Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 40
40 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SELBRAUT- RAÐHÚS Mjög gott raðhús á 2 hæðum á þessum vinsæla stað. Húsið er 176 fm og bílskúr 41,1 samtals 217,8 fm. Húsið sk: í stóra stofu, eldhús, 4 svefnherb. sjónvarpshol, gesta salerni og baðherb. Fallegur garður og stórar svalir. Tilboð. 6892 LEIRUBAKKI - AUKA HERBERGI Í KJALLARA Mjög góð 3ja herbergja 76,6 fm íbúð á fyrstu hæð ásamt 9,6 fm auka her- bergi í kjallara og 5,7 fm geymslu samtals 91,9 fm. Húsið er allt nýlega klætt að utan með viðhaldslítilli klæðningu. Góð eign. Verð 18,7 millj. BARÓNSSTÍGUR - MEÐ SVÖLUM Góð 81 fm 3ja herb íbúð á 3 hæð í litlu fjölbýli. Óinnréttað risloft yfir íbúðinni sem býður uppá möguleika. Glæsilegt útsýni. Svalir. Íbúðin er laus 1. sept. n.k. V. 21,5 m. 6891 NAUSTABRYGGJA Mjög góð 4ra herbergja íbúð á 3ju hæð í góðu húsi. Íbúðin er á tveimur hæðum og skiptist í þrjú góð herbergi, stofu, tvö bað- herbergi og eldhús. Vandaðar innréttingar og gólfefni. V. 30,9 m. 6890 DALHÚS - GLÆSILEGT Vandað tvílyft 211 fm parhús með fallegu útsýni. Á neðri hæðinni er forstofa, snyrting, innra hol, herb. 2 saml. stofur og eldhús auk bílskúrs. Steyptir sökklar eru fyrir sól- stofu. Á efri hæðinni er hol, 4 svefnherb. baðherb. og þvottahús. Húsið er mjög vel staðsett, rétt við íþróttamiðstöð, sundlaug, skíðabrekku, útvistarsvæði, skóla o.s. frv. 6885 AKURGERÐI - LAUST STRAX Mjög gott og vel skipulagt 225,4 fm parhús auk bílskúrs á þessum eftirsótta stað. Hús- ið er á þremur hæðum en möguleiki er á að útbúa auka íbúð í kjallara. Eignin skiptist í stórar og bjartar stofur, eldhús, 4 herb. 2 baðherb. og kj. Þetta er eign sem býður upp á mikla möguleika sjón er sögu ríkari. V. 46,4 millj. BARÐASTAÐIR - GLÆSILEG Glæsileg 107,1 fm 4ra herb íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli. Auk þess fylgir 29,2 fm bílskúr með góðri lofthæð. Íbúðin sk: m.a. í rúmgott hol, stofu og 3 herb. Stórar flísalagðar svalir (sem hefur verið lokað með gleri frá Gleri og Brautum). Fallegt útsýni. Íbúðin getur verið laus fljótlega. Verð 32,5 millj. SEILUGRANDI - LAUS 2. ÁGÚST N.K. Um er að ræða 100,0 fm glæsilega 4 herb. vel skipulagða endaíbúð í litlu fjölbýli. Eign- in skiptist í hol, 3 svefnh. baðh, eldhús, stofu og borðstofu. Stórar svalir eru í suður auk minni svala útfrá hjónah. Stæði í bílageymslu fylgir eigninni. Glæsileg eign. Stutt í leik- og grunnskóla sem og aðra þjónustu. V. 29,5 m. 6779 Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Glæsileg algerlega endurnýjuð 3ja herb íbúð á jarðhæð. Sérinngangur, útgangur út í garð úr stofu og elhdúsi. Stærð íbúðar er 131,7 fm auk stæðis í bíla- geymsluhúsi. Vandaðar innréttingar og gólfefni, parket og flísar. Öll tæki ný á baði. Frábær staðsetning. Laus strax. jöreign ehf LAUGARNESVEGUR - NÝTT Á SKRÁ Glæsileg rúmgóð íbúð á tveimur hæð- um, ásamt sérstæðum bílskúr. Stærð