Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 35

Morgunblaðið - 22.07.2007, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 35 Stangarhyl 5, sími 567 0765 Ítarlegar upplýsingar um eignirnar á www.motas.is Skipalón 22-26 á Hvaleyrarholti 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir á frábærum stað. www.motas.is Sími 565 5522 | www.fasteignastofan.is ÍS L E N S K A /S IA .I S /M O T 35 64 1 01 /0 7 Söluaðili: • Tvennar svalir, bæði út úr eldhúsi og stofu. Ótrúlegt útsýni. • Stórar stofur.Tvö baðherbergi, baðherbergi inn af hjónaherbergi. • Amerískur ísskápur, kvörn í vaski og uppþvottavél fylgja. • Granít á borðum og sólbekkjum. • Arinn og 2 stæði í bílageymslu með stærstu íbúðunum. • 80 m2 salur í sameign fylgir (afmæli og minniháttar tilefni). • Þvottastæði í bílageymslu. • Golfvöllur í göngufæri. Verðdæmi: • 2ja herb. m/ bílskýli 17.500.000 kr. • 3ja herb. m/ bílskýli 29.500.000 kr. • 4ra herb. m/ bílskýli 30.500.000 kr. Glæsilegar íbúðir fyrir 50 ára og eldri > Íbúðir tilbúnar til afhendingar> Við golfvöllinn Hvaleyrarholti Skipalón Í mínum huga eru Almannaskarðs-, Hval- fjarðar-, Vestfjarða- og Fáskrúðsfjarð- argöngin allra bestu samgöngubæturnar sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi frá upphafi. Tölurnar um notkun ganganna, sem rofið hafa alla vetrareinangrun og tryggt öryggi byggðanna enn betur, sýna að jarðgöng eru samgöngu- bylting. Á eins og hálfs mánaðar tímabili frá 1. júní til 11. júlí árið 2005 fóru 280 þúsund ökutæki í gegnum Hvalfjarðargöngin sem nú eru hér um bil skuldlaus. Þetta þýðir að um 560 þúsund manns hafi farið í gegnum göngin á þessum eina og hálfa mánuði ef við gefum okkur að tveir hafi að jafnaði verið í hverri bif- reið. Þetta sama ár fóru frá föstu- degi til sunnudags tæplega 30 þús- und bílar undir Hvalfjörðinn. Fullvíst er talið að þessar tölur muni hækka enn meir á næstu árum. Með hliðsjón af þessum gríðarlega fjölda ökutækja sem fer daglega í gegnum Hvalfjarðargöngin vakna spurningar um hvort þau hefðu strax í upphafi átt að vera með minnst fjórum akreinum. Erfitt er að reikna út fjölda fólks í þessum ökutækjum þar sem strætisvagnar og fólksflutningabílar eru inni í þess- ari tölu. Örfáir landsbyggð- arþingmenn hafa árangurslaust spurt hvort það sé forsvaranlegt að flutningar á bensíni, dísilolíu, flug- vélabensíni og öðrum eldfimum efn- um fari án eftirlits í gegnum jarð- göng hér á landi. Eftir eldsvoðann í Mont Blanc- jarðgöngunum 24.3. 1999, sem liggja um Alpafjöll milli Frakklands og Ítalíu, hafa vaknað margar spurn- ingar um öryggismál í íslenskum jarðgöngum, þá sérstaklega í Hval- fjarðargöngunum þar sem lang- mesta umferðin fer um. Án árangurs hefur oft verið varað við hverjar af- leiðingarnar yrðu ef eldur kviknaði í stórum tankbíl fulllestuðum af bens- íni sem væri ofarlega í Hvalfjarð- argöngunum, hvort sem bíllinn færi inn í göngin að norðan eða sunn- anverðu. Það liggur alveg ljóst fyrir að logandi bensín í tugum þúsunda lítra myndi strax renna niður í botn ganganna án þess að slökkviliðinu tækist að ráða niðurlögum eldsins. Fyrir þá sem staddir væru neðst í göngunum eru engar undankomu- leiðir þótt tankbílarnir komi inn úr annarri áttinni. Þarna myndi slysa- hættan aukast ef einn bíll kæmi úr gagnstæðri átt áður en hann rækist á bensínflutningabifreiðina. Þetta geta menn aldrei útilokað ef einn fólksbíll með sprungið olíurör við mótorinn fer inn í göngin án þess að það verði séð fyrir. Nokkrir landsbyggð- arþingmenn hafa spurt hvort það sé verjandi ef það tæki slökkviliðs- mennina marga klukkutíma að brjótast til þeirra sem of seint yrði að bjarga út úr göngunum áður en þeir væru að þrotum komn- ir. Þeir landsbyggð- arþingmenn sem vilja banna flutninga á eld- fimum efnum í gegnum jarðgöng tala aldrei um hvort bundið slitlag bjóði líka hættunni heim ef illa fer. Á Suðurlandsveginum verður eldhætt- an ekkert minni ef leiðin 2+1 yrði valin. Allir landsbyggðarþingmenn skulu svara því strax hvort öryggi vegfarenda, lögreglu slökkviliðs- og sjúkrabíla sé best tryggt með því að ákveða minnst fjórar akreinar í göngum undir Vaðlaheiði og Öxna- dalsheiði sem kæmu út í Norður- árdal eða yrðu grafin úr Hjaltadal yfir í Hörgárdal. Fyrir löngu átti fyrrverandi samgönguráðherra að kynna sér þörfina á jarðgöngum með fjórum akreinum undir Reyn- isfjall samhliða tvöföldun hringveg- arins frá höfuðborgarsvæðinu aust- ur að Vík og til Akureyrar. Seint á síðasta ári viðurkenndi Sturla Böðv- arsson að nú yrði tvöföldun Suður- landsvegar og breikkun Hvalfjarð- arganganna að hafa forgang næstu fjögur árin. Tvöföldun Suðurlands- vegar á að ákveða strax með tveimur akreinum í hvora átt til að tryggt verði að fólksbíll geti ekki rekist framan á bensínflutningabíl sem kæmi úr gagnstæðri átt á 100 km hraða. Valið stendur um tvennt. Annaðhvort á að ákveða leiðina 2+2 eða afskrifa tvöföldun Suðurlands- vegar fyrir fullt og allt og láta slysa- hættuna fimmfaldast. Stöðvum alla eldsneytisflutninga í gegnum jarð- göng. Eldhætta í Hvalfjarðargöngunum Guðmundur Karl Jónsson vill banna alla eldsneytisflutn- inga í gegnum jarð- göng »Með hliðsjón af þess-um gríðarlega fjölda ökutækja sem fer dag- lega í gegnum Hval- fjarðargöngin vakna spurningar um hvort þau hefðu strax í upp- hafi átt að vera með minnst 4 akreinum Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. smáauglýsingar mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.