Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.07.2007, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR BORANIR eru nú hafnar við Þeistareyki í fjórða sinn til að kanna stærð og eiginleika jarð- hitageymisins þar undir og mögu- leika á nýtingu jarðhitans til raf- orkuframleiðslu. Árni Gunnarsson vélaverkfræð- ingur, sem stýrir verkefninu, segir erfitt að spá um árangur af þessari borun, en segir að gera megi ráð fyrir því að afköst holnanna verði meiri því byggt sé á þekkingu sem aflað var í fyrri borunum. „Nú beit- um við í fyrsta skipti skáborunum, en áður höfum við alltaf borað beint niður. Þær gefa okkur tækifæri til að skera fleiri sprungukerfi neð- anjarðar þannig að innstreymi í holurnar verði meira og afköst þeirra aukist,“ segir Árni. Ef af byggingu álvers á Húsavík verður er gert ráð fyrir að aflþörf þess verði um 400 megavött og stefnt er að því að framleiða það á jarðhitasvæðum á Norðausturlandi, meðal annars á Þeistareykjum. Holurnar misjafnar Reynslan af borunum hefur verið misjöfn hingað til að sögn Árna. „Fyrsta holan var mjög heit og myndi gefa um sex megavött ef hún væri virkjuð. Önnur holan er í út- jaðri svæðisins og er mjög opin, en hitinn er ekki nógu hár til þess að hún henti til raforkuframleiðslu. Þriðja holan var svo boruð í fyrra og þar mældist næsthæsti hiti í borholu á Íslandi, en hæsti hitinn hefur mælst á Nesjavöllum. Sú bor- hola gæti skilað sex til sjö mega- vöttum af rafmagni ef hún verður virkjuð.“ Árni segir að staðsetning holn- anna sé ákveðin út frá fyrri reynslu og hugmyndum um innviði jarð- hitageymisins. Yfirborðsrannsóknir gefi vísbendingar um innviði jarð- hitakerfisins sem notaðar eru til að smíða líkan af geyminum og að lok- um séu gerðar kannanir með bor- unum. Þeistareykir ehf. stendur að til- raunaborununum en það fyrirtæki er að langstærstu leyti í eigu Landsvirkjunar, Orkuveitu Húsa- víkur og Norðurorku, sem eiga hver um sig 32 prósent. Að auki eiga Aðaldalshreppur og Þingeyj- arsveit saman um fjögur prósent hlutafjár. Ljósmynd/Birkir Fanndal Ró og friður Þingeyskt sauðfé lætur ekki bröltið í mannskepnunni og um- fangsmiklar tilraunaboranir á Þeistareykjum raska ró sinni. Fjórða tilraunabor- unin á Þeistareykjum Í HNOTSKURN »Þeistareykir eru eyðibýli áReykjaheiði í Suður- Þingeyjarsýslu. Þar var fyrr á tímum tekinn brennisteinn, sem var unninn á Húsavík og fluttur út til Kaupmannahafnar. » Í ár er fyrirhugað að boratvær holur, þær fjórðu og fimmtu í röðinni. Eftir Gunnhildi Finnsdóttur gunnhildur@mbl.is Rannsóknir standa yfir á möguleikum jarð- varmavirkjunar og pattaralega sjóbirtinga; einn átta punda og annar níu komu á land í gær. Mikið af fiski liggur í Álabökkum á frísvæðinu og verður þar til rignir. „Þá lenda menn í veislu,“ sagði Gylfi Gautur. Horaðir og hausstórir tittir Ágætis gangur er í Haffjarðará þessa dagana. „Ég var búinn að spá því að veiðin í sumar yrði hálfum mánuði seinni til að ná góðum gangi en síðustu ár og sú hefur orðið raunin,“ sagði Einar Sigfússon eig- andi árinnar. „Í gærmorgun voru veiðimenn að veiða á fjórar stangir og lönduðu átján löxum á vaktinni. Nú er þetta komið í fullan gang.