alls 169 fm, þ.a. bílskúr 29,3 fm. Glæsilegt útsýni. Tvennar svalir. Arinn í sjónvarpsstofu. Sérlega góð staðset- ning. Glæsileg eign. Laus fljótlega. Verð 44,8 millj. ÁLFALAND - FOSSVOGI Vorum að fá í sölu efri séræð með óinn- réttuðu rislofti. Hæðin skiptist í hol, stofu, borðstofu, þrjú svefnherb., eld- hús og bað. Stigi upp í ris sem býður upp á stækkunarmöguleika. Laust strax. Verð 27,5 millj. BÚSTAÐAVEGUR - SÉRINNGANGUR Falleg og mikið endurnýjuð neðri sérhæð í þríbýlishúsi. Stærð íbúðar er 121,7 fm. Góðar svalir út frá stofu með tröppum niður í sameiginlegan garð. Frábær staðsetning. Laus strax. Verð 32,5 millj. GUNNARSBRAUT NÝR alþjóðlegur leitar- og tengslavefur athafnakvenna hefur lit- ið dagsins ljós; Connected-Wo- men.com / Tengj- umst.is, sem er íslenska heitið á honum, en þar gefst athafnakonum tækifæri á að skrá sig, fyrirtækið sitt, vöru og þjónustu með fjöl- breyttum og mynd- rænum hætti. Tak- markið með Tengjumst.is er að gera athafnakonur sýnilegri, ekki bara innan Íslands heldur á alþjóðamark- aði. Með því opnast spennandi möguleikar á viðskiptum til kvenna og þeirra á milli. Að íslenskum konum frátöldum eru þegar skráðar konur inn á vefinn frá löndum svo sem Indlandi, Banda- ríkjunum, Finnlandi, Svíþjóð, Dan- mörku, Belgíu og Bretlandi svo eitt- hvað sé talið. Vefurinn hlaut viðurkenninguna „Special Recognition Awards 2007“ hjá EU WIIN-samtökunum í Berlín í júní sl. Tengjumst.is er hugsaður sem al- þjóðlegur leitar- og tengslavefur at- hafnakvenna til að finna vöru og/eða þjónustu skráðra kvenna. Viðskiptatækifærin eru út um allt, stór og smá, allt eftir því eftir hverju við leitum. Sem markþjálfi (ný- yrði fyrir „coaching“) með sérhæfingu í að markþjálfa konur og ekki síst konur í við- skiptum við að ná hrað- ar settu marki í lífi og starfi hef ég brennandi áhuga á því að sjá konur styrkjast og eflast og þora að teygja sig að sínum frama- draumum. Fara af stað og ekkert á einhverjum sniglahraða heldur bara … beint í mark! Tengjumst.is og aðrir upplýs- ingavefir kvenna geta vissulega verið sterk tæki, en geta aldrei verið annað en lúinn og rykfallinn gagnagrunnur ef þessir vefir verða ekki nýttir til fulls, það er undir okkur öllum komið að svo verði. Ég hef sjálf miklar væntingar til kvenna á Íslandi. Sit í alþjóðanefnd FKA og hef í gegnum það starf sem og þátttöku mína á alþjóðlegum kvennaráðstefnum séð að íslenskar konur skara að mörgu leyti nú þegar fram úr á mörgum sviðum. Ég hvet konur til að setja markið miklu hærra, og teygja sig út úr þæg- indarammanum. Að mínu mati eigum við að vera sú þjóð sem litið er upp til þegar kemur að jafnrétti kynjanna. Við eigum að vera sú þjóð sem brýtur hið marg- Konur, hvetjum hver aðra til Guðrún Magnúsdóttir skrifar um nýjan vef til eflingar tengsl- aneti kvenna » Gefðu annarri konumeðmæli í dag! Hrósaðu henni! Stuðl- aðu að viðskiptum til hennar. Stoppaðu nei- kvæða umræðu