Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 35 Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Skipalón 22-26 á Hvaleyrarholti 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað. www.motas.is Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O T 35 64 1 01 /0 7 Söluaðili: • Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu. Ótrúlegt útsýni. • Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi. • Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu íbúðunum. • 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og minniháttar tilefni). • Þvottastæði í bílageymslu. • Golfvöllur í göngufæri. Verðdæmi: • 2ja herb. m/ bílskýli 17.500.000 kr. • 3ja herb. m/ bílskýli 29.500.000 kr. • 4ra herb. m/ bílskýli 30.500.000 kr. Glæsilegar íbúðir fyrir 50 ára og eldri > Íbúðir tilbúnar til afhendingar> Við golfvöllinn Hvaleyrarholti Skipalón Í mínum huga eru Almannaskarðs-, Hval- fjarðar-, Vestfjarða- og Fáskrúðsfjarð- argöngin allra bestu samgöngubæturnar sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi frá upphafi. Tölurnar um notkun ganganna, sem rofið hafa alla vetrareinangrun og tryggt öryggi byggðanna enn betur, sýna að jarðgöng eru samgöngu- bylting. Á eins og hálfs mánaðar tímabili frá 1. júní til 11. júlí árið 2005 fóru 280 þúsund ökutæki í gegnum Hvalfjarðargöngin sem nú eru hér um bil skuldlaus. Þetta þýðir að um 560 þúsund manns hafi farið í gegnum göngin á þessum eina og hálfa mánuði ef við gefum okkur að tveir hafi að jafnaði verið í hverri bif- reið. Þetta sama ár fóru frá föstu- degi til sunnudags tæplega 30 þús- und bílar undir Hvalfjörðinn. Fullvíst er talið að þessar tölur muni hækka enn meir á næstu árum. Með hliðsjón af þessum gríðarlega fjölda ökutækja sem fer daglega í gegnum Hvalfjarðargöngin vakna spurningar um hvort þau hefðu strax í upphafi átt að vera með minnst fjórum akreinum. Erfitt er að reikna út fjölda fólks í þessum ökutækjum þar sem strætisvagnar og fólksflutningabílar eru inni í þess- ari tölu. Örfáir landsbyggð- arþingmenn hafa árangurslaust spurt hvort það sé forsvaranlegt að flutningar á bensíni, dísilolíu, flug- vélabensíni og öðrum eldfimum efn- um fari án eftirlits í gegnum jarð- göng hér á landi. Eftir eldsvoðann í Mont Blanc- jarðgöngunum 24.3. 1999, sem liggja um Alpafjöll milli Frakklands og Ítalíu, hafa vaknað margar spurn- ingar um öryggismál í íslenskum jarðgöngum, þá sérstaklega í Hval- fjarðargöngunum þar sem lang- mesta umferðin fer um. Án árangurs hefur oft verið varað við hverjar af- leiðingarnar yrðu ef eldur kviknaði í stórum tankbíl fulllestuðum af bens- íni sem væri ofarlega í Hvalfjarð- argöngunum, hvort sem bíllinn færi inn í göngin að norðan eða sunn- anverðu. Það liggur alveg ljóst fyrir að logandi bensín í tugum þúsunda lítra myndi strax renna niður í botn ganganna án þess að slökkviliðinu tækist að ráða niðurlögum eldsins. Fyrir þá sem staddir væru neðst í göngunum eru engar undankomu- leiðir þótt tankbílarnir komi inn úr annarri áttinni. Þarna myndi slysa- hættan aukast ef einn bíll kæmi úr gagnstæðri átt áður en hann rækist á bensínflutningabifreiðina. Þetta geta menn aldrei útilokað ef einn fólksbíll með sprungið olíurör við mótorinn fer inn í göngin án þess að það verði séð fyrir. Nokkrir landsbyggð- arþingmenn hafa spurt hvort það sé verjandi ef það tæki slökkviliðs- mennina marga klukkutíma að brjótast til þeirra sem of seint yrði að bjarga út úr göngunum áður en þeir væru að þrotum komn- ir. Þeir landsbyggð- arþingmenn sem vilja banna flutninga á eld- fimum efnum í gegnum jarðgöng tala aldrei um hvort bundið slitlag bjóði líka hættunni heim ef illa fer. Á Suðurlandsveginum verður eldhætt- an ekkert minni ef leiðin 2+1 yrði valin. Allir landsbyggðarþingmenn skulu svara því strax hvort öryggi vegfarenda, lögreglu slökkviliðs- og sjúkrabíla sé best tryggt með því að ákveða minnst fjórar akreinar í göngum undir Vaðlaheiði og Öxna- dalsheiði sem kæmu út í Norður- árdal eða yrðu grafin úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal. Fyrir löngu átti fyrrverandi samgönguráðherra að kynna sér þörfina á jarðgöngum með fjórum akreinum undir Reyn- isfjall samhliða tvöföldun hringveg- arins frá höfuðborgarsvæðinu aust- ur að Vík og til Akureyrar. Seint á síðasta ári viðurkenndi Sturla Böðv- arsson að nú yrði tvöföldun Suður- landsvegar og breikkun Hvalfjarð- arganganna að hafa forgang næstu fjögur árin. Tvöföldun Suðurlands- vegar á að ákveða strax með tveimur akreinum í hvora átt til að tryggt verði að fólksbíll geti ekki rekist framan á bensínflutningabíl sem kæmi úr gagnstæðri átt á 100 km hraða. Valið stendur um tvennt. Annaðhvort á að ákveða leiðina 2+2 eða afskrifa tvöföldun Suðurlands- vegar fyrir fullt og allt og láta slysa- hættuna fimmfaldast. Stöðvum alla eldsneytisflutninga í gegnum jarð- göng. Eldhætta í Hvalfjarðargöngunum Guðmundur Karl Jónsson vill banna alla eldsneytisflutn- inga í gegnum jarð- göng »Með hliðsjón af þess-um gríðarlega fjölda ökutækja sem fer dag- lega í gegnum Hval- fjarðargöngin vakna spurningar um hvort þau hefðu strax í upp- hafi átt að vera með minnst 4 akreinum Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. smáauglýsingar mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.