Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 32
32 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ 24. júlí 1977: „Í undirstöðu- atvinnuvegi þjóðarinnar, út- gerð, eru fyrirtæki af öllum rekstrarformum. Meginhluti togaraútgerðarinnar er t.d. í höndum sveitarfélaga og lýt- ur opinberri endurskoðun þeirra. Þessi útgerð hefur sumstaðar setið við skatt- frelsi til sveitarsjóða, auk þess að hljóta veruleg al- mannaframlög til rekstrar. Útgerð í höndum ein- staklinga hefur hinsvegar þurft að standa undir sam- félagslegum sköttum hvers konar, auk annars rekstr- arkostnaðar. Ekki verður séð að opinber rekstur á sviði út- gerðar hafi skilað þeim arði á undanförnum árum, þrátt fyrir ýmis hlunnindi, að leiði rök eða líkur að óeðlilegri fjármunamyndun í einkaút- gerð.“ . . . . . . . . . . 26. júlí 1987: „Sovétmenn hafa boðið Bandaríkjamönn- um að koma á tvíhliða við- ræðum stórveldanna um leið- ir til að ljúka Persaflóa- styrjöldinni. Því boði hefur verið hafnað með þeim rök- um að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna sé hinn rétti vett- vangur málsins. Formlega séð hafa Bandaríkjamenn rétt fyrir sér, en naumast þarf það að spilla fyrir starfi Öryggisráðsins ef sérfræð- ingar stórveldanna setjast á rökstóla um málið. Sov- étmenn hafa mikil ítök í arabaheiminum og það liggur í augum uppi að þeir munu ekki sætta sig við að stríði Ír- ana og Íraka ljúki með hætti sem þeim er verulega óhag- stæður.“ . . . . . . . . . . 27. júlí 1997: „Það hefur lengi verið ljóst, að umhverfismál í víðum skilningi eru að verða einn veigamesti þátturinn í þjóðfélagsumræðum. Við- kvæmni fólks fyrir umhverf- inu birtist með margvíslegum hætti. Skipulagsmál eru að verða eitt stærsta málið í þéttbýlinu eins og dæmin sanna . . . . En nú má finna að nýjar spurningar eru að vakna í huga fólks og þær snúast um það í hvers konar þjóðfélagi við búum og hvers konar þjóðfélag við viljum byggja upp fyrir börn okkar og barnabörn. Vaxandi neyzla vímuefna, afbrot, ofbeldi, vændi, starfsemi nektardans- staða, glæpir af ýmsu tagi, allt veldur þetta því, að sú spurning sækir á ungt fólk, sem er að byrja að eignast börn, á miðaldra fólk, sem á börn á viðkvæmum unglings- árum og á eldra fólk, sem hugsar um barnabörnin sín, hvort hér sé að verða til þjóð- félag, sem ekki sé eftirsókn- arvert að búa í.“ Úr gömlum l e iðurum Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. VERÐKANNANIR Auðvitað er æskilegt að sam-komulag náist á milli hags-munaaðila um framkvæmd verðkannana eins og nú er til um- ræðu. En það verður erfitt að ná slíku samkomulagi. Alþýðusambandið hefur um skeið haldið uppi slíkum könnunum með þeim afleiðingum að talsmenn ein- stakra verzlana eða verzlanakeðja hafa veitzt að ASÍ, oft með stóryrðum. Morgunblaðið hefur síðustu ár gert slíkar kannanir við og við. Þær hafa verið framkvæmdar með þeim hætti, að starfsmenn ritstjórnar blaðsins hafa farið í tilteknar verzlanir á sama tíma, keypt nákvæmlega sömu vörur og hver annar viðskiptamaður og nið- urstöður birtar á grundvelli slíkra kaupa. Í tölvubréfasafni blaðsins er um- talsvert safn bréfa frá hagsmunaaðil- um með fúkyrðum og stóryrðum, sem benda til að viðkomandi aðilar kunni slíkum könnunum illa. En vonandi tekst Björgvini G. Sigurðssyni við- skiptaráðherra að beina þeim viðræð- um, sem hann mun eiga við hags- munaaðila um næstu mánaðamót, í skynsamlegan farveg, þannig að sam- komulag geti tekizt um framkvæmd kannana, sem allir aðilar geti verið sáttir við. Neytendur eiga fullan rétt á þess- um upplýsingum og erfitt að skilja hvað hagsmunaaðilar hafa á móti því, að þeim sé safnað saman. Raunar ættu þeir, sem telja sig