Stefán F. Hjartarson. Guðmundur Hans Einarsson Mig langar að minnast hennar Vuvvu systur minnar svolítið, en það var hennar gælu- nafn. En á okkur var 17 ára ald- ursmunur. Og ekki bara aldurs- munur, heldur var fjarlægðin á milli okkar oftast mikil. Þar sem hún bjó megnið af sínu lífi austur á Djúpavogi, en ég á Akranesi, Rifi og í Keflavík. Það voru því helst ýmsar uppákomur, svosem afmæli, jarðarfarir og ættarmót, sem urðu til þess að við hittumst. Þess vegna vakti dagskrárpés- inn athygli mína í kirkjunni þegar hún var jörðuð, en hann var skreyttur myndum af Vuvvu og fjölskyldu hennar. Af henni þegar hún var lítil sæt stelpa og falleg ung kona. Af henni hamingjusamri með manni sínum, Steingrími. Af sonum þeirra litlum, þeim Ingi- mundi, Frey og Óskari. Og af yngstu börnum þeirra, þeim Haf- steini og Ragnhildi. Af henni við æskuheimilið sitt á Grund í Súða- vík, og svo með systrum sínum fimm fullorðnum, og loks þau Steingrímur saman á góðri stundu. Og þetta yljaði mér. Og við það að skoða þessar ynd- islegu myndir varð mér ljóst sem aldrei fyrr, hversu það er nauðsyn- legt að rækta samfélag við sína nánustu, og þá til að fá að fylgjast með, hvernig þeim vegnar. Þá minntist ég þess, að þegar ég var strákur, þá fór ég eitt sumar austur á Djúpavog til Vuvvu og Steingríms. Og svo líkaði mér vist- in að ég vildi helst ekki fara heim aftur. Þar var líka ýmislegt brallað í þá daga og var Djúpivogur mér, og vinirnir, sælustaður. Þá kynnt- ist ég Vuvvu systir vel, og þá gekk hún mér í móðurstað og lét mig njóta sömu réttinda og synir henn- ar, þeir Ingimundur, Freyr og Óskar. Þar sem hún líka skammaði ✝ Kristín ÁsaEngilbertsdóttir fæddist í Súðavík 11. október 1925. Hún lést á sjúkra- húsinu í Neskaup- stað 12. júní síðast- liðinn og var útför hennar gerð frá Djúpavogskirkju 23. júní. mig, faðmaði og kyssti. Vuvva var glaðlynd kona, en mjög ákveð- in, og ef hún sagði nei, þá sagði hún ekki bara nei, heldur setti upp nei-svipinn og hann þýddi að um annað var ekki að ræða. En þessu man ég sérstaklega eftir þarna um sumarið, enda var ég nú nokk- uð erfiður sem strák- ur. Kannski verið það sem nú er kallað ofvirkur. En Vuvva gerði sitt í því, að láta mig skilja það, að mér bæri að haga mér vel og að hlýða þeim reglum sem hún og Steingrímur hefðu sett á heimili sínu. Og er ég því þakk- látur henni fyrir þann tíma, sem hún gaf mér, í því að gera mig að betri manni. Einnig vil ég þakka Steingrími, því alltaf hefur hann reynst mér vel. Ég vil því í lokin biðja Guð um að blessa Steingrím og fjölskyldu hans, því söknuður þeirra er mik- ill. Hafsteinn Engilbertsson. Það tekur okkur sárt að þurfa að kveðja þig. Við munum ávallt minnast þín með hlýhug og virð- ingu. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði er frá. Nú héðan lík skal hefja, ei hér má lengur tefja í dauðans dimmum val. Úr inni harms og hryggða til helgra ljóssins byggða far vel í Guðs þíns gleðisal. (Valdimar Briem.) Samúðarkveðjur til ykkar allra. Hvíl í friði og hafi hún þökk fyr- ir allt. Alda Ragna og Lína. Kristín Ása Engilbertsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birt- ist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.