Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 41 Bæjarhrauni 10 • Hafnarfirði • Sími 520 7500 • www.hraunhamar.is Burknaberg - Hfj. Einbýli Hraunhamar fasteignasala hefur fengið í einkasölu mjög gott einbýli á tveimur hæðum með innb. bílskúr, samtals um 300 fermetrar. Vel staðsett á frábærum stað í Setberginu í Hafnarfirði. Eignin skiptist í forstofu, hol, stofu með arni, borðstofu, eldhús, gang, baðherbergi, herbergi, sólstofu og bílskúr. Á neðri hæð er gott sjónvarpshol, þrjú stór herbergi, hjónaherbergi með fataherbergi inn af, stórt baðherbergi og þvottahús. Glæsilegur gróinn garður. Frábær staðsetning. Verð 69,8 millj. Upplýsingar veitir Þorbjörn Helgi sölumaður í síma 896 0058. Blikaás - Hfj. Parhús Hraunhamar fasteignasala kynnir: Nýkomið í einkasölu, sérlega skemmtilegt fullbúið parhús á tveimur hæðum með innbyggðum bílskúr, samt. 180 fm. Þrjú rúmgóð svefnherbergi, sjónvarpshol, góð stofa, glæsi- legt eldhús. Fullbúin falleg eign. Verð 42,9 millj. no.120121-1 FASTEIGNASALA STÓRHÖFÐA 27 Sími 594 5000 Halla Unnur Helgadóttir löggiltur fasteignasali. Sérlega falleg og vönduð 4ra herb., 126,4 fm íbúð á 11. hæð með ótrúlegu útsýni yfir stór-Reykjavík- ursvæðið og víðar. Stæði í bílageymslu fylgir. Þetta er sérlega vönduð og falleg íbúð með frábæru út- sýni. VERÐ 32,5 millj. Upplýsingar gefur Ingvar Ragnarsson lögg. fast. S. 822-7300. BLÁSALIR - 201 KÓP. FASTEIGNA MARKAÐURINN ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17. Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/ Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteignasali. Ystasel Glæsilegt, 302 fm, einbýlishús með 46 fm, innb., tvöf. bílskúr í þessu gróna hverfi miðsvæðis í Reykjavík. Húsið hef- ur verið mikið endurnýjað nýverið á vandaðan og smekklegan hátt m.a. baðher- bergi, eldhús og hús að utan. Stórar og bjartar stofur auk sjónvarpsstofu, glæsi- legt eldhús, 4 herbergi auk húsbóndaherbergis og sólskáli með heitum potti. Framlóð hússins er öll endurnýjuð og miklar hellulagðar verandir bæði fyrir fram- an og aftan hús. Verð 80,0 millj. Dunhagi - góð 4ra herb. íbúð Falleg og mikið endurnýjuð, 108 fm, 4ra herb. íbúð á 3. hæð, efstu, í litlu fjölbýli í Vesturbænum. Nýlega endurnýjað eld- hús, rúmgóðar og bjartar samliggjandi stofur, 2 rúmgóð herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi, flísalagt í gólf og veggi. Flísalagðar svalir til suðurs. Þvottaaðstaða á baðherbergi og 2 sér- geymslur í kj. Verð 29,0 millj. Fornaströnd - Seltjarnarnesi Fallegt og vel skipulagt 170 fm einbýlis- hús á einni hæð á þessum eftirsótta stað. Eignin skiptist m.a. í hol/borðstofu, stofu með arni, þrjú herbergi og nýlega endurnýjað baðherbergi auk gestasnyrt- ingar. 26,0 fm rými er í kjallara, nýtt í dag sem geymsla. Lóðin er eignarlóð, 884 fm, ræktuð með hellulögðum verönd- um og skjólveggjum beggja vegna hússins. Verð 79,0 millj. Sævarland - endaraðhús Fallegt, 278 fm, 2ja íbúða tvílyft endarað- hús auk 23 fm bílskúrs í Fossvogi. Eign- in skiptist m.a. í rúmgott eldhús, bjartar samliggj. stofur, 3 herbergi og flísalagt baðherbergi auk sér 3ja herb. íbúðar. Svalir í suðaustur út frá stofum. Einstak- lega vel staðsett eign, innst við lokaða götu. Stutt í útivistarsvæði, skóla og íþróttamiðstöð og í göngufæri við Elliðaárdalinn. Verð 64,9 millj. Melhagi - efri sérhæð ásamt bílskúr Góð, 108 fm, efri sérhæð í fjórbýli ásamt 33 fm bílskúr á þessum eftirsótta stað í Vesturbænum. Hæðin skiptist í forstofu, fallegt eldhús, rúmgóða og bjarta parket- lagða stofu, borðstofu, tvö herbergi og flísalagt baðherbergi. Möguleiki að breyta borðstofu í herbergi. Suðvestur- svalir út af hjónaherbergi. Parket og nátt- úruflísar á gólfum. Verð 39,5 millj. Ásholt - 4ra herb. íbúð Góð, 108 fm, 4ra herb. íbúð á 5. hæð ásamt stæði í bílageymslu og sér- geymslu í kjallara í lyftuhúsi í miðborg- inni. Íbúðin