um aðra konu! Brostu! Guðrún Magnúsdóttir MIKIL uppbygging hefur átt sér stað í Kópavogi um lengri tíma og fylgja því nokkrir vaxtarverkir. Haft hefur verið eftir núverandi bæjarstjóra að „það sé gott að búa í Kópavogi“. Við sem höfum búið í bænum frá því löngu áður en valdatími hans hófst getum tekið undir það af heilum hug, bæði fyrr og síðar. Til þess að gott sé að búa í Kópavogi þarf þó að hugsa lengra fram á veg en manni sýnist vera gert í dag. Nú er komið að því að þétta eldri byggð í Kópa- vogi í miklum mæli og hafa viðbrögð íbúa verið misjöfn. Yfirvöld hafa lengi unnið ötullega að upp- byggingu landa sem liggja utan byggðar þar sem lóan og spó- inn réðu ein ríkjum, þau fluttu sig bara um set við ónæðið sem af framkvæmdum hlaust. Nauðsynlegt er að huga að lífsgæðum íbúanna sem í bænum búa þegar farið er með nýbyggingarsvæði inn í eldri og gróna byggð. Verið er að breyta aðalskipulagi bæjarins til að ná fram aukinni byggð á nokkrum viðkvæmum svæðum. Aðalskipulag er stjórn- sýslutæki, stefna bæjaryfirvalda til að stýra þróun á nýtingu lands. Til að breyta því þarf að fara fram með rökstudda breytingartillögu. Skipulag er því í sjálfu sér tæki til að stýra breytingum og vinna þær á lýðræðislegan hátt með þátttöku íbúa. Skipulag er ekki tæki sem festir ríkjandi ástand varanlega. Á Nónhæð við mörk bæjarins að Garðabæ, þar sem átti að standa safnaðarheimili trúarsamtaka, er lagt til að reisa háreista blokk- arbyggð, eins konar nýja Hamra- borg sem allir bæjarbúar þekkja vel. Við Kópavogshöfn á reisa þétta bryggjubyggð sem á að laða að fjölda nýrra íbúa. Þeir eiga ekki að koma sjóleiðina að byggðinni heldur mun umferðarmagn um Kársnesbraut aukast. Kárs- nesbraut var byggð á stríðsárnum sem húsagata og er það enn. Á túninu við gamla Kópavogsbæinn standa yfir miklar bygging- arframkvæmdir svo og í Lundi við Nýbýlaveg. Eitthvað eru stjórn- völd óörugg um að rétt sé að auka svo mikið við byggðina því haft er eftir bæjarskipulagsstjóra að þeir ætli að kynna hugmyndir á Nón- hæð og kanna viðbrögð nágranna. Framkvæmdamenn haga sér líkt og gert var á tímum hafta og skömmtunar þegar menn báðu bankastjórana um helmingi meir en þeir þurftu. Þeir koma með óraunhæfar hugmyndir og fá þær kynntar en hafa svo sitt fram. Íbúar sem næst búa verða því ánægðir eftir slag við yfirvöld því þeim finnst að þeir hafa barist vel og tekið hafi verið tillit til krafna þeirra. Þjóðarsálin okkar er í eðli sínu hógvær og lítillát. Þetta upp- lifðum við sem börðumst fyrir „Betri Lundi“. Nú horfum við á staðreyndir. Allt umhverfi okkar rifið og tætt allt upp að hús- veggnum hjá okkur sem næst bú- um og ekki útlit fyrir, miðað við framkvæmdahraðann hingað til, að þessum ósköpum linni fyrr en eftir Betri byggð í Kópavogi Einar E. Sæmundsen er lítt hrifinn af þéttingu byggðar í eldri bæjarhlutum Kópavogs Einar E. Sæmundsen
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.