“ Eitt margra vatnsfalla sem hafa liðið fyrir þurrk og vatnsskort er Stóra-Laxá í Hreppum. Afar lítið af laxi hefur sést í ánni það sem af er sumri, en um leið og dimma tók á kvöldin nú seinnihluta vikunnar, virðist laxinn hafa tekið að ganga. Í það minnsta virðast einhverjir smá- vaxnir laxar hafa lagt í að ganga upp grynningarnar frá Iðu, neðst í ánni, því silfurbjartur smálax tók EINUNGIS um 80 laxar hafa veiðst í Laxá í Kjós í sumar, síðan veiði hófst fyrir rúmum mánuði. „Við höfum aldrei upplifað ástand á borð við þetta. Við höfum séð ána enn vatnsminni í júlímánuði en þá hefur fiskur verið búinn að dreifa sér um hana alla. Nú er laxinn bara á nokkrum veiðistöðum og kemst ekki upp fyrir Álabakka,“ sagði Gylfi Gautur Pétursson sem blaða- maður hitti að máli á bökkum Laxár í Kjós í gær. Áin er gríðarlega vatnslítil og segja má að einungis fimm veiðistaðir séu inni, auk neðri hluta frísvæðisins. Þrátt fyrir lítið vatn er mikið af laxi að ganga í ána þessa dagana. Kvíslarfoss er fullur af laxi og stökkva þeir látlaust í fossinn; 20 stukku eina mínútuna þegar mælt var. Veiðimenn hafa verið að ná ein- um og einum fiski en veiðistaðirnir eru auðstyggðir, og tökurnar grannar. Einn veiðimannanna sem voru í Kjósinni í gærkvöldi hafði þannig sett í sjö laxa á vaktinni en einungis landað einum. Auk lax- anna hafa menn verið að setja í feita skyndilega að birtast á sumum helstu veiðistöðum árinnar. Síðustu tvo daga hafa laxar verið að kropp- ast upp á neðstu svæðunum, sem og á fjórða svæði. Þar náði einn veiði- maður í fyrsta kasti veiðiferð- arinnar þeim minnsta laxi sem hann hafði augum litið. Hann var 48 cm langur og vó slétt kíló. Tvö pund. Var horaður og hausstór. Félagar í hollinu náðu síðan tveimur fjögurra punda, í Austurkvísl neðan Hruna- króks og á Pallinum. Þá var af- rakstur sumarsins kominn í níu laxa, sem þykir nú varla neitt sér- stakt. Morgunblaðið/Sölvi Ólafsson Fengsæll Sigfús Bjarnason veiddi stærsta sjóbirting sem veiðst hefur í Vatnsdalsá í sumar, en hann vó 9,5 pund. Í bakgrunninum má sjá Jörmund- arfell, hæsta tind Vatnsdalsfjalls. Laxinn gengur þrátt fyrir vatnsleysið STANGVEIÐI REYKVÍKINGAR og nærsveita- menn hegðuðu sér skikkanlega á skrallinu aðfaranótt laugardags. Að sögn lögreglu gekk nóttin stórslysa- laust fyrir sig, en þó var talsverður er- ill hjá lögreglumönnum vegna ölvun- ar og óspekta. Átta ökumenn voru handteknir grunaðir um ölvun við akstur og mega þeir eiga von á því að verða sviptir ökuréttindum á næst- unni ef að líkum lætur. Þá komu þrjú minniháttar fíkniefnamál inn á borð lögreglu. Í öllum tilfellum var þó að- eins um vörslu og neyslu að ræða. Fengu að sofa úr sér Undir morgun leituðu allnokkrir næturhrafnar, sem lotið höfðu í lægra haldi fyrir óminnishegranum, á náðir lögreglunnar og fengu að sofa úr sér þreytuna í fangageymslunum við Hverfisgötu. Þá var nóttin með rólegra móti hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðins. 17 sjúkraflutningar voru farnir og dælu- bíll var aðeins kallaður einu sinni út. Tilkynning barst um reyk á veitinga- húsinu Carúsó, en þegar á hólminn var komið var aðeins um meinlausan reyk frá pizzaofni að ræða. Næturhrafn- ar að mestu til friðs LANDSSAMBAND slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna er ánægt með viðbrögð Guðlaugs Þórs Þórðarson- ar heilbrigðisráðherra við því vandræðaástandi sem ríkt hefur í sjúkraflutningum sumstaðar á landsbyggðinni. Sambandið hefur að undanförnu gagnrýnt það harðlega að í einhverjum tilfellum sé aðeins einn maður sendur í útkall og telur það fyrirkomulag algerlega óviðun- andi. Í yfirlýsingu sem LSS sendi frá sér á föstudag kemur fram að úrbæt- ur séu þegar hafnar til þess að koma þessum málum í skikkanlegt horf. Fjárframlag til sjúkraflutninga í Borgarnesi hefur verið aukið til þess að tryggja að þar sé nægur mann- skapur á vakt hverju sinni. Forsvarsmenn LSS funduðu í vik- unni með Guðlaugi Þór og lýstu yfir ánægju sinni með þann fund og þá sérstaklega hugmyndir ráðherrans um að taka menntunarmál sjúkra- flutningamanna til endurskoðunar. Í yfirlýsingunni segir jafnframt að í framhaldinu verði skipaður vinnu- hópur til þess að fara yfir málin í heild. „Verður hópnum falið að koma með tillögur á landsvísu byggðar á þeim upplýsingum sem þegar liggja fyrir. Horft verður til framtíðar- skipulags sjúkraflutninga og ekki síst hvernig auka og bæta má þá þjónustu sem þegar er fyrir hendi.“ Fagna viðbrögðum heilbrigðisráðherra HURÐIR og rúður sprungu úr mannlausum húsbíl í gassprengingu við Oddastaðavatn í Hnappadal í fyrrinótt. Mikil mildi var að engin var í bílnum þegar sprengingin átti sér stað, en eigendurnir höfðu brugðið sér út í nokkrar klukku- stundir og komu þeir að húsbílnum stórskemmdum. Hann var þó öku- fær og héldu eigendur stúrnir heim á leið á löskuðu ökutækinu. Að sögn lögreglu í Borgarnesi var gasískápur í bílnum og telur hún lík- legt að gaslagnir að honum hafi lek- ið, rýmið í bílnum fyllst af gasi og blossi í kveikibúnaði ísskápsins kom- ið sprengingunni af stað. Lögreglan segir að óhöpp af þessu tagi séu orðin alltof algeng og fólk verði að fara að gera sér grein fyrir því að betur þurfi að fylgjast með lögnum og ástandi tækja sem knúin eru með gasi en rafmagnstækja á heimilinu. Best sé að láta fagaðila yf- irfara ástand tækja og lagna með reglulegu millibili og minnka þar með líkurnar á gasslysum í húsbíl- um. Sprenging varð í mannlausum húsbíl SÉRSVEIT Ríkislögreglustjóra annast nú þrisvar sinnum fleiri sér- verkefni en á árunum fram til 2002. Fram að því voru verkefnin um 50 á ári, en síðan þá hafa þau verið um eða yfir 100 á ári. Í fyrra var svo slegið met; sérverkefnin voru 156 talsins. Þetta kemur fram í Blaðinu í gær. Sérsveit lögreglunnar var sett á laggirnar árið 1982 og hafa liðsmenn hennar aldrei þurft að hleypa af skoti. Árið 2004 boðaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra um- talsverða fjölgun í sérsveit lögregl- unnar á næstu árum, úr 21 liðsmanni í 50. Eftir fjölgunina starfa 36 sér- sveitarmenn í Reykjavík, tólf á Keflavíkurflugvelli og fjórir á Akur- eyri. Yfirlögregluþjónarnir Geir Jón Þórisson og Ólafur Ásgeirsson eru samdóma um að sérsveitin verði mik- ilvægari með hverju árinu sem líður, þar sem harka í undirheimum hefur aukist og vopnaburður er orðinn al- mennari. Verkefni sérsveit- ar aldrei fleiri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.