skiptist m.a. í samliggjandi stofur, opið eldhús, þrjú herbergi og bað- herbergi. Gott útsýni er yfir höfnina og sundin. Suðvestursvalir snúa inn í skjól- góðan húsagarð. Húsvörður. Verð 38,5 millj. Ármúla 21 • 108 Reykjavík • Sími 533 4040 • Fax 533 4041 kjoreign@kjoreign.is • www.kjoreign.is Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali Glæsilegt nýtt steinsteypt einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, alls 248 fm. Húsið er frábærlega vel staðsett í lokaðri götu með fallegu útsýni. Húsið er full- frágengið. Verð 87,0 millj. TEKIÐ VERÐUR Á MÓTI ÁHUGASÖMUM FRÁ KL. 17-20. jöreign ehf OPIÐ HÚS - Á MORGUN, MÁNUDAG, FRÁ KL. 17-20 DESJAKÓR 8 - KÓPAVOGI umtalaða glerþak. Við eigum að vera sú þjóð sem kannast ekki einu sinni við þetta blessaða þak! Við eigum að vera þjóðin sem alþjóðleg stjórnvöld, fyrirtæki sem samtök og auðvitað al- þjóðlegir fjölmiðlar líta upp til og sjá sem sína framtíðarsýn! Ég hvet þig til að spyrja sjálfa þig: Hvað viltu? Ert þú tilbúin til að skara fram úr? Hvernig getur þú náð þínu takmarki? Ert þú tilbúin til að bíða lengur? Ef svo er, hvers vegna viltu bíða? Hver og ein þarf að hugsa sinn gang og gera upp við sig hvers konar framtíð við viljum eiga hér á landi. Ég vil fá að nota tækifærið í lokin til að hvetja konur til að styðja hver aðra. Gefðu annarri konu meðmæli í dag! Hrósaðu henni! Stuðlaðu að við- skiptum til hennar. Stoppaðu nei- kvæða umræðu um aðra konu! Brostu! Þú veist að þú færð allt þetta já- kvæða til baka og það margfalt! „Sveltur sitjandi kráka en fljúg- andi fær.“ – Nú setjum við í fluggír- inn! dáða Höfundur er markþjálfi og fram- kvæmdastjóri vefjarins Tengjumst.is. minnst 10 ár. Bæjaryfirvöld efast, það vakti athygli í frétt í blaði í síð- ustu viku að haft var eftir bæj- arfulltrúanum sem ber ábyrgð á bæjarstjóranum og núverandi meirihluta á stjórn Kópavogs að hann ætli að ganga til liðs við íbúa- samtök sem berjast fyrir breyt- ingum á skipulagi við Kópavogs- höfn. Viðbrögð íbúa við slíkri ögrun einkennast af reiði og efasemdum, þeim finnst lífsgæðum sínum ógn- að. Menn eru íhaldssamir, vita hvað þeir hafa og finnst það ókunna vera ógnun. Þeir eiga því að standa fast á sínu og hopa hvergi fyrir málamiðl- unum eða öðrum dúsum. Viðbrögð athafnamanna og fjár- festa eru jákvæð því öll uppbygg- ing er frá þeirra sjónarhól af hinu góða því þá eru peningarnir að vinna. Þeir eiga að temja sér hátt- semi og hófsemi, að láta ekki græðgina ráða óskum sínum. Þeir staldra yfirleitt stutt við á bygg- ingarsvæðinu, rétt sem nemur framkvæmdatímanum og síðan eru þeir flognir. Nágrannarnir sitja eftir, kannski með góða byggð, kannski með slæma. Viðbrögð kjörinna fulltrúa okkar eiga að einkennast af festu og vissu um að þeir vilji okkur vel. Þeir eiga að bera hag okkar íbúa fyrir brjósti og laga fram- kvæmdaóskir á viðkvæmum svæð- um að þörfum íbúanna sem þar eru fyrir. Íbúar, bæjaryfirvöld og framkvæmdamenn þurfa að finna takt til að ganga saman, til heilla fyrir okkur öll. Réttur íbúa til að gera athugasemdir er fyrir hendi með ýmsum ákvæðum skipulags- og byggingarlaga til að standa vörð um lífsgæði okkar. Allt of lítið hefur verið gert að því að fræða al- menning um gott skipulag í þétt- býli. Opinber umræða um skipu- lagsmál og gæði byggða hefur helst blossað upp þegar upp úr sýður í samskiptum borgaranna og yfirvalda. Það er löngu kominn tími til að allir þeir sem bera fyrir brjósti hag síns nánasta umhverfis í Kópavogi efni til samráðs og reyni að efla fræðslu um skipulagsmál um rétt nágranna og um allt það sem til þarf til að búa betri byggð í þétt- býli. Betri byggð um allan Kópavog. »Nú er komið að þvíað þétta eldri byggð í Kópavogi í miklum mæli og eru viðbrögð íbúa misjöfn. Höfundur er landslagsarkitekt, bú- settur í Kópavogi. Fréttir í tölvupósti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.