selja á lægsta verði, að hafa hagsmuni af því að slík- ar upplýsingar birtist með regluleg- um hætti. Það leikur enginn vafi á því, að sam- keppni hefur verið hörð í matvöru- verzlun seinni árin, sérstaklega eftir að Krónan hóf beina verðsamkeppni við Bónus-verzlanir fyrir nokkrum misserum. Og jafnframt hefur þjón- usta lágvöruverðsverzlana við við- skiptavini sína stóraukizt. Allt er þetta jákvætt fyrir neytendur og verzlununum til sóma. En jafnframt því, að neytendur eiga einfaldlega kröfu á því, að verðkann- anir fari fram og niðurstöður þeirra birtar þegar í stað en ekki löngu seinna, er áreiðanlega æskilegt að kanna bakland þeirra viðskipta, sem um er að ræða. Sitja verzlanir eða verzlanakeðjur við sama borð í viðskiptum við birgja? Auðvitað er eðlilegt að kaupendur fái magnafslátt eftir því hversu mikið magn er keypt af vörum en það er ekki eðlilegt ef t.d. allir verzlunaraðilar geta ekki fengið keypta hvaða stærð pakkninga, sem er, hjá birgjum, svo að dæmi sé nefnt. Á þessum markaði hafa lengi gilt einhvers konar frum- skógalögmál, sem ekki hafa orðið neytendum til hagsbóta. Það væri því ekki úr vegi, að við- skiptaráðherra beitti sér fyrir könnun á þessu baklandi stórmarkaðanna, þegar viðræður hans hefjast við hags- munaaðila. Það verður horft mjög til viðræðna viðskiptaráðherra við þessa aðila og miklar vonir bundnar við þær viðræður. Þetta er fyrsta prófið, sem ráðherrann stendur frammi fyrir, ef svo má að orði komast. Ráðherrann er einn af hinum kjörnu fulltrúum þjóðarinnar á Al- þingi. Hann á að gæta almannahags- muna en ekki sérhagsmuna. Hann á að sitja við fundarborðið sem fulltrúi almennings. Hann á að tala máli hins almenna borgara. Íslenzkir neytendur geta ekki farið yfir nein landamæri til þess að kaupa í matinn. En þeir geta valið á milli verzlana hér og þess vegna er mik- ilvægt að virk samkeppni sé á milli þeirra. Það verður fróðlegt að sjá, hvernig til tekst. Alþýðusamband Íslands hef- ur vegna verðkannana, sem gerðar hafa verið í þess nafni, öðlazt alveg nýtt hlutverk í þágu almennings. Og ekki hefur veitt af fyrir ASÍ og verka- lýðshreyfinguna, sem hafa átt undir högg að sækja í langan tíma þar sem þjóðfélagslegt hlutverk hreyfingar- innar hefur ekki verið jafn skýrt og áður var. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ T uttugasta öldin markaði hraðferð Ís- lendinga inn í heim myndlistarinn- ar. Því jafnvel þótt myndræn áhrif megi víða finna í menningarsögu þjóðarinnar er hæpið að halda því fram að myndlist hafi verið stunduð hér í samfelldri þróun fyrr en í kringum aldamótin 1900. Það hversu myndlistarlífið á Íslandi hefur þroskast á röskum hundrað árum er því vitaskuld fagnaðarefni. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa stórir myndlistarviðburðir sett mark sitt á sum- arið erlendis – það sem kallað hefur verið „stóri rúnturinn“ eða „grand tour“. Um er að ræða ferðalag listunnenda og atvinnufólks á sviði mynd- listar á Feneyjatvíæringinn, listkaupstefnuna í Basel, skúlptúrsýninguna í Münster og loks al- þjóðlegu sýninguna Documenta í Kassel. Allt eru þetta stórviðburðir og vægi þeirra síst minna þótt þeir renni svona saman í ár. Þvert á móti gefa þeir myndlistarheiminum tækifæri til að vega og meta hlutverk, stefnur og strauma – og þá ekki síður til þess að endurmeta fyrri hugmyndir um listsögu- lega þætti. Hugmynda- og fagurfræðilegar hræringar í samtímalist A uðvelt er að merkja ákveðna til- hneigingu í þessum stórsýningum sumarsins, sérstaklega Feneyjat- víæringnum og Documenta-sýn- ingunni í Kassel. Skúlptúrsýning- in í Münster hefur sérstöðu í ljósi þess hvernig sýningarumhverfi henni er búið, en hún er öll á