Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 20
20 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ásgeir Sverrisson
asv@mbl.is
Hversu djúpt ristir krafanum breytingar? Verðurþað ef til vill helst taliðGeorge W. Bush forseta
til tekna þegar fram líða stundir að
hafa með framgöngu sinni skapað
forsendur fyrir algjörum umskiptum
í bandarískum stjórnmálum?
Þetta eru að sönnu erfiðar spurn-
ingar en áhugaverðar teljast þær nú
þegar aukinn kraftur færist í bar-
áttu þeirra, sem sækjast eftir hús-
bóndavaldi í Hvíta húsinu í Wash-
ington. Og ýmislegt bendir til þess
að sýn Bandaríkjamanna til stjórn-
mála og forystumanna á þeim vett-
vangi hafi tekið breytingum á und-
anliðnum árum. Sjálfar grunnreglur
bandarískra stjórnmála taka tæpast
breytingum og óhugsandi sýnist að
vægi fjármagnsins minnki; öðru
nær, raunar. En á móti kemur að al-
menningur í Bandaríkjunum sýnist
nú móttækilegri en oftast áður fyrir
nýrri pólitískri nálgun.
Við þetta bætist að kosningarnar
á næsta ári eru óvenjulegar fyrir
þær sakir að að þessu sinni sækist
hvorki sitjandi forseti né varaforseti
eftir kjöri. Þetta hefur ekki gerst frá
árinu 1952. Með tilvísun til þessa má
m.a. styðja þá skoðun rökum að
tímamót séu í vændum í bandarísk-
um stjórnmálum auk þess sem við
blasir að ófarirnar í Írak hafa gjör-
breytt ýmsum viðteknum viðmiðum.
Í nýlegri könnun tímaritsins
Newsweek kveðst yfirgnæfandi
meirihluti Bandaríkjamanna vera
tilbúinn að kjósa konu sem forseta.
Hið sama kemur fram þegar spurt
er hvort viðkomandi sé tilbúinn að
greiða blökkumanni atkvæði sitt í
forsetakosningum. Og raunar eru
þeir fleiri, sem tilbúnir eru að styðja
blökkumann þegar komið er í kjör-
klefann. Þar ræðir um 92% kjósenda
en 86% kveðast vel geta hugsað sér
að kjósa konu. Á hinn bóginn er að-
eins naumur meirihluti Bandaríkja-
manna þeirrar hyggju að kjósendur
vestra séu almennt tilbúnir til að
verja atkvæði sínu á þennan veg.
Frambjóðendum kann
enn að fjölga
Þetta hljóta að teljast prýðileg tíð-
indi fyrir þau Hillary Clinton og
Barack Obama, sem líklegust eru nú
um stundir til að hljóta útnefningu
sem forsetaefni Demókrataflokksins
í kosningunum á næsta ári. Kona
hefur aldrei hlotið slíka upphefð í
stjórnmálum Bandaríkjanna og það
hefur blökkumaður ekki heldur af-
rekað. Verulegar líkur eru á því að
þar megi vænta sögulegra umskipta.
Verði annað hvort þeirra næsti for-
seti Bandaríkjanna verður því að-
eins jafnað við byltingu.
Óvissuþættirnir eru að sönnu
margir og líklegt er að myndin skýr-
ist lítt á næstu mánuðum. Hvað for-
setakosningarnar varðar ber að
halda því til skila, að hugsanlegt er
að frambjóðendur séu ekki allir
komnir fram. Innan Demókrata-
flokksins ræðir einkum um Al Gore,
fyrrum varaforseta, sem er einn
mesti áhrifamaður nútímans á sviði
umhverfismála og hefur í þeim efn-
um náð stöðu trúboða og rokk-
stjörnu. Því má halda fram með góð-
um rökum að vilji Gore á annað borð
verða næsti forseti Bandaríkjanna
verði leiðin í Hvíta húsið að teljast
nokkuð greiðfær.
Staðan á hægri vængnum er enn
óljós og víst er að margir binda vonir
við að repúblíkaninn Fred Thomp-
son, leikari og fyrrum öldungadeild-
arþingmaður, taki loks af skarið og
bjóði sig fram. Erfiðleikar hins stað-
fasta John McCain, öldungadeildar-
þingmanns frá Arizona, ættu að
auka möguleika Thompsons en bið
kann að verða á því að sá fyrrnefndi
heltist úr lestinni.
Yfir frambjóðendum beggja
flokka vofir síðan sá möguleiki að
Michael Bloomberg, ofurmilljóner
og ólaunaður borgarstjóri New
York, gefi kost á sér sem óháður
frambjóðandi. Ummæli Bloomberg
verða að vísu tæpast túlkuð á annan
veg en þann að hann hafi ekki hug á
slíku. Hann hefur á hinn bóginn
aldrei lýst yfir því með öldungis ótví-
ræðum hætti að hann verði ekki í
framboði. Sigurlíkur Bloombergs
teldust engar en framboð hans gæti
stórskaðað aðra frambjóðendur og
gjörbreytt stöðunni allri.
Verður ættarveldi komið
á í landi hinna frjálsu?
Aukinnar bjartsýni gætir nú í her-
búðum Hillary Clinton enda eru
skoðanakannanir flestar henni hag-
felldar og gefa til kynna að staða
hennar sé heldur að styrkjast. Bill,
eiginmaður hennar, var árið 1992
kjörinn forseti eftir að hafa farið
sem hvirfilbylur yfir Bandaríkin og
boðað að tími „breytinga“ væri upp
runninn í landi hinna frjálsu. Erfitt
var að vísu að festa hönd á nákvæm-
lega hverjar „breytingarnar“ áttu að
verða en eftir á að hyggja fólust um-
skiptin trúlega einkum í því að ný
kynslóð var hafin til valda. Hillary
Clinton er augljóslega ekki valkost-
ur fyrir þá sem telja slík kynslóða-
skipti tímabær og áberandi er sú
aukna áhersla, sem stuðningsmenn
Baracks Obama leggja á að verði
forsetafrúin fyrrverandi hæstráð-
andi í Hvíta húsinu hafi Bandaríkja-
menn komið á stjórnarformi ættar-
velda. Fullyrða má að vaxandi þungi
einkenni þennan málflutning á
næstu mánuðum.
Hæpinn samanburður við JFK
Barack Obama verður líkt og Bill
Clinton forðum tíðrætt um „breyt-
ingar“ en innihaldið reynist iðulega
rýrt. Obama er á hinn bóginn fulltrúi
nýrrar kynslóðar og vestra telja
ýmsir innvígðir að almenningur hafi
þvílíka andstyggð á hefðbundnum
stjórnmálamönnum að kjósendur
Kynferði og hörundslitur fram-
bjóðenda ekki lengur fyrirstaða?
ERLENT»
Reuters
Kyrrstaða Barack Obama á kosningafundi í Chicago. Þingmaðurinn þykir
ekki hafa náð sér á strik í kappræðum frambjóðenda Demókrataflokksins.
Erlent | Sú almenna skoðun að George W. Bush hafi reynst hörmulegur forseti kann að eiga þátt í viðhorfsbreyt-
ingu bandarískra kjósenda. Íþróttir | Vegna mannréttindabrota í Kína hafa ýmsir mælst til þess að Ólympíu-
leikarnir í Beijing verði sniðgengnir. Fjölmiðlar |Undanfarið hefur farið fram mikil naflaskoðun hjá Breska ríkisútvarpinu, BBC.
VIKUSPEGILL»
Almenningur í Bandaríkjunum sýnist nú móttækilegri en oftast áður fyrir nýrri pólitískri nálgun
Stuðningur Bill Clinton, fyrrum Bandaríkjaforseti, tekur nú virkan þátt í
baráttu konu sinnar auk þess sem hann gefur ráð á vettvangi stefnumála.