torgum úti eða í öðrum almennings- rýmum. Basel-kaupstefnan er einnig nokkuð sér á parti því eðlis síns vegna, sem vettvangur fyrir viðskipti fyrst og fremst, lýtur hún öðrum lög- málum en sýningarnar þrjár. Þessi tilhneiging í Kassel og Feneyjum er í raun og veru rökrétt afleiðing af því uppgjöri sem reynt var að framkvæma í listheiminum um aldamótin 2000, en þá kepptust allir við að helga sýningar nýjum áherslum, hugmyndum um 21. öldina og þá framtíð sem hún gæti borið í skauti sér. Aldamót kalla alltaf á slíkt uppgjör þótt það sé yfirleitt tím- inn sem leiðir afraksturinn í ljós er frá líður. Á síðasta tug síðustu aldar var mikið rætt um það sem hörðustu gagnrýnendur vildu kalla „út- þynningu“ lista – ekki síst myndlistar – og var þá vísað til meints innihaldsleysis listanna. En auð- vitað einnig til markaðsvæðingar sem að margra mati mótaðist fyrst og fremst af peningagræðgi umboðsmanna og safnara á sviði myndlistar; áhuga þeirra á því að knýja fram hærra verð en nokkru sinni fyrr fyrir list. Fréttagildi í umræðu um myndlist þótti mótast um of af þessum fjár- hagslegu hagsmunum, og síðan af einskonar fá- nýtishyggju, eða áherslu á fáránleika í listum sem margir töldu draga úr vægi listar sem samfélags- afls. Aldamótin urðu tími uppgjörs á þessum við- miðum, án þess þó að móta tæki fyrir nýrri stefnu eða nýjum hugmyndum. Það er frekar að afrakst- urinn af þeirri vinnu sé að byrja að koma í ljós nú þegar fyrsti tugur nýrrar aldar er kominn á loka- sprettinn. Vitaskuld er það þó aldrei svo að hægt sé að setja alla list undir sama hatt í svona hugmynda- fræðilegum skilgreiningum um hvað sé efst á baugi. En tilhneigingin til að beina umræðu um myndlistarheiminn í ofangreindan farveg var vissulega til staðar og sömuleiðis þörfin fyrir end- urmat á gildum henni tengdum. Það er því athygl- isvert að sjá hvað er að koma upp á yfirborðið um þessar mundir. Sameiginlegar áherslur í Feneyjum og á Documenta B æði Feneyjatvíæringurinn, undir stjórn Roberts Storrs, og Docu- menta, undir stjórn Rogers Buer- gels, eiga það sameiginlegt hvað sýningarstjórn varðar að gera til- raun til að endurvekja ákveðna þætti í listsköpun og þá fyrst og fremst þá póli- tísku. Auðvelt er að líta á það sem höfnun á fyrr- nefndum áherslum tengdum aldamótunum, enda hafa þeir báðir sneitt nokkuð hjá þeim stórstjörn- um sem mest voru áberandi fyrir aldamótin – sér- staklega Beurgel. Í sýningunni á Arsenale í Feneyjum, sem yf- irleitt er að mestu tileinkuð list yngri listamanna, leiðir Robert Storr saman listamenn úr öllum heimshornum. Það er einkum þar sem þessarar viðleitni gætir. Mikil áhersla er lögð á list sem fyrst og fremst hverfist um samfélagsleg viðmið – kynjapólitík, stjórnmál, stríðsrekstur og afleið- ingar misnotkunar eða ranglætis af ýmsu tagi. Svo virðist sem sagt sem tími stóru spurninganna sé runninn upp á nýjan leik í myndlist samtímans á þessum stórsýningum, tími þeirra listamanna sem vilja endurskilgreina hlutverk lista og/eða listamanna í samfélaginu. Storr dregur fram á sjónarsviðið margt það sem hæst ber í fréttaflutn- ingi samtímans, fórnarlömb Íraksstríðsins, þá pyntuðu í Abu Ghraib, kuflklæddar konur með andlit hulið, börn sem leika sér að hauskúpu. Allt eru þetta andlit heimsins – mörg hver býsna skelfileg – sem dregin eru fram með áhrifaríkum hætti á Arsenale. Fulltrúar einstakra landa á tvíæringnum hafa sumir hverjir valið sér áþekka leið, en þekktastur þeirra er líklega Aernout Mik, sem sýnir í hol- lenska skálanum verkið „Citizens and Subjects“ [margræður titill sem útleggja mætti sem „Borg- arar og þegnar“ eða „Borgarar og viðfangsefni“]. Þar fjallar hann um hlutskipti ólöglegra innflytj- enda í Hollandi sem farið er með eins og ótínda glæpamenn í myndbandsverki hans þrátt fyrir að flestir séu þeir einungis að leita sér að betra hlut- skipti í lífinu – eigi sér einfaldlega draum um betra líf. Verk hans vakti mikla athygli og sýningin er að mati flestra með þeim betri í þjóðarskálunum í ár. Ef til vill má rekja þá tilhneigingu í sýning- arstjórn sem þarna kemur fram til þeirrar meg- inháherslu sem margir upprennandi listamenn síðasta áratugar hafa lagt á hlutverk áhorfandans. Tilraun til að virkja áhorfandann verður um leið að tilraun til að virkja listina sjálfa með listamann- inn í fararbroddi. Enda segir Storr í formála sín- um í sýningarskránni, að allt frá tímum Platós „hafi heimspekingar skipt upp og flokkað vitund mannskepnunnar með því að stilla einum þætti upp andspænis öðrum; huga á móti líkama, rök- hyggju gegn rökleysu, hugsun gegn tilfinningum, gagnrýninni hugsun gegn innsæi, vitsmunum gegn skynjun, því hugmyndafræðilega gegn því skynræna. Þegar best lætur hefur slík tvískipting orðið til þess að skerpa skilning okkar á þeim ólíku leiðum sem okkur eru færar til að skilja heiminn og búa okkur stað í honum. Í versta falli hefur hún tekið frá okkur suma þessa hæfileika með því að stilla upp valdakerfum sem byggð eru á misskiln- ingi og verða til þess að við vantreystum eða drög- um úr vægi eins þáttar til að hampa öðrum […]“. Storr segir jafnframt að það sé sama hversu vel heimspekingum og hugmyndafræðingum hefur tekist að sannfæra fólk um að slíkar flokkanir séu hjálplegar við greiningu á umheiminum á þeim forsendum að þær séu sannar í eðli sínu eða í sagnfræðilegum skilningi, þá sé staðreyndin sú, að tilvist okkar beri slíkar kenningar, kerfi og skil- greiningar ofurliði. Feneyjatvíæringinn í ár segir hann grundvallaðan á þeirri „bjargföstu trú að list sé nú, eins og hún hafi alltaf verið, sú leið er skap- ar mannkyninu færi á að skynja tilvist sína sem heild“. Hann vill m.ö.o. nota listina til að afhjúpa allt sem viðkemur mannlegri tilvist hverju sinni eins og sést vel á vali hans á listamönnum og við- fangsefnum. Fortíðin afhjúpuð í gegnum hugmyndafræði samtímans R oger Beurgel og Ruth Noack, sem vann með honum að stefnumótun Documenta, hafa gengið mun lengra en Storr í þessari viðleitni. Þau eru ekki einungis að draga fram í sviðsljósið list er tengist pólitískum málefnum samtímans, svo sem al- þjóðavæðingu, einræði, stríðsátökum og mann- réttindabaráttu, heldur hafa þau einnig leitað í sjóði listamanna sem gerðu sig gildandi í löndum handan járntjaldsins í Evrópu fyrrum, og sömu- leiðis listamanna sem ráku andóf við yfirvöld í sínu nánasta umhverfi, svo sem í löndum Suður-Am- eríku á seinni hluta tuttugustu aldar. Margir þessara listamanna voru vel þekktir í heimalöndum sínum þótt orðstír þeirra bærist aldrei með nægilega veglegum hætti inn í meg- instraum umræðunnar í markaðsvæddum mynd- listarkerfum vestrænna landa. Samt sem áður voru þeir þó vitaskuld fyllilega samkeppnishæfir við fræga kollega sína og jafnvel á undan þeim í fagurfræðilegum tilraunum sínum. Sem dæmi um það má nefna verk Zofiu Kulik, sem fæddist í Pól- landi 1947, og hefur um langt skeið gert tilraunir með ljósmyndaverk sem óneitanlega sverja sig í ætt við verk tvímenninganna heimsfrægu, hinna bresku Gilberts og George. Verk hennar hafa nú seint og um síðir vakið verðskuldaða athygli í Kas- sel. Viðleitni Beurgels og Noack til að endurskil- greina eða endurmeta söguna út frá pólitískum viðhorfum samtímans er að sjálfsögðu allra góðra gjalda verð, þrátt fyrir þá gagnrýni sem þau hafa Laugardagur 21. júlí Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.